Þjóðviljinn - 12.05.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. maí 1983
✓ /
Kristján Ragnarsson formaður LIU
Ef afli glæðist ekki
er vá fyrir dyrum
- Það var spáð góðri vetrar-
vertíð af fískifræðingum, en
hún verður sú lakasta í fjölda
ára. Apríl brást algerlega, það
lélegasta sem komið hefur í 20
ár. Þessi útkoma veldur okkur
miklum áhyggjum“, sagði
Kristján Ragnarsson formaður
LÍÚ í samtali.
í dag, á lokadegi hafa flestir
bátar sunnanlands og vestan- hætt
hefðbundnum vertíðarveiðum.
Þorskafli báta í apríl var aðeins
tæpar 30 þús. lestir en var í sama
mánuði í fyrra nærri 49 þús. lestir.
Heildarþorskaflinn fjóra fyrstu
mánuði ársins er um 140 þús. lestir
en var í fyrra nærri 196 þús. lestir.
Vegna lélegra aflabragða hefur
sjávarútvegsráðuneytið ákveðið
verulegar tilslakanir á áður boðuð-
um þorskveiðibönnum, í sumar.
Þannig hefur skrapdögum togara
verið fækkað um 10 fram til loka
ágústmánaðar og þá verða neta-
veiðar báta ekki stöðvaðar um
miðjan þennan mánuð, og verður
aðeins þorsknetaveiðibann í gildi
frá 1. júlí til 15. ágúst í sumar.
- Menn hafa verið að nefna ýms-
ar ástæður fyrir því að þorskur
veiðist lítið sem ekkert. Þetta eru
hálmstrá held ég. Meðan togararn-
ir finna ekki þorsk, þá óttast ég að
hann sé ekki til. Felustaðir eru ekki
eins margir og áður og það eru
fleiri sem leita en áður“, sagði
Kristján Ragnarsson.
Hann sagði að ef ekki batnaði
hjá togurunum þá væri vissulega vá
fyrir dyrum. „Það er engum til
gagns að gera sér vonir um annað
en það sem sýnist."
-Ig-
Heildarþorskaflinn fyrstu fjóra mánuði þessa árs er aðeins 140.000 lestir
en var 196.000 lestir í fyrra. Það er því vá fyrir dyrum ef ekki rætist úr,
segir Kristján Ragnarsson hjá LIÚ.
»>
„Er ekki mál til komið að
verkalýðshreyfingin og stjórnmálaöfl
tengd henni móti efnahagsstefnu sína
gegn kjaraskerðingarstefnu
atvinnurekenda og ríkisstjórna þeirra.
Málamiðlun -
flokkur - verka-
lýðshreyfing
Einn af ritstjórum Þjóðviljans,
Árni Bergmann, skrifar um
„stjórnmái'á sunnudegi" í blaðið
á laugardaginn var. Þar gerir
hann að umtalsefni það alvarlega
hugarástand allflestra íslensinga
að önnur höfuðandstæðan í ís-
lensku stéttaþjóðfélagi, þ.e.
atvinnurekendur, séu horfnir úr
hugum manna. Greinina nefnir
hann „Valdið sem hvarf“.
Árni rekur ýmis dæmi þess að
nú sé „Ríkið“ orðið höfuðands-
tæðingur verkalýðshreyfingar-
innar samkv. skilningi manna.
Bendir hann á viðtöl og skrif í
Alþýðublaði og Mogga, en kallar
einnig til vitnis fyrsta maí ávarp
Fuiltrúaráðs verkalýðsfélaganna
í Reykjavík, BSRB og INSÍ og
þykir „fyndið" hvernig komið sér
fyrir verkalýðshreyfingunni.
Þessi pistill Árna Bergmann varð
mér til nokkurrar umhugsunar og
er tilefni orða minna hér.
Það er markmið okkar sósíal-
ista að breyta þjóðfélaginu. Okk-
ur miðar hægt, við löfum í 17-
20% kjörfylgi, en reynum að hafa
einhver áhrif. Við vitum að það
er hægt að nota ríkisvaldið til tak-
markaðra breytinga, t.d. þegar
verkalýðshreyfingin nær því fram
á þingi sem ekki fékkst fram við
kjarasamninga. Nefna má lög um
rétt verkafólks til uppsagnarf-
rests frá störfum, launa í slysa- og
veikindatilvikum, verkamanna-
bústaði, orlof, fæðingarorlof,
vinnuvernd o.fl. o.fl., ætíð í and-
stöðu við atvinnurekendur, að
ekki sé nú minnst á tilraunir
verkalýðssinna á þingi og í ríkis-
stjórn til þess að vernda um-
saminn kaupmátt þótt það hafi
misjafnlega gengið. Við vitum af
reynslu að atvinnurekendur og
flokkar þeirra, Framsókn og
Sjálfstæðisflokkur, nota ríkið og
embættismannakerfi þess (Seðla-
banka, Þjóðhagsstofnun o.fl.)
rækilega í sína þágu og þeim mun
meir sem styrkleiki þeirra er
meiri. Nefni ég t.d. ríkisstjórn-
armynstrið Framsókn/
Sjálfstæðisfl. Þá er komið í veg
fyrir félagslegar úrbætur, knúðar
fram kauplækkanir, atvinnurek-
endum skömmtuð gjafalán o.fl.,
allt í þágu atvinnurekenda og
gróðasjónarmiða þeirra.
