Þjóðviljinn - 23.04.1983, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 23.04.1983, Qupperneq 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 23. - 24. apríl 1983 Þorsteinn ö. Stephensen: Kjósum flokk Hjörleifs Guttormssonar Ég hef ekki fyrr en nú skrifað blaðagein um stjórnmál, enda hef ég ekki verið á þeirri hillu í lífinu. En þrátt fyrir það hef ég reynt að fylgjast nokkurn veginn með þeim málum og haft á þeim mikinn áhuga. En ég hef aldrei verið í stjórnmálaflokki, og er ekki enn. Það stafar af þvíað eng- inn þeirra hefur svarað spurning- um mínum um orsakir hins geigvænlega ágreinings meðal mannanna á því hvernig haga skuli þessum málum. Rétt er að taka það fram aö það er hvorki benjamínska né vilmundska, né nein önnur trúarstefna, sern fyrir mér vakir. Heilabrot mín hafa leitt til nokkurrar niðurstöðu og sú niðurstaða er fullkomlega raunsæ á eðli manneskjunnar. Eg ræði það ekki frekar hér. Von- andi get ég skýrt þetta nánar áður en langt líður. Ekki meira um það. Ég kýs Alþýðubandalagið. Ég hef alltaf kosið og tel sjálfsagt að menn noti rétt sinn á þessum eina degi sem þeir fara með völdin. Að ég kýs áðurnefndan flokk er vegna þess að ég er sannfærður um að í engum samtökum á. ís- landi er að finna jafn stóran hóp manna sem af einlægum vilja reyna að þoka málum þeirra fá- tæku eða umkomulitlu á betri veg. Og þeir eiga einlæga, heiðar- lega og óþreytta forustumenn. En ég er núna fyrst að komast að eiginlegu tilefni þessarar greinar. Ég tel það samviskuskyldu mína að skrifa hana. Eins og ráða má af fyrirsögn greinarinnar höfum við fylgst með viðureign svissneska ál- hringsins Alusuisse við iðnaðar- ráðherra okkar, Hjörleif Gutt- ormsson. Vegna afbrýðisemi margra íslenskra stjórnmála- manna varð þetta eins og bardag- inn milli Davíðs og Golíats. Von- andi fer hann vel eins og þeirra stríð. En áður en ég ræði meira um það er rétt að fara svolítið aftur í tímann. Maður hafði vonað að reynsla .okkar af þorskastíðunum við Breta þyrfti ekki framar að upp- rifjast, en mætti gleymast. En svo var ekki. Hver man ekki tóninn í íhaldspressunni íslensku, sér- staklega Morgunblaðinu, þegar sjómenn okkar háðu lífshættu- legt stríð við þessa útlendinga. Dag eftir dag mátti kenna samúð þessara herra með Bretunum gegn sinni eigin þjóð. Sauðargær- an var að vísu kyrfilega breidd yfir háðungina en úlfseyrun komu oftast fram. Stjórnmálamenn og ritstjórar! Þið skuluð ekki halda að við sem fylgjumst með verkum ykkar úr fjarlægð tökum ekki eftir því hvernig þið hegðið ykkur. Ég veit að margir fleiri en ég hafa þá orð- ið að bæla niður sárar tilfinningar í brjósti sínu vegna lítilmennsku og ofstækis margra ykkar gegn andstæðingi. En nú er allt gott. Allir voru samtaka í landhelgismálinu! Nú hefur sagan endurtekið sig, en er augljósári en áður. Hollusta tveggja flokka á Alþingi, og nú þriggja, við svissneska auðvaldið heíur verið svo mikil og hundsleg að þið hafið ekki einu sinni haft fyrir því að dylja hana. Iðnaðar- ráðherra hefur af djörfung og sanngirni háð sitt stríð fyrir hönd íslendinga og er enn ósigraður. Hann hefur með óvefengjan- legum rökum, þrátt tyrir róg og ofstæki þessara mörgu óþjóð- hollu íslendinga á þingi, og þeirra meðreiðarsveina, komið