Þjóðviljinn - 06.05.1983, Page 2

Þjóðviljinn - 06.05.1983, Page 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. maí 1983 síðan Bridge í Bridge eins og í öörum fræöum er iðu- lega notað líkingamál til aö nálgast kunn fyrirbæri. P.m.a. aö þegar sagnhafi reynir aö gera sér Ijósa mynd af spilum and- stæöinga, „sest hann stundum inn á teiknistofuna". Þá er ekki nóg aö viðfangsefnið sé skýrt, og verklýsing mótherja góö, heldur veröur maöur stundum aö bita i það súra epli (?) aö þurfa að treysta þeim. Spil frá Portoroz mótinu. S/A-V á hættu: Noröur S D10 H AD3 T D10 L A109872 Vestur Austur S AKG962 S 754 H G85 H K10962 T 652 . T K873 L 6 Suður S 83 H 74 T AG94 L KDG53 L 4 Spilið var spilað á 6 borðum. i 5 tilvikum var lokasamningur 5 - L. Einn ræningi var á ferli í riðlinum og slapp meö fenginn 490. Ekki óheppinn með útspil sá. Nú, á 4 borðum var 50 í A - V hin „óumflýjanlega" tala. Á 4 boröum hófust sagnir eins: 1 - T í suður, 2 - S í vestur. Norður leitaöi fyrir sér með 3 - S og eins og áöur sagöi var endaö í 5 laufum. Út kom ás og kóngur í spaöa og skift í hjarta. Nú er það á hreinu aö tigul kóngur liggur rétt (þ.e., verður) og jafn sennilega er hann 4. eða 5. á austur höndinni. Það er ekki spurningin. Það er hinn rauöi einvaldurinn sem máliö snýst um. Hvaö, nákvæmlega, segir 2ja spaða sögn vesturs á öfugum hættum? 6 - litur í spaða og 7 HP þar. Engin spurning. En hvað ef hann á einnig hjarta kóng? Jú þá á hann val, og líklega betri kost: 1 - spaða. Upp meö hjarta ás og einfalda kast- þröngin á A sér um að sópa upp tigul kóngnum. Skák Karpov að tafli - 134 Karpov missti dampinn eftir tapiö fyrir Andersson. Það versta sem getur komiö fyrir skákmann er aö hafa erfiöa biðskák hangandi yfir sér dögum saman og það var einmitt það sem henti Karpov. Áhyggjurnar af biöskákinni viö Andersson bitnuðu mjög á taflmennsku hans í næstu umferðum sem sést á dæmum: jafntefli úr erfiöri stööu gegn Larsen, stutt jafntefli viö Port- isch í 10. umferð og jafnfefli meö hvítu gegn Mariotti í 11. umferð þar sem heimsmeistarinn var með mun lakari stöðu þegar samið var um jafntefli. Hann komst þvi með herkjum í úrslitin. Lokaniðurstað- an varð þessi: 1. Portisch 7 v. 2. - 4. Karpov, Petrosjan og Ljubojevic 6V2 v. 5. Smejkal 6 v. 6. - 7. Tal og Browne 5’/2 v. 8. - 11 Andersson, Larsen, Gligoric og Unzicker allir 5 v. 12. Mariotti 2V2 v. 1 1 i li & & A A £>A A b c d e f q h Larsen - Karpov Gott dæmi um erfiðleika Karpovs undir lok undanrásanna. Larsen á hér leið sem heföi næstum tryggt honum vinningstafl: 28. e4! fxe4 29. dxe5 dxe5 30. Rxe4 gefur hvítum strategískt unnið tafl. En Larsen hafði aörar meiningar.... 28. dxe5? dxe5 29. e4 (Þetta viröist koma í sama stað niöur en breytir þó miklu.) 29. ..Hfd6! 