Þjóðviljinn - 23.04.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 23.04.1983, Blaðsíða 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 23. - 24. apríl 1983 Askorendaeinvígin VIII. grein Eugunio Torre í þessari síöustu grein minni um þátttakendurna átta í Áskorenda- keppninni er staðnæmst við þann skákmann sem e.t.v. hefur haft hvað mest áhrif á þróun skáklistar- innar , Filippseyinginn Torre. Torre er fyrsti stórmeist- ari Asíu, og þótt Filipps- eyingum hafi tekist að bæta einum öðrum við, Balinas, þá verður að líta á Torre sem hinn sterka mann í skáklistinni á Filippseyjum. Balin- ;as þessi hefur um langt skeið verið einn af lakari stórmeisturunum og hefur aldrei náð að standa undir titli sínum. Indónesíumenn fengu sinn titilhafa, mann að nafni Sura- didja, sem að skákstyrkleika er á borð við miðlungs FIDE-meistara. Balinas og Suradidja fengu titil sinn mestan part út á það að vera Asíumenn og var vonast til að út- nefning þeirra myndi orka sem hvatning á aðra skákmenn álf- unnar. Torre á hinn.bóginn fékk sinn titil á algerlega löglegan hátt og stendur svo sannarlega undir nafni sem stórmeistari, enda væri hann ekki kominn í hóp áskorend- anna ef svo væri ekki. Uppúr 1970 fór skáklistin að taka verulegum stakkaskiptum á Filippseyjum. Harðduglegur for- seti filippínska skáksambandsins, Florencio Campomanes, sem nú er forseti alþjóðasambands skák- manna dreif skáklistina til veg- semdar með aðstoð hins illræmda forseta landsins, Marcosar. Komið var á daglegum skákþáttum í sjón- varpi, og unglingar sem áður æfðu karatespörk, hugleiddu nú hina ó- rannsakanlegu vegi á reitunum 64. Torre var aflið sem til þurfti. Hann komst í að tefla á milli- svæðamótinu í Leningrad 1973 þar sem Anatoly Karpov sigraði ásamt Viktor Kortsnoj, og þó að Torre fagnaði ekki háu sæti, sýndi hann skemmtileg tilþrif, lagði m.a. Mik- hael Tal að velli. Olympíuskák- mótið í Nizza kom nafni Torre á allra varir. Hann vann skák eftir skák og skipti þá litlu hvort and- stæöingur hét Portisch eða Hort. Filippínska sveitin komst í A-riðil úrslita, og átti Torre þar stærstan hlut að máli. Hann hlaut 15 vinn- inga af 19 mögulegum í keppninni, og var útnefndur stórmeistari á Helgi Ólafsson skrifar FlDE-þinginu það ár. Uppgangs- tímar í skáklistinni á Filippseyjum, í kjölfar góðrar frammistöðu filipp- ínsku sveitarinnar og útnefningar Torre voru miklir og gætu hæglega minnt á þá skáköldu sem reis hér á landi þegar Friðrik ' Ólafsson tryggði sér stórmeistaratitil og sæti meðal áskorendanna á milli- svæðamótinu í Portoroz 1958. Filippseyingar væntu mikils af sínum manni, en honum tókst ekki að standa við gefin fyrirheit og kom sér brátt fyrir í röðurn miðlungs stórmeistara. Inn á milli skaut hon- um upp, s.s. á fjögurra manna mótr inu í Manila 1976 þegar hann hlaut 41/2 vinning úr 6 skákum í keppni við Karpov heimsmeistara, Browne hinn bandaríska og Júgó- slavann Ljubojevic. Torre tefldi glimrandi vel og lagði þá þremenn- inga alla að velli með 1 Vi vinning gegn Vi. Árin sem í hönd fóru báru hann af leið. íslendingar minnast hans sem friðsamasta keppandans RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN AÐSTOÐARLÆKNIR óskast viö handlækningadeild til eins árs frá 15. júní n.k. