Þjóðviljinn - 06.05.1983, Blaðsíða 11
Föstudagur 6. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA II
Umsjón:
■ mJF m tittlH víðir Sigurðsson
Maðurinn sem ætlar að breyta leikstíl Brassanna, Carlos Alberto Parr-
eira.
Breyttur leikstíll
hjá brasilískum
Brasilíumenn, sem unnu hug og
hjörtu knattspyrnuunnenda um
allan heim í síðustu heimsmeistar-
akeppni fyrir stórskemmtilega leiki
og voru taldir vera með besta lið
keppninnar þrátt fyrir að hafa fall-
ið út í milliriðli, ætla sér að breyta
um stíl og leggja allt í sölurnar til að
vinna heimsbikarinn árið 1986.
Nýi þjálfarinn þeirra, Carlos Al-
berto Barreira, sem kom Kuwait-
búum í úrslitin á Spáni sl. sumar,
ætlar að innleiða meiri hörku og
baráttu í leik liðsins.
„Mitt hlutverk er að koma Bras-^,
ilíu á toppinn á nýjan leik og það
tekst ekki með því að leika ein-
göngu fíngerða og áferðarfallega
knattspyrnu. Pað var reynt á Spáni
og reyndist ekki nóg,“ segir Parr-
eira.
„Mínir menn þurfa að geta bar-
ist, ég er ekki að segja að þeir eigi
að leika gróft en þeir verða að geta
sýnt af sér hörku til að stöðva sókn-
arleik andstæðinganna. Ég lærði
mikið af því að horfa á Hollendinga
leika í heimsmeistarakeppninni í
V.-Þýskalandi 1974. Þarkomu þeir
fram með hluti sem aldrei áður
höfðu einkennt hollenska knatt-
spyrnu og útkoman varð silfur-
verðlaunin. Um leið og einhver
þeirra missti knöttinn, sameinaðist
allt liðið í að ná honum á nýjan.
leik. Þetta vil ég sjá til brasilíska
landsliðsins.“
Menn geta verið sammála þjálf-
aranum um hvað felldi Brasi-
líumenn á Spáni sl. sumar. Ekki er
víst að allir verði eins hrifnir af
stefnubreytingu hans, en heima í
Brasilíu er menn farið að lengja
eftir heimsbikarnum sem vannst
síðast í Mexíkó 1970.
- VS
Reykjavíkurmótið í knattspyrnu er komið á lokasprett en þar eiga
hvorki Valsmenn né Armenningar, sem eiga fulltrúa á myndinni að of-
an, möguleika á sigri. - Mynd: - eik.
Hvort fær gjöfina,
Víkingur eða Fram?
Reykjavíkurmótið í meistara- Mótinu lýkur á þriöjudag en
flokki karla í knattspyrnu hefur leikirnir sem eftir eru verða í þess-
þróast upp í einvígi milli Víkings og ari röð:
Fram, félaganna tveggja sem urðu Laugardagur kl. 15.30 KR-Fram
75 ára á dögunum. Þegar aðeins Sunnudagur kl. 14 Fylkir-Ármann
fjórum leikjum er lokið er staðan Mánudagur kl. 19 Þróttur-Valur
þessi: Þriðjudagur kl. 20. Fram-Víkingur
Víkingur......5 5 0 0 10 1 11 Allir leikirnir fara fram a Mela-
Fram......,...4 310 8:1 9 vellinum og allt stefnir í hreinan
Va|ur.........5 3 0 2 8:4 7 úrslitaleik á þriðjudagskvöldið,
Þrótt":.......f ? ] l ! millí núverandi Reykjavíkurmeist-
Fy I k i r..].]]!5 1 0 4 4Æ 2 ara’ V,kinga, Og 2. deildarliðs
Ármann..........5 0 14 1:10 1 Framara.
Þr jú lið ber jast um
1. deildarsæti
Eins og sagt var frá í blaðinu í
gær, á hið fornfræga félag, New-
castle United, nokkra möguleika á
að komast uppí 1. deild ensku
knattspyrnunnar eftir 5:0 útisigur á
Barnsley í 2. deildinni í fyrrakvöld.
