Þjóðviljinn - 16.02.1983, Side 11

Þjóðviljinn - 16.02.1983, Side 11
Miðvikudagur 16. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 íþrottir Umsjón: Viðir Sigurðsspn Stefán Friðleifsson og félagar í ÍME eru komnir í úrslit 2. deildar. ÍMEí úrslitín ÍME, íþróttafélag Mennta- skólans á Egilsstöðum, hefur tryggt sér sæti í úrslitakeppni 2. deildar karla í körfuknattleik, sem fer fram í Keflavík um miðjan mars. Síðari umferð Austfjarðariðils fór fram á Reyðarfirði um helgina. IME vann örugga sigra í báðum sínum leikjum, rétt eins og í fyrri umferðinni. Fyrst gegn Sindra frá Hornafirði, 87-50, og síðan SE, Samvirkjafélagi Eiðaþinghár, 91- 71. SE vann síðan Sindra 85-68. ÍME hlaut samtals 8 stig, SE og Sindri 2 stig hvort. Einn burðarása liðs ÍME er hinn kunni hástökkv- ari, Stefán Friðleifsson, sem nú stundar nám við Menntaskólann á Egilsstöðum. Einn leikur fór fram í A-riðli deildarinnar í fyrrakvöld. Esja og Reynir frá Sandgerði mættust í Hagaskólanum og hafði Esja góða forystu í hálfleik, 38-24. Framan af síðari hálfleik virtist hins vegar Esjupiltunum gersamlega ókleift að hitta í körfuna, þeim tókst það ekki fyrr en eftir níu mínútur og þá höfðu Sandgerðingar tekið foryst- una. Þeir slepptu henni ekki og sig- ruðu 64-54. Reynir og Breiðablik berjast um sigur í riðlinum og mæt- ast í Kársnesskóla í kvöld. -VS Viðbót í grein í blaðinu í gær um íslands- mót stúlkna 14 ára og yngri í innan- hússknattspyrnu féllu niður nokk- ur nöfn af listanum yfir marka- hæstu stúlkur mótsins. Þessar urðu efstar: Kristrún Heimisdottir. KR......9 Guðrún Ögmundsdóttir, FH..........4 Helga Sigurðardottir, FH..........3 Karólina Guðmundsdóttir, Vikingi..3 Þjóðhildur Þórðardóttir, Breiðabl.3 Ranghiidur Þorgerisd. Breiðabl.2 Berglind Guömundsdóttir, Haukum.2 Nína Friðriksdóttir, UMFK......2 Margrét Leifsdóttir, KR........2 Ásta Benediktsdóttir, ÍA..........2 Anna Jónasdóttir, ÍA..............2 Helga Björnsdóttir, Val...........2 Guðrún Snorradóttir, Hveragerði...2 Sigurborg Ólafsdóttir, Hveragerði.2 Ásta Baldursdóttir, FH.........2 Björg Hafsteinsdóttir, KFK.....2 Bikarkeppnin í körfuknattleik: Góð rispa ÍBK ín og UMFN / í úr lok- leik „Nú náum við að keyra á fullu allan leikinn og það skóp sigur okk- ar öðru fremur“, sögðu ánægðir Keflvíkingar í gærkvöldi eftir að þeir höfðu borið sigurorð af erki- fjendunum, Njarðvíkingum, í bik- arkeppninni í körfuknattleik. Fjórði sigur ÍBK á íslandsmeistur- unum í jafnmörgum leikjum í vetur og stemmning hinna tæplega 900 áhorfenda í íþróttahúsinu í Kefla- vík var gífurleg, enda leikurinn skemmtilegur og lengst af spenn- -andi. Úrslitin urðu 106-97, Kefla- vík í hag eftir 57-52 í hálfleik. Leikurinn var jafn framan af en um miðjan fyrri hálfleik höfðu Keflvíkingar náð 10 stiga forskoti, 34-24. Njarðvíkingar jöfnuðu skömmu síðar, 42-42, en ÍBK náði yfirhöndinni aftur fyrir hlé. Njarðvíkingar hófu síðari hálf- leikinn af miklum krafti og komust yfir, 66-65'og 74-70 en IBK