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist á þar til gerðum eyöublöðum til skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 11. maí n.k. Upplýsingar veita yfirlæknar handlækningadeildar í síma 29000. AÐSTOÐARLÆKNIR óskast viö Barnaspítala Hringsins í 6 mánuði frá 1. júlí n.k. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist á þar til geröum eyðublöðum til skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 23. maí n.k. Upplýsingar veitir forstöðumaður Barnaspítala Hringsins í síma 29000. SJÚKRAÞJÁLFARI óskast við öldrunarlækninga- deild bæði til afleysinga og til frambúðar. Upplýsingar veitir yfirsjúkraþjálfari öldrunarlækninga- deildar í síma 29000. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA SKRIFSTOFUMAÐUR óskast til frambúðar í launa- deild ríkisspítalanna. Stúdentspróf eða hliðstæð menntun ásamt reynslu í skrifstofustörfum æskileg. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 29000. RÍKISSPÍTALAR Reykjavík, 24. apríl 1983. á alþjóðlega skákmótinu í Reykja- vík 1980, og jafnvel þó hann tryggði sér sæti á millisvæðamótinu í Toluca í Mexíkó á síðasta ári var honum spáð sæti fyrir miðju. Á þessu móti mætti hann vel undirbú- inn til leiks og hreppti efsta sætið ásamt Ungverjanum Lajos Port- isch. Einhverjir reyndu að finna þá skýringu á frammistöðu hans að hann hefði verið heppinn, en því var alls ekki til að dreifa. Þvert á móti glopraði hann niður mörgum vænlegum stöðum. Hann hlaut 8V2 vinning af 13 mögulegum, og Fil- ippseyingar tóku sinn mann í sátt. Nú berst Torre harðri baráttu vi Ungverjann Zoltan Ribli og virðist Ribli ætla að hafa betur. Enginn hefur spáð Torre mikilli velgengni í þessari keppni, en hann mætir til leiks í þeirri fullvissu að hann hafi allt að vinna, engu að tapa. Það er margt líkt með skákferii Friðriks Ólafssonar og Torre. Þeir hafa báðir vakið upp mikinn skáká- huga og báðir hafa þeir unnið marga af sterkustu skákmönnum heims. Hér kemur eitt dæmi, skák sem tefld var á millisvæðamótinu í Leningrad 1973. Hvítt: Mikhael Tal (Sovétr.) Svart: Eugunio Torre (Filipps- eyjum) Enskur leikur. 1. Rf3 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. g3 0-0 5. Bg2 c5 6. d4 (Skák þessi var tefld í 2. umferð millisvæðamótsins. Fyrir mótið hafði Tal átt hreint ótrúlegri vel- gengni að fagna. Hann hafði unnið fimm skákmót og ekki tapað skák í einu einasta móti. Talið var fullvíst að hann myndi krækja sér í sæti í áskorendakeppninni og farið var að tala um einvígi Tals og Fischers. En margt fer öðru vísi en ætlað er) 6. ... cxd4 7. Rxd4 Rc6 8. 0-0 Rxd4 9. Dxd4 d6 10. Dd3 (Fischer lék 10. Bg5 í 8. einvígis- skák sinni við Spasskí og vann. Leikur Tals hefur ávallt verið tal- inn sá öruggasti í stöðunni, enda hafði leikur Fischers fyrst og fremst sálfræðilegt inntak). 10. ... u6 11. Be3 (Hér einnig leikið 11. Bd2). 11. ... Rg4 12. Bd4 Re5 13. Ddl Hb8 (Að sjálfsögðu ekki 13. - Rxc4?? 14. Bxg7 Kxg7 15. Dd4+ Re5 16. f4 og hvítur vinnur mann). 