Staða efstu liða er þessi:
Q.P.R..........39 25 6 8 73:32 81
Wolves.........40 20 14 6 65:40 74
Leicester......40 19 9 12 70:43 66
Fulham.........40 19 9 12 62:46 66
Newcastle......40 17 12 11 71:50 63
Leicester, Fulham og Newcastle'
berjast því um að fylgja QPR og
Wolves upp og við skulum líta á
hvaða leiki þessi lið eiga eftir.
A morgun - 7. maí:
Fulham-Carlisle
Newcastle-Sheff. Wednesday
Oldham-Leicester
Lokaumferð - 14. maí:
Derby County-Fulham
Leicester-Burnley
Wolves-Newcastle
Newcastle á greinilega erfiðustu
leikina eftir, Wolves er í öðru sæti
en Sheff. Wed. íþvísjötta. Fulham
mætir liðum úr neðri helmingi
deildarinnar en Leicester á erfiðan
útileik á morgun, í Oldham.
Leicester stendur þó sennilega best
að vígi, hefur leikið mjög vel
undanfarnar vikur, og hlýtur að
teljast líklegasta liðið af þessum
þremur til að leika í 1. deild að ári.
- VS
Spánn og
Ítalía á
toppnum
Spánn og Italía eru sem fyrr
mestu knattspyrnuáhugaþjóðir
Evrópu, ef marka má þann
áhorfendafjölda sem sækir leiki
bestu liðanna í þessum löndunr.
Fyrir skömmu var birtur listi
yfir þau tíu knattspyrnufélög í
Evrópu sem besta mcðaltalsað-
sókn háfa haft síðustu tólf mán-
uðina, og lítur hann þannig út:
Barcelona. Spani............102.114
Real Madrid, Spáni.......... 68.377
ASRoma, Ítalíu.............. 54.182
Napoli, Ítalíu.............. 52.504
AC Milano, Ítalíu........... 45.720
Manch. Utd, Englandi........ 44.916
Fiorentina, ítaliu.......... 41.445
Inter Milano, ítaliu........ 41.370
Juventus, Ítalíu............ 40.864
Atletico Madrid, Spáni...... 38.915
Talan hjá Barcelona er stór-
fengleg en félagið hefur ávallt
skorið sig nokkuð úr hvað á-
horfendafjölda varðar. Það er
þó vert að gefa AC Milano sér-
stakan gaum, félagið er með
fimmtu bestu aðsókn í Evrópu
en leikur samt í 2. deild! Napoli,
einu sæti ofar, hefur barist hatr-
ammlega við fallið í allan vetur
en ekki virðist það hafa komið
að sök.
- VS
V íkingar
gefa
út bók
Knattspyrnufélagið Víkingur
hefur gefið út sögu félagsins í
tilefni 75 ára afmælis þess sem
var 21. apríl sl. Bókina skrifaði
Agúst Ingi Jónsson blaðamaður
og kom hún út á afmælisdaginn.
Bókin er í skemmtilegu broti,
prýdd fjölda mynda, og hlýtur
að teljast góðeign fyrir alla
tengda félaginu og aðra áhuga-
menn. Rakin er saga félagsins
og hinna ýmsu deilda frá stofn-
un til þessa dags. Bókin er til
sölu á almennum markaði hjá
Bókaverslun Sigfúsar
Eymundssonar, Austurstræti
18, Versluninni Sportval,
Laugavegi 116 og Félagshcimili
Víkinga við Hæðargarð í
Reykjavík.
Lokalelkir um helgina
Síðustu leikirnir í Litlu bikar-
keppninni, meistaraflokki karla, í
knattspyrnu fara fram á morgun,
laugardag. Úrslit í mótinu eru þeg-
ar ráðin, Keflvíkingar hafa þegar
tryggt sér sigur. Staðan er þessi:
Keflavik...........4 4 0 0 12:2 8
Akranes...............3 2 0 1 6:2 4
Breiðablik............3 1 0 2 7:6 2
FH....................3 1 0 2 4:8 2
Haukar................3 0 0 3 2:13 0
Lokaleikirnir eru á milli Akra-
ness og Breiðabliks, og Hafnar-
fjarðarliðanna, Hauka og FH.
