Þjóðviljinn - 23.04.1983, Síða 2

Þjóðviljinn - 23.04.1983, Síða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 23. - 24. apríl 1983 Kúbistar frá Prag. . . Framhald af bls. 10. massans eins og í gotneskum kirkjubyggingum. Afskræming formsins leiddi stundum til þess að nytjahlutir eins og öskubakkar og sykurskálar tóku slíkum myndbreytingum að merk- ing þeirra breyttist. Ekki var lengur hægt að ráða af formi þeirra til hvers þá ætti að nota, enda hlut- verki þeirra breytt. Borðum og stólum varð hins vegar ekki jafn auðveldlega breytt í skúlptúra og voru oftast með hefðbundnu sniði, þótt brotnar línu kæmu í stað sveigðra áður. Kúbíski arkitektúr- inn spratt upp úr hugmyndum sem einnig lágu að baki expressiónism- anum þýska, þar sem ytri raunvera var ekki lengur talin eina viðmiðunin. Þar fara saman spenna á milli hins innra og hins ytra og geómetrísk abstraksjón eins og í sumum expressiónisku kvikmyndunum þýsku. í kúbíska arkitektúrnum má greina svipaða þróun og myndlistinni. I fyrstu rík- ir þar spenna, fletirnir eru marg- brotnir og fjölstrendir. Upp úr 1920 færist meiri ró yfir, massinn verður meiri, fletir heilir og skreyt- ing fábrotnari. Þar gætir nýklass- ískra áhrifa sem vart var í myndlist- og byggingarlist á sama tíma. Hug- myndir byggðar á skynsemisstefnu fóru að gera vart við sig í álfunni. Skreyting var talin óþörf og horn skyldu vera rétt. Tekið var mið af einhæfu hugtaki gagns og gæða og skipulagið aðlagað þróun þjóðfé- lags þar sem einstakir þættir í lífi mannsins voru að greinast í sund- ur. Við slíkt skipulag sundraðist sú fjölþætta heild sem heimur borgar- innar er. Júlíana Gottskálksdóttir. íslenska járnblendifélagið hf. auglýsir lausa STÖÐUÁ RANNSÓKNARSTOFU félagsins að Grundartanga Starfiö felst í töku sýna úr framleiðsluferli verk- smiöjunnar, vinnslu þeirra og efnagreiningu á rannsóknarstofu. Sömuleiöis veröur unniö aö ýmsum öörum efnagreiningum og tilfallandi rannsóknarverkefnum. Nauösynleg er kunnátta í efnafræði og reynsla í rannsóknarstörfum og sýnameðferð. Umsóknir meö ýtarlegum upplýsingum berist félaginu aö Grundartanga, póststöð 301 Akra- nes, fyrir mánudaginn 9. maí. Þar til gerö eyðu- blöö fást á skrifstofum félagsins aö Grundar- tanga og Tryggvagötu 19, Reykjavík. Upplýsingar um starfið veitir Jón Hálfdanarson, forstöðumaður rannsókna, í síma félagsins: 93- 3944. Grundartanga, 24. apríl 1983. Útboð - sökklar Tilboö óskast í byggingu sökkla, lagna og grunnplötu fyrir bílskýli að Engjaseli 1-23 í Reykjavík. Otboösgagna má vitja á verkfræðistofunni Borgartúni sf. Lágmúla 7. Tilboðum skal skila á sama stað föstu- daginn 6. maí fyrir kl. 11. Kanntu brauð að baka? Enn vantar álegg, brauð, salöt, kex, kökur o.fl. í kosningamiðstöðina að Hverfisgötu 105. Mætum öll með góðgæti í kosningakaffið. sKraargatih Ungir Sjálfstæðismenn hafa löngum haft horn í síðu þeirra sem fara í boðsferðir austur til SoVétríkj- anna, ekki síst nú meðan Afghanistan-stríðið stendur yfir. Þess vegna þykir mörgum það hlálegt að sendinefnd frá Æsku- lýðssambandi íslands fer til Rúss- íá í næsta mánuði í boði Æskulýðssamtaka Rússa og er formaður íslensku nefndarinnar Geir Haarde, formaður Sam- bands ungra sjálfstæðismanna. Maður er nefndur Helgi Vigfússon og hefur hann það m.a. að atvinnu að skrifa minningargreinar fyrir ja Snorra Sturluson í land var Guðmundur Hallvarðsson for- maður Sjómannafélags Reykja- víkur, sem sat fund útgerðarráðs sem varamaður. Ekki er um- hyggja hans fyrir kosningarétti sjómanna yfirþyrmandi. Albert Guðmundsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, virðist ekkert vilja vera upp á flokk sinn kominn í þessum kosningum heldur rekur kosningabaráttuna sjálfstætt fyrir sig. Hann er með eigin kosninga- skrifstofu og er Helena dóttir hans kosningastjóri. Á sumar- daginn fyrsta hélt hann kosninga- ísafirði á miðvikudagskvöld en þá var svo langt gengið að það gekk yfir aðra pólitíska andstæð- inga Kjartans. Steingrímur Her- mannsson stóð upp og lýsti því yfir að hann hefði verið á um- ræddum fundi á Patreksfirði og gæti staðfest að Kjartan hefði aldrei sagt það sem Karvel bæri upp á hann. í sama streng tók Ólafur Þ. Þórðarson. Síðan tók Sighvatur