Þjóðviljinn - 29.03.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Þriðjudagur 29. mars 1983
ÞJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf-
ingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastióri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friöriksson.
Auglýsingastjóri: Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson,
Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason,
Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson.
íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson.
Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvaröardóttir, Jóhannes Harðarson.
Símavarsia: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson,
Ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Nú ungafólkiö
• Alþýðubandalagið mun því aðeins taka þátt í mynd-
un ríkisstjórnar að loknum kosningum að samstarfs-
aðilar séu reiðubúnir að hefjast strax handa um átak í
húsnæðismálum sem tryggi langtímalán í samræmi við
verðtryggingu og sérstakan byggingarsjóð fyrir fólk
sem er að tryggja sér húsnæði í fyrsta sinn. Þetta kemur
fram í þeim samstarfsgrundvelli sem flokkurinn hefur
kynnt, og í yfirlýsingu sem Svavar Gestsson formaður
Alþýðubandalagsins gefur í Þjóðviljanum í dag.
• Hvað eftir annað hefur á síðustu misserum verið
komið í veg fyrir að tillögur um skynsamleg skref í
húsnæðismálunum, og fjáröflun, sem gerði þau kleif,
næðu fram að ganga. í ríkisstjórn drógu Framsóknar-
ménn lappirnar lengi vel og eftir að stjórnarfrumvarp
var lagt fyrir þingið reyndist ekki áhugi á því þar að
koma því í gegn. Frekar vildu menn vera með yfirboð í
kosningaslagnum heldur en að taka ákveðið skref þeg-
ar á nýloknu þingi.
• Þessum loddaraleik verður að linna. Alþýðubanda-
lagið hefur hrint af stað stórátaki fyrir láglaunafólk
með sexföldun framlaga til verkamannabústaða á
síðastliðnum fjórum árum. Vegna verðtryggingarinnar
er það nú almennt fólkið sem er að tryggja sér húsnæði í
fyrsta sinn sem er í svipaðri aðstöðu í húsnæðismálum
og láglaunafólkið var fyrir fjórum árum.
• Alþýðubandalagið mun gera það að skilyrði, ef það
á að eiga aðild að ríkisstjórn eftir kosningar, að haldið
verði áfram að sinna félagslega íbúðarkerfinu eins og
gert hefur verið síðustu fjögur árin, og að næstu fimm
ár starfi sérstakur sjóður ætlaður ungu fólki og þeim
sem eru að tryggja sér húsnæði í fyrsta sinn. Til þess
verður að koma aukið framlag lífeyrissjóða, tafarlaus
lögbinding á þátttöku bankanna og sérstök tekjuöflun.
• í samstarfsgrundvelli Alþýðubandalagsins eru einn-
ig skilmálar um ný eignarform, kaup- og leigusamninga
og hlutaeign líkt og tíðkast annarsstaðar á Norðurlönd-
um. Þá þarf að koma leiguíbúðum og námsmannaí-
búðum inn í húsnæðiskerfið, og tryggja með þeim hætti
og með íbúðum fyrir aldraða og verkamannabústöðum
að markmið verkalýðshreyfingarinnar um þriðjung
íbúða á félagslegum grunni nái fram að ganga.
• Þetta eru skilyrði og kröfur Alþýðubandalagsins um
aðgerðir strax, í húsnæðismálum, án tafa, án undan-
bragða. -ekh
Frá orðum
til orða
• Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að gera vel við húsbyggj-
endur og tryggja öllum eignir. Loforð hans um 80% lán
til allra á löngum tíma myndu þýða skv. forsendum sem
Geir Hallgrímsson gefur sér 2,5 milljarða króna inn í
húsnæðislánakerfið. Leyndarmálið stóra hjá Sjálfstæð-
isflokknum er hvernig ná á í þetta fé. Hætt er við að
samningar við lífeyrissjóði og sparnaður í bönkum gæti
orðið lengi að skila sér til þeirra sem eiga í húsnæðiserf-
iðleikum. Ekki ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að hækka
skatta og því verður ekki sótt fé í ríkissjóð nema með
stórfelldum niðurskurði á útgjöldum, sem íhaldið vill
ekki fyrir kosningar segja hvar á að koma niður, eða á
hverjum á að bitna. Það eina sem er víst hjá Sjálfstæðis-
flokknum, þó að hann segi það ekki berum orðum, er
að tekjustofnum til verkamannabústaða verði svipt
burt í einu vetfangi eftir kosningar, fái hann því ráðið.
