Þjóðviljinn - 12.05.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.05.1983, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 12. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 MIÐJARÐARFÖR eða Innan og utan við þröskuldinn Nemendaleikhúsið: MIÐJARÐARFÖR eða INNAN OG UTAN VIÐ ÞRÖSKULDINN Höfundur: Sigurður Pálsson. Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson. Leikmynd og búningar: Gretar Reynisson. Lýsing: David Walters. Nýtt vín á nýjum belgjum var það sem leikhúsgestum var boðið uppá í Lindarbæ á föstudagskvöld þegar Nemendaleikhúsið frum- sýndi þriðja verkefni sitt í vetur, „Miðjarðarför eða Innan og utan við þröskuldinn“ eftir Sigurð Páls- son, sem kannski er kunnastur fyrir alla VEGA ljóð sín, en hefur reyndar áður samið þrjú leikrit fyrir leiklistarnema. Petta fjórða leikverk hans mun hafa verið samið með hliðsjón af þeim sjö manna hópi sem útskrifast úr Leiklistarskólanum í vor, enda féll það einkar vel að fjölbreytilegum hæfileikum ungmennanna, sem léku af fjöri og einbeitni, gáska og alvöru, glettni og ástríðuhita, allt eftir því hvað við átti hverju sinni. Ef ég ætti að lýsa í stuttu máli um hvað verkið fjallar, vandast málið, en það er kannski ekkert hofuðatriði, heldur hitt að hér er á ferðinni ósvikið leikhúsverk, teat- er, þarsem hugvitsemi og leikgleði sitja í fyrirrúmi og hlaða hverja andrá sýningarinnar fersku lífi og eftirvæntingu. Sjálfur leikþráður- inn er slitróttur með allskyns óvæntum innskotum og uppákom- um, en ætli sé ekki óhætt að full- yrða að meginstef leiksins séu Leitin, Frelsisþráin, Framtíðar- draumurinn, Tilfinningaflækjur æskunnar og Skilningssljótt for- eldravald. Pessi stef eru leikin í margvíslegum tóntegundum þar- sem skiptast á alvara og ærsl, blíða og harka, gleði og harmur, en inná- milli er skotið atriðum af allt öðr- um toga (utangáttaverur) sem sum voru meðal þess leikrænasta og fyndnasta í sýningunni, að ó- gleymdum hnyttilegum orðaleikj- um og ýmsum hugkvæmum vend- ingum á máltækjum og hugtökum. Verkið er fullt af tærum skáld- skap og náttúrustemningum þar- sem leikhljóð koma mjög við sögu, sjávarniður, fuglakvak og allra- handa tónlist. Leikatriði eru fjöl- mörg og ber ótt á, látlaus umskipti frá einu sviði til annars, einni stemningu til annarrar og jafnoft verða leikendur að skipta um hlut- verk, þó ytri gervi séu oftast lítið sem ekkert breytt. Meðal þess sem verður höfundi að gamanmálum eru ýmis þemu úr eldri leikbók: menntum sem hann skopfærir eða semur að minnstakosti sínar eigin neðanmálsgreinar við, og sá ég ekki betur en Shakespeare og Beckett hefðu orðið honum drjúg- ar uppsprettur skoplegra uppá- tækja, og vafalaust komu þar fleiri við sögu en sjáanlegt var við fyrsta tillit. Verðmæt viðbót við leikarahópinn... Hér er semsé á ferðinni ákaflega samslungið og margrætt leikhús- verk sem eflaust þarf að sjá oftar en einusinni til að nema blæbrigði þess og undirtóna. Hitt fór ekki milli mála að það er magnað sterkri tilfinningu gráglettins og sætsúrs æskutrega sem gengur einsog rauður þráður gegnum sýninguna og heldur hinu óstýriláta og stund- um sundurvirka efni furðanlega saman. Kannski er það rétt sem Sigurður Pálsson imprar á í leik- skrá, að hið heilsteypta form síð- ustu aldar með snurðu á þræði og lausn í lokin sé löngu úrsérgengið og alls óhæft til að segja eitthvað af viti um nútímann, og þá er vitan- lega skynsamlegt svo ekki sé sagt bráðnauðsynlegt að leita nýrra túlkunarhátta. Leið