Þjóðviljinn - 29.03.1983, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 29.03.1983, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. mars 1983 Hjörleifur Guttormsson iönaðarráöherra ------- t, ------..*....... ' —-—---- s A beinni línu til Þjóðviljans Hér birtist þriðji og síðasti hluti svara Hjörleifs Guttormssonar iðn- aðarráðherra við spurningum sem bornar voru upp við hann á beinni línu til Þjóðviljans í sl. viku. raunar heldur betri en gert var í þeim forsendum sem fyrir lágu í fyrra þegar lög um verksmiðjuna voru samþykkt á Alþingi. Ætla ekki að semja við mig Þorgeir Sigurðsson Garðabæ spyr: Hvað er helst tii ráða núna þegar Alusuisse hefur enn á ný hafnað samningum? - Það er fullreynt að þeir ætla ekki að semja við þessa ríkisstjórn eða mig sem iðnaðarráðherra. Það hefur mér verið nokkuð ljóst um skeið og ég er búinn að láta reyna á þetta innanhúss hjá okkur. Ég held að sú málafylgja hafi verið til þess að skýra málið fyrir sumum og á þetta mál reynir auðvitað í kom- andi kosningum. Hvort við get- um fram að þeim tíma skakkað leikinn vil ég ekki fullyrða, en það verður að sjálfsögðu farið yfir alla þætti málsins fram að þeim tíma. Þegar hefur auðvitað það áunnist, að við höfum sýnt að viðsemjendur okkar eru borgunarmenn fyrir meira en þeir hafa látist vera, og ég held að við getum verið nokkuð vissir um það að hver sá, sem tekur við þessum málum eftir næstu kosningar, kemst ekki hjá því að horfa á þær staðreyndir sem hafa verið dregnar fram í dagsljósi. Ráðuneytið hækki raforkuverðið til ísal Páll Vilhjálmsson Keflavík spyr: - Getur iðnaðarráðuneyti ekki upp á sitt einsdæmi hækkað raf- orkuverð til ísals án þess að hafa samráð við ríkisstjórnina? - Sú leið getur verið til staðar. Það er að segja að orkusölu- samningurinn er staðfestur af ráðherra og þarf að mati ráðherra að vera þannig að ekki leiði til hækkunar á verði til almennings- veitna frá því sem ella hefði orð- ið. Má ekki leiða til hækkaðs verðs fyrir almenning í landinu. Ég tók þessi mál upp í ríkis- stjórninni í skjóli þess að ekki hafði þokast í samningum, og ekki virtust líkur á því að Alu- suisse vildi semja við okkur með eðlilegum hætti, þá var þetta ein- mitt eitt af því sem á var bent. - Hvar liggja framtíðarmögu- leikar íslensks iðnaðar að þínu áliti? - Þeir liggja víða, og ég held að það sé ekkert eitt svið sem við eigum að einblína á. Við höfum fulla möguleika á að halda hér uppi almennum iðnaði, smá- iðnaði og meðalstórum fyrirtækj- um á mörgum sviðum og að sjálf- sögðu þjónustuiðnaði. I sambandi við framleiðslu- iðnaðinn þurfum við að mínu mati að tefla inná svið þar sem við höfum viðspyrnu í heimamark- aði. Dæmi um slíkt er iðnaður sem tengist t.d. sjávarútveginum, búnaði á vörum til sjávarútvegs, og veiðarfæraiðnaðar, sem hefur sýnt sig að við getum þróað, erum orðnir útflytjendur þar. Vænlegast er að fara inn á svið þar sem við höfum þekkingu og reynslu og vissan markað hér heima fyrir, sem við getum síðan notað til að þróa upp útflutnings- iðnað. Síðan ér ég á því að við eigum að fara í stærri fyrirtæki, allt upp í stórfyrirtæki en fækk- andi eftir því sem ofar dregur. Okkar bolmagn er takmarkað að sjálfsögðu og það á jafnt við fjár- magn sem mannafla. En ég vil halda inni í myndinni íslenskri stóriðju. Þá á ég við fyrirtæki sem eru stór á okkar mælikvarða og jafnvel annarra þjóða. Fyrirtæki þar sem við ráðum ferðinni. Ég hef aldrei útilokað samstarf við aðra aðila um einstaka þætti mála og tel að það sé hvorki bannorð né eitthvað að óttast, en aðalat- riðið er að við þurfum að hafa tögí og hagldir í sh'kum fyrirtækj- um frá upphafi til enda. - íslenska ríkið eða Islend- ingar? - Ég á við íslendinga. Ég tel að vísu að þegar komið