Þjóðviljinn - 12.05.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 12.05.1983, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 12. maí 1983 iÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23 fimmtudagur 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn 7.20 Létt tónlist í morgunsárið Hljóm- sveit Wal-Bergs leikur. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir Morgunorð: Arnaldur Þór talar. 8.15 Morguntónleikar a. Tríó í G-dúr op. 37 fyrir píanó, flautu og fagott eftir Ludwig van Beethoven. Daniel Baren- boim, Michel Debost og André Sennegat leika. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Rumm- ungur ræningi" ettir Otfried Preussler í þýðingu Huldu Valtýsdóttur. Helga Ein- arsdóttir les (7). 9.20 Morguntónleikar frh. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.30 Upprisan - Blekking eða staðreynd Séra Jónas G islason dósentflytur erindi. 11.00 Messa á vegum öldrunarnefndar Þjóðkirkjunnar í Hallgrímskirkju Presfur: Séra Pétur Ingjaldsson. Organ- leikari: Hörður Áskelsson Hádegistón- leikar. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar.Fimmtudagssyrpa - Páll Þor- steinsson. 14.30 „Sara“ eftir Johan Skjaldborg Einar Guðmundsson þýddi. Gunnar Stefáns- son les (5). 15.00 Miðdegistónleikar 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Útvarpssaga barnanna: Sögur frá æskuárum frægra manna eftir Ada Hensel og P. Falk Rönne „Kóróna Ameríku11, saga um Georg Washing- ton (11). 16.40 Tónhornið Stjórnandi: Guðrún Birna Hannesdóttir. 17.00 Rondó. Þáttur úr tónlistarlífinu Um- sjónarmenn: Einar Jóhannesson og Kar- ólína Eiríksdóttir. 17.45 Síðdegis í garðinum með Hafsteini Hafliðasyni 17.55 Neytendamál Umsjónarmenn: Anna Bjarnason, Jóhannes Gunnarsson og . Jón Ásgeir Sigurðsson. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Fimmtudagsstúdíólð - Útvarp unga fólksins Stjórnandi: Helgi Már Barðason (RÚVAK). 20.30 „Silkitromman11 Ópera byggð á jap- önsku Nó-leikriti. Tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson; texti eftir Örnólf Árnason. Hljómsveitarstjóri: Gilbert Levine. Leik- stjóri: Sveinn Einarsson sem kynnir jafn- framt óperuna í þessum útvarpsf lutningi. Guðmundur Jónsson, Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir, Sigurður Björnsson, Kristinn Sig- mundsson, Jón Sigurbjörnsson og Rut Magnússon syngja. Félagar i Sinfóniu- hljómsveit Islands leika. Óperan var hljóðrituð fyrir útvarp í Háskólabiói 21. og 22. júni 1982. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Bráðaþeyr11, smásaga eftir Marie Luise Kaschnits i þýðingu Hrefnu Beckmann. Geirlaug Þorvaldsdóttir les. 23.20 Undir lágnættið Sinfóníuhljómsveit- in í Berlín leikurvinsæl lög; Robert Stolz stj. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. föstudagur 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í mund. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun- orð: Bryndis Víglundsdóttir talar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Rumm- ungur ræningi11 eftir Otfried Preussler i þýðingu Huldu Valtýsdóttur. Helga Ein- arsdóttir lýkur lestrinum (8). 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10Veðurfregnir.Tónleikar. 10.35 „Það er svo margt að minnast á“ Torfi Magnússon sér um þáttinn. 11.05 „Ég man þá tið Lög frá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson. 11.35 Frá norðurlöndum Umsjónarmaður: Borgþór Kjærnested. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Á frivaktinni Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 „Sara“ eftir Johan Skjaldborg Einar Guðmundsson þýddi. Gunnar Stefáns- son les (6). 15.00 Miðdegistónleikar 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Útvarpssaga barnanna: Sögur frá æskuárum frægra manna eftir Ada Hensel og P. Falk Rönne. „Stærsti sigurinn11, saga um Alexander mikla Ástráður Sigursteindórsson les þýðingu sina (12). 