Þjóðviljinn - 06.05.1983, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 06.05.1983, Qupperneq 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. maí 1983 MOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Guörún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaðs: Guöjón Friöriksson. Auglýsingasfjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurösson. Utlit og hönnun: Helga Garöarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Símavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdottir. Bilstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkeyrsia, afgreiðsia og auglýsingar: Síöumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. Tómir kossor og fullir • Meöan Geir Hallgrímsson, hinn fallni formaður Sjálfstæðis- flokksins stritast við að koma saman ríkisstjórn við lítinn árangur enn sem komið er, þá lesa þeir þjóðinni lesturinn Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri og Jón Sigurðsson, forstööumaður Þjóðhagsstofhunar, og ræður þeirra ýtarlega kynntar í fjölmiðlum svo enginn missi nú af neinu. • Margt er að sjálfsögðu gáfulega mælt hjá þessum ágætu spek- ingum og sumar aðvaranir þeirra og ábendingar sannarlega rétt- mætar. - En ósköp bjóða þeir nú samt upp á fátækleg úrræði í glímunni við verðbólgu og viðskiptahalla, annað en þetta gamal- kunna, frjálst verðlag, frjálsan innflutning en bann við verðbóta- greiðslum á laun. • Skyldi það ekki hvarfla að blessuðum mönnunum, að þetta hafi nú verið reynt áður, en við heldur takmarkaðan árangur, svo ekki sé meira sagt. • Samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar þá er gert ráð fyrir að þjóðartekjur á hvem mann á vinnufærum aldri verði í ár um það bil 10% minni að raungildi en fyrir tveimur árum. Engum dettur í hug að hægt sé að bæta almenn lífskjör við slíkar aðstæður. En ætti það ekki að duga, að kaupmáttur launa og ráðstöfunartekna félli þá líka sem þessu svarar, eða um svo sem 10%? Er sanngjamt að heimta meira af fólki með miðlungslaun og þaðan af lægri? - Við neitum því. • Og nú liggur það fyrir, vottað af Þjóðhagsstofnun, að miðað við þær ráðstafanir einar, sem nú þegar hafa verið gerðar, þá muni kaupmáttur tekna verða um 10% lakari í ár en hann var árið 1981. • Það er því ekki við hæfi þegar forstjóri Þjóðhagsstofnunar staðhæfir í ræðu á aðalfundi Vinnuveitendasambandsins, að á- stæða sé til að ganga lengra, að „miða kjaraákvarðanir við nokkru lægra kaupmáttarstig en þjóðhagsspáin síðasta sýnir.“ Forstjóri Þjóðhagsstofnunar á ekki að tala eins og hann væri formaður Vinnuveitendasambandsins, jafnvel þótt hann flytji ræðu á aðalfundi þess og Geir Hallgrímssyni hafi verið falið að mynda stjórn. Fall þjóðartekna á ekki að nota í því skyni að breyta tekju- og eignaskiptingunni í þjóðfélaginu vinnandi alþýðu í óhag. Nær væri að setja það mark að lífskjör hinna lakar settu skyldu varin, þrátt fyrir minnkandi þjóðartekjur, og þá með því að breyta tekju- og eignaskiptingunni. • Vissulega þarf m.a. að breyta því verðbótakerfi, sem hér hefur verið í gildi að undanfömu. Kerfinu þarf m.a. að breyta í þá vem að það tryggi betur hlut hinna lægst launuðu, en lakar hlut hinna, sem hæst hafa launin. Að þessu ættu menn að snúa sér í fullri alvöru í stað þess að