Þjóðviljinn - 12.05.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. maí 1983
DJOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf-
ingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Pjóðviljans.
Framkvæmdastióri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Ritst|órar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson,
Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason,
Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson.
jþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson.
Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson,
Ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Slðumúla 6, Reykjavik, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Sterk aðvörun
• Samvinna Alþýðusambands íslands og Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja hefur ekki verið ýkja áber-
andi síðustu misserin. Það hljóta því að teljast nokkur
tíðindi þegar miðstjórn ASÍ og stjórn BSRB senda frá
sér samhljóða ályktanir um kjara- og efnahagsmál. Það
eru fyrst og fremst „fjallræður“ Seðlabankastjórans og
Þjóðhagsstjórans sem hafa kallað fram þessi viðbrögð
og lausafregnir af þeim hugmyndum um kjara-
skerðingu sem uppi hafa verið í viðræðum Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks um stjórnarmyndun
• Líkt og framkvæmdastjórn Sambands bygginga-
manna, sem einnig hefur sent frá sér ályktun, benda
miðstjóm ASÍ og stjóm BSRB á að löng saga verðbóta-
skerðinga gefi ekki tilefni til þess að álykta að þær séu
vænlegar til þess að slá á verðbólgu. Lvert á móti sýni
reynslan að hvert verðbólgumetið af öðru sé slegið
þrátt fyrir skerðingu verðbóta.
• Svarið við þeirri spurningu hvað til bragðs skuli taka
er ekki tiltakanlega skýrt í ályktunum þessara heildar-
samtaka launafólks. Lögð er áhersla á að það þurfi að
taka upp samræmda efnahagsstefnu til langs tíma, efla
almenna efnahagsstjórn og nýsköpun arðbærrar at-
vinnustarfsemi. En tekið er fram að árangur náist
aðeins með raunhæfri framkvæmd og víðtækri sam-
stöðu um efnahagsstefnu sem taki tillit til sjónarmiða
verkalýðshreyfingarinnar.
• Samhljóða ályktun ASÍ og BSRB er sterk aðvörun
um það að stjórnvöld komist ekki hjá því að hafa hlið-
sjón af þeim staðreyndum efnahagsmála sem blasa við
heimilum almennings í dag. Opinberar spár gera ráð
fyrir því að heildartekjur heimilanna rýrni að öllu
óbreyttu til samræmis við fall þjóðartekna á árunum
1982 til 1983, ef ekki meira. Samdráttur í þjóðartekjum
hefur því þegar komið fram í pyngju launafólks og eru
upplýsingar um minnkandi innflutning einmitt staðfest-
ing á rýrnandi kaupgetu. Sé ætlunin að efna til stór-
felldrar kjaraskerðingar umfram fall þjóðartekna er
vísvitandi verið að efna til gjaldþrots á fjölda íslenskra
heimila, sem eiga fullt í fangi með að standa undir
afborgunum, húsaleigu og orkukostnaði. Á þessa
staöreynd minna ASÍ og BSRB um Ieið og ítrekað er
enn einu sinni að verðbótakerfið sé engin heilög kýr í
augum verkalýðssamtakanna, heldur snúist málið um
að tryggja kaupmátt launafólks, og/þá sérílagi þeirra
sem lægstu launin hafa.
• Yfir því má ef til vill kvarta að ekki sé boðið upp á
miklar nýjungar í þessari samhliða ályktun. Tveir af
þeim verkalýðsformönnum sem Þjóðviljinn ræðir við í
gær nefna nauðsyn þess að feta nýjar leiðir, svo sem
einsog stofnun Iaunamannasjóða sem færðu verkafólki
aukinn rétt. En Þjóðviljinn vekur sérstaka athygli á
eftirfarandi kafla í ályktunum BSRB og ASÍ; þar sem
segir að frumskylda stjómvalda sé að tryggja fulla
atvinnu og snúast gegn þeim erfiðleikum sem viö er að
etja í atvinnumálum: „Ánauð atvinnuleysis er böl sem
bægja verður frá. Miðstjórn ASÍ og stjórn BSRB leggja
þunga áherslu á, að lausn þessa vanda getur í höfuðatr-
iðum farið saman við lausn þess almenna vanda sem við
er að glíma í efnahagsstjórn. Verðbólgan verður ekki
læknuð með rothöggi 1. júní eða 1. september. Hún
verður ekki læknuð með aðgerðarleysi atvinnuleysis.
Gegn vandanum verður að ráðast með virkri atvinnu-
uppbyggingu sem kjarna nýrrar efnahagsstefnu. Þjóðin
verður að vinna sig út úr vandanum en hörfa ekki á vit
samdráttar, langvinnrar lífskjaraskerðingar og atvinn-
uleysis.“
klippt
Upplýsingar
af skornum
skammti
Því verður vart á móti mælt að
fjölmiðlar hafi reynt að segja
fréttir af yfirstandandi stjórnar-
myndunarviðræðum. Hins vegar
eru þær fréttir brenndar því
marki spennu og hanaslags, sem
einkennir fjölmiðla alla jafnan.
Það er sagt frá því hver taíaði við
hvern, í hvernig skapi menn eru á
fundum, pirringstal þeirra sem
eru undir í metorðaglamrinu
innan þingflokka er sett á blað,
yfirleitt án þess að nafns sé getið
o.s.frv.. í rauninni er fátt annað
vitað heldur en að menn hafa ver-
ið að tala saman. Um innihald
viðræðnanna er minna vitað.