16.40 Litli barnatiminn Stjórnandi: Gréta Ólafsdóttir (RÚVAK). 17.00 Með á nótunum Létt tónlist og leið- beiningar til vegfarenda. Umsjónarmenn: Ragnheiður Davíðsdóttir og Tryggvi Jakobsson. 17.30 Nýtt undir nálinni Kristín Björg Þor- steinsdóttir kynnir nýútkomnar hljóm- plötur. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. 20.40 Kvöldtónleikar 21.40 „Hve létt og lipurt11 Fjórði þáttur Höskuldar Skagfjörð 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Örlagaglima11 eftir Guðmund L. Friðfinnsson Höfundur les (14). 23.00 Kvöldgestir - Þáttur Jónasar Jón- assonar 00.50 Fréttir. 01.00 Veðurlregnir. 01.10 Á næturvaktinni Sigmar B. Hauks- son - Ása Jóhannesdóttir. 03.00 Dagskrárlok Útvarp fimmtudag: Silki- tromman Unnendur óperutónlistar fá efni vel við sitt hæfi í útvarpinu í kvöld er flutt verður verkið Silkitromman eftir Atla Heimi Sveinsson, sem gerði tónlistina, og Örnólf Árnason, sem samdi textann. Upptakan, sem flutt verður kl. 20.30 var gerð á síðasta ári í Háskólabíói. Silkitromman vakti mikla lukku hjá óperuunnendum þegar hún var sýnd hér á Listahátíð og aðstandend- ur „trommunnar" eru nýkomnir heim frá höfuðborg Venesúela, Caracas, þar sem Silkitromman var sýnd á alþjóðlegri leiklistarhátið. íslendingar settu leikinn á svið þar og íslenskir söngvarar fluttu - við góðan orðstír. Aðstandendum trommunnar mun hafa verið boðið að fara með hana á tónlistar- og leiklistarhátiðir víðar, t.d. í Frakklandi og Danmörku. ast RUV 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.50 Steini og Olli Smiðshöggið Skop- myndasyrpa með Stan Laurel og Oliver Hardy. 21.15 Myndbandavæðingin Dönsk frétta- mynd um notkun og útbreiðslu mynd- banda i Danmörku. Fjallað er um heimil- isnotkun myndbanda, framleiðslu efnis og dreitingu, efmsval og samkeppnma við sjónvarpið. Þýðandi Bogi Arnar Finn- bogason. (Nordvision - Danska sjón- varpið) 22.05 Ég söng aldrei fyrir föður minn (I Never Sang for My Father) Bandarísk biómynd frá 1969. Leikstjóri Gilbert Cates. Aðalhlutverk: Melvyn Douglas, Gene Hackman, Estelle Parsons og Dorothy Stickney. Aldraður maður, sem jafnan hefur verið ráðríkur og harðlyndur í samskiptum við fjölskyldu sína, stendur að lokum einn uppi i ellinni. Þýöandi Dóra Hafsteinsdóttir. 23.40 Dagskrárlok. fr ndum Stœrðfrœðinám í framhaldsskólum Hvers vegna svo viðamikil próf? Mikið hefur verið rætt um það manna á meðal að menntun nem- enda í stærðfræði í grunnskólum landsins væri ófullnægjandi. í vetur hef ég hjálpað einum nem- anda í fjölbrautaskóla sem fallið hefur í því fagi áður, þannig að hann gæti náð prófi nú í vor. Taldi ég víst að sá hinn sami fengi minnst B feinkunn milli 6 og 8) á því prófi. I ljós kom að einkunnin reyndist 2y9 þ.e. falleinkunn. Ég fór fram á að mega sjá úrlausnir þessa nemanda, og var mér leyft það. Kom þá í ljós að úrlausnir voru þannig metnar að ein reikn- isvilla í dæmi nægði til þess að engin einkunn var gefin fyrir það, hvert sem vægi dæmisins var. Því miður man ég aðeins þrjú þeirra, úrlausnirnar, vægi og einkunnir. 1) l/3+l/2-l/4-2/3=4+6-3-8 = 10-5 = 5. 12 ~Í2~ 12 Vægi 2, einkunn 0. 2) 2 1/2-1 1/2 .= 7/3 ■ 3/2 = 51/6 = 8 5/6. Vægi 2, einkunn 0. Svarið var það ógreinilegt að ekki varð séð hvort um var að ræða 8 5/6 eða 8 3/6. 