Þjóðviljinn - 23.04.1983, Side 7
Helgin 23. - 24. aprfl 1983 ÞJÓÐVÍíUíkN - SÍÐA 7
íhaldsflokkurinn
tvístígandi um
kosningar í júní
Þingmenn íhaldsflokksins
hafa undanfarið beitt miklum
fortölum til að fá leiðtoga
sinn, Margréti Thatcher, til
að boða til þingkosninga i
júní. Að baki liggur sá ótti, að
bíðiflokkurinn með
kosningar f ram í október,
eða jaf nvel maí á næsta ári
þegar kjörtímabilinu á
samkvæmt bókstafnum að
Ijúka, þá muni ört vaxandi
verðbólga og önnur fyrirséð
efnahagsóreiða tapa
flokknum kjósendahylli og
þar með næstu kosningum.
Forsætisráðherra á hins vegar
erfitt með að ákveða sig; aðra
stundina kveður hún ekkert munu
aftra sér frá því að sitja út kjörtíma-
bilið, hina stundina gefur hún júní-
kosningum ábyggilega undir fót-
Tvístígandi flokksforystunnar
mun tæpast linna í bráð, þarsem
nýbirtar skoðanakannanir sýna að
Verkamannaflokkurinn er um
þessar mundir í örri sókn meðal
alþýðu manna, og hefur nú minnk-
að muninn á flokkunum tveimur
um helming, úr 11 niður í 5.5
prósent.
Af þessum sökum er búist við að
Margrét Thatcher muni bíða
átekta uns fyrir liggur framroistaða
íhaldsflokksins í borgara- og hér-
aðsstjórnakosningum sem fara
fram 5. maí.
Kosningalöngun íhaldsþing-
manna er einkum sprottin af eftir-
farandi; Flokkurinn hefur um langt
skeið haft afgerandi forystu í
skoðanakönnunum og því talinn
sigur vís ef til kosninga yrði boðað í
bráð. Jafnframt er nú einsýnt að
verðbólga mun hraðvaxa í Bret-
landi á næstu misserum, líklega um
helming. En lækkun verðbólgunn-
ar hefur til þessa verið eina fjöðrin
sem ríkisstjórnin hefur getað
Ossur
Skarp-
héðinsson
skrifar frá
Bretlandi
hreykt í hatti sínum, og fjúki hún í
stormsveipum efnahagslífsins
verður íhaldsflokknum heldur erf-
iður róðurinn á miðum kjósenda.
Ennfremur er nú ljóst að of-
framboð á olíu á heimsmarkaði er í
þann veginn að kippa stoðum
undan feikilegum gróða Breta af
olíuvinnsluni í Norðursjó, sem
ríkisstjórnin hefur mestanpart
tekið til sín í formi skatta, og notað
til að fela efnahagsvandann. Að
slepptum olíugróða er næsta víst að
sá feluleikur tekur enda, og íhalds-
menn vilja skiljanlega að það gerist
ekki fyrr en kosningar eru gengnar
um garð.
MIÐIER
MÖGULEIKI
Ellefu íbúðavinningar á 400 þús. kr. hver, verða dregnir út á
næsta happdrættisári.
Aðalvinningur ársins; húseign að eigin vali fyrir 1.5 milljónir
króna. Langstærsti vinningur á einn miða hérlendis.
Sala á lausum miðum og endurnýjun ársmiða og flokksmiða stendur yfir.
e
HAPPDRÆTTI '83-'84
Síðast en ekki síst hafa spekúl-
antar íhaldsflokkins horft með
skelfingu á hvernig sífellt gengur
saman með stríðandi öflum innan
Verkamannaflokksins, þar sem
hægri og vinstri armar standa nú
saman við gaflhlöð og glotta við
tönn einsog Skarphéðinn í brenn-
unni. Þessarar nýfundnu einingar
er farið að gæta í fylgi flokksins í
skoðanakönnunum, og margir
telja að gefist Verkamanna-
flokknum nægilegt tóm, muni hon-
um takast að snúa hinni víðáttu-
miklu óánægju með frammistöðu
stjórnarinnar í efnahagsmálum
upp í stuðning við eigin stefnu.
Baktrygging
Af þessum sökum virðast öll hin
bestu rök hníga að því að íhalds-
flokknum yrði gæfuríkast að boða
til kosninga sem fyrst. Forysta
flokksins, einkum ráðherrar, hafa
þó andæft þessu hingað til. Sumir,
einkum Margrét Thatcher, hafa
tönnlast á því að blessaður efna-
hagsbatinn sé alveg á næsta leiti, og
flokknum sé því hollast að sitja út
allt kjörtímabilið og nota væntan-
legan efnahagsbata til að sannfæra
hæstvirt atkvæði um ágæti íhalds-
stefnunnar.
Aðrir , tam. Francis Pym utan-
ríkisráðherra, vilja bíða með kosn-
ingar fram í október. Ástæður
þeirra eru aðrar: Útvarp og sjón-
varp flytja yfirgripsmiklar fréttir af
störfum þingsins, einkum spurn-
ingatíma þingsins, sem stjórnar-
andstaðan samkvæmt hefð notar til
að hamra á stjórnararminum þar
sem hann er veikastur fyrir.
Frammistaða flokkanna í þessari
orrahríð hefur ótrúlega mikil áhrif
á skoðanir almennings. Uppá
síðkastið hefur ríkisstjórnin farið
svo háðulega úr þessari viðureign,
að stórblaðið Times kveður ýmsar
íhaldsfallbyssur þeirrar skoðunar,
að óhæft sé að fara í kosningar fyrr
en þing er búið að vera í fríi nokkra
mánuði, og hallast því að október.
