Þjóðviljinn - 23.04.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.04.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 23. - 24. apríl 1983 Skjöldur Eiríksson: Falsspámenn boöa frelsi Nýjar skoðanakannanir boða stórsigur Sjálfstæðisflokksins í væntanlegum Alþingiskosningum 23. apríl n.k. Ótrúlegt en satt. Og hver er svo hinn sigurstranglegi boðskapur leiðandi afla þessa flokks? Jú, hann er þessi helstur: Markaðslögmál mammonskunnar, sem þeir kalla frelsi. Mammon, drottinn „Leiftursóknarmanna" er vel þekktur í Nýja testamentinu (og raunar í allri mannkynssögu) sem tákn hins illa. Kristur og hans fylgjendur snerust af alefli gegn honum bæði í orði og athöfn. Þrátt fyrir þessa staðreynd þykjast „Leiftursóknarmenn“ vilja efla kristilegt siðgæði og hugarfar með- al landsjns barna. Rangtúlkun hug- mynda og hugtaka eru þessara manna ær og kýr, enda þjónar slíkt markaðri stefnu þeirra. Blekkinga- iðja Morgunblaðsins og Svart- hausa D V er það fóðurkál sem gef- ið er á jötu langstærsta hluta blaðalesenda á íslandi, með til- heyrandi árangri, að því er virðist. Hvar er nú öll menntunin og andlegur þroski okkar þjóðar, ef stór hluti hennar lætur blekkjast til fylgis við trúarsöfnuð Mammons, sem einblínir á ofsagróða fárra á kostnað hinna mörgu? Er það þetta sem að koma skal? Skólakerfi okkar skal að þeirra mati þjóna undir hagsmuni auð- hyggjunnar. Óhagnýtt nám nefna „Leiftursóknarmenn" þær náms- brautir er efla vilja, andlegan þroska, jafnrétti í mannlegum Mcnnirnir sem að eigin sögn hafa skiptum og samhjálp hinna betur megandi við þá veiku og vanmátt- ugu. I utanríkismálum boða þessir frelsispostular eilífa hersetu amer- ísks hers, með tilheyrandi auknum hernaðarframkvæmdum í þágu aldrei svikið. gereyðingarstefnu bandarískra hernaðarbrjálæðinga. Að sjálf- sögðu standa þeir fremstir í flokki, sem talsmenn Kúrekans í Hvíta húsinu, um nauðsyn meðaldrægra gereyðingarvopna í Evrópu- löndum Nató. Markmið Reagans er nokkuð Ijóst. Gjöreyðing Evr- ópu allrar ásamt með nokkru af Asíu og Afríku, mundi tryggja hinn „ameríska draum" um banda- rísk heimsyfirráð, þar sem sam- keppnislönd bandarísks stórkapí- talisma yrðu útþurrkuð um langan tíma. Nifteindasprengjan þjónar ágætlega þessum áformum, þar sem hún útþurrkaði allt mannlíf en skildi hins vegar eftir mammonsk verðmæti óskemmd. Kannski „Leiftursóknarmenn" verði land- nemar. í lífvana Evrópu austan Monroelínunnar. Hver veit? Nú er það mála sannast, að sitt- hvað er draumur og veruleiki, og sru draumar Bandaríkjaforseta þar engin undantekning. Það gerð- ist sem sé að Andropoff, hæst- ráðandi til sjós og lands austan Járntjalds, sendi til elskulegs kol- lega vestan Tjaldsins kveðju guðs og sína. Var efni hennar á þann ^eg, að skeytum leiguliða hans aerradóms í Washington yrði svar- ið beint til leigusala og því skeyti nyndu fylgja nokkur stykki vetnis- iprengja til valinna staða í „Guðs :igin landi“. Við þetta bættist svo rað að verkþrælar leiguliða voru neð uppsteit út af skeytasöfnun eiguliða í þágu leigusala. Bandaríkjaforseti veit að sitt- hvað er að senda vetnissprengju eða að veita henni viðtöku. Fáir Bandaríkjamenn vilja vera í mót- tökunefnd þar sem helsprengjuna ber að garði. Evrópubúum var ætl- að að taka á móti þessum gesti, en ekki guðseigin þjóð. Þaðvarlóðið. Bandaríkjaforseti hefur nú fengið nokkuð nýtt um að hugsa og von- andi leiðir það til þess að hel- sprengjuhugsjónir hætti að ten- gjast veruleikanum. Hringavaldið En snúum okkur nú aftur að stefnumörkun forustu Sjálfstæðis- flokksins og tökum næst stefnuna í atvinnu- og efnahagsmálum. Virkja skal alla virkjanlega vatns- orku, umfram eðlilegar neysluþ- arfir nú í dag, í þágu erlendrar mengunarstóriðju. (Framtfðin á ekki að eiga þess kost að velja ög hafna, bara borga brúsann). Fram- leiðslugreinar þessara tegunda málmiðju áls, járnblendis og kísil- járns - eru í verulegum mæli blóðgjafar vopnaiðnaðar sem kunnugt er. Allar eru nefndar greinar á vegum alþjóðlegra auðhringa, sem bæði ráða markaði og öflun hráefnis. Skiptir því engu máli hvort við íslendingar erum eignaraðilar að slíkum fyrirtækjum eðaekki. í þvíefni lútum við forsjá hrings eða hringja. Að vísu getum við valið á milli þeirra, það er allt og sumt. Um sjálfstæð íslensk fyrir- tæki er ekki að ræða. Þau eru fyrir- fram dauðadæmd í samkeppninni við hringavaldið. Við eigum m.