jafnaði og leikurinn hélst í járnum þar til 5 mínútur voru eftir. Þá kom dærni- gerð „Keflavíkurrispa", ÍBK komst úr 87-85 í 102-87 og leikur- inn var unninn. Keflvíkingar léku á fullu nær all- an tímann og sem heild lék liðið vel en enginn átti þó betri dag en Þor- steinn Bjarnason. Hann átti sann- kallaðan stjörnuleik og skoraði hverja körfuna annarri fallegri. Brad Miley tók aragrúa af fráköst- um en í körfuskotunum voru hon- um mislagðar hendur. Axel Niku- lásson var kominn með 3 villur eftir 5 mínútur og fékk þá fjórðu skömmu síðar en lék samt ágætlega þótt hann gæti að sjálfsögðu ekki beitt sér sem skyldi. Jón Kr. Gísla- son stóð sig virkilega vel og fer vax- andi með hverjum leik. Þorsteinn skoraði 35 stig, Jón 27, Axel 14, Miley 13, Oskar Nikulásson 7, Björn V. Skúlason 6 og Pétur Jóns- son fjögur. Njarðvíkingar áttu nokkuð jafn- an leik að þessu sinni. Árni Lárus- son var góður, einnig Sturla Ör- lygsson og Bill Kottermann skoraði mikið með fallegum lang- skotum. Gunnar Þorvarðarson var traustur að vanda en Valur Ingi- mundarson var með daufara móti. Jón Viðar Matthíasson lék með í fyrsta skipti í langan tíma og stóð sig vel. Kottermann skoraði 22 stig, Gunnar 18, Valur 14, Sturla 13, Árni 8, Jón Viðar 7, Ingimar Jónsson 7, Júlíus Valgeirsson 6 og Ástþór Ingason tvö. Gunnar Bragi Guðmundsson og Sigurður Valur Halldórsson dæmdu leikinn og áttu ágætan dag. - gsm Landslið tvö vann örugglega „Landslið nr. tvö“ varð sigur- vegari á Adidashraðmótinu í hand- knattleik sem lauk í Laugardals- höllinni í gærkvöldi. Þegar blaðið fór í prentun var síðasta leiknum, milli landsliða tvö og eitt, ekki lokið en sýnt hvert stefndi, því landslið tvö hafði yfirburðastöðu, 20-11. Það lið sigraði alla sína leiki og hlaut 8 stig, KR varð í öðru sæti með fimm stig, Landslið eitt fékk (jögur, Víkingar þrjú en Valsmenn ekkert. í gærkvöldi léku fyrst Víkingur og Valur. Valur var yfir í hálfleik 10-9 en Víkingar náðu að sigra, 19- 18. Sigurður Gunnarsson skoraði 10 fyrir Víking en Jakob Sigurðs- son 5 fyrir Val. Þá sigraði Landslið tvö KR-inga 17-13 eftir 10-6 í hálf- leik. Bjarni Guðmundsson skoraði 6 marka landsliðsins en Stefán Halldórsson, Guðmundur Alberts- son og Anders Dahl 3 hver fyrir KR. Landslið eitt vann Val 25-21 (11-8). Steindór Gunnarsson og Þorbergur Aðalsteinsson gerður 6 hvor fyrir landsliðið en Þorbjörn Guðmundsson 6 fyrir Val. KR vann Víking 16-15 og loks kom inn- byrðis leikur landsliðanna sem áður er frá greint. - VS Ennþá deilt um McFarland Máli ensku knattspyrnu- félaganna Derby County og Brad- ford City er enn ekki lokið. I fyrra- dag var Derby dæmt til að greiða Bradford City 55,000 pund til við- bótar tíu þúsundum þar áður fyrir að lokka til sín framkvæmdastjóra Bradford, Roy McFarland og þjálfarann Mick Jones, fyrr í vetur. Bradford City fór fram á 200.000 pund og mun áfrýja dómnum í von um hærri greiðslu. Bob Martin, formaður Bradford sagði í gær að Derby hefði fengið McFarland og