Sem baktryggingu lagði þó
stjórnin fram frumvarp til nýrra
fjárlaga, sem bar þess glögg merki
að kosningar kynnu að vera í nánd.
'Með frumvarpinu var reynt að
höfða til hinna snauðari í þjóðfé-
laginu með smáhækkunum á
barnabótum og skattalækkunum.
Það tókst á hinn bóginn ekki sem
skyldi, sér í lagi eftir að í ljós kom,
að í anda sannrar íhaldsmennsku
komu þeir best út úr hinum nýju
fjárlögum sem höfðu þrefaldar
meðaltekjur eða meir.
Verkamanna-
flokkurinn
í sókn
Þegar þing kom svo saman að
loknu páskahléi báru þingmenn
íhaldsins forystu sinni þau boð, að
meðal hinna óbreyttari stuðnings-
manna útí kjördæmum væri stuðn-
ingur við júníkosningar yfirgnæf-
andi. Um hríð virtist sem Thatcher
væri komin á sömu skoðun. Hún
tók sig til og hélt fælu af kosninga-
ræðum, þar sem hún reyndi að sýna
kjósendum framá að þarsem
kreppan væri í rénum í V-
Þýskalandi og Bandaríkjunum þá
hlyti margnefndur og langþráður
Thatcher: Skoðanakannanir sýna
nú að Verkamannaflokkurinn er í
sókn. Skelli r hún á kosningum eða
bíður með þær?
efnahagsbati einnig að vera á næsta
leiti í Bretlandi, þarafleiðandi ætti
fólk að geta séð hversu vel stefna
hennar hefði gengið upp.
Þessi málflutningur féll þó í
grýtta jörð, einkum þar sem sam-
tímis var birt sameiginlega skýrsla
iðnrekenda og fulltrúa verka-
lýðsfélaga sem boðaði að litlar lík-
ur væru á minnkun atvinnuleysis í
Bretlandi fyrr en um 1990.
Um miðan apnl birti svo íhalds-
blaðið Daily Telegraph skoðana-
könnun sem sýndi að Verka-
mannaflokkurinn hefur minnkað
forskot íhaldsins um helming.
Ihaldið nýtur þó enn mests fylgis,
eða 40.5 prósenta kjósenda,
Verkamannaflokkinn er með 35.5
prósent en Bandalag krata og
Frjálslyndra hefur hrapað niður í
22.5 prósent.
Ekki ber skýrendum saman um
hverjar séu orsakir hinnar skyndi-
legu sóknar Verkamannaflokks-
ins. Nýfundin eining innan flokks-
ins er þar helst nefnd til sögunnar
ásamt frammistöðu flokksoddvita
á málþingum fjölmiðla.
Fylgi við
róttæka stefnu
Sennilegasta skýringin er þó
önnur. Einsog lesendum
Bretlandspistla hefur margoft ver-
íð bent á, þá hefur um alllangt
skeið verið töluvert misræmi á milli
tiltölulega lítils fylgis
Verkamannaflokksins í skoðanak-
önnunum og hins vegar víðtæks
fylgis við ýmis róttæk málefni. Á
meðan íhaldsflokkurinn hafði 12-
14 prósent forskot var því spáð í
þessum pistlum, að harðsækinn
málflutningur Verkamannaflokks-
ins kynni að snúa þessu fylgi við
róttæka stefnu upp í fylgi við flokk-
inn. Það virðist nú vera að rætast.
Þá er einnig vert að benda á ann-
ars konar misræmi sem tæpast bæt-
ir stöðu íhaldsins. Um tæplega
tveggja ára skeið hefur íhalds-
flokkurinn haft stöðugt forskot yfir
hina flokkana, á stundum allt uppí
15 prósent. Á sama tíma hafa mörg
hundruð aukakosningar til borg-
ara- og héraðsstjórna farið fram,
og þegar skoðuð eru úrslit þeirra
kemur í ljós, að fylgi íhaldsins í
þessum kosningum stendur langt
undir fylgi þess í skoðanakönn-
unum.
Mörg teikn benda því til að
íhaldssigur sé fráleitt. jafn borð-
leggjandi og skoðanakannanir
boða.
Þess má svo geta að velgengni í
skoðanakönnunum hefur ekki
ævinlega reynst staðgott vegarnesti
til kosninga. Árið 1970 boðaði þá-
verandi forsætisráðherra og leið-
togi Verkamannaflokksins, Har-
old Wilson, til þingkosninga í júní
nteð litlum fyrirvara. Þrátt fyrir að
hafa sjö prósent forskot á Ihalds-
flokkinn tvo síðustu mánuðina
fyrir kosningarnar tapaði Verka-
mannaflokkurinnn kosningunum
með 3.5 prósenta mun.
Án efa minnist Thatcher þessa,
og mun væntanlega hugsa sig um
tvisvar, áður en hún boðar til kosn-
inga í júní.
17. apríl
-ÖS
Gengi 7/2 ’83.
Wallas 1200
Eldavél m/miðstöö. Verð
til báta kr. 9.420. Eyðsla
aðeins 0.15 I per klst.
CTX1200
VHF bátastöö. Verö til
báta kr. 4.814. 25 wött,
12 rásir.
Sílva
7 10 8 6 4 ,
Áttavitar í úrvali fyrir
báta og til fjallgöngu.
Verð frá kr. 747.
Polaris 7100
Tölvuleitarinn með
stefnuvitanum. Verð til
skipa kr. 18.800.
BENCO
Bolholti 4.
S. 91-21945 og 84077.