Þjóðviljinn - 29.03.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. mars 1983
Bridge
Spil nr. 1...
I leik Aðalsteins Jörgensen og Þórarins
Sigþórss. i undanúrslitum Isl.m. sveita
kom stærsta sveiflan i keppninni fyrir.
Fyrsta spilið í síðari hálfleik. Gjafari N, AV/
S K8
H G83
T AD63
L KD83
S 1072
H D1065
T 875
L 942
N
V A
S
S G543
H 73
T KG942
L G10
S Ad96
H AK94
T 10
L A765
I lokaða salnum renndu Þorgeir og Guð-
mundur sér í 7 lauf og notuðu til þess „eðli-
legt“ kerfi. Út kom tromp og Þorgeir valdi
einfaldasta kostinn, að svína tígli og gera
blindan góðan.
I opna salnum áttu Ragnar Magnússon
og Kristján Blöndal hægt um vik:
Austur ' Vestur
Ragnar Kristján
2—T 2-Gr.
4—L 4—T
5-L 7—L
Opnunin var „Multi" og 4 lauf upplýsti
16-24 HP. og tigul einspil. 4-T var kontról
spurning og svarið lofaði 7 kont. Kristján
taldi sig nú vita nóg. Vikjum nú í suður.
Þórarinn átti út og valdi tigul, svona til að
fjarlægja valkost, ef...
Ragnar neitaði sér um svininguna, drap
áásog trompaði tigul. Inn á spaðakóng og
enn var tígull trompaður. Tveir efstu í hjarta
og enn enginn árangur, en góð spila-
mennska. Nú á sagnhafi tveggja kosta völ;
Spila háspöðum, kasta hjarfa úr borði og
spila upp á hjörtun 3-3, eða kastþröng;
tígui-K á sömu hendi og spaða 4-litur.
Ragnarvaldi fyrri kostinn. 19 impartil Þór-
arins.
Skák
Karpov að tafli - 118
Þaö átti eftir að koma æ betur i Ijós eftir
þv/ sem á einvígið leið að Kortsnoj var mun
lakar undirbúinn en mótstöðumaðurinn.
Byrjanir Karpovs voru fágaðar og kerfið
öruggt og yfirgripsmikið. Kortsnoj var tví-
stígandi og þegar eftir sjöttu skákina var
hann orðinn tveim vinningum undir.
Karpov - Kortsnoj
Þessi staða kom upp eftir 19. leik svarts
sern hafði fórnað liði fyrir sóknarmögu-
leika. Hann hafði sólundað tíma sínum, átti
einungis 10 mínútur eftir á 21 leik og engin
trygging fyrir þvi að sóknin gengi upp..
20. Rg5!
(Með hótuninni 21. Rf7+ o.s.frv.)
20. ... Hf8
21. Da3! Dd8
22. Bf4! h6
23. Rf3 He8
24. Bd3 He4!
(Kortsnoj var alveg að falla á tima)
25. g3 Hf6
26. Dc5 g5
27. Rxg5! hxg5
28. Bxg5 Hee6
29. He1! Dg8
30. h4 Hg6
31. Hxe6
— og hér féll vísirinn á klukku Kortsnojs.
Karpov hafði sett fyrir hann afar erfið
vandamál í tímahrakinu og uppskar eftir
því. Staða hvíts er auðvitað gjörunnin t.d.
31. - Hxe6 32. Bb5 Rd8 33. Dxc7 o.s.frv.
Staðan: Karpov 2 - Kortsnoj 0.
Hinn 1. okt. 1846 var þetta hús vígt og skóli settur þar í fyrsta sinn. Enn gegnir það sínu hlutverki, eftir 137
ár.
Skólasetning
fyrir 137 árum
Vorið 1846 var hið nýja hús
Latínuskólans fullgert og mátti
segja að bygging þess hafi gengið
vel.
Sem fyrr scgir var Sveinbjörn
Egilsson skipaður rektor, Hall-
grímur Schcving var ráðinn yfir-
kennari, Björn Gunnlaugsson
fyrsti undirkennari og Konráð
Gíslason annar undirkennari.
Um haustið var svo Sigurður P.
Melstcd ráðinn kennari um
stundarsakir. Konráð Gíslason
átti í vonum kennarastöðu í nor-
rænum fræðum við háskólann í
Kaupmannahöfn og afsalaði sér
því kennslustarfi hér en í stað
hans var Jens Sigurðsson cand.
theol. ráðinn að skólanum.
Hinn 1. okt. vársvo skólahúsið
vígt og skólinn settur. Helgi
biskup Thordarsen flutti vígslu-
ræðu og ræddi um -hversu góður
skóli væri þýðipgarmikill hverri
þjóð og þá ekki síst íslendingum.
Sveinbjörn rektor flutti og ræðu
og benti á ástæður fyrir því að
skólinn væri nú settur í Reykja-
vík. Ræddi hann og um til hvers
væri ætlast af kennurum og nem-
endum og með hverjum hætti
þeir gætu best orðið við þeim
kröfum. Að endingu flutti sá
nemandi sem skipaði efsta sætið í
skólanum - en það var Helgi
Hálfdanarson - skólabænina frá
Bessastöðum.