Jones allt of ódýrt, sum atriði sem Bradford lagði fram hefðu ekki verið rædd í meðferð málsins og félagið ætlaði sér að nota sér rétt sinn til áfrýjunar. Mike Watterson, formaður Der- by, var ekki á sömu skoðun: „Bradford City hefur komist ótrú- lega vel frá þessu rnáli og greiðslu- vandræði okkar eru talsverð þegar, þó ekki komi meira til. Við hjá Derby höfum fengið nóg af málefn- um utan vallar undanfarna þrjá mánuði og viljum nú einbeita okk- ur óskipt að því að halda sæti okkar í 2. deild; nú, og svo auðvitað að því að sigra Manchester United í bikarkeppninni á laugardaginn." - VS Pressuliðið mjög harðsnúið! Það verður leikrcynt „pressulið“ sem mætir íslcnska karlalands- liðinu í handknattleik á HSÍ- Phil Mahre með örugga forystu Phil Mahre frá Bandaríkjunuin hefur náð góðri forystu í heimsbik- arkeppni karla á skíðum eftir mót helgarinnar, þrátt fyrir að hann næði hvergi sigri. Keppt var í svigi í Frakklandi á föstudag og laugar- dag og í stórsvigi í Vestur- Þýskalandi á sunnudag. í sviginu á föstudag sigraði Sví- inn Ingemar Stenmark á 1:44,54 mínútum. Annar varð Paolo De Chiesa frá Ítalíu og þriðji Phil Ma- hre. Á laugardag tóku þrír aðrir við; Bojan Krizaj frá Júgóslavíu náði þá bestum tíma, Bengt Fjáll- berg, Svíinn ungi, varð annar og Christian Orlainsky frá Austurríki þriðji. Phil Mahre varð þar fimmti og Stenmark sjötti. Stenmark náði síðan sigri í stór- sviginu í fyrsta skipti í vetur, eftir að hafa verið fimmti eftir fyrri ferð. Max Julen, Sviss, varð annar og Pirmin Zurbriggen frá Sviss þriðji. Phil Mahre lenti í fjórða sætinu. Mahre hefur nú 198 stig, Stenmark 167, Zurbriggen 161, Peter Lúsc- her frá Sviss 160 og Andreas Wenz- el frá Liechtenstein 140 stig. Kvenfólkið keppti í stórsvigi í Tékkóslóvakíu og þar sigraði Mar- ia Rosa Quario frá Ítalíu en Erika Hess frá Sviss varð í öðru sæti. Hanny Wenzel frá Liechtenstein, sem lenti í sjöunda sæti, hefur áfram forystuna í stigakeppni kvenna með 170 stig. Tyamara McKinney frá Bandaríkjunum hef- ur 162, Erika Hess 160 og Elisa- beth Kirchler frá Austurríki 139 stig. -VS kvöldinu í Laugardalshöllinni ann- að kvöld. Allir leikmcnn þess hafa leikið með Islenska landsliðinu og innanborðs verður leikjahæsti ís- lendingur frá upphafi, Ólafur H. Jónsson úr Þrótti. Hann á 138 landsleiki að baki. Einnig verður í liðinu landsleikjahæsti Dani frá upphafi, þjálfari KR-inga, hinn snjalli Anders Dahl Nielsen. Liðið verður þannig skipað: Markverðir: Jens Einarsson, KR Ólafur Bendiktsson, Þrótti Aðrir leikmenn: Anders Dahl Nielsen, KR Gunnar Gíslason, KR Haukur Geirmundsson, KR Hilmar Sigurgíslason, Víkingi Ingimar Haraldsson, Haukum Ólafur H. Jónsson, Þrótti Páll Björgvinsson, Víkingi Sigurður Gunnarsson, Víkingi Steinar Birgisson, Víkingi Viggó Sigurðsson, Víkingi Harðsnúið lið sem vafalítið veitir landsliðinu verðuga keppni. Leikur þessi verður rúsínan í pylsu- enda kvöldsins en dagskráin hefst kl. 20 með úrvalsleik í 3. flokki karla. Þá taka