álmál- inu á þann grundvöll, að hvernig sem fer, þá verður ykkar skömm óútmáanleg. Kjósendur! Ég veit að Hjörleifur Gutt- Þorsteinn Ö. Stephensen ormsson er í framboði í Austur- landskjördæmi svo við getum ekki kosið hann sjálfan. En ég fyrir mitt leyti ætla að votta hon- um virðingu mína og þökk með því að kjósa hans flokk. Forgöngumenn Alþýðubanda- lagsins hafa hvað eftir annað var- að okkur við svokallaðri „sterkri stjórn“ íhaldsins eftir kosningar. Ég held að þeir hafi rétt fyrir sér. Við vitum vel hvað íhaldið hefur uppí erminni. Samt göngum við nú til kosninga gegn því í fjórum fylkingum. Hversvegna skyldu allar þær konur meðal okkar, sem einskis óska framar en að varðveita þau félagslegu réttindi sem unnist hafa og vinna fleiri, kjósa svokallaðan kvennalista, sem vegna gjörólíkra skoðana frambjóðenda leiðir ekki til neins? Eða þið sem ætlið að kjósa lista bandalags jafnaðarmanna. Hug- myndafræðingar ykkar hafa ekki einu sinni kjark til að mótmæla hersetunni sem er orðin alvarlegt átumein í þjóðlífi okkar vegna peninganna. Hví skylduð þið vera að kjósa þennan lítilmótlega flokk. Alþýðuflokkurinn er kapítuli fyrir sig. Hann var mikill og merkur flokkur á sinni tíð, á sér sterka sögu um mikil afrek. En það er því miður liðin tíð. Vegna fyrri dáða á þessi flokkur að fá að deyja án meiri þjáninga en orðið er, hann á það skilið. Og ekki má gleyma kjósendum Framsóknarflokksins. Ég skal á- byrgjast að þið hugsið ykkur tvisvar um áður en þið kjósið hann Ólaf Jóhannesson, þennan hugmyndalausa íhaldshlunk, sem ekki sér aðra framtíð fyrir vinn- andi hendur á íslandi en þá að byggja flugstöð, og höfn í Helgu- vík handa ameríkönum. Loks eru það kjósendur Sjálf- stæðisflokksins. Það verður læsi- leg sálarfræði, þegar búið verður að analýsera það, hvernig á því stendur að fjöldamargir góðir og greindir menn hafa haldið áfram að kjósa þennan ólögulega flokk. Nú er svo komið að þeim hlýtur við hverjar kosningar að fara ört fækkandi. 22.4.1983 Þorsteinn Ö. Stephensen ritstjjórnargrein Árni ■., Bergmann skrifar Almálið í kosningabaráttunni Álmálið hefur dregið til sín mikla athygli á þeirri kosningatíð semerað Ijúka. Þaðerekki nema von: einmitt í máli af því tagi hljóta menn að gera upp við sig hvernig þeir helst vilja að íslend- ingar gangi fram í samskiptum við öfluga aðila erlenda, átta sig á því á hverju mun helst von í þeim efnum. Ogeins og Kristján Gísla- son, fyrrum verðlagsstjóri, kemst að orði í grein hér í blaðinu um daginn þá „hlýtur það jafnan að skipta afar miklu máli, að þeir menn sem mæta erlendum viðsemjendum fyrir okkar hönd telji sig ekki þurfa að ganga til slíkra funda „álútir og hoknir í hnjánum" heldur hafi þeir kjark og aðra burði til að standa up- préttir - eins og Hjörleifur Gutt- ormsson hefur gefið fordæmi fyrir í skiptum sínum við herra- mennina í Sviss“. Fleiri hafa tekið til máls með svipuðum hætti - það er reyndar reynsla okkar hér á blaðinu að margir hafa haft samband við okkur sem segjast yfirleitt ekki áhugasamir um stjórnmál, en vilja gjarna taka það fram, að frammistaða iðnaðarráðherra og flokks hans í álmálinu ráði miklu um það, hvaða afstöðu þeir taki í kosningunum nú um þessa helgi. Á flótta Það voru einmitt straumar af þessu tagi