Þjóðviljinn - 29.03.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 29.03.1983, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 29. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 ' ■■«■■■■ ■;■■■ — ■■■ N ■■■■■ Auðveldur Það fór eins og margan hafði grunað að Harry Kasparov náði að sigra ianda sinn Alexander Beljav- skí í einvíginu þeirra sem lauk í Moskvu um síðustu helgi. Lokanið- urstaðan, 6:3, segir þó e.t.v. ekki svo mikið um gang mála, því lengi vel virtist tvísýnt um úrslit, einkum þó þegar Beljavskí náði að jafna metin í einvíginu með glaesilegum sigri í 4. skák. Hvorugur þeirra er hagvanur í einvígjum, og í fyrstu skákunum var teflt af miklum kröftum og allt lagt í sölurnar. Frá byrjanatræðilegu sjónarmiði stóð Kasparov greinilega mun framar. Strax í 2. einvígisskák kom hann andstæðingi sínum í opna skjöldu og var kominn með yfir- burðastöðu eftir um 20 leiki. Með hvítu hélt hann öflugu frumkvæði í öilum skákunum ef 6ta skák er undanskilin. Beljavskí virtist bera sig undarlega að í svari sínu við drottningarpeðsbyrjunum Kaspar- ovs. Þá hefði hann betur leikið kóngspeði í 1. leik með hvítu, en það hefur gefið honum góða raun í seinni tíð. Vissulega er alltaf hægt að vera gáfaður eftir á. en undir- búningsvinna er afar mikilvæg í einvígjum, og Kasparov stóð betur að sinni heimavinnu en andstæð- ingurinn. Hér í blaöinu hafa birst nær allar skákir í þessu einvígi og við klykkjum út með 9, einvígis- skákinm, en t henni virtist Beljav- skí alveg heillum horfinn. Fálm- kenndar vinningstilraunir hans reyndust haldlitlar og Kasparov jók á yfirburði sína jafnt og þétt. Áður en við hefjumst handa með skákina skulum við líta á niðustöð- ur einvígisins: Kasparov: 'h I 'h 0 'h 'h I 1=6 Beljavskí: 'h 0 ‘h 1 0 'h 'h 0 0 =3 9. einvígisskák: Hvltt: Harry Kasparov Svart: Alexander BHjavskí Benoni vörn 1. d4 Rf6 2. RI3 77/ afsökunar Vegna mistaka í prentsmiðju fór rangur texti inn með skák- grein í síðasta sunnudagsblaði. Greinin var tvískipt og vegna þrengsla í blaðinu var brugðið á það ráð að kippa annarri grein af tveimur út. Svo illa vildi til að greinunum tveimur var moðað saman. Til þess að bæta um bet- ur birtast báðar greinarnar nú og ætti það að leiðrétta mistökin að nokkru. Helgi Ólafsson skrifar um (Kasparov vill forðast Benkö- bragðið sem kemur upp eftir 2. c4 c5 3. d5 b5, en því beitir Beljavskí þegar mikið liggur við. Gott dæmi er að finna í síðustu umferð milli- svæðamótsins í Movsku í haust þegar hann sigraði Rúmenann Gheorghiu í afar mikilvægri skák.). 2. .. c5 3. d5 d6 (E.t.v. vonast svartur eftir 4. c4 b5 en með textaleiknum gefur hann hvítum kost á að fara yfir í afbrigði sem löngum hefur verið talið held- ur óhagstætt svörtum.) 4. Rc3! g6 5. e4 Bg7 6. Bb5 Bd7 7. a4 9-0 (Hvítur svarar 7. - Bxb5 með 8. axb5! A-línan opnast hvítum í hag.) 8. 0-0 Ra6 9. Hel Rb4 10. h3 c6 (Beljavskí hugsaði sig í 39 mínútur um þennan sjálfsagða leik. Svartur leitast yið að opna taflið, en gallinn er sá að sú opnun er hvítum síst á móti skapi.) Jón L. Árnason: hlaut 7 vinniuga af j 15 mögulegum sigur 11. Bf4e5 Kasparovs Harry Kasparov. Mætir sigurvegaranum úr einvígi Kortsnojs og Portisch. 12. Bg5 Bc8 13. Rd2 h6 14. Bh4 g5?! (Þessar aðgerðir svarts á kóngs- væng orka einungis sem á myllu- hjól hvíts. En eitthvað varð Beljav- skí að reyna. Jafntefli jafngilti tapi.) 15. Bg3 g4? (Reynandi var 15. -h5. Hvítur nær nú yfirburðastöðu.) 16. hxg4 Rxg4 17. 13 Rf6 18. Bh4! (Markvisst teflt. Hvítur gætir þess að riddarinn fari ekki til h5 og undirbýr jafnframt að ná tökum á f5-reitnum.) 18. .. Kh8 19. Re2 Hg8 20. c3 Ra6 21. Rg3 Df8 22. Rdfl Rh7 23. Re3! (Hvítur hefur alla þræði í hendi sér. Aðgerðir svarts á kóngsvæng hafá skilið eftir fjölmarga veikleika í ná- munda við kónginn og f næstu leikjum herjar hvítur á þá veik- leika.) 