Þjóðviljinn - 29.03.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.03.1983, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 29. mars 1983 ; ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Gönguga ta Svæðið fyrir breytingu. Svörtu örvarnar sýna leiðina, sem vörutlutningabílar aka gjarnan Hugsanleg lausn á vanda íbúanna við Grænuhlíð cr sú að gera göturnar að botnlöngum á leið sinni í verslunarmiðstöðina Suðurver. þannig að gegnumakstur um Grænuhlíðina hætti. Einföld lausn og ekki erfitt að hrinda henni í framkvæmd. Lausn á vanda Grænuhlíðarbúa? Töluverðurgegnumaksturer um Grænuhlíð í Reykjavík. Þetta er gata, sem hefur á sér rólegtyfirbragð, en töluvert af stórum flutningabílum ekur um hana neðan úr Hlíðum eða af Miklubraut á leið í útkeyrslu með vörurí verslunarmiðstöðina SuðurverviðStigahlíð. Hvað er hugsanlega hægt að gera í málinu? Óli Hilmar Jónsson, arkitekt, hafði samband við íbúa í 11 af rúmlega 20 húsum sem standa við Grænuhlíð og leitaði álits þeirra á þeim möguleika að loka götunni fyrir gegnumakstri. 10 voru því fylgjandi. Nokkrir töldu málið af- ar brýnt, en 1 var hlutlaus. Eink- um voru það mæður með ung börn sem töldu málið ekki þola neina bið. Greint er frá þessari könnun í ritinu Endurskipulagning um- ferðar, en það e'r 47. rit Rann- sóknastofnunar byggingariðnað- arins og kom út nýverið. í ritinu segir Óli Hilmar Jónsson orðrétt: „Þótt hér sé aðeins h'till hluti íbúa götunnar spurður, gefa svör- in vissulega vísbendingu um hvert stefna skal. Hitt er aftur annað mál hversu langt á að ganga í slíkri endurskipulagn- ingu. Einn möguleiki væri sá að banna gegnumakstur um götuna. Erfitt er að framfylgja slíku banni. Annar væri að loka aðeins Grænuhlíðinni. Síðan eru ýmsir kostir, einn þeirra er sá sem hér er sýndur, þar sem göturnar eru gerðar að bótnlöngum, örugg göngulei'ð liggur síðan um mitt svæðið. Gegnumakstur um svæðið hættir og hluti umferðar- innar flyst yfir á Miklubraut og Kringlumýrarbraut sem þola vel þessa tiltölulega litlu aukningu." Og við láturn fylgja með teikningar af svæðinu fyrir breyt- ingu og eftir breytingu - vonandi prentast þær vel. Eins og sjá má er þetta tiltölulega einföld og kostnaðarlítil aðgerð - aðgerð sem myndi stórauka öryggi barn- anna á þessu svæði. Þessari hug- mynd Óla Hilmars Jónssonar er hér með kornið áleiðis með von um að henni verði framfylgt. -ast Gómsæt epli reynast mér Hér fyrir neðan fylgja nokkrar leiðbeiningar um það hvernig má nýta þá gómsætu fæðu sem eplin eru. Epli eru ódýr miðað við margt annað og ættu að vera sjálfsögð á hverju heimili og snædd á hverjum degi. „Eitt epli á dag kemur skapinu í lag,“ sagði kerlingin alltaf um leið og hún maulaði á eplinu sínu og það eru orð að sönnu. Eplabráð Þessa köku kalla ég einfaldlega eplabráð og ástæðan er augljós þeim sem smakka - hún bráðnar uppí manni. Hún er fljótlöguð eins og stökka eplakakan. 