30. exd5 Bxg5 31. dxc6 Hxd1 32. Hxd1 Hxd1 33. c7 Hd8 34. cxd8 Bxd8 - og jafntefli var samiö stuttu siðar. Bubbi Morthens spilar í Móral í kvöld. íslensk tunga Stefán Gunnlaugsson, land- og bæjarfógeti, var ekki af baki dott- inn með að segja Reykvíkingum til syndanna. Þann 7. febrúar 1848 lét hann festa upp svo- hljóðandi auglýsingu: „Islensk tunga á best við í íslensk- um kaupstað, hvað allir athugi". Og til þess nú að vekja sem mesta athygli á auglýsingunni lét hann fara með trumbuslætti um bæinn. Og að kvöldi hins sania dags gaf fógeti út nýjar reglur fyrir næturvörðinn í bænum. Þar segir svo í fyrstu grein: „Næturvörður skal hrópa á ís- lenskri tungu við hvert hús". Nú voru Danir fjölmennir í bænum, þótti nærri sér höggvið með þessum fyrirmælum fógeta og varð af nokkur rekistefna. Kærðu þeir málið fyrir stiptamt- manni, sem spurði fógeta hvað hann meinti eiginlega með þess- uni tilkynningum? Stefán fógeti svaraði því til, að hann vildi gera sitt til þess að venja bæjarbúa af því að tala það „hrognamál, sem í Reykjavtk væri orðin tíska en væri hvorki íslenska né danska heldur hlægilegur málblend- ingur". -mhg Gætum tungunnar Sagt var: Hann hægði á hlaupun- um en stöðvaði þó ekki. Rétt væri: ...stöðvaðist þó ekki. Eða: ...nam þó ekki staðar. „The Fall“ í Austurbæj arbíói Breska hljómsveitin The Fall heimsótti okkur fyrir tveim árum og lék þá m.a. í Austurbæjarbíói þar sem-eik- tók þessa mynd. í kvöld, föstudag, verður þessi sérstæða hljómsveit aftur á sviðinu í Austurbæjarbíói, en auk Fall koma fram íslensku hljómsveitirnar Þeyr, iss! (Einar Ben. fyrruin Purrrkur o.fl.) og Mórall (Morthensarnir Bubbi og Beggi, Poll- ockar o.fl.). Hljómleikarnir hefjast kl. 21 í kvöld. Ljósmynd þessi var tekin árið 1915 er Gullfoss lagðist að bryggju í Hafnarfirði. Skipið gat ekki lagst að í Reykjavíkurhöfn þar sem þar var engin hafskipabryggja. Fyrsta hafskipa- bryggjan var í Hafnarfirði „Sá atburður varð í desember 1910, er gufuskipið Adría lá á höfninni að festar þess slitnuðu í suðvestanstormi. Rak skipið á land og drukknuðu nokkrir af áhöfninni. Átti þessi sorglegi at- burður sinn þátt í því, að nicnn gerðu sér betri grein fyrir nauð- syn hafskipabryggju," scgir í á- gripi af sögu framkvæmda við Hafnarfjarðarhöfn sem kom út í febrúar síðastliðnum en þá voru liðin 70 ár frá vígslu hafskipa- bryggjunnar í Hafnarfirði og á ís- landi. Hafskipabryggjan í Hafriar- firði gegndi á sínum fyrst árum mikilvægu hlutverki og tók við flestum þeim stóru farskipum sem hingað leituðu. Hún var byggð úr timbri, en bryggju- staurarnir voru járnklæddir upp fyrir sjávarmál. Landálman var 61,5 metrar á lengd og 8,5 metrar á breidd. Var bryggjan byggð samkvæmt uppdrætti Th. Krabbe landsverkfræðings en eftirlit með smíðinni hafði lón ísleifsson verkfræðingur. Bryggjusmiður var Björn Jónsson frá Bíldudal. Þegar hið glæsilega farskip ís- lendinga, Gullfoss, kom til lands- ins árið 1915 lagðist skipið við Hafnarfjarðarhöfn enda Reykjavíkurhöfn langt í frá tilbú- in til að taka við skipinuT Var mikið um dýrðir er skipið kom og fjöldi manns tók á móti því. -hól. The Fall

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.