• Stefna Sjálfstæðisflokksins í húsnæðismátum er sú
að mola niður félagslegar íbúðabyggingar og gefa ávís-
anir á að markaðskerfið muni ef til vill skila húsbyggj-
endum betri lánakjörum eftir ótiltekinn fjölda ára.
Stefna Sjálfstæðisflokksins í húsnæðismálum er ekki frá
orðum til athafna, heldur frá orðum til orða.
klippt
Forkastanlega
að málum staðið
Þingflokksformaður Fram-
sóknarflokksins Páll Pétursson
sagði á framboðsfundi í kjördæmi
sínu nú fyrir helgina, að forkast-
anlega hefði verið að málum stað-
ið við samningana við Alusuisse-
hringinn allt frá öndverðu. Ekki
hefðu samningarnir og endur-
skoðunin 1975, sem þeir
Steingrímur flokksformaður og
Jóhannes Seðlabankastjóri
stjórnuðu, bætt úr skák.
Alusuisse rœður
landsmálum
Páll Pétursson hafði meir að
segja. - Og ég þori að fullyrða að
Alusuisse ræður því sem það vill
ráða um stjórnun mála í þessu
landi, hefur blaðamaður eftir Páli.
á fundinum á Blönduósi.
Talsmenn Alþýðubandalags-
ins hafa oftsinnis bent á þetta at-
riði. Nú síðast þegar álflokkarnir
lögðu fram tillögu sína um skipan
nýrrar álviðræðunefndar sam-
kvæmt gamla laginu, því lagi sem
svo falskt er sungið allt frá Tíma
til Morgunblaðs.
Hér hljótum við að staldra við.
Þingflokksformaður þess flokks,
sem ákaft hefur borið blak af
eldri samningum og harðast
gagnrýnt málafylgju iðnaðarráð-
herra og Alþýðubandalagsins
tekur nú af skarið og lýsir sig sam-
mála Alþýðubandalaginu í veiga-
mestu atriðum þessa þjóðfrelsis-
máls.
Hefðu ríkisútvarpið, hljópvarp
og sjónvarp, verið að fylgjast
með fréttum nú um helgina,
hefðu þessar stofnanir að sjálf-
sögðu rokið til og sagt frá þessum
tíðindum. Eða eru það ekki stór-
tíðindi þegar þingflokksformað-
ur Framsóknarflokksins lýsir því
yfir að erlendur auðhringur geti
ráðið því sem hann vill ráða hér á
landi?
Nú er vitað að Framsóknarf-
lokkurinn á miklu fylgi að fagna á
fréttastofu útvarpsins - er það
skýringin á því að ekki var sagt
frá sögulegri yfirlýsingu Páls Pét-
urssonar í fréttum nú um
helgina?
Nœsti álleiðari
Tímans
Þórarinn Þórarinsson er snill-
ingur Framsóknarmanna og
sennilega sá eini meðal þeirra
sem áratugum saman getur barið
í brestina þegar gliðnar í pólitísku
undirstöðunni. Þetta hefur Þór-
arni tekist með því að vera með
hernum í dag, á móti honum á
morgun, Nató er varnarbandalag
lýðræðisins einn daginn en illa
þokkað hernaðarbandalag hinn
daginn.
Af þessu tilefni var einu sinni
sagt að í munni ritstjórans töluðu
margar tungur. Hvaða tunga tal-
ar eftir yfirlýsingu Páls Péturs-
sonar?
