Þjóðviljinn - 29.03.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.03.1983, Blaðsíða 5
Húsnæðislánakerf ið:______ Staðið fyrir sínum hluta Hefur húsnæðislánakerfið verið að dragast saman á undanförnum árum? Það er ein þeirra fullyrðinga sem íhaldsöfiin nota nú til að ná fylgi ungs fólks við komandi kosningar. Lítum nokkuð nánar á þessa full- yrðingu. Af meðfylgjandi tveimur töflum kemur fram að svo er alls ekki. Heildarfjöldi lána til hús- næðismála hefur engan veginn dregist saman. Og hlutfall lána af verði íbúða hefur haldist nokkurn veginn óbreytt á undanförnum árum. Þar hefur hinsvegar verið haldið uppi prósentuleik, vegna breyttra viðmiðana þ.e.frá vísitöl- uíbúð yfir í svonefnda staðalíbúð. Af töflu 1. má sjá, að almennum nýbyggingalánum hefur fækkað allnokkuð. En á móti kemur mikil aukning í öðrum tegundum lána, bæði til verkamannabústaða og til kaupa á eldra húsnæði. Sú ný- breytni, að lána til kaupa á eldra húsnæði hefur að sjálfsögðu þýtt verulega aukið álag á húsnæðis- lánakerfið. En sé litið á heildartölur þá kem- ur í ljós að árið 1982 var heildar- fjöldi lána 4366 á móti 2617 árið 1976. Frá 1978 hefur heildarfjöldi lána verið nokkuð svipaður, eða í kring um 4000 á ári. Af töflu 2 má sjá, að lánshlutfall hjá byggingasjóði ríkisins - þ.e. þeim hluta húsnæðismálastofnunar Tafla I: Fjöldi ibúSa, scm lán voru veitt til 1976-1982 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 Nýbyggingar (1. hl.) 1515 1823 1883 1687 1665 1072 1182 Eldri íbúðir .... 783 1346 1897 2408 2044 2183 2132 Ibúðir fyrir aldraða og öryrkja (konverteringar) .... 12 106 314 57 6 4 Viðbyggingar og endurbætur.... 159 372 Heilsuspillandi húsnæði .... 8 29 43 49 46 33 30 Einstaklingar með sérþarfir 73 71 Orkusparandi breytingar Ýmsir framkvæmdaaðilar 189 104 (konverteringar) Leigu- og söluíbúðir .... 26 3 177 188 242 60 193 sveitarfélaga (konv.) V erkamánnabústaðir .... 98 87 91 126 145 138 130 (konverteringar) Framkvæmdanefndar- .... 175 182 81 32 202 46 148* íbúðir (konvertering.) 50 Samtals fjöldi íbúða 2617 3470 4278 4854 4401 3959 4366 *,Hafnar framkvæmdir í verkamannabústöðum 74 205 304 Bygging verkamannabústaða hefur margfaldast Oviðunandi mismunun Alþýðubandalagið hefur lagt höfuðáherslu á að koma Verkamanna- bústaðakerfinu vel á rekspöl undanfarin ár. Þessi áhersla byggist á þeirri staðreynd, að fyrir fáeinum árum síðan voru húsnæðisniál láglaunafólks skammarblettur á íslensku þjóðfélagi. En hvernig hefur gengið að ýta verkamannabústaðakerfinu á- fram? Lítum á nokkrar tölur: Árið 1980 var byrjað á 74 íbúð- um í Verkamannabústöðum. Árið 1981 var byrjað á205 íbúðum. Árið 1982 var byrjað á 304 íbúðum. Samtals var á þessum þremur árum byrjað á 583 íbúðum í verkamannabústaðakerfinu. Til samanburðar má nefna að á 12 ára tímabili þar á undan var byrjað á 830 íbúðum alls innan verkamann- abústaðakerfisins. Þarna er því gífurleg aukning á ferðinni. Þessi viðgangur verka- mannabústaðakerfisins er mörgum þyrnir í augum. Þannig var t.d. eftirtektarvert hve Þorsteinn Steingrímsson fasteignasali var gagnrýninn á þetta kerfi á fundi sem Æskulýðsfylking Alþýðu- bandalagsins hélt um húsnæðis- málin í Félagsstofnun stúdenta í sl. viku. Vildi hann að verkamanna- bústaðakerfið yrði lagt niður í nú- verandi mynd. Taldi það óþolandi mismunun og að verkamannabú- staðakerfið tryggði þeim sem þar fengju íbúðir hærri ráðstöfunar- tekjur en ella. Áf þessum fullyrðingum er hér aðeins hægt að taka undir eina. Semsé þá, að verkamannabú- staðakerfið er gífurleg kjarabót