Forsœtis-
ráðherrann
fyrsta
efnisatriði
Eiginlega varð fyrsta efnis-
atriðið sem gert var heyrum
kunnugt í þessum viðræðum það
merkilega grundvallaratriði Al-
þýðuflokksins, að forsætisráð-
herrann verði að vera úr þeirra
röðum. Kjartan Jóhannsson lýsir
því nú yfir að þessi afstaða flokks-
ins hafi verið ljós allt frá því að
stjórnarmynstur álflokkanna
kom til umræðu. Og það er ekki
nema von að Mogginn býsnist
yfir svari Kjartans þegar hann er
spurður hvers vegna hann hafi
ekki látið strax vita af þessarí af-
stöðu Alþýðuflokksins. Kjartan
svaraði nefnilega þessari spurn-
ingu svona: „Ja, við vildum
aðeins fá að heyra hljóðið, -
hvernig þetta gengi fyrir sig og
meta stöðuna jafnframt".
Kjaraskerðing
vœnst ráða
Það verður ekki sagt að upplýs-
ingastreymi og opin umræða séu
sterkustu hliðar íslenska nútíma-
þjóðfélagsins. Og þetta verður
sérstaklega áberandi nú þegar
stj órnarmyndunarviðræður
standa yfir. Upplýsingar t.d. um
efnahagsmál eru forsenda þess,
að almenningur geti með eðli-
legum hætti myndað sér skoðun.
Það má segja Geir Hallgríms-
syni til hróss, ef rétt er frá hermt í
fjölmiðlum, að hann hefur staðið
fyrir því að fá ítarleg gögn um
ýmsa þætti efnahagsmála inná
borð í stjórnarmyndunar-
viðræðum. Þetta hlýtur að vera
þátttakendum til auðveldunar
þegar aðgerðir eru reifaðar. En,
- einmitt þessar meintu upplýs-
ingar eiga erindi við alla lands-
menn. Þær skýrslur og tölfræði-
legu upplýsingar sem stjórnmála-
mennirnir fá inná sitt borð ættu
efalaust erindi í fjölmiðlana. Það
litla sem frést hefur af hugsan-
leguin aðgerðum Framsóknar og
Sjálfstæðismann bendir til þess,
að þeim detti ekki annað í hug en
kjaraskerðingar. Og það er von
að þeir vilji halda þeim hugmynd-
um leyndum. Þess vegna verður
almenningur að sætta sig við að
hafa fjallræður aðalpáfa peninga-
málanna, Jóns Sigurðssonar og
Jóhannesar Nordals, til að miða
við. Nordal, gúrú Morgunblaðs-
ins, Sjálfstæðisflokksins og Vil-
mundar Gylfasonar, hefur látið
skína í vígtennurnar.
Vantar
umrœðu
Það hefur máske með fátæk-
legar upplýsingar að gera og þar-
afleiðandi litla umræðu um efna-
hagsmál, að borgaraflokkarnir
skuli aldrei sjá annað ráð útúr
efnahagsógöngum en að skerða
verðbætur á laun. Verðbætur
sem gera í rauninni ekki annað en
greiða launafólki að hluta þá
kjaraskerðingu sem það þegar
hefur orðið fyrir. Og eins hefur
umræða um efnahagsaðgerðir 1.
júní nk. nær einskorðast við vísi-
töluna. Jón Kjartansson úr Vest-
mannaeyjum bendir á það í við-
tali við blaðið í gær, hvort ekki
væri vegur að setja þak á vísitölu-
bætur og greiða sömu krónutölu
á öll laun þar fyrir neðan 1. júní.
Og hann bendir á það sem og
nafni hans Jón Karlsson á
Sauðárkróki, hvort launamanna-
sjóðir væru ekki athugandi hug-
mynd einmitt nú.
—óg
Hræsnað í Breiðholtshæðum
allar hellur að þinffflokku
Forðast
rósamál
„Síðustu sjö árin eða svo hef ég
stundum tekið að mér að áminna
Geir Hallgrímsson þegar þeir eru
um það bil að tapa áttum í Sjálf-
stæðisflokknum“, segir Ásgeir
Hannes Eiríksson í Morgunblað-
inu í gær. „Hef ég þá stundum
reynt að nefna hlutina sínum
réttu nöfnum og forðast allt rósa-
mál“.
Ásgeir er að fjalla um undir-
skriftarsöfnunina fyrir boðun
landsfundar og formannskjöri.
Ásgeir segist ekki vera upphafs-
maður þessarar undirskriftar-
söfnunar einog sumir flokks-
bræðra hans hafa haldið fram.
Reyta af honum
kjörfylgið
Hins vegar segir Ásgeir Hann-
es:
„Hins vegar lagði ég á ráðin um
bæði orðalag og útbreiðslu. Enda
er mér fúlasta alvara að Sjálf-
stæðisfiokkurinn söðli um áður
en það verður um seinan. Þreif-
ingar á stjórnarmyndun núna
munu því miður ná að kljúfa
flokkinn í herðar niður og reyta
af honum kjörfylgið áður en yfir
lýkur“.
Ásgeir Hannes segir enn frem-
ur í grein sinni að forgöngumaður
undirskriftanna hafi setið undir
ofsóknum frá nokkrum stjórnar-
mönnum hverfafélagsins uppí
Breiðholti. Segir Ásgeir að það
hafi verið hræsnað í Breiðholts-
hæðum. “óg
- ekh