skemmtikraftarnir Magnús og Þorgeir við en síðan kemur knattspyrnuleikur milli íþróttafréttaritara og stjörnuliðs Omars Ragnarssonar. Loks kemur stóri leikurinn og þá gefst íslensk- urn handknattleiksunnendum síð- asta tækifærið til að sjá til landsliðs- mannanna okkar áður en þeir halda til Hollands í B-keppnina. - VS Paul Walsh, sóknarmaðurinn efni- legi hjá Luton, er varamaður í landsliðshóp Englendinga. Fimm enn til vara Bobby Robson, landsliðseinvald- ur Englendinga í knattspyrnu sem í fyrradag valdi sjö nýliða ■ lands- liðshópinn fyrir leikinn gegn Wales í næstu viku, hefur tilnefnt fimm leikmenn í viðbót til vara ef fleiri lcikmenn forfallast. Lcikmcnn Ars- enal og Manchester United verða ekki mcð þar sem liðin leika i dcildabikarnum sama kvöld og þá gætu fleiri forfallast ef til auka- leikja kemur í enska bikarnum eftir helgina. Fimmmenningarnir eru Joe Corrigan, Manchester City, Russ- ell Osman, Ipswich, Paul Walsh, Luton, og Southamptonleikmenn- irnir Steve Williams og Dave Arm- strong. Þeir Corrigan, Osman og Armstrong hafa áður leikið með enska landsliðinu, en þeir Walsh og Williams eru báðir taldir til mögulegra lykilmanna í náinni framtíð. - VS Liverpool tapaði! Burnley, eitt botnliða 2. deildar ensku knattspyrnunnar, sigraði Englandsmeistara Liverpool 1-0 á heimavclli sínum Turf Moor, í dcildabikarnum í gærkvöld. Það dugði þó ekki til, Liverpool vann fyrri leikinn 3-0 og leikur því til úrslita, sennilega gegn Manchcster United. United vann frækilegan sigur á Arsenal, 4-2, á Highbury, heima- velli Arsenal í London í fyrri leik liðanna í gærkvöldi. í 1. deild tap- aði Notts County 1-2 fyrir Sout- hampton og í 2. deild skildu Sheffi- eld Wednsday og Blackburn jöfn, 0-0. - VS Þessar leika gegn Englendingunum Island og England leika tvo kvennalandsleiki í handknattleik hér á landi um næstu helgi. Sá fyrri verður á Akranesi á föstudags- kvöldið og hefst kl. 20.30 en sá síð- ari í Laugardalshöllinni kl. Átján stúlkur hafa verið valdar fyrir þessa leiki og eru þær eftirtaldar: Mar- kverðir: Jóhanna Pálsdóttir, Val, og Jóhanna Guðjónsdóttir, Vík- ingi. Aðrir leikmenn: Erna Lúðvíksdóttir, Magnea Friðriks- dóttir og Sigrún Bergmundsdóttir úr Val, Guðríður Guðjónsdóttir, Margrét Blöndal, Oddný Sig- steinsdóttir og Sigrún Blomster- berg, Fram, Asta B. Sveinsdóttir, Erla Rafnsdóttir, Ingunn Bernót- usdóttir og Katrín Fredriksen, IR, Eva Baldursdóttir, Fylki, Björg Gilsdóttir, Katrín Danivalsdóttir, Kristín Pétursdóttir og Kristjana Aradóttir, FH. Þjálfari stúlknanna er Sigurbergur Sigsteinsson. Með þessum leikjum, sem eru fyrstu kvennalandsleikir hér á landi í tvö ár, hefst undirbúningur landsliðsins vegna forkeppni fyrir B-heimsmeistarakeppni kvenna. ísland dróst gegn Dönum og verð- ur leikið heima og heiman, væntan- lega í apríl. Eftir þessa leiki við Englendinga verða valdar þær 12 stúlkur sem koma til með að leika gegn Dönum. - VS

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.