Stefna Páls
eða Halldórs
Nú er náttúrlega þannig með
bændur, að þeim hefur blöskrað
málflutningur Tímans í álmálinu
- og landsbyggðin veit fáa ljótari
bletti á Framsókn heldur þann,
að Halldór Ásgrímsson varafor-
maður flokksins hafi haft for-
göngu um liðssafnað meðal ál-
flokkanna á alþingi. Þórarinn og
Tíminn hafa átt í vök að verjast í
þessu máli. Framsóknarflokkur-
inn er enda klofinn í málinu. Har-
aldur Ólafsson frambjóðandi í
Reykjavík skrifaði um daginn, að
tillaga Halldórs og félaga hafi
veikt samningsstöðú íslands í
glímunni við Alusuisse. Sama
dag skrifaði Þórarinn, að með til-
lögunni hafi Framsóknarflokkur-
inn verið að skapa þjóðarr
einingu!
Þórður
á þing
Páll á Höllustöðum á í harðri
baráttu heima í kjördæmi við Ing-
ólf þingskörung á Hvammstanga
og við Alþýðubandalagið. Vind-
ar blása þannig, ekki síst vegna
álmálsins og raforkuverðs, að
kjörorðið er Þórður á þing, en
Þórður Skúlason skipar annað
sæti á lista Alþýðubandalagsins í
Norðurlandi vestra. Páll telur sig
sjálfsagt hagnast á því að negla
sig upp við Alþýðubandalagið í
því stríði sem við eigum við
Alusuisse-hringinn. En hvort það
sé vel séð heima á bæjum Þórar-
ins og Steingríms suður í Reykja-
vík ellegar þá austur á fjörðum
hjá Halldóri og Tómasi? Ál-
flokkabandalagið er klofið út og
suður.
-óg
Reagan og
kjarnorkuvopnin
firlýsingar Ronald
stefnu á allt aðra skipan en þá
slíkra eldflauga og gert á
Morgunblaðið
spyr
Eins og við mátti búast hefur
Morgunblaðsmönnum langað
mikið til að fagna yfirlýsingum
Reagans Bandaríkjaforseta um
að nú sé mál komið til að vígbúast
í geimnum. í leiðara blaðsins á
sunnudag er því haldið fram að
hér sé um heimssögulegan við-
burð að ræða. En hrifningin er
reyndar nokkuð málum blandin
hjá leiðarahöfundi, viðbrögð við
yfirlýsingum Reagans hafa verið
víðast hvar neikvæðar, og blaðið
vill kannski ekki að óþörfu steypa
sér út í málsvarnarfen fyrir Reag-
an sem erfitt væri að komast upp
úr aftur.
Því bregður leiðarahöfundur á
það ráð, að halda öllu í spurnar-
tóni. Kannski tekst Reagan að
gera kjarnorkuvopn úrelt, segir
þar, kannski tekst honum að
friða friðarhreyfingarnar? (sem
er reyndar mjög ólíklegt). Kann-
ski er hann að efla trú manna á
varnir á kjarnorkuöld, kannski
vill hann þjarma svo að Rússum
að þeir gefist upp og telji sig ekki
hafa efni á því lengur að standa í
vígbúnaðarkapphlaupinu?
Nú eru þeir Morgunblaðsmenn
ekki vanir að temja sér varfærni í
staðhæfingum um leiðara og því
er þessi margítrekaði spurnar-
tónn nokkuð sérstæður.
Hryllileg
tilhugsun
Samt sker Morgunblaðið sig
eins og oft áður úr meðal borg-
aralegra málgagna í þessu máli.
Þegar Morgunblaðið setur upp
undrunarsvip setja kollegarnir í
næstu ríkjum upp gagnrýnissvip.
Bresku blöðin eru til dæmis „full
efasemda” að því er í fréttaskeyt-
um segir. The Guardian segir til
dæmis, að því er fréttir herma:
„The Guardian ...sagði ugg-
vænlegt til þess að vita að með
áætlun sinni væri Reagan að
leggja til framkvæmdir sem kost-
uðu svimandi háar fjárupphæðir.
Sovétmenn myndu auðvitað ekki
láta sitt eftir liggja og koma sér
upp samskonar búnaði. Allt
bramboltið myndi aðeins leiða til
enn stórkostlegri útgjalda til
hernaðar í heiminum en fyrr. ■
„Þetta er hryllileg tilhugsun”
sagði Guardian ennfremur...”
-ekh