14. Ilcl Be6 15. Rd5 (Betra var 15. b3) 15. ... b5! 16. cxb5 Bxd5! 17. Bxd5 axb5 18. Dd2 (18. f4 Rg4 19. Bf3 kom til greina, því hvítur hefur örlítið betri stöðu eftir 19. - Bxd4+ 20. Dxd4 Rf6 21. Hc6 o.sfrv.) 18. ... e6 19. Bg2 Rc4 20. Dc3 Bxd4 21. Dxd4 d5 (Svartur hefur teflt byrjunina markvisst og hefur náð að jafna taflið. Pað verður Tal til falls í þess- ari skák að hann hyggst að fá nieira út úr stöðunni en efni standa til). 22. b3 Db6 23. llfd 1 Dxd4 24. Hxd4 Rd6 25. Hc6 Hfd8 26. e3 (Hvítur uggir ekki að sér og lendir í Eugunio Torre. Árið 1974 varð hann fyrsti stórmeistari Asíu, og hefur framganga hans haft gífurleg áhrif á þróun skáklistarinnar í þessum hluta heimsins. vandræðum. 26. Hdl var best og staðan er u.þ.b. í jafnvægi). 26. ... Hbc8 27. Hb6? (Fyrstu alvarlegu mistökin sem Tal gerir. Hann er í raun kominn með með því að leika 27. Hxc8 Hxc8 28. Bfl er jafntefli ekki langt undan. Torre notfærir sér nú þau færi s^m bjóðast á sérlega skemmtilegan hátt). 27. ... Hcl + 28. Bfl Re4! 29. Kg2 e5 30. Hb4 Hc2 T1 Kvq/1 (En ekki 32.- Hxf2+ 32. Kgl og svartur verður að svara hótuninni 33. Hxe4). 32. bxa4 Hxf2+ 33. Kgl Ha2 34. Hb8 Hxb8 35. Hxb8+ Kg7 36. Hb5 Rc3 37. Hc5 Rdl! (Eirífaldasta lausnin. Svartur sér framá unnið hróksendatafl). 38. Hxd5 Rxe3 39. Hxe5 Rxfl 40. Kxfl Hxh2 (Hér fór skákin í bið. Þó að staða svarts sé unnin, eru tæknilegir erf- iðleikar talsverðir). 41. He7 Ha2 42. He4 h5 43. Hh4 f6 44. Kgl Kf7 45. Kfl Ke6 46. He4+ Kf5 47. Hf4+ Ke5 48. Hh4 Hd2 49. Ilb4 g5 50. Hb3 Ha2 51. Hb4 Kf5 52. Kgl Kr6 53. Hc4 g4 (Meö hugmyndinni - f5, - Kg5 og- h4. Við þessari áætlun á hvítur ekk- ert svar.) 54. Hb4 f5 55. Hb8 h4! 56. gxh4 Hxa4 57. Kg2 Ha3 F8. Hg8+ Kf7 B9. Hg5 Kf6 60. Hg8 Hh3 61. Hh8 Ke5 62. h5 Kf6 63. h6 Kg3 64. Hg8+ Kxh6 65. Kf2 (Eða 65. Hh8+ Kg5 66. Hxh3 gxh3+ 67. Kxh3 Kf4! 68. Kg2 Ke3! 69. Kfl Kf3! og vinnur). 65. ... Ha3 66. Kg2 Kh5 67. Kf2 Kh4 - og hvítur gafst upp. Tal náði sér aldrei á strik eftir þetta tap og varð af sæti í áskorendakeppninni 1974. Skrifstofustjóri Kaupfélag Hvammsfjaröar óskar eftir aö ráöa skrifstofustjóra, sem jafnframt gegnir stööu fulltrúa kaupfélagsstjóra. Samvinnuskóla- eöa hliðstæö menntun æskileg. Umsóknarfrestur er til 10. maí nk. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf svo og fjölskyldustærð, sendist kaupfélagsstjóra eða starfsmannastjóra Sambandsins, er veita nánari upplýsingar. Kaupfélag Hvammsfjarðar Búðardal Starfskraftur óskast á skrifstofu SHÍ nú þegar. Einnig vantar starfskraft viö atvinnumiðlun námsmanna frá og meö mánaðamótum. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Stúdent- aráðs, Félalgsstofnun stúdenta viö Hring- braut, sími 15959. Umsóknir berist þangað fyrir kl. 17 þriðjudag- inn 26. apríl. IRI ÚTBOÐ jj||j W I DVU Tilboö óskast í viöhald og viðgerðir á skólastólum fyrir skóla borgarinnar vegna Fræösluskrifstofu Reykja- víkur. 1 Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík. Tilboö verða oþnuð á sama stað miðvikudaginn 11. maí 1983 kl. 11. f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.