er upp í stór- fyrirtæki eins og Járnblendiverk- smiðja eða Kísilmálmverksmiðja er, þá erum við komin upp í þá stærð af fyrirtækjum þar sem rík- ið verður að vera forgönguaðili, en ég tel sjálfsagt að hafa sam- starf þar við aðra innlenda aðila, samvinnufélög, hlutafélög og einstaklinga. Á móti „rallinu“ Guðmundur Þorsteinsson Þor- lákshöfn spyr: Hver er afstaða ráðherrans til hins alþjóðlega ralls sem hugmynd- in hefur verið að haida hérlendis í sumar? - Ég er eindregið andvígur því, að við förum að efna til slíks hér- lendis og ég held að svona keppni væri aðeins fyrsta skrefið og það myndi ýmislegt fylgja á eftir. Ástæður fyrir þessari skoðun minni eru út frá náttúrúverndar- sjónarmiði. Mér finnst að við eigum að nota landið okkar í annað frekar og eigum raunar fullt í fangi með að ráða við þann ferðamanna- straum sem leggur leið sína til landsins, þó ekki bætist við það aðdráttarafla sem þetta rall væri. Framtíðarhorfur Kísilmálm- verksmiðju Kristín Steinsdóttir Akranesi spyr: Telur þú framtíðarhorfur fyrir- hugaðrar kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði vera betri en Járn- blendiverksmiðjunnar á Grundar- tanga? - Já tvímælalaust, því ella myndi ég ekki mæja með að það yrði ráðist í þetta fyrirtæki og raunar eru margir búnir að fara í gegnum áætlanir um verksmiðjuna, þar á meðal 7 manna stjórn fyrirtækisins sem skipuð er fulltrúum frá öllum stjórnmálaflokkunum. Stjórnin hefur skilað jákvæðri umsögn um máliö og metur rekstrarhorfur verksmiðjunnar á Reyðarfirði Ákvæði um einhliða hækkun orkuverðsins Grétar Sígurðsson Borgarnesi spyr: Eg þykist hafa lesið einhvers- staðar um það að Landsvirkjun sé heimilt að hækka orkuverð til stór- kaupenda, sé sölumálum til þeirra þannig háttað að sannarlega verði þess vegna að hækka raforkuverð til almenningsveitna eins og nú er að gerast. Er ekki full ástæða til að þessu ákvæði sé beitt? - Þetta er eitt af því sem hefur verið til álita í sambandi við álmál- ið. í Landsvirkjunarlögunum frá 1965 er einmitt ákvæði þess efnis eins og þú bendir réttilega á, að orkusölusamningar við stórnot- anda þurfi að dómi orkuráðherra að vera þannig að ekki leiði til hækkunar á raforkuverði til al- mennings. Tvívegis hafa verið gerðir samn- ingar við álverið um raforkukaup undirritaðir af ráðherra, 1969 og aftur 1975. Það virðist hafa verið mat ráðherra á þessum tíma, að samningurinn stæðist þetta. Ég hef einmitt varpað því fram sem möguleika í sambandi við ein- hliða breytingar á gildandi samn- ingi að á þetta væri litið,enhefhins vegar metið það eðlilegt að það væri kostur á því að taka á þessu máli að hálfu löggjafans. Alþingi var ekki búið að taka afstöðu til okkar tillögu þar að lútandi þegar því var slitið og þetta er mál sem hlýtur að verða að skoða áfram í sambandi við þennan mælikvarða sem samningurinn á að standast. Af hverju ekki rafhitun húsa? Jakob Árnason Keflavík spyr: Af hverju eru ekki öll hús á ís- landi utan hitaveitusvæða kynt upp með rafmagni í stað olíu? - Þeim hefur verið að fækka sem kynda hús sín með olíu og það er metið að það sem kynt er með olíu sé eitthvað undir 10% af íbúðar- húsnæði í landinu. Einnig höfum við verið að láta gera nákvæma úttekt á því að undanförnu hvar sé hægt að koma við beinni rafhitun í stað olíu, og mér sýnist af þeim niðurstöðum sem ég hef fengið til þessa, að það væri hægt á þessu ári, að útrýma þessu að langmestu leyti, og þá þyrfti ekki lengur að greiða þessa styrki sem greiddir hafa verið með olíukyndingu. Ein ástæðan fyrir því að þessu hefur kannski miðað hægar en skyldi er að olíuniðurgreiðslan hef- ur verið á höndum viðskiptaráðu- neytisins en ekki iðnaðarráðuneyt- isins og þarna á milli eru ekki eins samræmd tök og skyldi. Við