Þjóðviljinn - 10.05.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.05.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. maí 1983 Viðtal við Ólaf lÓlafsson formann Æskulýðsfylkingarinnar AwN ^sSí^is Æskulýðsfylkmgín Úr kynningarbæklingi Æskuiýðsfylkingarinnar. fjármagna t.d. útgáfu þeirra að mestu eða öllu leyti. - Okkur er að sjálfsögðu þrengri stakkur skorinn þarsem peningar eru annars vegar, en við vinnum það upp með meiri eldmóði og áhuga félaganna. Okkar hreyfing heldur uppi opinni og lifandi um- ræðu og fjörugum skoðana- skiptum. Frjálshyggjugaurarnir eru hins vegar' ekki mikið fyrir opna og lifandi umræðu. Rádstefnur framundan - Meðal verkefna sem eru á döf- inni hjá okkur á næstunni er ráð- stefna um pólitískan klofning verkalýðshreyfingarinnar. Máske verður hún haldin í samráði við þá ungkrata sem eftir eru í Alþýðu- flokknum. Við teljum sjálfsagt að láta reyna á samstarfsviljann. Það er enda verkefni okkar að sameina vinstra fólk gegn íhaldi og annarri áþján. - Þetta mál og annað í sambandi við pólitískar áherslur Æsku- lýðsfylkingarinnar munum við ræða nánar um hvítasunnuhelgina. Við áformum að hittast um þá helgi til að njóta útiveru og ræða um pól- itíkina. Við reiknum með að þessi ráðstefna verði á Snæfellsnesi. Nánar auglýst síðar, einsog þar stendur. - Þá höfum við farið í vel heppn- uð ferðalög, t.d. til Þórsmerkur í fyrra. Það er einnig á dagskrá ungra sósíalista að fara í slíka ferð nú í sumar, trúlega í júlímánuði. Pólitískur áhugi hjá ungu fólki - Jú, menn hafa haft orð á því, að óvenju margt ungt fólk tók þátt í kosningastarfi Alþýðubandalags- ins að þessu sinni. Egheld aðmargt af þessu fólki hafi komið til starfa hjá Æskulýðsfylkingunni og komi til með að starfa þar í framtíðinni. Ella hefði sjálfsagt margur ekki látið sjá sig fyrr en um næstu kosn- ingar. - Ég er sannfærður um að póli- tískur áhugi ungs fólks er meiri en af er látið. Við urðum t.d. vör við eftir kappræðufundinn við Heimdall í Sigtúni fyrir kosningar, að margir komu og buðu krafta sína í kosningabaráttunni. Það þarf því stundum ekki mikið til að kveikja áhugann hjá fólki. Og ég er viss um að við höfum góðan og frjósaman jarðveg að vinna í um næstu framtíð. Verkefnin eru næg og hugsjónirnar eru stórar, sagði Ólafur Ólafsson, formaður Æsku- lýðsfylkingarinnar, að lokum. -óg Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins lét töluvert á sér kræla fyrir kosningarnar þótt samtökin séu ung aðaldri. Æskulýðsfylkingin hlaut sína formlegu skírn á skírdag og mátti sjá afkvæmi bandalagsins vatni ausið í kosningasjónvarpinu í upphafi kosningabaráttu. Þjóðviljinn náði tali af for- manni Æskulýðsfylkingarinnar, Ólafi Ólafssyni á dögunum og bað hann til að byrja með aðsegja frátilurð Æskulýðsfylkingarinnar: - Ungt fólk hefur rætt um það í hóp mörg undanfarin ár í Alþýðu- bandalaginu, hvort efna ætti til formlegrar deildar ungra sósíalista innan eða í tengslum við Alþýðu- bandalagið. Þetta hefur nánast ver- ið hefðbundið umræðuefni meðal okkar. Síðustu misserin hefur þeirri skoðun vaxið ásmegin, að rétt væri að stofna formleg samtök ungra sósíalista. - Á landsráðstefnu okkar sl. haust var svo ákveðið að gera þetta innan árs. Sú leið var nokkuð ná- kvæmlega mörkuð með samþykkt- um á þessari ráðstefnu, þannig að eiginlega var ekki annað eftir en stofna samtökin og velja þeim nafn. - Ogþannigvargengiðformlega frá stofnun Æskulýðsfylkingar af æskulýðsnefnd Alþýðubandalags- ins fyrir u.þ.b. tveimur mánuðum. Og einsog alþjóð veit var Æsku- lýðsfylkingin vatni ausin á skírdag og hóf þarmeð göngu sína inn í líf- vænlega og árangursríka baráUu gegn allra handa íhaldi. 