Sigurðar Páls- sonar er áreiðanlega ein fær leið, því í heimi sem verður æ samsettari og torskildari hlýtur samsett form að vera nær veruleikanum en ein- falt og heilsteypt form, en þeim mun erfiðari verður sá vandi lista- mannsins að blása lífi í hið marg- brotna verk og gera það með ein- hverjum hætti merkingarbært. Það virðist mér Sigurði Pálssyni hafa tekist í síðasta leikverki sínu, þó fjarri sé mér að þykjast hafa numið allar merkingar þess. Hallmar Sigurðsson setti „Miðjarðarför" á svið og hefur auðsæilega átt góða samvinnu við hinn samhenta sjö manna hóp og náð því besta útúr hverjum og ein- um, að því er best varð séð. Að minnstakosti sýndu allir leikendur Siguður A. Magnússon skrifar um leikhús mikið öryggi í tjáningu og texta- meðferð, hlupu léttilega milli hlut- verka og fataðist sjaldan flugið, þó hér væru þeir að fást við allt annarskonar túlkunarmáta en þeir hafa átt að venjast. Það var helst í „leitaratriðinu" í upphafi sýningar að gætti ofleiks og ofreynslu með þeim afleiðingum að tilraunin til að hrífa áhorfendur inní leikinn og leitina, einog sýndist vera ætlunin, fór í handaskolum. Háreystin og hamagangurinn orkaði fráhrind- andi og pirrandi - sem kannski hef- ur verið ætlunin, eftirá að hyggja! Hvað urn það, þá var upphafsatr- iðið slakast, en síðar var sleginn sá rétti tónn og ómaði sýninguna á enda. Leikararnir sjö, fjórar stúlkur og þrír piltar, voru ákaflega jafnvígir í sýningunni. Þeir léku allir fleiri en eitt hlutverk og gerðu þeim yfirleitt mjög góð skil, bæði að því er snerti framsögn og látbragð. Kannski voru utangáttaverurnar fyndnastar hlutverkanna, einkanlega tvær þær síðustu á Laugaveginum, enda voru atriði þeirra gullvæg, og þá ekki hvað síst látbragðsleikurinn og sviðsetningin. Sömuleiðis voru hlutverk þjóns, sem Helgi Björns- son fór með, og hlutverk föður Veru, sem Kristján Franklín Magnús lék, sérlega þakklát og frá- bærlega vel af hendi leyst. Aðrir leikendur voru Eddá Heiðrún Backman, Eyþór Árnason, María Sigurðardóttir, Sigurjóna Sverris- dóttir og Vilborg Halldórsdóttir. Öll skiluðu þau sínum sundurleitu hlutverkum með smitandi leikgleði og fagmannlegu öryggi. Leikmynd og búningar eru verk Grétars Reynissonar, hvorttveggja skemmtilega hugsað og útfært. Sviðið er geysistórt og hallar niðrað áhorfendum, svo stórt að auðvelt er að hjóla um það í leikbyrjun. Eini leikmunur á sviðinu er gamaldags steinsteypu- hrærivél sem reynist til margra hluta nytsamleg, gegnir meðal ann- ars hlutverki þvottavélar, vínámu, bars, straubrettis og vínskáps. Var bráðskemmtilegt að fylgjast með hvernig þessi gamli gripur var í sí- fellu að finna sér ný hlutverk og nýjar merkingar í leiknum. Ljós gegndu afar mikilvægu hlutverki í sýningunni og var lýsing Davids Walters einn af þeim þátt- um sem gerðu hana eftirminnilega. Leikhljóð hafa þegar verið nefnd, en þeim stjórnaði Guðbjörg Þóris- dóttir sem sömuleiðis hafði á hendi sýningarstjórn. Að samanlögðu held ég að „Miðjarðarför" hafi verið sérkennilegasta og minnisstæðasta sýning sem ég hef séð hjá Nemendaleikhúsinu, en ég hef nota bene ekki séð fyrri verk Sig- urðar Pálssonar og misst af mörg- um öðrum sýningum. Á mig orkaði hún einsog ferskur blær í lang- stöðnu mollulofti. Ekki þykir mér áhorfsmál að hinir sjö ungu leikendur eru verðmæt viðbót við leikarahópinn sem fyrir er í landinu, þó hitt sé mikið áhyggju- efni að verkefnaieysi eigi kannski eftir að halda einhverjum þeirra frá að nýta