ö.o. að mati „Frjálshyggjumanna“ að láta er- lenda auðhringa móta atvinnuþró- un á fslandi um lartga framtíð sam- fara þeirri andlegu auðn sem slíkir vinnustaðir bjóða uppá. Við sjáum áhrifavald það, sem ein erlend ál- verksmiðja hefur haft á óhugnan- lega stóran hóp pólitískra valdhafa hér á landi. Þótt ég sé mjög and- stæður stóriðjustefnu Hjörleifs Guttormssonar þá breytir það engu um það að í Ál-málinu svo- nefnda hefur hann staðið sig svo vel, að til stórsóma er. í því máli hefur hann flett ofan af svikaferli því, sem fylgir erlendum auðhring- um, á svo myndarlegan hátt að vart verður betur gert. Má segja að mál var til komið, áður en afturhaldið kom fram áformum sínum um 20 slíkar verksmiðjur, sem óskhyggja þess hefur staðið til. Engan þarf því að undra þótt „Leiftursóknarliðið“ og fylgifé þess í öðrum flokkum hafi tryllst, þar sem flett var ofari af þjónkun þess við hið alþjóðlega auðvald. Þjónkun við erlent vald svipti okkur sjálfstæði og sjálfsfor- ræði í meira en 650 ár. Vonandi lendum við ekki í þá martröð aftur eftir aðeins 65 ára sjálfstæði. „Sólargeislinn frá Florida “ Fríverslun og frjálshyggja „Leiftursóknarmanna“ með mark- aðslögmálin að leiðarljósi mun leiða íslenskan landbúnað og um leið iðnað þann er hann skapar, á höggstokkinn. íslenskur samkeppnisiðnaður er óðum að leggja upp laupana, en í þess stað rísa hér upp umboðssalar erlends iðnaðar á moldum þess innlenda. „Sólargeislinn frá Flórida“ og Víg- lundur Þorsteinsson voru og eru leiðarljós þessarar þróunar. Verslunarauðvaldið hefur rakað saman fé, einkum síðan mynt- breytingin fór fram. Er það ófögur saga ef sögð væri öll. Innflutn- ingsbrjálæðið samfara stórvirkjun- um í þágu erlendra auðhringa hafa leitt til ofsalegrar erlendrar skulda- söfnunar. Það er ekki að furða þótt talsmenn „Frjálshyggjunnar" berji sér á brjóst líkt og Fariseinn forð- um yfir erlendri skuldasöfnun, eða hvað? Hverjir afl'a erlends gjald- eyris? Eru það kannski lág- launahópar þjóðfélagsins sem hafa svo hátt kaup að efnahagsmálin riða til falls að mati „Frjálshyggj- unnar“? Félagsmál á bannlista í blaðagrein sem þessari er margt ótalið, sem þörf væri á að minnast en er of langt mál í tak- markaðri blaðagiein. Nefna má þó nokkur þeirra mála sem „Leiftur- sóknarmenn" munu um fjalla kom- ist þeir til valda. Félagsmál: Þau eru mörg hver á bannlista „frjálshyggjunnar“. Þau þjóna ekki undir markaðshyggj- una. Þvert á móti. Heilbrigðismál: Láta skal hina sjúku borga sem mest. Málefni aldraðra og öryrkja: Það nefndust veisluhöld í munni hægri aflanna, þegar Magnús Kjartansson hækkaði hraksmánar- laun þau sem marglofuð Viðreisn hafði útdeilt öldruðum og öryrkj- um. Fleira mætti upp telja en verð- ur ekki gert að sinni. Að lokum: Má ég kynna efstu menn á B-lista og D-lista í Reykja- vík, mennina, sem að eigin sögn hafa aldrei svikið. Þ.e. þá Ólaf Jó- hannesson sem reka vildi her úr landi 1971 en hafa her í landi 1974 og síðan. Og Albert Guðmundsson sem studdi stjórn Gunnars Thor- oddsen 1980, lofaði að verja hana vantrausti, en stóð að vantrausti á hana 1982. Var einhver að hlæja! Alþpðubankinnhf Aðalfundur Alþýöubankans h/f árið 1983, verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, Reykjavík, laugardag- inn 30. apríl 1983 og hefst kl. 14.00. Dagskrá: a) Venjuleg aðalfundarstörf í samræmi við ákvæði 18 gr. samþykkta bankans. b) Samþykktir og reglugerð bankans. c) Tillaga um heimild til bankaráðs um út- gáfu jöfnunarhlutabréfa. d) Tillaga bankaráðs um nýtt hlutafjárútboð. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæða- seðlar verða afhentir í aðalbankanum, Laugavegi 31, dagana 27., 28. og 29. apríl n.k. f.h. bankaráðs Alþýðubankans h/f Benedikt Davíðsson form. Þórunn Valdimarsdóttir, ritari RENAULT TRAFIC Lipurogrúm- góöur sendibíll Framhjóladrifinn, rúmgóður og lipur sendi- bíll. Sérstaklega hentugur fyrir fyrirtæki til vöruútkeyrslu og sendiferða. Vélastærð: 1397 cm bensín. 2068 cm dlesel. Burðargeta: 800 kg eða 1000 kg. RENAULT er reynslunni ríkari. KRISTINN GUDNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.