íþróttamiðstöðin á Selfossi senn opnuð _
Starfrækt þriðja
Eins og tvö undanfarin sumur
verður rekin íþróttamiðstöð á
Selfossi sumarið 1983 á vegum
íþróttaráðs bæjarins. Hún hefur
orðið til vegna mjög fullkominnar
íþróttaaðstöðu sem byggst hefur
upp á Sclfossi á liðnum árum.
Mannvirki þau er um ræðir eru
öll staðsett mjög nálægt hvert
öðru og mynda eina heild þar sem
auðvelt er um samgang. Með í-
þróttaniiðstöðinni næst fram
meiri nýting á íþróttamannvir-
kjunum, svo og skólum sem hún
hefur cinnig til afnota.
íþróttamiðstöðin verður opn-
uð 27. maf og starfar út ágúst.
Hún er rekin af íþróttaráði og
hefur aðgang að öllum íþrótta-
mannvirkjum þar sem hópar fá
afnot eftir samkomulagi, með til-
liti til íþróttagreina og óska hvers
hóps.
Iþróttahóparnir gista í húsnæði
Gagnfræðaskólans þar sem sett
verða upp rúm í kennslustofum
en þeir verða að hafa með sér
sængurföt.
Mötuneyti er rekið við íþrótt-
amiðstöðina á vegum Hótel Sel-
foss, í fullkominni mötuneytis-
aðstöðu í Gagnfræðaskólanum
þar sem er bjartur og rúmgóður
veitingasalur.
íþróttahóparnir fá til afnota
sali fyrir kvöldvökur og stofur
fyrir fundi og bóklega fræðslu ef
einhver er. Þá verða skipulagðar
skoðunarferðir um Selfoss og
nágrenni eftir því sem óskað er,
en ýmsir möguleikareru þar fyrir
hendi: byggða- og listasöfn, stór
fyrirtæki, búskapur í sveit,
gönguferðir á Ingólfsfjall, ferðir í
Þrastaskóg o.fl.
Meðal þess sem íþróttamið-
stöðin hefur staðið fyrir má nefna
knattspyrnukeppni fyrir 6. aldur-
sflokk þar sem leikin er svokölluð
„mini-knattspyrna“. Þátttakend-
ur hafa þá dvalið í um það bil sex
daga í íþróttamiðstöðinni og geta
nýtt sér aðstöðu hennar. Haldnar
verða kvöldvökur og ýmislegt
annað gert á milli leikja auk þess
sem allir fá viðurkcnningarskjal
og efstu liðin verðlaun. Miðstöð-
sumarið
in rekur einnig sumarbúðir fyrir
krakka, 8-12 ára, víðs vegar að af
landinu og er starfið í hefðbundn-
urn sumarbúðastíl en fullkomin
íþróttaaðstaða þó nýtt til fulln-
ustu. ^
íþróttamiðstöðin hefur einnig
séð um að halda sundnámskeið
fyrir hópa utan af landi og útveg-
að sundkennara fyrir þá. í teng-
slunt við liana verður einnig rek-
inn íþróttaskóli, einkum ætlaður
Selfossbúum og nágranna-
byggðum.
Bókanir í íþróttamiðstöðina
fara frarn á skrifstofu íþröttaráðs
í Tryggvaskála í síma 99-1408 en
einnig tekur umsjónarmaður
hennar, Þórntundur Bergsson,
við öllurn bókunum, og veitir all-
ar frekari upplýsingar um íþrótt-
amiðstöðina í sírna 91-17795 til 7.
maí og 99-1970 eftir 15. maí.
Það er von þeirra sem reka í-
þróttamiðstöð á Selfossi að sem
allra flestir láti sjá sig og panti
dvöl í stöðinni. Pantanir þyrftu
helst að berast fyrir 20.-24. maí
en tekið verður við pöntunum
seinna eftir því sem pláss reynist
fyrir hendi. Nú þegar hefur verið
dreift kynningarbæklingum til
héraðssambanda og íþróttafélaga
víðs vegar um landið.
Þess má geta að landslið ís-
lands, t. d. í körfuknattleik og
handknattleik, hafa notfært sér
aðstöðuna á Selfossi.