Þjóðviljinn - 27.05.1983, Side 4

Þjóðviljinn - 27.05.1983, Side 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 27. maí 1983 | DJÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Guörón Guðmundsdóttir. Ritstjóraf: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsia: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlööversson. íþróttafréttaritarí: Víðir Sigurösson. Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson, Ólafur Björnsson. .Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. Allt fyrir íhaldið • Þeir ætla að afnema verðbótagreiðslur á laun í næstu tvö ár höfðingjarnir, sem tóku við völdum í stjórnarráðinu við Arnarhól í gær. Þeir ætla að skammta mönnum hundsbætur eftir eigin geðþótta en láta alla kjarasamninga lönd og leið. • Miðað við það sem nú er vitað um áform hinna nýju stjórnvalda og sé ekki reiknað með neinum óvæntum at- burðum, þá má ætla að framfærslukostnaður hækki frá upp- hafi til loka þessa árs um nálægt 80%. Þetta staðfesti Hall- grímur Snorrason hjá Þjóðhagsstofnun við okkur í gær. • Þetta þýðir að frá 1. mars á þessu ári, þegar síðast voru greiddar verðbætur á laun samkvæmt kjarasamningum og til næstu áramóta þá mun framfærslukostnaðurinn hækka um nær 60% á tíu mánuðum. • Og hvað á svo kaupið að hækka á þessum sömu tíu mánuð- um? Ríkisstjórnin nýja hefur svarið á reiðum höndum. Frá 1. mars 1983 til 1. janúar 1984, þá á kaupið að hækka samtals um 12.3% - þ.e. um 8% 1. júní og um 4% 1. október. • Verðlagið hækkar um 60% á tíu mánuðum, - en kaupið um 12.3% á sama tíma. Þetta er 30% kjaraskerðing, þetta er 30% kauplækkun. Fyrir venjulegt launafólk hefur þessi ráð- stöfun nákvæmlega sömu áhrif, og ef gengið væri beint í launaumslagið og þaðan hirtar 300,- krónur af hverjum 1000,- en verðlagið stæði fast. • „Sáralítil skerðing kaupmáttar hjá verst settum“, mjálm- ar Dagblaðið/Vísir í fyrirsögn á baksíðu í gær, með einn þingmann þessarar ríkisstjórnar peningavaldsins í ritstjóra- sæti. Og hvað skyldi þetta nú þýða með „þá verst settu“? - Jú, svarið við því er líkaeinfalt. Það fólk, sem nú hefur innan við 9.581,- kr. í mánaðartekjur, það á, fyrir sérstaka náð að fá2% aukalega, það er liðlega 14% krónutöluhækkun launa á þessum 10 mánuðum, þegar áætlað er að verðlagið hækki hins vegar um nær 60!! • Allt er þetta svo ljóst sem verða má, enda mun hver og einn fá að reyna það á sjálfum sér, hvernig fer þegar kaupið hækkar bara um 12 eða 14% meðan verðlagið hækkar um 60%. • Það er leiftursókn íhaldsins gegn lífskjörunum, sem boðuð er fyrirvaralaust í stjórnarsáttmálanum. Þeim Fram- sóknarmönnum er beitt sem dráttarklárum fyrir stríðsvagn íslenskrar auðmannsstéttar í hennar stéttarstríði gegn al- þýðu landsins. Reiðingurinn, sem á þá hefur verið lagður sýnist fara þeim bærilega, í byrjun, hvemig sem endalokin verða. • Þegpiir mest vair þörf fyrír þjóðarsátt þá taka þeir 98leingiimur Hannmnnsson og Geir Hallgrímsson þann kost- nm fyrir hönd flokka sinna að leggjast í hernað gegn launaf- ólki í landinu og samtökum þess. Þeir þykjast ekki þurfa að tala við verkalýðshreyfinguna um eitt né neitt, allt skuli leyst með valdboði og tilskipunum einum. Þetta er auðvitað vís- asti vegurinn til þess að kveikja ófriðarbál út um allt þjóðfé- lagið, og má mikið vera ef sá eldur brennir ekki hásætið undan formanni Framsóknarflokksins fyrr en varir, þennan sess sem hann hlaut að launum fyrir að færa ráðamönnum Sjálfstæðisflokksins öll völd