Pólitískur styrkleiki atvinnu-
rekenda stafar fyrst og fremst af
fjöldafylgi launafólks við flokk
þeirra, Sjálfstæðisflokkinn. Það
er grátbroslegt en staðreynd
samt. Ef félaga Árna Bergmann
finnst „fyndið“ hvernig komið er
fyrir verkalýðshreyfingunni, þá
þykir mér sorglegt hvernig komið
er fyrir pólitískum armi verka-
lýðshreyfingarinnar, verkalýðs-
flokkunum. Það er nefniíega
staðreynd að áhrif verkafólks á
Alþingi eru langt frá því að vera í
réttu hlutfalli við hinn faglega
styrk þess, en í faglegu baráttunni
hefur verkafólk oftast staðið
saman og unnið mikla sigra. Á
pólitíska sviðinu er það sundrað
og það er þess vegna sem svo oft
tekst að nota „Ríkið" gegn hags-
munum þess. Ég get verið jafn
pirraður yfir þessu og Árni, en að
því er varðar fyrsta maí ávarpið
þá er þar reynt að sameina sjón-
armið margra ólíkra stjórnmála-
skoðana. Eg fæ ekki séð að í
ávarpinu í ár sé „Ríkið" gert að
einhverjum höfuðandstæðingi
verkalýðshreyfinginnar, en það
er svo sem ekki verið að varpa
neinum dýrðarljóma á það held-
ur. Jafn skilningsríkum penna og
Árna Bergmann ætti að vera
ljóst, að í fyrsta maí ávarpi verka-
lýðsfélaga þarf ekki að tala um
atvinnurekendur sem andstæð-
inga sérstaklega. Þetta segi ég
vegna þess að það, að verka-
lýðsfélög eru til, felur í sér þá við-
urkenningu að atvinnurekendur
eru þeirra höfuðandstæðingar.
Verkalýðsfélögin spretta upp af
þeirri staðreynd.
í verkalýðshreyfingunni skipt-
ast menn í meginatriðum í
stuðningsmenn þriggja stjórn-
málaflokka: Alþýðuflokks, Alþ-
ýðubandalags og Sjálfstæðis-
flokks. Þar er ágreiningur um
grundvallaratriði eins og sósíal-
isma eða frjálshyggju, einkaeign
eða atvinnulýðræði, þjóðný-
tingu, ísland í Nato eða ekki
o.s.frv. Menn eru hins vegarsam-
mála um að láta ekki slíkar deilur
sundra félögum hreyfingarinnar í
hinni faglegu baráttu og í því er
styrkur hennar fólginn. Fyrsta
maí ávarpið er málamiðlun þess-
ara ólíku hópa, þar þarf að sam-
eina ólík sjónarmið. Sjálf-
stæðismennirnir komu t.d. til
móts við okkur sósíalista með því
að fallast á, að í ávarpinu í ár
væru allar kröfur samtaka her-
stöðvaandstæðinga einsog þær
eru frá herstöðvaandstæðingum
komnar, og fleira mætti nefna.
Að þessu leyti er fyrsta maí
ávarpið ekkert frábrugðið „Sam-
' starfsgrundvelli Alþýðubanda-
lagsins", því þar er verið að bjóða
upp á málamiðlun þar sem sam-
starfsgrundvöllurinn er ekki
stefna flokksins. Málamiðlun er
til margra hluta góð og síst skal ég
lasta þá ávinninga sem hafa staf-
að af málamiðlunum t.d. í ríkis-
stjórnarsamstarfi sósíalista og
upp voru talin dæmi hér fyrr í
greininni. Einnig tel ég sam-
starfsgrundvöllinn taktískan, en
þar er reyndar hvergi minnst á
atvinnurekendur.
Með sunnudagshugvekju sinni
virðist mér Árni Bergmann vera
að ásaka okkur sósíalista í verka-
lýðshreyfíngunni fyrir málamiðl-
anir, eða hann leitar að því í
ávarpinu sem ekki er þar skrifað.
Ef málamiðlanir eru vondar má
spyrja að því hvort ekki sé kom-
inn tími til að snúa á aðra braut.
Það má vel vera, en slík stefnu-
breyting verður aldrei fram-
kvæmd með því að krefjast þess
að sósíalistar í verkalýðshreyfing-
unni, jafn ósamstæð og hún er,
framkvæmi-það sem hinn sam-
stæði flokkur, Ab, treystir sér
ekki til að gera. Eða hvernig
stendur á því að ritstjóri Þjóðvilj-
inn skilur að flokkurinn þurfi að
slá af kröfum sínum, en krefst
þess samt að sósíalistar í verka-
lýðshreyfingunni geri það ekki.