Björgvinsson til máls og sakaði ríkisstjórnina um ódrengileg vinnubrögð og óheil- indi og vissi hvert mannsbarn í salnum að hann var í rauninni að tala um félaga sinn á A-listanum, Karvel Pálmason. Við þetta varð Karvel eins og barinn hundur en ýmsir gamlir og rótgrónir kratar á Geir: í boðsferð til Sovétríkjanna. Helgi: Hæðist íhaldinu. Guðmundur: Tók ekki svari sjómanna. Albert: Einn í kosn- ingabaráttu. Karvel: Staðinn ósannindum. fólk í blöðin. Helgi hlýtur að vera mikill húmoristi því að á sumar- daginn fyrsta skrifar hann grein í Morgunblaðið um Sjálfstæðis- flokkinn og er hún í minningar- greinastíl. Hann segir m.a. að við skulum veita Sjálfstæðisflokkn- um forsjónina í þessum kosn- ingum. Skipstjórinn á Snorra Sturlusyni sem hefur verið í framboði fyrir íhaldið í Reykjavík neitaði að koma til móts við óskir skipverja um að fá að kjósa. (Útgerðarráð Bæjarút- gerðarinnar fékkst ekki til þess að taka sjálfstæða afstöðu í mál- inu og lögðust íhaldsmennirnir í ráðinu gegn því.) Skipstjórinn er einráður um borð, en vafalaust hefði hann hugsað sig um tvisvar ef sú afstaða útgerðarráðs hefði legið fyrir að æskilegt væri að skipverjar á Snorra Sturlusyni fengju að neyta atkvæðisréttar síns. Meðal þeirra Sjálfstæðis- manna sem lögðust gegn því að beita útgerðarráði til þess að k-ný- hátíð í Háskólabíói en aðrir fram- bjóðendur flokksins komu þar hvergi nærri. Þar fengu allir ávís- un á hamborgara hjá Pétri Sveinbjarnarsyni í Aski en ekki var þess getið hvort kartöflur, sa- lat og sósa fylgdu með. Ekki þyk- ir ólíklegt að Albert stefni að því að verða forsætisráðherra ef Sjálfstæðisflokkurinn fær til þess aðstöðu að mynda stjórn eftir kosningar eða þá bara upp á eigin spýtur með Jóni Baldvini, Vil- mundi eða öðrum. Kannski ætlar hann að verða sterki maðurinn sem Vilmundur vill að verði hér upp á ameríska vísu, og útdeiling hamborgara sé það sem koma skal. Karvel Pálmason er mikill hávaðamaður og sumir segja að hann sé ekkert nema hávaðinn og gasprið. Hann hefur í þessari kosningabaráttu logið ummælum upp á Kjartan Ólafsson sem síðarnefndi átti að hafa sagt á kosningafundi á Pat- reksfiiði. Þetta gerði hann síðast á sameiginlegum kosningafundi á Isafirði lýstu því yfir eftir fundinn að þennan mann mundu þeir aldrei kjósa. Eins og jafnan fyrir kosningar heyrast ýmsar sögur, ekki allar jafn fagr- ar. Nú í vikunni gerðist það t.d. á vinnustað í Reykjavík þar sem feðgar tveir ráða ríkjum, báðir miklir Sjálfstæðismenn, að son- urinn lagði hart að föður sínum að segja fullorðnum starfsmanni fyrirtækisins upp störfum. Það væri ekki hægt að vera með fólk í vinnu sem hefði aðra pólitíska skoðun en þeir feðgar. Átvinnu- leysistímar væru framundan og þá væri lítill vandi að láta fólk afneita pólitískri „villu“ sinni fyrir vinnu. Sonurinn sagðist þekkja mýmörg dæmi um slíkt, bæði frá Reykjavíkurborg og Keflavíkurflugvelli. Þessi opin- skái boðskapur unga leiftursókn- armannsins kom hins vegar illa við föðurinn og aðra sem heyrðu á mál hans og var ekki látið til skarar skríðí í þetta sinn. Minningin um góða daga á Laugarvatni í fyrrasumar lifir enn í hugum margra, og m.a. í þessari ijölskyldu frá Sauðárkróki sem mynduð var fyrir utan Héraðsskólann. Ertu með á Laugarvatn í sumar? Sumarfrí og samvera Byrjað að taka á möti pöntunum í dag á kosninga- skrifstofu Alþýðubandalagsins Ertu með á Laugarvatn í sum- ar? Ef svo er þá er að drífa sig í að panta vikudvöl strax í dag á kosn- ingaskrifstofum Alþýðubandalags- ins um land allt. Eftir kosninga- helgina verður tekið á móti pönt- unum í Flokksmiðstöð Alþýðu- bandalagsins að Hverfisgötu 105 í Reykjavík, sími 17500. Baldur Óskarsson og Margrét Tómasdótt- ir taka á móti pöntunum og gefa nánari upplýsingar. Um er að ræða vikurnar 18.-24. júlí og 25.-31. júlí. Gist verður í Héraðsskólanum, sem er aðalmið- stöð og húsum sem tengjast hon- um. Rúm er fyrir 80-90 manns hvora viku. í sumar verður verðið fyrir hvern fullorðinn kr. 2800 kr. 1600 fyrir börn 6-12 ára og kr. 300 fyrir börn 0-6 ára. Innifalið í verðinu er allur matur, gisting, barnagæsla, miðar í sundlaug og gufubað, skemmtanir og ýmis önnur þjónusta.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.