Þjóðviljinn - 23.04.1983, Qupperneq 21
Helgin 23. - 24. april 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21
bridge
Sterkt landslið
Bridgesamband íslands hefur
valið 6 spilara til þátttöku í Evrópu-
mótið í bridge 1983, sem haldið
verður í Wiesbaden í V.-
Þýskalandi í sumar (júlí).
Er það þannig skipað: Guð-
mundur Páll Arnarson, Þórarinn
Sigþórsson, Jón Baldursson, Sævar
Þorbjörnsson, Jón Asbjörnsson og
Símon Símonarson.
Landsliðsnefnd er valdi liðið,
skipuðu: Guðmundur Hermanns-
son, Guðmundur Pétursson, Jakob
R. Möller og Kristófer Magnússon.
Þátturinn lýsir yfir ánægju sinni
með skipan þessa liðs. Þetta er tví-
mælalaust okkar besta lið í dag, allt
topppör, sem náð hafa góðum ár-
angri saman. Það eina sem skyggir
á, að ekkert þessara para hefur
spilað saman í sveit, en það ætti að
standa til bóta á næstunni.
Nánar síðar.
Frá Bridgedeild
Breiðfirðinga
Eftir 3 umferðir í hraðsveita-
keppni deildarinnar, hefur stór-
skotalið Hans Nielsen tekið afger-
andi forystu. Staða efstu sveita er
þessi:
Hans Niclscn 2001 stig
Jóhann Jóhannsson 1867
Elís R. Helgason 1847
Magnús Halldórsson 1829
Þórarinn Alexandersson 1807
Guðjón Kristjánsson 1800
Óskar Þ. Þráinsson 1775
Árni Magnússon. 1744
Frá Bridgefélagi
Hafnarfjarðar
Þegar lokið er einu spilakvöldi af
þremur í hraðsveitakeppni félags-
ins með þátttöku sjö sveita er stað-
an þannig:
Stig
Sveit Aðalsteins Jörgensen..501
Sveit Saevins Bjarnasonar...497
Sveit Ólafs Torfasonar......444
Sveit Einars Sigurðarsonar..441
Sveit Gunnars Andréssonar...438
Meðalskor.................432
Önnur umferð verður spiluð
mánudag 25. apríl n.k.
Umsjón
Ólafur
Lárusson
Frá Bridgefélagi
Akureyrar
Hraðsveitakeppni félagsins lauk
með sigri sveitar Páls Pálssonar.
Með honum voru: Frímann Frí-
mannsson, Soffía Guðmundsdótt-
ir, Ævar Karlsson, Ólafur Ágústs-
son og Grettir Frímannsson.
Röð efstu sveita varð þessi:
1. Páll Pálsson 1003 stig
2. Hörður Steinbergsson 992 stig.
3. Július Thorarensen 976 stig.
4. Stefán Ragnarsson 933 stig.
5. Örn Einarsson 922 stig.
6. Jón Stefánsson 900 stig.
Meðalskor var 864 stig.
Nú stendur yfir minningarmót
um Halldór Helgason. Er það
sveitakeppni með Board-a-match
sniði og hefur sveit Stefáns Jóns-
sonar frá Dalvík forystu.
Portoroz-mótið
Væntanlegir þátttakendur í
Portoroz-mótinu, sem haldið verð-
ur um næstu helgi, eru minntir á að
láta skrá sig hið fyrsta, hjá Guð-
mundi Hermannssyni í s: 18350
B.Í., eða heima, í s: 24371.
Einnig eru fyrirliðar í væntan-
legri Bikarkeppni B.Í., beðnir um
að láta skrá sig og sveit, sem fyrst.
HEILSUGÆSLUSTÖÐ I
KEFLAVÍK
Tilboö óskast í innanhússfrágang og lóöar-
lögun fyrir heilsugæslustöö í Keflavík.
Húsiö er 726 m2 og er nú „fokhelt". Verkinu
skal að fullu lokiö 15. mars 1984.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri
gegn 2.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða
opnuð á sama stað þriðjudaginn 10. maí
1983, kl. 11.00
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
pey|tjaV|'|<urCJej|C|
Hjúkrunarfræðingar
Félagsfundur verður haldinn 25. apríl kl. 20 í
húsi BSRB Grettisgötu 89 4. hæð.
Fundarefni: Kynntar tillögur til fulltrúafundar.
Stjórnin.
