Þjóðviljinn - 10.05.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.05.1983, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 10. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Deilt um hernaðarframkvæmdir í Færeyjum Nato-herstöðin ólögmæt segir Erlendur Patursson Upp er komin deila í Færeyjum vegna umsóknar Nató um leyfi til byggingar frekari hernaðarmann- virkja í Mjörkadal nálægt Þórshöfn. Hefur deilan leitt til þess að slitnað hefur upp úr meirihlutasam- starfi Þjóðveldisflokksins, Jafnaðarflokksins og Utanflokkalistans í bæjarstjórninni í Þórshöfn, en bæjarstjórnin samþykkti fyrir síðustu helgi að veita Nató leyfi til hernaðarframkvæmda. - Þetta er nokkuð flókið mál, sagði Erlendur Patursson for- maður Þjóðveldisflokksins í Fær- eyjum í símtali við Þjóðviljann í gær. í fyrsta lagi hefur komið í ljós að Nató hefur aldrei fengið lagalegan eignar- eða afnotarétt á því landi sem það hefur tekið undir herstöðina í Mjörkadal, og þau mannvirki sem þar eru nú eru því í fullum órétti. f öðru lagi hef- ur Landsþing Færeyja aldrei sam- þykkt aðild okkar að Nató. Þvert á móti gerði það sérstaka sam- þykkt 1970 þess efnis að Færeyjar skyldu standa utan hernaðar- bandalaga og að hernaðarmann- virki skyldi ekki leyfa á færeysku landi. Þessi samþykkt var ítrekun á fyrri samþykkt Lögþingsins frá 1961. Okkur var því þröngvað inn í Nató gegn vilja okkar og hernað- armannvirkin sem hér eru voru reist á sínum tíma í blóra við vilja Lögþingsins. Engu að síður var það sam- þykkt í bæjarstjórn Þórshafnar nú fyrir helgina að veita Nató um- beðin byggingarleyfi í Mjörka- dal. Var þetta samþykkt með 8 atkvæðum gegn 5 atkvæðum full- trúa Þjóðveldisflokksins, Jafnað- armanna og eins fulltrúa Utan- flokkalistans. Hvernig gat bæjarstjórn veitt Nató byggingarleyfi á landi sem bandalagið hefur ekki umráða- rétt yfir? - Ja, það er von þú spyrjir, en ég kann ekki svar við því. Þetta varð hins vegar til þess að slitnað hefur upp úr meirihlutasamstarf- inu í bæjarstjórninni. Málið á hins vegar eftir að fara fyrir lands- stjórnina, þar sem það hlýtur endanlega afgreiðslu. Fram- kvæmdir voru hafnar, en hafa nú verið stöðvaðar meðan beðið er eftir svari landsstjórnarinnar. I hverju eru þessar fyrirhug- uðu framkvæmdir fólgnar? -Þeir ætla að endurbyggja her- stöðina hér, en það hefur ekki verið gefið upp nákvæmlega hvað þeir hyggjast fyrir. Það eiga að koma hingað 20-30 erlendir verkamenn og þeir ætla að byrja á því að byggja bragga fyrir starfsmenn. Talað hefur verið um framkvæmdir fyrir 130 miljónir danskra króna. Hvaða hlutverki gegna her- stöðvar Nató í Færeyjum? - Þú verður að spyrja Nató um það. Við höfum hér Loran-C stöð, sem er að öllu leyti rekin og kostuð af Bandaríkjamönnum. Síðan höfum við hér einnig radar- stöð, sem rekin er af Nató. Um hernaðarlega þýðingu þeirra skalt þú spyrja Nató. Friðarganga í Þórshöfn Er hingað var komið samtali okkar sagðist Erlendur Patursson vera tímabundinn vegna at- kvæðagreiðslu, sem fram var að fara á Lögþinginu. En hann vildi þó bæta því við í lokin, að í gær hefði færeyska friðarhreyfingin Fólk fyri frið farið í kröfugöngu í Erlendur Patursson: Okkur var á sínum tíma þröngvað inn í Nató gegn vilja Lögþingsins Þórshöfn til að leggja áherslu á kröfuna um hernaðarhlutleysi Færeyja og kröfuna um kjarn- orkuvopnalaus Norðurlönd. Ræðumaður var Kjartan Mörköre, sem var hér á íslandi í síðasta mánuði til þess að ganga frá sameiginlegrL stefnumótun friðarhreyfinganna á Norður- löndum um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. Friðargangan í Þórshöfn var farin sama dag og Norræna húsið í Þórshöfn var vígt við hátíðlega athöfn. -ólg. Jóhann Bogason starfsmaður atvinnumiðlunarinnar. Mynd -eik. Helgarskákmótið í S tykkishólmi: Helgi efstur Helgi Ólafsson varð efstur á helg- arskákmótinu í Stykkishólmi sem lauk á sunnudag, en keppni hófst á föstudaginn. Hann hlaut 6 vinninga af 7 mögulegum, en í 2. sæti varð Sævar Bjarnason með 572 vinning. Óli Valdimarsson. gömul skákkempa, varð í 3. sæti, hlaut 5 vinninga. Kom frammistaða hans nokkuð á óvart, en hann vann sigurvegarann á Skákþingi íslands, Dan Hansson, í síðustu umferð og lagði það grunninn að góðum árangri hans. Ásgeir Þór Arnason, Dan