ótvíræða hæfileika í þágu Þalíu. Fari svo, verður einkum um að kenna því fyrirhyggju- og skipu- lagsleysi sem löngum hefur ein- kennt íslensk leiklistarmál og Þjóðleikhúsið síðustu árin er öm- urlegt dæmi um. Það getur vitan- lega ekki gengið til lengdar að stærsta leikhús þjóðarinnar, Leik- listardeild Ríkisútvarpsins, skuli ekki hafa á að skipa eigin leik- flokki, eri þurfa að standa einsog armur bellari fyrir dyrum atvinnu-' leikhúsanna þegar ráðast þarfíein- hverstórvirki. Aukþessáað banna fastráðnum atvinnuleikurum yfir- vinnu, þ.e. takmarka vinnustundir þeirra við ákveðinn fjölda viku- lega, í þágu listarinnar. Á meðan nóg eraf ungumog hæfileikaríkum leikurum sem lítið eða ekkert fá að gera er ótækt að vera boðið uppá sýningar þarsem þreyttir og út- taugaðir atvinnumenn koma fram einsog af gömlum vana og eiga lítið erindi við leikhúsgesti. Þetta taki þeir til sín sem eiga. Ég hnýti þessum hugleiðingum um ástand í leiklistarmálum aftan- við umsögnina um sýningu Nem- endaleikhússins einsog í kveðju- skyni. Ég hef í vetur öðruhverju hlaupið í skarðið ásamt Árna Berg- mann meðan Sverrir Hólmarsson hefur verið við nám erlendis. Þetta er því síðasta skrif mitt, og vil ég nota tækifærið til að þakka rit- stjórn og lesendum Þjóðviljans ánægjulegt samneyti á liðnum vetri. Sigurður A. Magnússon. Strætisvagna- fargjöld 12 kr? Samþykkt ráðsins um afslátt í fullu gildi, segir verðlagsstjóri Verðlagsráð hefur heimilað 20% hækkun á fargjöldum almennings- vagna í landinu, þar með talið til Strætisvagna Reykjavíkur, sem þó höfðu ekki sótt um hækkun. Er bú- ist við að þessi heimild verði nýtt og mun borgarráð ljalla um fargjöld SVR á fundi sínum á föstudag. Georg Ólafsson verðlagsstjóri sagði í símtali við Þjóðviljann í gær að Landleiðir og Strætisvagnar Kópavogs hefðu óskað eftir 20% hækkun og hefði hið sama verið látið gilda um Strætisvagna Akur- eyrarog Reykjavíkur. Verðlagsráð gerir ráð fyrir því að afsláttarkort SVR fari aftur í umferð, enda er samþykkt ráðsins þar um enn í fullu gildi, sagði verðlagsstjóri. Hann sagði að þessi 20% væru heimiluð vegna kostnaðarhækkana frá því í byrjun ársins, en verðlags- ráð hefði í febrúar heimilað 25% hækkun, til almenningsvagna. Sem kunnugt er felldu Strætisvagnar Reykjavíkur sölu afsláttarkorta niður í janúarmánuði, en það jafn- gildir 15% hækkun á fargjaldatekj- um fyrirtækisins. Lögbannið á SVR teídð fyrir á þriðjudag Fallið frá aðgerðum vegna markaðshækkunar Verðlagsráð hefur fallið frá aðgerðum vegna 25% hækkunar á fargjöldum SVR frá 1. mars, en samþykkt ráðsins þar um var bundin því skilyrði að sala afslátt- arkorta yrði tekin upp að nýju hjá fyrirtækinu. Telur Verðlagsstofn- un að málalok í lögbannsmálinu frá í janúar sl. muni skera úr um þann ágreining sem er milli borgarinnar og verðlagsyfirvalda um fargjöld SVR og mun því ekkert aðhafast vegna seirini hækkunarinnar. Gísli ísleifsson, lögmaður Verð- lagsstofnunar sagði í samtali við Þjóðviljann i gær að lögbannsmálið kæmi næst fyrir á þriðjudag, 17. maí. Sl. þriðjudag var málið tekið fyrir en þá óskaði borgarlögmaður eftir viku fresti vegna dvalar utan bæjarins. Gísli sagði að málið hefði gengið hratt fyrir sig rniðað við gang mála almennt í dómskerfinu, en ómögu- legt væri að segja fyrir um hversu langur tími liði þar til dómur yrði upp kveðinn. Nú stæði yfir gagna- öflun og eiginlegur málflutningur væri ekki hafinn. -Á1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.