Þjóðviljinn - 06.05.1983, Síða 5

Þjóðviljinn - 06.05.1983, Síða 5
Föstudagur 6. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Nýting vindorku Á síðasta áratug hefur tölu- verður skriður komist á rannsókn- ir á nýtingu vindorku, einkum til raforkuframleiðslu. Reyndar hafa verið myllur af ýmsum gerðum, sem skipta má þó í tvo megin flokka. Annarsvegar þær, sem framleiða svonefnt gæðarafmagn og eru tíðast tengdar beint við dreifikerfi rafveitna. Hinsvegar myllur með frumstæðari stýribún- að, er framleiða orku, sem aðallega er notuð til hitunar, oftast með því að hita vatnið. Ein leið til að breyta vindorku í varma er notkun á svonefndri vatnsbremsu. Tilraunir með hana hafa verið gerðar hér á landi, bæði í Kárdalstungu í Vatnsdal, þar sem reist var mylla fyrir vatnsbremsu veturinn 1979-1980, og í Grímsey, en þar fór myllan í gang í septemb- erbyrjun 1982. Örn Helgason hjá Raunvísind- astofnun, sem fengist hefur við þessar tilraunir, segir ýmsa ágalla hafa komið í ljós en unnið sé að úrbótum. Ýmsar ástæður gera það hinsvegar að verkum „að ennþá hafa ekki fengist haldbærar lang- tímakeyrslur til að meta hag- kvæmni þessarar orkuöflunar", segirÖrn ennfremur. Skammtíma- keyrslur hafi á hinn bóginn sýnt að hægt sé að breyta vindorku í varma með háum nýtnistaðli. Unnt sé einnig að stýra spaðanum að.veru- legu leyti með vatnsbremsunni einni en þó ekki fullreynt hvort sú stýring er alveg nægjanleg. „Tæknilega sjást engin óleysanleg vandamál... en of snemmt er að « segja til um hver stofn- og reksturs- kostnaður verður á mannvirki sem þessu", segir Örn. Og bætir því við, að menn skyldu vera við því búnir, að nýting vindorku í verulegum mæli verði talsvert kostnaðarsöm og tæknilega flókin. -mhg Skógræktarfélag Reykjavíkur Aflar fjár með skuldabréfasölu Afborganir inntar af hendi í plöntum Skógræktarfélag Reykjavíkur var athafnasamt á sl. ári sem endranær. Samkvæmt upplýsing- um, sem fram komu á nýafstöðnum aðalfundi þess voru hclstu fram- kvæmdir félagsins þessar: Sáð var 20 tegundum trjáá og runna í um 450 ferm. og stungið var um 150 þús. græðlingum. Félagið hafði, sem áður, umsjón með gróðursetningu í Öskjuhlíð, í Ell- iðaárhólmum, í Breiðholti, við Reynisvatn og í Heiðmörk. Voru Karls Marx minnst Annað hefti'Tímrits Máls og menningar 1983 er komið út. For- síðumyndin er af sjálfum Karli Marx og aðalefni heftisins eru fjór- ar greinar um eða út frá kenningum hans, í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá dauða hans. Pétur Gunn- arsson skrifar um ríkiskenningu Marx, Svanur Kristjánsson um hugmyndir hans um lýðræði og sósíalisma, Auður Styrkársdóttir skrifar um mismunandi kenningar í ritum Marx um það hvernig stéttar- vitund skapast og Halldór Guð- mundsson skrifar um marxisma og bókmenntafræði. Meginefni síðasta heftis var víg- búnaður og friðáruniræða, og í gróðursettar um 140 þús. plöntur á þessum stöðum. Þá var unnið að vegaviðhaldi, gerð gangstíga og viðhaldi girðinga, einkum í Heiðmörk. Vegakerfið þar er um 25 km og er þörf verulegs átaks í viðhaldi þess. Heiðmerkurgirðingin er einnig af- ar viðhaldsfrek, liggur undir veru- legu álagi frá þéttbýlinu og verður oft fyrir miklum skemmdum. Um- sjónarmaður Heiðmerkur og veiði- vörður býr á EUiðavatni. framhaldi af því skrifar Vésteinn Lúðvíksson ádrepuna Kjarnork- umenning um hin sérstöku menn- ingareinkenni sem tortímingar- hættan elur af sér. Í síðasta hefti birtist líka gagnrýni eftir Helgu Kress um ritið Icelandic Writing To-day sem Sigurður A. Magnús- son tók saman. í þessu nýja hefti svarar Sigurður gagnrýni Helgu í greininni Helga Krcss og kynning bókmennta er- lendis. Porsteinn Vilhjálmsson á grein um Hugmyndafræði vísind- anna, sem fjallar um þróun hug- mynda um vísindi gegnum aldir- nar. Sú grein var unnin beint á tölvu en ekki sett í prentsmiðju eins og venja er, og Páll Theódórs- son skrifar um þá tækni í greininni Ritvinnsla ineð tölvum. Úlfar Bragason á greinina Tvö rit um bókmenntasamanburð og fjallar þar um Rætur íslandsklukkunnar eftir Eirík Jónson og Úr hugmynd- aheimi Hrafnkels sögu og Grettlu eftir Hermann Pálsson. Félagið hófst handa um fram- kvæmdir á landi sínu á Reynivöll- um í Kjós. Lagðar voru girðingar, grafnir skurðir og settur upp vinnu- skáli. Ætlunin er að hefja þar gróðursetningu í