prédika að afnám allra verðbóta á laun í 80% verðbólgu sé helsta úrræðið. • Þeir Jóhannes Nordal og Jón Sigurðsson tala mikið um það að nauðsyn beri til að bæta fjárhagsleg skilyrði atvinnulífsins, og em þau orð ekki mælt að ástæðulausu. • En hér þarf að gæta sín á alhæfingum. Sumar greinar atvinnu- lífsins em betur settar en aðrar. • Það er hægt að færa tjármuni til okkar undirstöðuatvinnuvega með öðrum hætti en þeim, að skerða lífskjör almenns launafólks umfram það sem svarar falli þjóðartekna. Það eru afætumar í milliliða- og braskarastétt sem fá alltof mikið í sinn hlut. Hvernig halda menn t.d. að fjármunamyndunin í okkar atvinnulífí hafí verið á síðasta ári. Samkvæmt töflu sem birt er í nýrri ársskýrslu Seðlabankans um þetta þá var fjárfest fyrir 523 miljónir í verslun, skrifstofum og veitingahúsum en fyrir 339 miljónir í vinnslu sjá- varafurða. • Og mættum við minna á, að á þessu sama ári jókst eigið fé Seðlabankans um 900 miljónir í krónutölu samkvæmt upplýsing- um forráðamanna bankans, sem þýðir að „eigið fé“ bankans hefur vaxið að raungildi um nær 700 miljónir króna á þessu eina ári, eða um helmingi hærri upphæð en svarar allri fjármuna- myndun allra fiskvinnslufyrirtækja í landinu á sama tíma! • Það má greinilega sækja fjármuni víðar heldur en í vasa al- menns launafólks í landinu. klippt Mannréttindi fyrir útvalda Erindaflutningur Ólafs Þ. Jóns- sonar fyrsta maí verður Morgun- blaðinu tilefni til undarlegra játn- inga í gær: „Auðvitað á Ólafur Þ. Jónsson rétt á því að láta ,skoðanir sínar í ljós. Hitt er annað mái hvort Ríkis- útvarpið telur þær skoðanir eiga heima í dagskrá sinni og einnig er það matsatriði hvar efninu er val- inn staður“. Með öðrum orðum, það er allt í lagi með að menn fái að tjá viðhorf sín, bara ekki þarsem margir heyra til! Ólafur má hafa skoðanir en þær mega ekki heyrast í útvarpinu. Samkvæmt þessu ber Morgun- blaðið lýðræðið fyrir brjósti sér, einungis ef um jábræður blaðsins er að ræða. Sagnfrœðing- arnir Staksteinar skrifar um þetta mál með þeim sjálfbirgingi sem þeim einum er hent er höndlað hefur sannlcikann cina: „Sérviska Ólafs Þ. Jónssonar á ekkert skylt við sagnfræði, heldur ber að flokka það með ofurtrú". Og Mogginn hamast á því að erindi Ólafs hafi verið boðun kommúnisma en eng- in sagnfræði^i Ekki veit maður hvaðan Morgunblaðinu berst um- boð til að flokka á milli trúar og vísinda, en vert er að benda sér- staklega á að hingað til hefur Morgunblaðið ekki bent á eitt ein- asta efnisatriði í margnefndu erindi Ólafs Þ. Jónssonar, sem því þykir athugavert. Sagan er undarleg skepna. Það getur hver litið á hana sínum augum og hún skilur ævinlega eftir óleyst viðfangsefni. Sagnfræðin er heldur ekki algild fræðigrein í þeim skilningi að hún verði einhvern tíma sögð nákvæmlega rétt og sönn. Aðal sagnfræðinga er að segja söguna einsog þeir vita sann- ast og réttast að eigin mati. Og próf segja ekkert til um sannfræði þeirrar sögu sem sögð er. Um það eigum við mýmörg dæmi úr ís- landssögunni hve próflausir sagn- fræðingar standa jafnfetis prófa- mönnum. Með sama hætti og allir íslendingar geta kallast skáld, má kalla alla menn sagnfræðinga. En það skal viðurkennt að það virðist stundum djúpt á sagnfræðinginn í Morgunblaðs-skrifum. Lengi má lappa uppá söguna Veslings Staksteinar er að reyna að hlaupa útundan sér til að beina athyglinni frá því að Mogginn vill beita Ólaf Þ. Jónsson skipasmið ritskoðun, með því að skella fram eftirfarandi spurningu: „En hvers vegna skyldi Ríkisút- varpinu ekki hafa dottið í hug að fá Ólaf Þ. Jónsson skipasmið til að ræða um kafbátasmíði Sovét- manna?