Þjóðviljinn - 27.05.1983, Page 3

Þjóðviljinn - 27.05.1983, Page 3
Föstudagur 27. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 3 Ályktun frá trúnaðarmannaráði SFR: Efnahagsaðgerðirnar eru aðför að afkomu launþega Trúnaðarmannaráð Starfs- mannafélags ríkisstofnana kom saman til fundar í gær, eftir að efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar höfðu lauslega verið kynntar. A fundin- um var einróma samþykkt ályktun sú sem hér fer á eftir og um leið var hvatt til samstillingar launamanna gegn óvæginni árás ríkisvaldsins á afkomu heimilanna, eins og segir i frétt frá SFR. Trúnaðarmannaráð SFR skipa 222 aðalmenn og 180 varamenn en í félaginu eru nú 4609 félagsmenn. Alyktun ráðsins fer hér: Tekjur launamanna stórskertar „Fundur trúnaðarmannaráðs Starfsmannafélags ríkisstofnana haldinn fimmtudaginn 26. maí 1983 mótmælir harðlega fyrirhug- aðri aðför nýskipaðrar ríkisstjórn- ar að afkomu launþeganna og skorar á samtök þeirra að fylkja sér > til varnar launakjörum, afkomu, atvinnu og samningsrétti launa- fólks. Fundurinn bendir á, að aldrei hefur jafn blygðunarlaust verið skorin upp herör gegn samtökum verkalýðshreyfingarinnar og sjálf- stæðum samningsrétti, sem gert er með þeirri ákvörðun að svipta launþega viðræðu, umsagnar og með ákvörunarrétti um afkomu sína, sem gert er með einhliða ák- vörðun stjórnvalda. í málefnasamningi ríkisstjórnar- innar er ákveðinn stórfelldur niðurskurður tekna launþega og þær færðar atvinnurekstrinum til ráðstöfunar án allra fyrirvara ásamt yfirlýsingum um: • Frjálst verðmyndunarkerfi. • Vísitölukerfið afmunið svo frjálst verðmyndunarkerfi njóti sín til fulls án þess að launþegi fái bætur. • Kjarasamningar bannaðir. • Laun lækka um 14% þann 1.6. 1983. • Gengi íslensku krónunnar fellt um 18-20% sem þýðir hliðstæða hækkun á aðfluttri vöru. • Afleiðingum vegna gengis- breytingarinnar og annarra ráðstafana samfara þeim sem skv. samningum verkalýðshreyfingar- innar ættu að fást bættar 1. sept. verða aðeins bættar með 4% kauphækkun 1. okt. n.k. • Ríki og sveitarfélög fá frjálsar hendur með hækkanir á allri þjón- ustu, svo sem hita, rafmagni, síma, strætisvagnafargjöldum o.fl. o.fl. án þess að afleiðingar þessara hækkana fáist næstu 2 árin. • Fyrirheit um breyttar skatta- reglur til'að stuðla að eigin fjár- myndun fyrirtækja. • Skiptahlutur sjómánna stór- skertur. Sárabætur gegn skerðingu Launþegum er á móti gefin fyrir- heit um: , • 2% minni lækkun lægstu launa - 10% í stað 8% af 22% kjaraskerð- ingu 1. júní. • Tekjutrygging lífeyrisþega hækki til samræmis við kjarabætur þeirra lægst launuðu þ.e. um 2%. • Skuldbreytingalán til þeirra sem eru að sligast undir verðtryggðum lánum og eru að byggja í fýrsta sinn. • Vextir lækki seinna og lánakjör endurskoðuð. • Boðið upp á lækkun tekjuskatts. Afleiðingar af fyrirhugaðri aðför mun ekki láta standa á sér á heimil- um launþega vegna þessarar stór- felldu kjararýrnunarstefnu. Verkalýðshreyfingin verður að samstilla afl sitt til átaka, ef ekki fæst viðurkenndur meðalákvörð- unarréttur hennar til að móta stefnu er miðar að því að þjóðin vinni sig með samkomulagi útúr þeim vanda, sem við er að etia. Án einlægt vilja er stefnir að sameiginlegu átaki stjórnvalda, at- vinnurekenda og launþega í stað sundurlyndis, sundrungar og átaka milli þessara aðila, uppsker þjóðin eftir efninu, þá upplausn efnahags- kreppu og atvinnuleysi annarra þjóða, t.d. Englands, Danmerkur og Póllands enda um margt líkt með aðferðum stjórnvalda." „Hér hefurðu Iykilinn að kassanum", gæti fráfarandi fjármálaráðherra, I Ragnar Arnalds, verið að segja við eftirmann sinn Albert Guðmundsson I fjármálaráðherra, en