Frá Bridgefélagi
Hafnarfjarðar
Sl. mánudagskvöld voru spilaðar síð-
ustu umferðirnar í Barómetertvímenn-
ingi félagsins og varð lokastaðan þessi:
1. Ragnar Magnúss.- stig
Rúnar Magnússon 264
2. Aðalsteinn Jörgensen-
Stefán Pálsson 234
3. Björn Eysteinsson-
Guðm. Hermannsson 203
4. Árni Þorvaldss.-
Sævar Magnúss. 180
5. Ágúst Helgason-
Olafur Valgeirss. 124
6. Dröfn Guðmundsd.-
Einar Sigurðss. 82
Meðalskor = 0
N.k. mánudagskvöld hefst hrað-
sveitakeppni ogcr áa.’tlað aðltún standi
í u.þ.b. 3 kvöld.
Frá Bridgefélagi
Selfoss
og nágrennis
Níunda umferð aðalsveitákeppni fé-
lagsins var spiluð fimmtudáginn 7.
apríl.
Staðan að lokinni 9. umferð er þessi:
Stlg
1. Sv. Sigfúsar Þórðars. 159
2. Sv. Þórðar Sigurðss. 148
3. Sv. Gunnars Þórðars. 125
4. Sv. Brynjólfs Gestss. 122
5. Sv. llrannar Erlingss. 115
6. Sv. Páls Árnas. 85
Laugardaginn 9. apríl fórum við til
Hafnarfjarðar og spiluðum þar við
heimamenn á 7 borðum. Keppt var um
sér sjötta borðs bikar og öldungabikar á
sjöunda borði en á fimm fyrstu borðun-
um var keppt um sameiginlegan bikar.
Úrslit urðu þessi:
Hafnarfjörður: Selfoss:
1. borð: ...17 3
2. borð: ... 5 15
3. borð: ...15 5
4. borð: ...11 9
5. borð: ... 4 16
Samtals: ...52 48
6. borð: ...14 6
7. borð: ...19 1
Hafnarfjörður vann því alla bikarana
í þetta sinn en við erum staðráðnir í að
hefna okkar að ári liðnu.
LYFJATÆKNISKOLI
ÍSLANDS
auglýsir inntöku nýrra nema fyrir
næsta skólaár, sem hefst 1. októ-
ber nk.
Umsækjandi skal hafa lokið tveggja ára námi
í framhaldsskóla (fjölbrautaskóla). Umsækj-
endur sem lokið hafa prófi tveggja ára heilsu-
gæslubrautar framhaldsskóla eða hliðstæðu
eða frekara námi, skulu að öðru jöfnu sitja
fyrir um skólavist.
Skólastjórn er heimilt að meta starfsreynslu
umsækjanda til allt að helmings þess náms-
tíma, sem um getur hér að ofan.
Með umsókn skal fylgja eftirfarandi:
1) Staðfest afrit af prófskírteini.
Heilbrigðisvottorð á eyðublaði, sem
skólinn lætur í té.
Sakavottorð.
Meðmæli skóla og/eða vinnuveitenda.
Umsóknargögn liggja frammi í skólanum alla
daga fyrir hádegi, eða send að beiðni um-
sækjanda.
Umsóknarfrestur er til 6. júní nk.
Umsóknir sendist til:
Lyfjatækniskóla íslands,
Suðurlandsbraut 6,
Skólastjóri. 105 Reykjavík.
2)
3)
4)
Frá grunnskólunum
í Mosfellssveit
Innritun nýrra nemenda fyrir skólaárið 1983-
1984 verður í skólanum kl. 9-16 mánudag
25. og þriðjudag 26. apríl nk.
Áríðandi er að þeir sem hyggja á skólavist
næsta vetur láti skrá sig þessa daga.
Varmárskóli - börn 6-12 ára - sími 66154
Gagnfræðaskólinn - unglingar 13-15 ára-
sími 66186.
Skólastjórar.
HLnQölbreyttu elnlngahús frá Ösp í StyTtkishólmi eru að öllu leyti íslensk
framleiðsla fyrtr íslenskar aðstæður.
— Margar stærðir íbúðarhúsa
— Sumarbústaðir í sérflokki
— Traustir bílskúrar
— Margs konar innréttingar í öll hús
Bæklingurinn kominn
í nýútkomnum upplýsingabæklingi velur þú Aspar-einingahús sem hentar
þór og þínum. Par finnur þú glöggar teikningar og greinargóðar upplýsingar
um aUa framleiðsluna. Ef þúhefur sniðugar hugmyndir breytumvið gjarna
út frá stöðlnðu teikningunum og sérsmiðum húsið samkvæmt þínum
óskum.
Hafðu samband, við sendum þór bæklinginn.
m
^ TJbniboösaÖLliíEivik
AsBar liiis
„ „ **öJt'w* * „ ^a?stuiiarámar
ekki bara ódjrr lausn snm 86988
HF.
Stykkishólmi Símar: 93-8225 og 93-8307