Hans- son, Gunnar Gunnarsson og Hilm- ar Karlsson urðu í 4. - 7. sæti með 472 vinning hver. Þetta var 17. helgarskákmótið sem Tímaritið Skák stendur fyrir í samvinnu við Skáksamband Islands. -v. Atvinnumiðlun framhaldsskólanema tekin til starfa 150 hafa skráð sig „Það eru 150 nemendur búnir að láta skrá sig hjá atvinnumiðluninni þessa fyrstu viku sem við höfum haft opið. í fyrra skráðu sig alls 700 nemendur hjá okkur en við eigum von á mikilli aukningu í ár og því miður hafa atvinnurekendur ekki tekið við sér að neinu marki enn- þá“, sagði Jóhann Bogason starfs- maður atvinnumiðlunar fram- haldsskólanema í samtali í gær. Jóhann sagðist eiga von á slæmu atvinnuástandi-nemenda í sumar. „Það eru greinilegar þrengingar á vinnumarkaðinum“. í fyrra tókst að útvega nær öllum þeim sem skráðu sig hjá miðluninni vinnu, en nemar 16 ára og eldri geta skráð sig hjá atvinnumiðlun- inni sem er til húsa í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut. „Ég vil nota tækifærið og hvetja atvinnurekendur til að hafa sam- band við okkur. Hér er á skrá fjöl- hæfur starfskraftur úr öllum deildum Háskólans og framhalds- skólum, fólk á öllum aldri.“ Atvinnumiðlunin verður opin að minnsta kosti út júnímánuð. Síminn er 15959 og 27860. -•g- Norræna umferðaröryggisárið Sýning á verkum skólabarna — stendur yfir í Námsgagnastofnun Sýning á verkum skólabarna sem öll eru tengd umferðinni opnuð j gær í Námsgagnastofnun í Víðis- húsinu. Þctta eru teikningar að mcginhluta, en einnig verkefni sem unnin hafa verið í umferðarskólan- uin „Ungir vegfarendur“. Menntamálaráðuneytið, Náms- gagnastofnun og Umferðarráð standa fyrir sýningunni sem stend- ur til 20. ntaí. Sýningin er liður í framlagi íslendinga til Norræna umferðaröryggisársins og er eink- um ætluð kennurum, foreldrum og lögreglumönnum. Fyrstu kammertónleikarnir / í sögu Sinfóníuhljómsveitar Isalnds Annað kvöld, miðvikudaginn 11. maí, efnir Sinfóníuhljómsveit Is- lands til sinna fyrstu kammertón- leika í Gamla bíói. Það er strengja- hljómsveit hljómsveitarinnar - alls 33 hljóðfæraleikarar - sem leika undir stjórn Marks Reedman en hann er leiðandi maður í víóludeild Sinfóníuhljómsvcitarinnar. Sigurður Björnsson fram- kvæmdastjóri sagði á blaöamanna- fundi í gær að þetta væri upphafið að víðtæku kammertónleikahaldi en á næsta starfsári eru áætlaðir fernir slíkir. Hann sagði að þrátt fyrir mikið og fjölbreytilegt tón- leikahald á höfuðborgarsvæðinu hefði flutningur meiri háttar kammertónverka orðið útundan og nú væri ætlunin að bæta úr því. Verkin sem leikin verða á tón- leikunum á morgun er Diverti- mento eftir Mozart, serenaða fyrir strengjasveit eftir Dvorak, konsert í d-dúr eftir Stravinsky og -Intro- duction og Allegro eftir Elgar. Þess skal getið að Mark Ree- dman hefur undanfarin 3 ár stjórn- að strengjasveit Tónlistarskólans og fór með hana á alþjóðlega tónl- istarkeppni í kammertónlist í Júg- óslavíu í fyrra og hlaut' sveitin þar þriðja sæti. í verkinu eftir Elgar munu fjórir nemendur hans úr Tónlistarskólanum leika einleik, þær Auöur Hafsteinsdóttir, Gréta Guðnadóttir, Guðrún Þórarins- dóttir og Bryndís Gylfadóttir. -GFr Afmælistilboð Kond’í STUÐ Þar færö þú nefnilega: — 10% afslátt á öllum plötum út maí. STUÐ er nefnilega eins árs um þessar mundir. — Nýju plötuna meö: New Order • Comsat Angels • Tom Robinson • Work • Marianne Faithful • Pink Floyd • og öllum hinum.1 — Gamlar sjaldgæfar plötur meö: Yardbirds • Woody Guthrie • Pete Seeger • Hollies • "LHveRs, fyrir hvern? plö,uklúbb- ^aVgiasTrZ f aar" SÖ Se'aS' á sviði nar'-okktónlistaL in' feg/uiega ' heimsDkrtlbbnuni fa inger ym UppiVa Þeir fá ma'gviíZ9 ar plö,ur' "ainháttar Plötur é Vaíkom/n/ni og öllum hinum. Vinsælustu skandinavísku rokkplöturnar. Gott urval af reggiplotum. Vinsælu „new wave“-sólgleraugun. Klukkur sem skrifa. Reglustikur með innbyggöri reiknitölvu og klukku. Klístraöar köngulær sem skríöa. Odýrir silfureyrnalokkar (ekta) meö kannabisformi, fíkjuformi o.m.fl. Músíkvideóspólur (VHS) leigðar meö: Sex Pistols • Genesis-* Bob Marley • Grace Jones • Roxy Music • Doors • Madness • Kate Bush • Blach Uhuru • o.m.fl. Já, kond’í STUÐ. Þar er stuðið! Laugavegi20 Sími 27670

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.