höfum verða að draga fram þessar upplýsingar og ætlum að iáta alla þá vita sem geta fengið innlendan orkugjafa til upphitun- ar, með fyrirvara og ýta við þeim, en í raun er það lögboðið að menn skipti yfir. Fundur AB á ísafirði í kvöld: Húsfyllir í Ólafsvík Húsfyllir var hjá Alþýðubanda- laginu í Ólafsvík sl. laugardag þar sem Svavar Gestsson formaður AB og efstu menn G-listans í Vestur- landskjördæmi kynntu samstarfs- grundvöll Alþýðubandalagsins. Milli 50 og 60 manns sóttu fundinn og til samanburðar má geta þess að á sunnudag héldu Sjálfstæðismenn fundi á sama stað og sóttu hann á milli 30 og 40. Forystumenn og frambjóðendur Alþýðubandalagsins halda nú kynningarfundi um allt land þar sem stefna flokksins og áherslur í komandi kosningum eru kynntar. í kvöld verður fundur á ísafirði þar sem Svavar Gestsson og efstu menn listans í Vestfjarðarkjör- dæmi hafa framsögu. Á fundinum í Ólafsvík var sam- starfsgrundvelli Alþýðubandalags- ins dreift og einnig áætlun Verslun- arráðsins, „Frá orðum til athafna“. Kynntu fundarmenn sér bæði þessi dreifirit og var plagg Verslunar- ráðsins til umræðu á fundi Sjálf- stæðisflokksins daginn eftir af þessu tilefni. Á fundi Alþýðubandalagsins urðu líflegar umræður, og var eink- um fjallað um stefnu Alþýðu- bandalagsins í húsnæðismálum, stóriðjumálum og efnahagsmálum. Þá var fjallað um álmálið og herinn en einnig um mál sem brenna á Ólafsvíkingum, svo sem veitingu lyfsöluleyfis á staðnum. Fundar- stjóri var Jóhannes Ragnarsson sjómaður 8. maður á lista Alþýðu- bandalagsins í Vesturlandi en auk Svavars Gestssonar töluðu Skúli Alexandersson, Jóhann Ársælsson og Jóhanna Leópoldsdóttir en þau skipa 1.-3. sæti listans. Jónas stýrimaður tók að sér að fóðra fundargesti á lausnum Ab. á aðsteðjandi vanda. Alþýðubandalagið á Suðurlandi: Fjölmeiuil á Eyrarbakka Alþýðubandalagið á Suðurlandi gekkst fyrir fundi í Barnaskólanum á Eyrarbakka sl. föstudagskvöld. Var þetta þriðji pólitíski fundurinn í sömu vikunni, sem Eyrbekkingum og nágrönnum var boðið upp á. Framsögumenn á fundinum voru Garðar Sigurðsson og Margrét Frí- mannsdóttir og aðalræðumaður fundarins, Svavar Gestsson, ráð- herra. Margrét minnti fundargesti m.a. á, að úrræði Steingríms Hermanns- sonar til bjargar rekstri Bjarna Herjólfssonar hefði verið að leggja til að atvinnutækið sigldi með aflann til útlanda fremur en láta vinnufúsar hendur Flóamanna handfjatla aflann og auka útflutn- ingsverðmæti hans. Svavar Gestsson útskýrði fyrir fundargestum stefnu Ab. en Jónas stýrimaður Guðmundsson dreifði tillögum Ab. til lausnar efnahags- vandanum, þ.e. fyrstu aðgerðum, sem fundarmönnum leist mun bet- ur á en landauðnarstefnu Verslun- arráðs, sem Svavar drap einnig lítillega á í tölu sinni. Jafnframt minnti Svavar menn á tengsl Þor- steins Pálssonar, Alberts Guð- mundssonar og Ragnars álfursta við áðurnefnt verslunarráð og bað menn að hafa þau tengls í huga þegar lesin væri stefnuskrá ráðsins og gepgið yrði í kjörklefann. Svavar varaði einnig við hlut- fallslegri fækkun atvinnutækifæra á síðasta ári og vísaði leið út úr þeim vanda. Auk framsögumanna ræddi Pét- ur Guðmundsson um fortíð og framtíð íslendinga og benti mönnum á þau fjölmörgu félags- legu réttindi sem íslensk alþýða hefur aflað sér á liðnum áratugum með dyggilegum stuðningi Al- þýðubandalagsins. Fleiri fundarmenn tóku til máls ýmist til að tjá hug sinn til ýmissa mála sem og að leggja spurningar fyrir frummælendur. Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför Lúövíks Jónssonar bakarameistara Ártúni 3, Selfossi. Lovísa Þórðardóttir Ásta Lúðvíksdóttir Geir Gunnarsson Sesselja Lúðvíksdóttir Hjörvar Valdimarsson og fjölskyldur

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.