“. Klippari innti skipa- smiðinn eftir hans svari við þessi spurningu: „Já, kafbátasmíði lærði ég ekki austur á Neskaupstað", sagði hann. „En mér virðist sem svo að kafbátar þessir séu gerðir af þeirri list og vél að vart verði um bætt. Þeir sigla í björgin án þess að brotna, þeir svamla í sjónum án þess að sjást. En hins vegar má lengi lappa upp á söguna“. Ritskoðun enn Því miður er upphlaup Morgun- blaðsins vegna erindis skipa- smiðsins ekki einsdæmi. Og Sjálf- stæðisflokkurinn er því miður ekki eini flokkurinn hér á landi sem vill fótumtroða mannréttindi einsog þau að fólk fái að láta skoðanir sín- ar í ljós. í gær bárust þau válegu tíðindi, að fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins, Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins í útvarpsráði hefðu mælt á móti því að Árni Hjartarson jarðfræðingur fengi að flytja erindi í útvarpi „Úr sögu kjarnorkuvígbúnaðar við ísland“. Árni hefur á undanförnum árum kynnt sér þessi mál sérstaklega. Synjun meirihluta útvarpsráðs er auðvitað aumkunarverð lág- kúra, en hún er um leið hneyksli, sem ber vott um félagslegan van- þroska þeirra sem af pólitískum ástæðum vilja meina öðruvísi þenkjandi einstaklingum sjálfsögð mannréttindi. Meirihluti útvarps- ráðs hefur orðið sér til skammar - og flokksbræður þeirra í Fram- sóknar og Alþýðuflokki hljóta að blygðast sín fyrir þessa afstöðú full- trúa sinna. -óg og skoriö Auglýsingar frá DAS Lesandi blaðsins hringdi og spurði hvort við hefðum tekið eftir auglýsingum frá Happdrætti DAS í sjónvarpinu. Pær eru mjög sérstæðar, sagði hann. Efni þeirra er það, að það er hringt í ýmiskonar fólk og því er tilkynnt að það hafi fengið vinning hjá DAS. Og verður sá sem heyrir mikið feginn, eins og að líkum lætur. En þar með er ekki öll sagan sögð. Á einni auglýsingunni er hringt í fínan mann á forstjóra- fundi. Ogþessi höfðingi færeinbýl- ishús. A annarri auglýsingu er hringt í stúlku sem er að vinna í fiski. Hún fær ferðavinning. Það væri gaman að spyrja þá hjá DAS hvernig á því stendur, að þeir auglýsa svona, sagði lesandinn og kvaddi. Stéttskipt lukka Já, vissulega væri gaman að fá svör við því. Og þetta dæmi er reyndar fróðlegt til túlkunar, ein- mitt vegna þess, að sjálfsagt hafa þeir sem auglýsingarnar hönnuðu alls ekki hugsað út í það, að rneð slíkri stéttaskiptingu happadrættis- gæfunnar væru þeir að stíga út á hálan ís. Semsagt: forstjórinn fær hús, stúlkan í frystihúsinu ferðalag. Þýðir þetta til dæmis að hver mað- ur eigi sér lukkudraum eftir stöðu og stétt? Eða þýðir þetta, að for- stjórinn sé svo miklu mikilvægari í samfélaginu, að umbunun hans eigi að vera meiri en annarra - einnig hjá tilviljun happadrættis- gæfunnar? Með öðrum orðum: er verið að ýja að þeim boðskap, að hver fái eins og hann á skilið, þegar allt kemur til alls? Spyr sá sem ekki veit. -ÁB k.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.