í skólanum voru 66 nemendur í
þrem bekkjum. Af þeim höfðu 33
verið á Bessastöðum en 27 voru
nýsveinar. Heimavist var í skóla-
húsinu fyrir 40 pilta. Kennslu-
greinar voru hinar sömu og á
Bessastöðum að viðbættum söng
tvisvar í viku og annaðist Pétur
Guðjónsson, organleikari, söng-
kennsluna.
Um kvöldið efndi Hoppa stipt-
amtmaður til veislu í „Konungs-
garði“ og bauð þangað kennur-
um skólans og embættismönnum
bæjarins. - mhg-
Eiöfaxi
Febrúarhefti Eiðfaxa er komið
út. Auk ritstjórnargreinar eftir
Hjalta Jón Sveinsson er þar að
finna eftirtalið efni m.a.:
„Hestamennskan er einskonar
listgrein", nefnist skemmtilegt
viðtal við Jónas Jónsson, bún-
aðarmálastjóra. Eyjólfur ísólfs-
son skrifar um hlýðniæfingar.
Sigurður Hansen, lögreglumaður
á Sauðárkróki, segir frá reynslu
sinni af löggæslu á hestum, sem
hann, ásamt öðrum, annaðist á
landsmótinu á Vindheimamelum
á sl. sumri. Hinrik Gylfason segir
frá heimsókn á Fuglesang á Jót-
landi, en þar er stærsta ræktunar-
stöð íslenskra hesta á Dana-
grund. Eggert Gunnarsson ritar
um hirðingu á hófum. Þá eru
hugleiðingar hvar næsta lands-
mót hestamanna verði haldið, en
það á að verða sumarið 1986. Sig-
rún Sigurðardóttir ræðir um
þjálfun barna og unglinga fyrir
keppni. Sigurður A Kristinsson
segir á bráðskemmtilegan hátt frá
vinamóti hestamanna úr Siglu-
firði, Ólafsfirði og Fljótum, sem
haldið var 24. júlí í sumar. Loks
eru stuttar fréttir, myndir o.fl.
smávegis.
-mhg
Ný
fóður-
pressa
1 fóðurblöndunarstöð Inn-
flutningsdeildar SÍS, við hlið
kornturnanna við Sundahöfn, er
nýbúið að taka í notkun nýja
fóðurpressu. Var hún keypt sl.
haust ásamt tilheyrandi búnaði.
Síðan hefur verið unnið að upp-
setningu hennar og tengingu við
annan búnað stöðvarinnar.
Pressan á að geta tvöfaldað af-
kastagetu stöðvarinnar miðað við
framleiðslu á klst., orðið 12 tonn.
Fóðurpressan er til þess gerð
að köggla fóðrið, eftir að fóður-
efnum hefur verið blandað
saman og þau möluð. í henni er
fóðurmjölið bleytt upp, síðan
þjappað saman með gufuþrýst-
ingi og breytt í lengjur,~sem vélin
sker síðan niður í hæfilega búta.
Úr pressunni fara kögglarnir síð-
an í þar til gerðan kæliturn þar
sem þeir eru kældir og þurrkaðir
og úr honum ýmist í lausafóður-
geyma, þaðan sem þeir eru af-
greiddir í tankbíla, eða í sekkjun-
arvélar og þá afgreiddir í 50 kg
sekkjum. - mhg.
Svíar
panta
sœði
Sænskir bændur, sem ennþá hafa gamla,
sænska, kollótta, hvíta kúakynið hafa
áhuga á að fá sæði úr íslenskum nautum, að
því er Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins
hermir. Fyrri sæðingar tókust mjög vel og
þær íslensku blendingskýr, sem þegar eru
komnar í gagnið í Svíþjóð, hafa reynst
mjög vel.
Nú hafa Svíar pantað 300 sæðisskammta
úr þremur nautum en jafnframt verða kýr
hér á landi sæddar með sæði úr þeim sömu
nautum. Vcrður því unnt að gera saman-
burð á hálfsystrunum hér og í Svíþjóð þeg-
ar þær hafa borið fyrsta kálfi. Við erum að
vísu búnir að snæða öll þessi naut en mikið
er til af sæði úr þeim, sem geymt verður
til síðari tíma,ef dætur þeirra reynast vel.
Þau þrjú naut, sem þarna er um að ræða
og rcynd verða samtími4: í Svíþjóð og hér
eru: Hólmur frá Hólmi í Austur-
Landeyjum, Krauni frá Kraunastöðum í
Aðaldal og Örvar frá Hríshóli í Eyjafirði.
Trúlegt er nú talið að þessi viðskipti leiði
til þcss að jafnvægi skapist í útflutningi og
innflutningi sæðis og að íslensku nautin
muni ekki reynast neitt síðri en dönsku
karlmcnnirnir, þannig að eftirspurnin
muni verða síst minni erlendis frá cn
héðan.
~ mhg
Félagar! Sameinumst í brauðstritinu!