Þjóðviljinn - 29.03.1983, Page 15

Þjóðviljinn - 29.03.1983, Page 15
Þriðjudagur 29. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 RUV © 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í mund. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. 8.00 Fréttir. Veðurfregnir. Morgunorð: Gunnlaugur Garðarsson talar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Þeir kalla mig fitubollu“ eftir Kerstin Johansson Jóhanna Harðardóttir les þýðingu sína (6). 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. Veðurfregnir. Forustugr. dagbl.(útdr.). „Man ég það sem löngu leið“ Ragnheiður Viggósdóttir sér um þáttinn. 11.05 fslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.30 Stöðugildi innan íslensku Þjóð- kirkjunnar Umsjónarmaður: Önundur Björnsson. Rætt við Hrein S. Hákonar- son og Birgi Ásgeirsson. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. Veðurfregnir. Tilkynningar. Þriðjudagssyrpa - Páll Þorsteinsson og Þorgeir Ástvaldsson. 14.30 „Vegurinn að brúnni“ eftir Stefán Jónsson Þórhallur Sigurðsson lýkur lestri á 2. hluta bókarinnar (32). 15.00 Miðdegistónleikar 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. Veðurfregnir. 16.20 Lagið mitt. Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna. 17.00 Spútnik. Sitthvað úr heimi vísind- anna. Dr. Þór Jakobsson sér um þáttinn. 17.20 Sjóndeiidarhringurinn Umsjón: Ólafur Torfason (RÚVAK). 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir Tilkynningar 19.50 Barna og unglingaleikrit: „Með hetj- um og forynjum í himinhvolfinu" eftir Maj Samzelius - 2. þáttur. (Áður útv. 1979). Þýðandi: Ásthildur Egilson. Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir. 20.30 Kvöldtónleikar „La Folia“, - til- brigði eftir Arcangelo Corelli, Manuel Ponce og Sergei Rachmaninoff. Flytj- endur: Ida Haendel og Geoffrey Pars- ons leika á fiðlu og píanó, László Szendrey-Karper á gítar og Vladimir Ashkenazy á píanó. - Kynnir: Knútur R. Magnússon. 21.40 Útvarpssagan: „Márus á Valshamri og meistari Jón“ eftir Guðmund G. Hag- alín Höfundur les (11). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Lestur Passíusálma (48), 22.40 Attu barn? 8. og síðasti þáttur um uppeldismál í umsjá Andrésar Ragnars- sonar. 23.20 Skíma. Þáttur um móðurmáls- kennslu. Umsjón: Hjálmar Árnason. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. RUV Þri&judagur 29. mars 1983 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Dýrin í Fagraskógi. Barnamynd frá Tékkóslóvakíu. 20.50 Endatafl. Fjórði þáttur. Bresk- bandarískur framhaldsflokkur gerður eftir njósnasögunni „Smiley’s People" eftir John le Carré. Aðalhlutverk Álec Guinness. Efni þriðja þáttar: Fyrrum starfsmaður Smileys, Toby Esterhase, vísar honum á félaga Ottos Leipzigs í Hamborg, Kretzschmar nokkurn sem þar rekur næturklúbb. Hjá öðrum göml- um starfsmanni, Connie, fær Smiley að vita að Kirov sé handbendi Karla og að Karla eigi geðsjúka dóttur sem hann láti sér mjög annt um. í Hamborg fær Smil- ey staðfest að myndin af Kirov og Leipzig hafi verið tekin í næturklúbbi Kretzschmars. Ostrakova óttast nýtt til- ræði og lokar sig inni í íbúð sinni. Þýð- andi Jón O. Edwald. 21.40 Að Ijúka upp ritningunum. Annar þáttur. Rætt verður við Þóri Kr. Þórðar- son prófessor um Gamla testamentið, kenningar þess og sagnfræðilegt gildi og á hvern hátt það höfði til nútímamanna. Umsjónarmaður séra Guðmundur Þor- steinsson. Upptöku stjórnaði Maríanna Friðjónsdóttir. 22.05 Falklandseyjavirkið. Bresk frétta- mynd um viðbúnað Breta á Falklands- eyjum og viðhorf eyjarskeggja. Þýðandi Bjarni Gunnarsson. 22.35 Dagskrárlok Ritstjóri á hrossleggjum M.G. skrifar: Einn af íhaldsritstjórum DV - og ekki sá bjartleitasti - skrifar kyndugan leiðara í blað sitt sl. mánudag og nefnir „Umboðslaun ráðherra”. Þar er marga spekina að finna. Meðal annars þá, að Hjörleifur hafi haldið illa á álmálinu af því að hann hafi ætlað að beita því til fram- dráttar flokki sínum í kosning- unum. Enginn nema þá þessi brúsaskeggur botnar í því hvernig það mætti verða Ál- þýðubandalaginu til álitsauka að iðnaðarráðherra héldi illa á málstað íslendinga í viðræðum við álkóngana. Ætli hitt sé ekki sönnu nær, sem opinskár og áberandi stjórnmálamaður lét blað sitt hafa eftir sér, að koma yrði í veg fyrir það með einhverju móti, að iðnaðarráðherra tækist að halda þannig á þess- um samningamálum að hann og flokkur hans hefði sóma af. Þá var þó frekar tilvinnandi. að semja af sér. Dagblaðsrit- stjórinn hefur nú gerst spor- göngumaður þessara háleitu hugsjóna og má raunar sjálfur best vita hvaða hlutverk hon- um hæfir. Ritstjórinn talar um að iðnaðarráðherra sé „umboðs- laus”. Hver hefur svipt hann umboðinu? Kannski þessi DV-ritstjóri? Svo mikið er a.m.k. víst, að aðrir hafa ekki gert það. Það hefur frá upphafi legið ljóst fyrir að unnt var að ná samningum við álmenn, - með einu skilyrði: því, að leggjast hundflatur, eins og ritstjórinn. Þjóðin er ekki á nástrái meðan hún á slíka „samninga- menn”. barnahorn Krakkar úr Snælandsskóla í Kópavogi: Teikna fyrir Barnahornið Nú ætlum við í Barnahorninu að brydda upp á nýbreytni og fá krakka úr skólum til að sjá um Barnahornið nokkra daga í senn. Krakkarnir úr 7 GE í Snælandsskóla í Kópavogi leggja okkur til efni sem við birtum næstu daga í Barnahorninu. Síðar er ætlunin að fá fleiri bekki úr öðrum skólum til að leggja okkur til efni. Og hér kemur fyrsta sagan. t . !• Við förum í bíltúr öll saman og við kaupum stundum ís. Fjölskyldan mín eftir Elísabetu í-i 00 Ég og Gylfi erum góðir vinir og við förum stundum í fótbolta. Ég var úti að leika mér og svo var kallað á mig. Ég átti að fara að borða. 11 Við horfum á sjónvarpið öll saman og svo förum við að sofa.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.