200 stofnfélagar - Hingað til hefur ekki verið haldin félagaskrá yfir það unga fólk sem hefur starfað á vegum æsku- lýðsnefndar. En með hinni form- legu stofnun var ák,veðið að hafa þann háttinn á. Til að byrja með var haft samband við 150 unga sósí- alista, sem allir létu skrá sig í fylk- inguna með gleði, - og eru þeir stofnfélagar ásamt þeim sem gengu inn nú í kosningabaráttunni. Okk- ur hafa bæst við um- 50 félagar í aprílmánuði. Það teljum við góðan Æskulvðsfylkingin hefur sent út dreifirit uin vmis efni á síðustu vikum. sem hug hafa á því að stofna deildir ellegar hefja starf með þeim hætti sem þeir kjósa. Má reikna með stofnun a.m.k. fjögurra deilda næsta haust. - Tengsl Æskulýðsfylkingarinn- ar í Reykjavík við deildirnar úti á landi koma til með að ráðast af vilja fólksins sjálfs. Við ætium okk- ur ekki að koma upp einhvers kon- ar miðstýrðu valdatæki, öðru nær. Útgáfa dreifirita Við höfum verið með þá stefnu, að vekja athygli á málum með út- gáfu skyndirita: bæklinga og dreifi- rita. Við höfum t.d. gefið út dreifi- rit um álmálið, leiftursóknina hjá Davíð í Reykjavík og sitthvað fleira. Þá höfum við gefið út vegg- spjald með Ronald Reagan og Thatcher, pólitískri ástmey hans. Allt hefur þetta runnið út eins og heitar lummúr. Við höfum einnig gefið út sérstakan kynningarbækl- ing um Æskulýðsfylkinguna. Það hefur gengið vel að koma þessu öllu á framfæri. - Við ætlum að halda áfram með svona skyndiútgáfu. Þannig erum Við með í bígerð staðreyndabæk- linga um herstöðvamálið og fleira. - Þá er í burðarliðnum blaða- hópur sem lengi hefur verið á óska- lista ungra sósíalista. Vonandi tekst okkur að koma af stað útgáfu í haust þegar skólarnir byrja. Lifandi umræöa gegn áróðri auðvaldsins - Hægra liðið hefur verið mjög umsvifamikið í áróðri á undanförn- um árum innan skólanna og víðar. Það er þarft verkefni og nauðsyn- legt að hefja andsvör við áróðri þeirra. - Frjálshyggjuliðið hefur öðlast nokkurt sjálfstraust með því að höndla hugmyndafræði, sem þeir kalla nýja. Það hefur verið alltof lítið um andsvör af okkar hálfu. Heimdellingarnir eru hrokafullir og sjálfumglaðir einsog flestir vita -en þegar þeir mæta einhverri and- stöðu limpast þeir snarlega niður og verða einsog sprungin blaðra. - Þetta lið hefur fullar hendur fjár. íhaldsæskan leitar í sjóði auðvaldsins án þess að henni flökri við, enda eru það fyrirtæki sem Ólafur Ólafsson, formaður Æsku- lýðsfylkingarinnar: Pólitískur á- hugi ungs fólks meiri en af er látið. - Æskulýðsfylkingin hefurfrem- ur óformleg tengsl við Aiþýðu- andalagið sjálft. Þannig eru menn ekki sjálfkrafa meðlimir í banda- laginu þótt þeir gangi í Æsku- lýðsfylkinguna eða öfugt. Það er þó ljóst að við erum æskulýðs- hreyfing Alþýðubandalagsins. - Forsendan fyrir því, sem ungir sósíalistar eru að gera, er auðvitað sú, að þær skipulagsbreytingar, sem eru í burðarliðnum á Álþýðu- bandalaginu, verði að veruleika. Við bindum mjög miklar vonir við þær breytingar. Ætlunin er sú að Æskulýðsfylkingin standi jafnfætis öðrum aðildarfélögum Alþýðu- bandalagsins, en verði ekki undir- deild einsog tíðkast með ungliða- samtök annarra flokka. Þar eru slík samtök iðulega ofurseld sérstökum ákvæðum og skammtaður fjöldi fulltrúa í ýmsum stofnunum flokk- anna. Breiðist út um landið - Lífið og starfið meðal ungra sósíalista hefur verið of bundið við Reykjavík á síðustu mánuðum. Við höfum orðið vör við það í kosningabaráttunni, að mikill áhugi er víða úti á landi fyrir starf- semi Æskulýðsfylkingarinnar. Þess vegna munum við í sumar leggja áherslu á að styðja við bakið á ung- um sósíalistum á landsbyggðinni arangur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.