þeir skiptust á lyklavöldum í gær. Ljósm eik. Stofnfundur friðarhreyf- ingar kvenna í kvöld verður haldinn stofn- fundur Friðarhreyfíngar íslenskra kvenna, en eins og lesendum er kunnugt hefur starfað hér friðar- hópur kvenna frá því í ágúst á síð- asta ári. Hópurinn kom sér saman um ávarp, sem sent var öllum kven- félögum á iandinu, svo og bréf þar sem konur voru beðnar að hugleiða friðar- og afvopnunarmál og hugs- anlega friðarhreyfíngu. Og nú er semsé stundin runnin upp. Fundurinn verður haldinn í Nor- ræna húsinu og hefst klukkan fimm stundvíslega með því að hin kunna sænska þingkona, Maj Britt Theor- in, sem þekkt er á vettvangi SÞ, flytur erindi um friðarbaráttu og hlut kvenna í henni. Á eftir gefst fundargestum kostur á að leggja fyrir hana spurningar. Eftir kvöldverð mun Margrét Heinreksdóttir, fréttakona á sjón- varpinu, flytja erindi um vígbún- aðarkapphlaupið og stöðuna í viðræðum stórveldanna. Síðan munu þær Gerður Steinþórsdóttir, Björg Einarsdóttir, Kristín Ást- geirsdóttir og Margrét S. Björns- dóttir greina frá tillögum friðar- hóps kvenna um verkefni og skipu- lag væntanlegrar friðarhreyfingar. Fundurinn er opinn öllum kon- um og eru allar þær, sem áhuga hafa á friðarmálum og afvopnun í heiminum, hvattar til að koma á fundinn og leggja sitt lóð á vogar- skálarnar, friðarbaráttunni til framdráttar. ast Málefnasamningurinn s „Arás á lífskjörin“ sagði Svavar Gestsson á fundi ABR í gær- kvöldi „Megininntakið í málefnasamn- ingi þessarar ríkisstjórnar er að skera niður og lækka kaupið - ráðast gegn verkalýðshreyfing- unni. Samningum skal rift með lögum í tvö heil ár og allir gildandi kjarasamningar sem eiga að renna út í sumar skulu framlengdir til árs- ins 1984“, sagði formaður Alþýðu- bandaiagsins, Svavar Gestsson á geysifjölmennum aðalfundi Al- þýðubandalagsins í Reykjavík f gærkvöldi. Á aðalfundinum var Arthúr Morthens endurkjörinn formaður félagsins en með honum í aðal- stjórn voru kjörin þau Borghildur Jósuadóttir, Erlingur Viggósson, Guðbjörg Sigurðardóttir ög Helgi Samúelsson. í aðalstjórn sitja Ingi- björg Jónsdóttir, Einar Matthías- son, Stefán Stefánsson, Óskar Ár- mannsson og Snjólaug Ármanns- dóttir. Svavar Gestsson hvatti í ræðu sinni til harðrar og samhentrar stjórnarandstöðu gegn þeim ein- hliða árásum á lífskjör launafólks sem ríkisstjórn Sverris Hermanns- sonar stæði nú fyrir. -v. „Eg hef nóg aö starfa” sagði dr. Gunnar Thoroddsen að loknum ríkis ráðsfundi í gær „Hvað sjálfan mig áhrærir þarf ég ekki að kviða verkefnaleysi þótt mínum ráðherra- og þing- mannsferli sé nú lokið. Ahuga- málin eru mörg og margt þurft að bíða í önn liðinna áratuga“, sagði Gunnar Thoroddsen fráfarandi forsætisráðherra að loknum síð- asta ríkisráðsfundi á Bessastöð- um í gær. „Þessi ríkisstjórn hefur tekist á við margan vandann og náð ákaf- lega góðum árangri á ýmsum sviðum. Sérstaklega vil ég þar nefna að okkur hefur tekist að bægja frá hinu geigvænlega atvinnuleysi sem hrjáir ná- grannaþjóðirnar. Og þótt við höfum ekki haft fullt erindi sem erfiði í baráttunni gegn verðbólg- unni mega menn ekki gleyma því. að efnahagsmál snúast í kringum ýmislegt annað en verðbólgu. Þar vil ég nefna góðan árangur í því að ná niður viðskiptahallanum, en góðar horfur eru á að Hann nemi aðeins um 3—4% af þjóðar- framleiðslu á þessu ári“. Gunnar kvaðst aðspurður ekki geta dæmt um þá ríkisstjórn sem nú tæki við en hann óskaði henni farsældar í erfiðu starfi. Gunnar Thoroddsen fráfarandi forsætisráðherra og kona hans Vala Thoroddsen ganga til síðasta ríkisráðs- fundar Gunnars á Bessastöðum í gær. Ljósm. eik.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.