sem réðu miklu um afdrif álmálsins í kosningabarátt- unni. Fyrst sýndist svo sem and- stæðingarnir teldu sér hag af því að halda því á lofti, að ekki hefði náðst samkomulag við auðhring- inn svissneska, og væri þarna komið gullið tækifæri til að koma höggi á iönaðarráðherra fyrir „þvermóðsku" sem vitanlega átti að vera af hinum annarlegustu rótum runnin. En skoðanahönn- uðir í hinum ýmsu flokkum virð- ast snemma hafa komist að því, að þeir hefðu ekki erindi sem erf- iði í þessu máli. Sumir foringjar sögðu pass, eins og til dæmis Vil- mundur Gylfason, sem komst að þeirri undarlegu niðurstöðu að það væri ekki við hæfi að blanda „samningum við útlendinga" inn í kosningabaráttuna. Engu líkara en hann teldi, að þá fyrst mætti hækka raforkuverð til álhrings- ins, að búið væri að kjósa forsæt- isráðherra beinni kosningu! Kvennalistinn og Alþýðuflokk- urinn lögðu fátt til þessara mála. Sjálfstæðismenn hafa yfirleitt ekki haft hátt um þetta mál enda eru þeir í feluleik með afstöðu sína í mörgum stórmálum - helst að menn geti ráðið af plöggum Verslunarráðs hver vilji hægri- sinna er - m.ö.o. að efna til út- sölu á íslenskri orku. Framsókn- armenn hafa kannski í enn ríkara mæli en aðrir álflokkar fundið það, að æ fleiri hafa reiðst undan- látssemi þeirra 'við hagsmuni auðhringsins, og hafa þeir verið átakanlega vandræðalegir og sak- bitnir í Tímaskrifum sínum undanfarna daga og vikur. Hver er árangurinn? Það litla sem eftir er af vopna- skaki álflokkanna hefur aðallega tengst við þá staðhæfingu, að enginn árangur hafi náðst í þeirri glímu við Alusuisse sem nú hefur staðið samfleytt í hátt á þriðja ár. Einnig þetta er alrangt, eins og Hjörleifur Guttormsson minnti á í viðtali við Þjóðviljann nú í vik- unni. Skattsvik ísal liggja fyrir á óyggjandi hátt, sagði hann, og hafa verið gerð upp með endur- ákvörðun skatta af hálfu fjármál- aráðuneytisins. í annan stað hafa jafnvel þeir talsmenn Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks sem vörðu álsamninginn fyrir 1-2 árum og töldu raforkuverðið eðlilegt gefist upp og taka nú a.m.k. í orði kveðnu, undir rétt- mæti þess að hækka þurfi rafork- uverð til ísal. (Annað mál að þeir gera fátt til að auðvelda það verk, nema síður væri.) í þriðja lagi hefur verið sýnt fram á fánýti endurskoðunar á álsamningnum af því tagi sem hægri stjórn Geirs Hallgrímssonar stóð fyrir 1975 og Steingrímur Hermannsson meðal annarra ber mikla ábyrgð á. Og í fjórða lagi: þær upplýsingar og þau<gögn sem iðnaðarráðuneytið hefur safnað og eru aðgengileg almenningi munu veita sterkt að- hald eftirleiðis í samningum við Alusuisse. Alusuisse bíður Allt hefur þe'tta gert sitt til að í kosningaslagnum urðu andstæð- ingar Alþýðubandalagsins heldur en ekki flóttalegir til augnanna í álmálinu. Og það er ekki nema von: þeir kæra sig lítið um að vera minntir á þá „óútmáanlegu skömm" sem Þorsteinn Ö. Step- hensen gerir að umræðuefni í grein hér í blaðinu í dag - né held- ur finnst þeim þægilegt að vera minntir á það, að í aðalstöðvum álhringsins í Sviss bíða menn með mikilli óþreyju eftir úrslitum í ís- lenskum kosningum - í þeirri von að við taki ríkisstjórn sem auðhringnum sé þægileg og auðsveip.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.