Þjóðviljinn - 23.04.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.04.1983, Blaðsíða 3
Hetgin 23. - 24. apríl 1983 ÞJÓÐVÍLJINN -'SÍÐA 3 HEIMILD TIL AÐ FJÖLGA KJÖRDÖGUM í DREIFBÝLI Öllu skiptir að Guðrún Helgadóttir nái kjördæmakosningu, annars kann illa að fara Gulltr y ggj um Guðrúnu á þing Það er útbreiddur misskilningur, sem notaður hefur verið í áróðurs- skyni af andstæðingum Alþýðu- bandalagsins, að Guðrún Helga- dóttir, 3. maður G-listans í Reykja- vík, sé örugg um þingsæti þó að Alþýðubandalagið fái aðeins tvo menn kjörna í Reykjavík. For- senda þess að Guðrún Helgadóttir haldi sæti sínu á þingi er að hún nái kjördæmakosningu, því að í upp- bótarkerfinu getur allt skeð og dreifing atkvæða er nú meiri vegna fleiri lista. Alþýðubandalagið fékk aðeins einn uppbótarmann í síð- ustu alþingiskosningum og það gæti allt eins orðið í Reykjanesi eða annarsstaðar. Þeir Reykvíkingar sem vilja efla hlut kvenna á Alþingi og vilja styðja Guðrúnu Helgadótt- ur til setu á þingi ættu að hugleiða vel þessa stöðu, áður en gengið er að kjörborðinu. G-listinn í Reykja- vík berst fyrir því að halda fjórum alþingismönnum, en dreifist at- kvæði um of gæti svo slysalega farið að Guðrún Helgadóttir félli af áðurnefndum ástæðum. Látum það ekki henda. - ekh Kvennalistinn og Framsókn: Vísuðu friðar- sinnum úr húsum Herstöðvaandstæðingar hafa dreift í hús fjórblöðungi þar sem uplýst er um nýjustuhernaðará- form risaveldanna og þá síauknu hættu sem stafar af vígbúnaðar- kapphlaupinu. Þá hafa þeir verið ötulir við að dreifa blaðinu á hinum ýmsu fundum, sem haldnir hafa verið vegna kosningabaráttunnar eða í tengslum við hana. Ekki er vitað til annars en að þessum upp- lýsingum hafi verið vel tekið. Nema á tveimur fundum: fundi Kvennalistans í Reykjavík, sem haldinn var í Gerðubergi á sumar- daginn fyrsta, og á fundi Fram- sóknarflokksins, sem haldinn var í Háskólabíói sama dag. Þar var fólki vísað út af báðum stöðum - þessi upplýsingamiðlun var talin óæskileg. ast Crikkland - vagga vestrænnar menningar, vettvangur fornra hetiu- dáöa, - land sólar, hreinleika og drifhvítrar strandar. Samvinnuferöir- Landsýn efnir ein íslenskra ferða- skrifstofa til skipulegra hópferöa til þessarar notalegu sumarleyfis- paradísar og býöur frábæra gististaði, vandaöar skoöunarferöir og trausta þjónustu á veröi sem allir ráöa viö. Gististaöir okkar eru tveir; Hótel Margi House og íbúðir í Whlte House, báöir á voullagmenl-ströncltnnl og fyrsta flokks hvaö aðbúnað og þjónustu varöar. Delfi og Aþena eru að sjálfsögöu meðal áfangastaða í fjölbreyttum skoðunarferðum. Við heimsækjum einnig Argolis, Plaka- hverfiö og hafnarbæinn Piraeus, skellum okkur í stuttar feröir víös vegar um nágrenniö og efnum til grísaveislu úti í sveit, - en fyrst og fremst njótum viö þess aö eyða áhyggjulausu sumarleyfi í sól og sumarvl við blátært Eyjahafiö. Ferðin framiengd í Amsterdam Nú getur þú framlengt Crikklandsferöina meö aukavöld í Amsterdam. Pú greiðir hótelkostnað í íslenskum peningum fyrir brottför og við sjáum um aö panta hótelið. Annar kostnaöur fylgir ekki framlengingunni! verðið kemur á óvart samningar hagstæöir og •xsaas(æss&T-~~ 5!gSSKS:KS KSS'.',SS» 6» White House, 3 i 2ja neru.iuu - og enn lækkar verðið Frá þessu verði á nefnilega eftir aö draga aðildarfélagsafslátt sem aðildarfélagar og fjölskyldur þeirra njóta til tll 1. maí og 2.500 kr. barnaafslátt aö ógleymdum 5% staðgreiðsluafslættl sem þú tryggir þér með því aö greiða ferðina að fullu a.m.k. tveimur vikum fyrir brottför. Þannig geta farþegar okkar fengið afslátt sem nemurháttífjórðungi af verölistaverði og munar sannarlega um minna! Sjáumst í góðri Grikklandsferð! Verð mlðað vlð flug oo gengl 5.1. '83.. Samvinnuferdir -Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 Bráðabirgðalög sett í gær Ekki útilokað að kosningu ljúki í dag í gærkvöldi voru gefin út bráða- birgðalög um heimild til fjölgunar kjördaga. Þar segir að alþingis- kosningarnar skuli fara fram 23. og 24. apríl. Þó skal kosningu í þeim kjördeildum sem eru takmarkaðar við kaupstaði eða kauptún, vera lokið á laugardegi. Þá er í lögunum heimild til að ljúka kosningu, loka kjördeildum, hafi meir en 80% kjósenda kosið og kjörstjórn á viðkomandi stað er einróma samþykk ákvörðuninni. Enn fremur er heimildaákvæði í lögunum um að framlengja megi kjörfundi eftir helgina. Dómsmálaráðherra sagði í gær, að veðurútlit væri svo ótryggt um helgina að ekki hefði þótt hættandi á annað en gefa út bráðabirgðalög. Hins vegar taldi hann ekki útilokað að tækist að ljúka kjörfundum í dag laugardag einsog fyrirhugað hafði verið. Ekki er hægt að hefja taln- ingu fyrr en kosningu er alls staðar lokið. Dómsmálaráðherra hvatti kjósendur til að kjósa sem allra fyrst í dag. Það skal ítrekað að í Reykjavík og öðrum kaupstöðum og kauptúnum þarsem veður haml- ar ekki kjörsókn er kjördagur aðeins einn - á laugardag. -óg Fyrsta brottför26. apríl

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.