3) x/7=2-x-3; 8x= 56-7x+21;8x + 7x = 56 + 21; 15x = 77; x = 5,133. ~4~ Vægi 4, einkunn o. ___________________________ Önnur dæmi voru metin á sama veg. Samanlögð stig dæmanna í heild voru 100. Vinnan við úr- lausnir þeirra var það mikil að enginn nemandi hefði getað reiknað þau tvívegis, þannig að væntanlegar villur hefðu komið í ljós við seinni yfirferð, því ekki mátti nota nerna eina klukku- stund í allt prófið. Mér er ókunnugt uni færni menntamálaráðherra í stærð- fræði, en ntér er mjög til efs að hann hefði fengið A (8 eða meira), hefði hann átt að þreyta þetta próf. Samkvæmt þeint reglum sem ég hef vanist að gefa eftir eru þessi dærni vanmetin um 1 1/2+1 1/2+3 1/2 = 6 1/2 stig. Alls taldist mér til að unt væri að ræða van- mat á bilinu 12 til 20 stig, þannig að nemandinn hefði átt að stand- ast prófið. Skiljanlegt er því hversvegna hátt í helmingur nem- endanna féll á prófinu. Mér er hulið hversvegna próf í stærðfræði eru höfð þetta viða- mikil og hversvegna gefið er jafnt strangt fyrir, nema þau séu notuð til þess að takmarka þann fjölda nemenda sem haldið geti áfram námi. Þetta er ekki til að auka áhuga nemendanna til náms í fag- inu, og ef eitthvað getur aukið minnimáttarkennd gagnvart því, eru það þannig próf. Kópavogi 11. maí 1983, Þorstcinn Gunnarsson. Vegna skrifa um kynferðisafbrot gegn börnum: Birtið nöfn þessara manna S. J. hringdi: Mig langar til að leggja orð í belg vegna frétta í Þjóðviljanum af kynferðisaflrrotum gagnvart börnum og meðferð þeirra ntála. Ég hreint út sagt trúi ekki, eða vil ekki trúa öllu hcldur, að dóms- kerfið í landinu meðhöndli þessi mál af jafn ntikilli linku og raun ber vitni. Ég er alls ekki einn unt að vera furðu lostinn — allir þeir sem ég hef heyrt tjá sig urn þetta mál eru sama sinnis. Raunar er það þannig í þessu þjóðfélagi, að það virðist sem svo að réttur barna sé hafður að engu. Það er eins og það ntegi fara með þau eins og hverja aðra hluti. Að hugsa sér að menn sent frentja þvílíkan glæp eins og þennan skuli sleppa nieð skil- orðisbundinn dóm! Ég á varla til orð til þess að lýsa undrun minni. Svona löguðu vill maður helst ekki trúa. Or því aðdómskerfið virðist vilja hlífa þessum mönnum, þá sé ég ekki betur en að almenningur verði að grípaí taumana. Ég skora því á viðkomandi blaða- mann Þjóðviljans að birta sam- stundis nafn viðkomandi manns- og allra þeirra manna sem svo sví- virðilega haga sér í garð barna. Or því að dómskerfið vill ekki láta þessa rnenn sæta refsingu eða koma þeim undir læknishendur, því þessir menn eru fyrst og fremst brenglaðir á geði, þá hljót- uni við, foreldrar og aðrir, að eiga rétt á því að vita hvaða ntenn þetta eru, svo við getum a.m.k. varað börnin okkar við. barnahorn Dýra- vinurinn Charles Kingsley hét mað- ur. Hann var Breti og fæddist árið 1819. Hann nam guð- fræði og var um tíma prestur, en var seinustu ár ævi sinnar prófessor við hinn fræga há- skóla í Cambridge. Hann skrifaði margar skáldsögur, sem þóttu skemmtilegar og góður skáldskapur og einnig var hann gott ljóðskáld. Charles Kingsley var mikill dýravinur. Eitt sitt var hann að halda ræðu í kirkju sinni. Þar var enginn pi-edikunars- tóll og stóð Kingsley á gólfinu í kórnum. Allt í einu sá söfn- uðurinn, að presturinn beygði sig. Hann virtist taka eitthvað upp af gólfinu, en ekki gat fólkið samt séð að hann hpfði neitt á milli fingranna, þegar hann rétti sig upp. Hann þagnaði, vék sér við og fór inn í skrúðhúsið. Eftir örskamma stund kom hann aftur, helt Beðið eftir mömmu gæti þessi mynd heitið. Hún var tckin fyrir nokkru af börnum á barnaheimili saumastofu Hagkaupa við Höfðabakka í Rcykjavík. Börnin eru koniin í fötin og halda á myndununt sínum og nú vantar bara að mömmurnar verði búnar að sauma og komi og sæki þau. (Ljósm. Atli) áfram ræðu sinni og talaði af mikilli mælsku. tttir messuna spurði djákninn séra Kingsley hvað hann hefði tekið upp af gólf- inu og farið með inn í skrúð- húsið, Kingsley .svaraði. •- Ég kom allt í einu auga á fiðrildi fyrir framan tærnar á mér. Ég var hræddur um að ég kynni að stíga ofan á það, ef ég gleymdi mér í ræðunni, svo að ég beygði mig eftir því, skrapp með það inn í skrúð- húsið og lét það út um gluggann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.