4 stór epli 100 g púðursykur 50 g smjör 'h tsk kanill ögn af engifer 125 g brauðmylsna safi úr 'h sítrónu 3 msk af vatni Afhýðið eplin og skerið í bita. Blandið kanil og engifer saman við sykurinn. Bræðið smjörið og hellið yfir brauðmylsnuna og hrærið þar til allt er gegnum- blautt. Smyrjið eldfast fat að innan með olíu eða smjörlíki. Látið um fjórðung af brauðmylsnunni í botninn og um helming eplabit- anna ofan á. Stráið helmingi syk- urblöndunnar yfir. Látið annan fjórðung af brauðmylsnunni ofan á og síðan það sem eftir er af epl- unum. Hellið sítrónusafanum og vatni jafnt vfir og látið að lokum það sem eftir er af brauðmylsn- unni. Bakið í miðjum ofni yið 180° í 40 mínútur. Hafið álpappír eða lok yfir. Takið það af eftir40 mín- útur og bakið áfram í u.þ.b. 15 mínútur. Stráið dálitlum púðursykri yfir. Þetta má svosem borða með góð- um árangri eitt og sér, en ein- hvern veginn finnst mér ís ómiss- andi ofan á. Handa 4-6 Brauðmylsna Mig grunar að það fari fyrir fleira fólki eins og mér og mínum í húshaldinu - gömlu brauði er einfaldlega kastað, ef það þá nær því nokkurn tíma að verða gam- alt. Því erum við alltaf uppi- skroppa með brauðmylsnu þegar á þarf að halda. En það gerir ekkert til. Brauðmylsnu má t.d. kaupa í bakaríum í pokum. Það er þó of dýr aðferð þegar önnur finnst. Hún er sú að kaupa poka af tví- bökum fyrir lítinn skilding. Tví- bökur skemmast aldrei og því er hægt að eiga brauðmylsnu öllum stundum. Þegar á þarf að halda eru tvíbökurnar einfaldlega muldar í höndunum þar til hæfi- legt magn fæst. í kökuna Epla- bráð er t.d. hæfilegt að mylja 6 stórar tvíbökur - og kakan er til. -ast Stökk eplakaka Þessi eplakaka, sem kannski ætti frekar að kalla eplabúðing, hefur þann mikla kost að vera fljótleg í tilbúningi og efnið í hana ætti að vera til á öllum heimilum svo auka búðarferð er ónauðsyn- leg. Og fljótt rennur hún niður, blessuð. 4 stór epli 1 msk sítrónusafi 50 g sykur 75 ml vatn 'h tsk kanill 75 g hveiti 25 g haframjöl 100 g púðursykur (eða hrásykur) 75 g smjörlíki eða smjör Afhýðið eplin og skerið í litla bita. Leggið þau í eldfasta skál (15x23 cm er hæfileg stærð) sem hefur verið smurð að innan. Hell- ið sítrónusafa yfir eplin og stráið síðan sykrinum og kanil yfir. Blandið saman hveiti, hafra- mjöli og púðursykri og myljið smjörlíkið saman við. Stráið þessu jafnt yfir eplin. Bakið við 200° í u.þ.b. 40 mín- útur, eða þar til allt er orðið gull- ið og girnilegt. Kakan nýtur sín vel ein sér, en ekki sakar að setja smá rjóma- slettu ofan á eða ís. Handa 6 -ast Tannhreinsun með eplum Það er víst alveg sama hvernig við foreldrar suðum og nöggum - börnin reyna alltaf að komast hjá því að bursta tennurnar eftir hverja máltíð og komast ærið oft upp með það, því hver hefur svo sem tíma til að fylgjast með öllu? Og hið sama gildir raunar um okkur þessi fullorðnu, a.m.k. þau sem vinna úti og vilja ekki hafa með sér tannbursta í vinnuna. En til er gott ráð við þessu, sem gerir nær því sama gagn og góð tannburstun. Hafið ávallt epli við höndina til að bíta í. Og fáið börnin til að borða þó ekki sé nema litla eplaflís eftir máltíðir. Eplin hreinsa nefnilega tennur undravel. _ast

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.