Þjóðviljinn - 12.05.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.05.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. maí 1983 4'«í«gHA + æ® ®a:- Bridge Hvernig er þetta eiginlega? Spila ekki fleiri bridge hérlendis en þeir sem skrifa um bridge? Sökin er aö nokkru skriffinnanna, en uppburðarleysi klúbb-spilara mætti einnlg nefna. Ég skora á spilara aö hripa hjá sér minn- isstæö spil og koma þeim á framfæri, þaö er jú lítil fyrirhöfn. Noröur S 4 H 43 T AD8542 L 10643 Vestur S D83 H K72 ' T KG L AKG52 Austur S Ag2 H ADG865 T 73 L 98 Suöur S K109765 H 109 T 1096 L D7 Spil þetta kom upp á lokakvöldi Barometer-keppni Bridgefélags Breiðholts. Svo skemmtilega vildi tii aö 3 efstu pörin sátu öll A/V í þessari setu. Sig- urvegararnir þegar upp var staðið; Guðjón Jónss. og Gunnar Guömundsson voru meöal 3ja para sem óragir klifruöu í 6 hjörtu, í austur „eölilega". Út kom lauf og Guðjón vann sitt spil, geröi laufiö gott og fékk niðurköst fyrir tiglana tvo heima. Ann- aö par vann einnig slemmuna i austur. Pariö sem hafnaöi í 3ja sæti i Baromet- ernum náöi einnig slemmunni og nú í vestur: Vestur Austur 1 grand (15-17> 2-T 2-H 5-H 6-H Anton Gunnarsson í A var óragur aö skora á félaga sinn. Út kom S-4 og vissu- lega voru valkostirnir margir. Og þó, ef vel er aö gáö. Upp meö ás, svina lauf gosa... og búiö spil. Já, þessi piltar, þessar „nýmóöins yfir- færslur". Skák Karpov að tafli - 137 Á skákmótinu í Skopje 1976 sýndi Karp- ov i raun og veru í fyrsta sinn svo ekki varö um villst aö hann var réttmætur handhafi heimsmeistaratitilsins. Taflmennska hans i þessu 16 manna móti var oft á tíðum stórkostleg. Vinningshlutfall hans, 12Ví> vinningur af 15 mögulegum sagöi mikla sögu. i fyrstu umferð fengu áhorfendur forsmekkinn. Pá sigraöi hann landa sinn Rafael Vaganian í gullfallegri skák: Karpov - Vaganian Þessi staöa kom upp eftir miklar svipt- ingar þar sem Karpov haföi sýnt mikla út- sjónarsemi. Hann hefur hér alla þræði í hendi sér, en samt krefst úrvinnsla þess- arra stöðu mikillar nákvæmni, 27. He1! (Hindrar 27, - Ha6). 27. ... Dxa2! (með hugmyndinni 28. Hd3 f4! 29. Dxf4 Db1 + 30. Kh2 a3 31. Hg3- Dg6! 32. Hxg6 fxg6 og hvítur verður að taka jafntefli méð þráskák) 28. Dxh6 a3 29. Dg5+ Kf8 30. Df6 Kg8 31. Dxf5 Dd2 32. He7 Hf8 33. Dg4+ Kh7 34. He5 Dh6 35. Hh5 Ha8 36. Df5+ Kg7 37. Hxh6 Kxh6 38. Df6+ Kh7 39. Dxf7+ Kh8 40. Dxb7 - Svartur gafst upp. Sólar- þorsti á Nevu- bökkum Það eru fleiri sólþyrstir en ís- , lendingar. Þessi mynd er tekin í vor á Nevubökkum í Leningrad. Borgarbúar nota matarhléð til að koma sér fyrir í skjóli og fá sól á sem mest af kroppnum þótt hita- stigið sé enn nálægt núlli. Auðhumla - móðir jarðar Bara flokkur á Austurlandi Bara-flokkurinn frá Akureyri er nú á hljómleikaferðalagi á Austurlandi. í kvöld kl. 9 (fimmtudag) spilar hann í Herðubreið á Seyðisfirði, föstudaginn 13. maí í Egilsbúð í Neskaupstað og á laugardag í stúdentafagn- aði í Valaskjálf á Egilsstöðum. Röðull Eyrsta tbl. Röðuls þ.á. hefur borist okkur en hann er gefinn út af Alþýðubandalaginu í Borgar- nesi og nærsveitum. Meðal þess sem Röðull hefur að geyma er forystugreinin Frá orðum til athafna. Er þar skýrt frá afdrifum tillögu, sem Halldór Brynjúlfsson, hreppsnefndarfull- trúi AB í Borgarnesi flutti í hreppsnefndinni og laut að því að auka á tengsl bæjarbúa og hrepps- nefndar „og auðvelda fólki að afla sér upplýsinga, fylgjast með mál- um og, eftir atvikum, hafa áhrif á gang þeirra, þ.e.a.s. aukið lýðræði". Ekki fékk tillaga þessi náð fyrir augum „lýðræðisflokk- anna“ í hreppsnefndinni. Ríkharð Brynólfsson skrifar um álmálið. Þá eru birtar hug- myndir Jafnréttisráðs „að störf- um jafnréttisnefnda sveitarfé- laga“. Og nú kentur niðurlagið á spjallinu við Jónas Árnason. Þarf ekki fleiri orð urn það að hafa, því Jónas er - og verður vonandi allt- af - sjálfum sér líkur. Halldór Brynjúlfsson skrifar um stuðning við félagasamtök og fjallar þar um stuðning Borgarneshrepps við ungmennafélagið Skallagrím. Ingvi Arnason sér um íþróttaþátt og birtar eru tillögur um nýtt skipulag Alþýðubandalagsins. Jóhanna Leópoldsdóttir segir frá sýningu leikdeildar umf. Staf- holtstungna á leikriti Svövu Jako- bsdóttur, Hvað er í blýhólknum? Halldór Brynjúlfsson greinir frá fjárhagsáætlun Borgarneshrepps 1983. Sagt er frá því að Röðuil sé orðinn húseigandi og loks eru í blaðinu ýmsir fréttapistlar. - mhg. Gætum tungunnar Rétt er að segja: Ég veit að hann er hérna. Veistu hvort hann er hérna? Ég held að hann sé hérna. Ætli hann sé hérna? Það er víst að hann er hérna. Það er-óvíst að hann sé hérna. Það eriíklegt að hann sé hérna. Peir vísu sögðu Erfiðir tímar koma verst niður á þeim fátæku. Aftur á móti geta góðir tímar gengið yfir þá án þess að þeir taki nokkuð eftir mun- inum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.