Ég fæ ekki betur séð en „fussið á
sunnudegi" eftir Árna Bergmann
sé krafa um að sósíalistar nái
betri árangri innan verkalýðs-
hreyfingarinnar en flokkurinn,
hin samstæða heild, er fær um.
Sé það rétt hjá Árna Berg-
mann að verkafólk og forystu-
menn þess séu komnir út á þá
„firnahálu braut“ að líta á „Rík-
ið“ en ekki atvinnurekendur sem
Skúli
Thoroddsen
skrifar
sinn höfuðandstæðing, þá vaknar
sú spurning hvort hann sjálfur,
ritstjórar Þjóðviljans, Þjóðvilj-
inn og flokkurinn eigi þar ein-
hvern þátt?
Er áberandi í máli forystu-
manna flokks okkar, málgagns
eða flokkssamþykkta, fordæm-
ing eða gagnrýni á auð og völd
hinnar íslensku eignastéttar, firr-
ingu, arðrán og kúgun íslensks
verkafólks? Er ekki fremur horft
til stjórnmálaflokka, staðið í
keppni við þá um hylli kjósenda,
þingsætm og ráðherrastólana?
Að andstæður í íslensku þjóðfé-
lagi séu Alþýðubandalagið og
Sjálfstæðisflokkur, ekki verka-
fólk og atvinnurekendur?
Ragnar Árnason form. efna-
hagsnefndar miðstjórnar AB
segir réttilega í Rétti (4. 1982,
bls. 240) að ríkjandi viðhorf
launafólks til efnahagslífsins séu
eins og klæðaskerasaumaðar
efnahagskenningar á hagsmuni
atvinnurekenda. „Valdið sem
hvarf“ segir Árni Bergmann og
efnir dæmisögu um það að enginn
trúi þvf lengur að andskotinn
(atvinnurekandinn) sé til. En er
jíað nokkuð óeðlilegt?
Öll umræða um efnahagsmál
er einstefna VSÍ, Seðlabanka og
Þjóðhagsstofnunar. Skeleggur
málflutningur forseta ASÍ virðist
mega sín lítils gegn áróðri í öllum
þeim fjölmiðlum sem atvinnur-
ekendur ráða yfir beint eða
óbeint. Þorri launafólks fer að
trúa því að lúsarlaun þau, sem
þeim eru skömmtuð, standi efna-
hagslegum framförum þjóðar-
innar fyrir þrifum og að það beri
ábyrgð á óðaverðbólgu og efna-
hagsástandinu almennt í landinu,
en ekki atvinnurekendur. í grein
sinni í Rétti telur Ragnar Arna-
son það vera forgangsverkefni
verkalýðshreyfingarinnar að
móta „ítarlega efnahagsstefnu,
sem unnt sé að setja fram sem
skýran og trúverðugan valkost á
móti efnahagshugmyndafræði at-
vinnurekenda".
Er ekki mál til komið að Ab.,
Þjóðviljinn, verkalýðshreyfingin
og stjórnmálaöfl tengd henni
móti efnahagsstefnu sína gegn
kjaraskerðingarstefnu atvinnu-
rekenda og ríkisstjórna þeirra.
Það er hægt og launafólk mun
fagna því.
Þegar hreinræktuð stjórn at-
vinnurekenda var kolfelld í kosn-
ingum 1978, komst hið pólitíska
afl verkalýðshreyfingarinnar
næst því í sögu þjóðarinnar að ná
hreinum meirihluta á þingi og
það án efnahagsstefnu. 28 þing-
menn voru kjörnir. Þeir gerðu
riddara Essó/SÍS-
atvinnurekenda að forsætisráð-
herra og hafa tapað 12 þingsætum
síðan.
Þegar þetta er skrifað, er
landslýður hugsanlega að fá yfir
sig eina ógeðfelldustu stjórn at-
vinnurekenda í íslandssögunni,
ef marka má boðskap VSÍ, Seðla-
bankastjóra og Þjóðhagsstofnun-
ar. Verði svo; sést gildi þess að
verkalýðssinnar hafi aðild að
ríkisstjórn. Verkalýðshreyfingin
og verkalýðssinnar á þingi verða
að taka höndum saman til þess að
brjóta á bak ríkisstjórn atvinnu-
rekenda, ella má búast við því að
ávinningar verkalýðshreyfingar-
innar undanfarna áratugi verði
afmáðir að meiru eða minna leyti
með stjórnvaldsákvörðunum, af
„Ríkinu", af atvinnurekendum.
Reykjavík, 9. maí 1983.
Skúli Thoroddsen er starfsmaður
Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar í Reykjavík. Hann
hefur gegnt mörgum
trúnaðarstörfum fyrir
Alþýðubandalagið undanfarin
ár.