fyrir það fólk sem þar fær íbúðir. Lausnin má alls ekki verða sú, að draga úr verkamannabústaðakerf- inu til að bæta hag annarra. Til þeirra hluta þarf sérstakt átak. 200 íbúða niðurskurður Einn hlutur er að sjálfstæður fasteignasali í bænum viðri slíkar skoðanir á verkamannabústaða- kerfinu. Hitt er miklu alvarlegra, að formaður stærsta stjórnmála- flokks landsins vill koma því fyrir kattarnef. í grein í Morgunblaðinu sl. sunnudag segir Geir Hallgríms- son þetta eitt um verkamannabúst- aði: „Þótt lán til íbúða í verka- mannabústöðum nemi 90% kostn- aðarverðs, njóta þeirra svo fáir, og jafnframt er um slíka mismunun að ræða, þótt tillit sé tekið til efna- hags, að óviðunandi er“. Það gefur því auga leið hver verða örlög verkamannabústaða- kerfisins nái Sjálfstæðisflokkurinn undirtökum í húsnæðismálum. Enda segir í hinni óopinberu stefnuskrá flokksins - útgefinni af Verslunarráði - að skera skuli nið- ur framlög til byggingasjóðs verka- manna um 158 miljónir króna á ári. Það jafngildir lánum til hartnær 200 íbúða á ári. - eng. Þriðjudagur 29. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Það eru ekki Byggingasjóður ríkisins og Byggingasjóður verkamanna sem hafa brugðist í fjármögnun húsnæðiskerfisins. Það er einkum bankakerfið sem hefur ekki staðið sig, auk þess sem lífeyrissjóðirnir mættu gera betur. sem annast almenn lán til íbúða- bótarlánadeild fyrir þá sem eru að fáihelmingafíbúðarverðilánaðan, bygginga - fyllilega haldist. Það eignast fyrstu íbúð, þannig að þeir eða um 400 þús. króna. eng. nemur u.þ.b. 35% af bygginga- kostnaði svonefndrar vísitöluí- búðar. Sjálfstæðismenn hafa hins- vegar hengt sig á hina nýju viðmið- yn „staðalíbúð", sem er töluvert stærra og meira fyrirbæri en vísitöluíbúðin, og talað um lækkun lánshlutfalls. Hafa þeir blandað saman hlutfalli til vísitöluíbúðar og til staðalíbúðar. Það sem er að plaga húsbyggjendur er ekki lækk- andi hlutfall húsnæðisstjórnarlána, heldur byrðin af hinum 65% af byggingakostnaði, sem að mestu er fjármagnaður með verðtryggðum lánum til skamms tíma. Það er til að koma til móts við þann vanda, sem Alþýðubandalagið leggur fram tillögur sínar um sérstaka við- Tafla 2. Lánshlutfall Byggingarsjóðs ríkisins 1973 - 1983 Nýbyggingarlán Meðal- Vísitölu- Staðal- Lánshlutfall: kostnaður íbúð ibúð 1973 31% 1974 28% 1975 31% 1976 36% 1977 34% 1978 30.8% 1979 33.5% 1980 30.4% 1981 32.7% 17.4% 1982 35.5% 19.4% 1983 (ársbyrjun) 35.7% 19.4% Auglýsing um innlausn happdrættisskuldabréfa nkissjoðs B f k4<kur 1975 Hinn 30. mars hefst innlausn happdrættisskuldabréfa ríkissjóðs í B flokki 1973, (litur: rauður). Hvert skuldabréf, sem upphaflega var að nafnverði gkr. 1.000, nú kr. 10,00, verður innleyst með verðbótum samkvæmt breytingum, sem orðið hafa á vísitölu framfærslukostnaðar frá útgáfudegi á árinu 1973 til gjalddaga í ár. Innlausnarverð hvers skuldabréfs er kr. 428,70 Til leiðbeiningar fyrir handhafa happdrættisskuldabréfanna viljum vér benda á, að bréfin eru eingöngu innleyst í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnar- stræti 10, Reykjavík. Þeir handhafar skuldabréfa, sem ekki geta sjálfir komið í afgreiðslu Seðla- bankans, geta snúið sér til banka, bankaútibúa eða sparisjóða hvar sem er á landinu, sem sjá um innheimtu þeirra úr hendi Seðlabankans. Eftir gjalddaga greiðast engar verðbætur vegna hækkunar vísitölu framfærslukostnaðar. Skuldabréfin fyrnast á 10 árum, talið frá gjalddaga hinn 1. apríl 1983 Reykjavík, mars 1983. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.