Þjóðviljinn - 23.04.1983, Page 1

Þjóðviljinn - 23.04.1983, Page 1
SUNNUDAGS ^■BLAÐIÐ D/OÐVIIIINN 28 SIÐUR Helgin 23.-24. apríl 1983. 88.-89. tbl. 48. árg. V>EG/|/ ERLENDRI STÓRIÐJU Víð minnum á kröfuna um fulla atvinnu. Kjósum ekki yfir okkur atvinnuleysi sem stefnu í efnahagsmálum. Við minnum á álmálið. Kjósum ekki flokka sem ætla aö semja af sér viö Alusuisse í þriöja sinn. Við minnum á íslenska a tvinnus tefnu Kjósum ekki flokka sem vilja hleypa erlendu auövaldi inn á gafl í atvinnulífinu. Við minnum á hermálið. Kjósum ekki f lokka sem hyggjast f lækja ísland enn frekar í kjarnorkuvopnanet NATO og Bandaríkjanna. Við minnum á félagsleg réttindi. Kjósum ekki flokka sem ætla að sundra samhjálp íslendinga. Við minnum á kjarajöfnun. Kjósum ekki flokka sem ætla aö auka launamisrétti. Við minnum á eina vinstri flokkinn á íslandi. Kjósum ekki afstöðuleysingja og milliflokka sem ýta undir hæari sveiflu. KJÓSUM (SLENSKAN r Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið út sigurinn fyrirfram SvörummeðXG íhaldið eitt með eftirlit í kjördeildum í Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn hefurtekið út kosningasigur fyrirfram. Forystumenn hansgefayfirlýsingarum meirihluta- eða minnihlutastjórn eftir kosningar og eru þegar farnir að raða í ráðherrastólana. Þeir sem varkárari eru í röðum forystumanna Sjálfstæðisflokksins segja opinskátt að samstarfsflokkur íhaldsins eftir kosningar verði að „undirgangast stefnu“ Sjálfstæðisflokksins. Sá valdhroki sem kemur fram í þessum yfirlýsingum er sprottinn af því, að forystumenn Alþýðuflokks og Framsóknarflokks hafa biðlað linnulaust til Sjálfstæðisflokksins í kosningabaráttunni. Hugmyndir um minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins eru sprottnar af því að forystumenn íhaldsins gera ráð fyrir að 9-10 þingmenn, sem kvennalisti og bandalag Vilmundar fá samkvæmt skoðanakönnunum, muni verða afstöðulausir á þingi. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er eini aðilinn sem býður fram til þings og hefur fulltrúa í kjördeildum til að fylgjast með þeim sem eru að kjósa. Allir aðrir framboðslistar í Reykjavík hafa hætt slíku atferli, enda heggur það nærri persónufrelsi mannaátölvuöld. Kjósendur eiga þess nú kost að mótmæla valdhroka Sjálfstæðisflokksins og óvirðingu við einkahagi með því að hafna honum í dag. Þjóðviljinn hvetur alla stuðningsmenn G-listans um að vinna ötullega fram á síðustu mínútu kjörfundar og sýna með starfi og fortölum að AljDýðubandalagið er eina aflið sem fær stöðvað hægri sókn álslandi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.