vor. Talsvert fræðslustarf er jafnan unnið á vegum félagsins, veitt ráð- gjöf um val og meðferð trjáteg- unda, haldnir fræðslufundir, gefið út félagsritið Skógurinn og nú í haust kom út bókin Tré og runnar á íslandi, að frumkvæði félagsins. Plöntuframleiðslan í Fossvogi eykst ár frá ári. Er nú eitt helsta verkefnið að reisa nýtt og vandað gróðurhús í gróðrarstöðinni þar, en fjármagn skortir í bili. Af því tilefni var samþykkt tillaga á aðal- fundinum þess efnis, að Skógrækt- arfélagið gefi út skuldabréf, er nemi alls 1 milj. kr., eitt þús. kr. Það er hinsvegar nýmæli, að af- borganir verða inntar af hendi í plöntum. Í Skógræktarfélagi Reykjavíkur eru nú urn 1300 manns. Starfsmenn þess eru 12-14 allt árið og 50-60 að auki á sumrin. Stjórn félagsins skipa: Jón Birgir Jónsson, yfirverk- fræðingur, formaður, Þorvaldur S. Þorvaidsson, arkitekt, ritari, Björn Ófeigsson, heildsali, gjaldkeri, og meðstjórnendur eru Lárus Bl. Guðmundsson, bóksali og Bjarni K. Bjarnason, borgardómari. Var- amenn eru: Þórður Þ. Þorbjarnar- son, borgarverkfræðingur, Reynir Vilhjálmsson, landslagsarkitekt og Kjartan Sveinsson, raffræðingur. Framkvæmdastjóri er Viihjálmur Sigtryggsson. -mhg Siumut myndar minnihlutastjóm: Vínstiistjóm er áiram á Grænlandí Siumut, sá fiokkur grænlenskur, sem hafði farið með landstjórn í krafti hreins meirihluta á þingi, hefur nú myndað sex manna minnihlutastjórn undir forystu Jonatans Motzfeldts. Stjórnin mun njóta stuðnings vinstriflokksins ln- uit Ataqatigiit, (IA), sem fékk tvö þingsæti í síðustu kosningum. Siumut hefur 12 þingsæti, en At- assut, sem er til hægri, fékk líka 12. Erfið fæðing 1A hafði lýst því yfir í kosninga- baráttunni, að ef flokkurinn fengi þrjú þingsæti eða fleiri, mundi hann krefjast þess að fá einn ráð- herra. Nú fékk flokkurinn aðeins tvö þingsæti, en hefur viljað not- færa sér oddastöðu sína til þess að komast í stjórn. Hefur staðið í all- miklu þófi um það mál og hefur verið ágreiningur innan Siumut um það, hvort taka ætti IA í stjórn. Það var svo á sunnudaginn var, að Jonatan Motzfeldt tilkynnti, eftir stormasamt yfirlýsingastríð, aö náðst hefði samkomulag um nokk- ur grundvallaratriði. Ráðherrarnir sex verða allir úr Siumut, en IA fær ellefu sæti í nefndum fyrir liðveislu sína. Ráðherralisti var svo birtur á þriðjudag. Skyldir flokkar Siumut og AI eru í raun og veru grein á sama meiði. Báðir flokk- arnir hafa gert andóf gegn heimsvaldastefnu og kapítalisma að gildum þætti stefnu sinnar og þeir leggja inikla áherslu á græn- lenska vitundarvakningu sem Jonatan Motzfeldt gangi gegn þeim viðhorfum sem mótast af evrópskri og amrískri efnishyggju. Báðir flokkarnireru á einu máli í mesta hitamáli Græn- lendinga: þeir vilja báðir úrsögn úr Efnahagsbandalaginu, sem Græn- land hefur flækst inn í með Dan- mörku. Ástæðan til þess að IA varð til er helst sú, að Siumut var stjórnar- flokkur við um margt erfiðar að- stæður og-hefur þeim sem róttæk- astir vilja vera í sjálfstæðismálum ekki þótt flokkurinn standa sig nógu vel. -áb Ljóð eftir Ingibjörgu Haralds- dóttur Út er komin hjá Máli og menn- ingu önnur ljóðabók Ingibjargar Haraldsdóttur, Orðspor dag- anna, og má segja eins og stund- um er sagt um skáidsögur að hún sé sjálfstætt framhald af fyrri bók Ingibjargar, Þangað vil ég fljúga. Þessi nýja bók skiptist í sex hluta og hefst í útlegð í heitu landi þar sem angan lygilegra blóma hvílir yfir öllu. Úr útlegðinni má svo rekja orðspor skáldsins heirn - til annars lífs og öðruvísi. Tónn Ijóða Ingibjargar er hlýr og ang- urvær á stundum en líka glettinn og jafnvel kaldhæðinn. Hún ræð- ir hispurslaust í tjáningarríku myndmáli um reynslu sína af því að vera kona, gift, fráskilin, á miðjum aldri, móðir, og margir rnunu kannast við það sem hún sýnir og segir frá. En hin stóra veröld er ekki fjarri og einnig er ort um blaðamannaraunir og forseta Bandaríkjanna: Bluklir ú skuri von um betri heim kemur úr vestri ridur svörtum blœs úr nös. I síðasta kaflá bókarinnar eru þýdd ljóð eftir Pablo Neruda, Cesar Vallejo, Roque Dalton, Ricardo Morales, Gioconda Belli, Leonel Rugama og Nicolás Guillén. Aðalfundur Húsfélags alþýðu verður haldinn í Átthagasal Hótel Sögu mið- vikudaginn 11. maí kl. 20. Venjuleg aðalfund- arstörf. Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.