23. .. Bf6 24. Bxfö+ Rxf6 25. Rgf5 Rh5 26. Kf2Rf4 27. g3 Rh3+ 28. Ke2 BxfS 29. Rxf5 (Stöðumyndin segir skýra sögu. Hvítur undirbýr að ryðjast með hróka sína eftir h-iínunni og stefna niðrá veikleikann á hó. Við því á svartur enga vörn. Næsti leikur hans kom eftir minna en mínútu umhugsun sem í raun þýðir að svartur er búinn að gefast upp.) 29. .. Hxg3 (Staðan er töpuð og hróksfórnin breytirengu þar um. Beljavski hef- ur e.t.v. gert sér vonir um að slá ryki í augu andstæðingsins með þessum leik enþað er aö sjálfsögðu borin von ). 30. Rxg3 Dg7 31. Hgl Hg8 32. Dd2 - og hér lagði Beljavskí niður vopnin. Staða hans er gjörsamlega vonlaus. Tal og Vaganian efstir í Tallinn Um líkt leyti og einvígi Kasparovs og Beljavskí stóð, fór fram á höfuð- borg Eistlands. Tallinn, hið árlega minningarmót Paul Keres sem enn þann dag í dag rís upp sem ein mesta hetja þeirra Eistlendinga. Keres var dáður bæði sem skák- maður og einstaklingur, og þegar hann lést á sviplegan hátt árið 1975 varð þjóðarsorg í Eistlandi. Keres var þá nýbúinn að vinna sterkt skákmót í Tallinn fyrir ofan Spas- skí og Friðrik Ólafsson og var rétt nýkominn frá móti f Kanada þegar hann hné niður örendur á flugstöð í Finnlandi. Mótið í Tallinn í ár var að venju vel skipað og berí hópi keppenda fyrst að nefna tvo fyrrum heimsmeistara, Tigran Petrosjan og Mikhael Tal. íslendingar áttu sinn fulltrúa á mótinu; Jón L. Árn- ason tefldi og stóð sig vel, sérstak- lega þó ef miðað er við að jafnan er erfitt fyrir útlendinga að tefla í So- vét. Hann hlaut 7 vinninga af 15 mögulegum og hafnaði í 10.-11. sæti. Sigurvegarar urðu þeir Tal og Vaganian. A meðfylgjandi töflu geta menn greint úrslit. Tigran Petrosjan var taplaus rétt eina ferðina, en jafnteflin voru alltóf mörg. I seinni tíð hefur hans eini metnaður falist í því að tefla án taps í mótum, tekst það oft en fagnar þó sjaldan háu sæti. Hér kemur ein af þrem vinnings- skákum Jóns. Andstæðingur hans er ungur og bráðefnilegur skák- maður, Oll að nafni, en við hann binda Sovétmenn miklar vonir. Hann hafnaði í 7. sæti með 8 vinn- inga og var lengi í fremstu röð: Hvítt: Jón L. Árnason Svart Oll (Sovétríkin) Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bg5 Bd7 7. Be2 Da5 8. Bxf6 gxf6 9. f4 e6 10. Rb3 Db6 11. Dd3 h5 (Til að fyrirbyggja möguleikann 12. Bh5 o.s.frv.) 12. 0-0-0 0-0-0 13. Kbl (Byrjun hvíts lætur ekki mikið yfir sér, en er þó ekki með öllu bitlaus. Þannig getur þýstingur á e6-peðið valdið svörtum verulegum vand- ræðum.) 1S Dh3! h4 13. .. Kb8 14. Hhfl Be7 (Svartur bregst við á þann hátt sem eðlilegastur hlýtur að teljast. Gall- inn er sá að hvítur nær þegar í stað yfirburðastöðu, svo eitthvað er bogið við uppbyggingu svarta tafls- ins. En hvar ber að leita skýring- anna? Kannski gat svartur varið 13. og 14. leik sínum betur.) 16. Bg4 (Svartur á í raun ekkert svar við hótun hvíts: 17. f5 o.s.frv.) 16. .. Hdg8 17. f5 Re5 19. exd7 Hhg8 18. fxe6 Hxg4 20. Rd5 (Þá má mikið vera ef hvíta staðan er ekki þegar unnin. Jón fylgir öflugu frumkvæði sínu eftir af miklum krafti.) 20. .. Dd8 22. Rf5! 21. Re3! Hxc4 abcdefgh (Óþægilegur leikur. Svartur má alls ekki leika 22. - Dxd7 vegna 23. Rc5! o.s.frv.) 22. .. He2 24. Rg3! 23. Rbd4 Hexg2 (Vinnur skiptamun. Úrvinnslan er tæknilegt atriði eitt.) 24. .. Hxh2 25. Dxh2 hxg3 26. Dh3 f5 27. Dxf5 Hg5 28. Dh3 Rc4 29. Hgl Db6 30. Rb3 Re3 31. Hdel Rf5 32. Hgfl g2 33. Hgl (G-peðið gerir ekki meiri usla.) 33. Dd8 34. Hxg2 Hxg2 35. Dxg2 Dxd7 (Loksins féll peðið, en það er dýru verði keypt...) 36. Dh3! - Svartur gafst up.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.