innan stjómarráðsins. • Sjá/fstæðisflokkurinn fékk mt iTráðuneytið, sem hann hefur ekki hafl í 30 ár, ogmá á Geir Hallgrímsson eiðsvarinn í Bilderberg-klúbbnum, atfsjá nm samskiptin við herstjórn Bandaríkjanna hér og tryggja hennar málum framgang. • Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjármálaráðuneytið fyrir AI- bert Guðmundsson, holdgerfíng íslenskrar braskarastéttar, og sérlegan sendimann Verslunarráðsins. • Sjálfstæðisflokkurinn fékk menntamálin í fyrsta skipti í nær 30 ár, og nú skal Ragnhildur Helgadóttir sjá um uppeldi þjóðarinnar fyrir hönd „Varins lands“. • Sjálfstæðisflokkurinn fékk iðnaðar- og orkumálin til að koma fram þeirri stefnu sinni að opna hér allar gáttir fyrir erlendu auðmagni og rækja skyldur sínar við Alusuisse. Og heildsaiarnir geta svo sannarlega klappað líka fyrir Steingrími Hermannssyni. Hann gladdi þá ekki bara með Albert heldur líka með Matthíasi Mathiesen í sæti viðskipta- ráðherra. wippt Spurningin er ekki hvort hann sé vígalegur eða greindar- legur, heldur hvaða ráðuneyti hann fœr? Ógnvœnleg skipting ráðuneyta Framsóknarflokkurinn fór ekki fyrir mikið inní ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum að þessu sinni. Þannig fékk Fram- sókn engin ráðuneyti sem hafa yfir fjármagni að ráða. Og það er ekki nóg með að íhaldið fái öll peningamálaráðu- neytin í sinn hlut, heldur fær það iðnaðarráðuneytið einnig og utanríkismálaráðuneytið - og menntamálaráðuneytið. Hvaða verkefni bíða Framsóknar í þess- ari ríkisstjórn? Fengu fundarstjórann Framsóknarflokknum hefur væntanlega trúlega þótt ágætt að fá kirkjumálaráðuneytið í þessari undarlegu helmingaskiptastjórn. En fundarstjóri við ríkisstjórnar- borðið heitir þrátt fyrir allt Steingrímur Hermannsson sem nú hefur gleymt kjörorði feðr- anna; allt er betra en íhaldið. Eftir stendur að Framsóknar- menn eru í miklum minnihluta f þessari ríkisstjórn. Vitað er að SÍS leggur ævinlega mikla áherslu á að Framsókn sé í ríkis- stjórn. En hitt vissu færri að SÍS gerði kröfu um að þingmenn Sambandsins kæmu ekki nálægt peningum í stjórninni. Á móti kemur svo að trúmál heyra undir flokkinn - og það hlýtur að vera dægileg dúsa fyrir það lítilræði að koma á martröðinni miklu. leiftursókn Sjálfstæðisflokksins. Öldungadeildin vann Ráðherralistinn hjá Sjálfstæð- isflokknum er nú þannig að allra flokka kvikindi taka bakföll; af undrun, af hneykslun, af reiði og síðast en ekki af síst af hlátri. Enginn ráðherranna er undir fimmtugu svo ungherjahreyfing- in hefur enn eitt kjörtímabilið orðið að láta í minni pokann. Það er í þessu sambandi sérstaklega eftirtektarvert að varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Friðrik Sophusson, skuli ekki hafa rúm- ast meðal sex ráðherra þessa flokks. Enda segja mæddir ung- liðar að öldungadeildin f þing- flokknum hafi unnið - og ungir verða gamlir fyrir tímann. Birgir ísleifur Gunnarsson sem haldið hefur hverja ræðuna á fætur ann- arri um iðnaðarmál og orku í þeim iilgangi að hreppa stólinn þann, verður einnig að verma bekki hins almenna þingmanns. Hvílík niðurlæging, og hann sem hefur meir að segja skrifað grein- ar um málið bæði í Stefni og Moggann! Framsóknar- flokkurinn búinn að vera Tíminn hefur eftir Steingrími af miðstjórnarfundi flokksins í fyrradag: „Það verður að segjast einsog er, að við blasir miklu verra ástand heidur en að maður hafði gert sér grein fyrir“. Býsna frumlegt ekki satt? Hefur Steingrímur sagt nokkuð annað heldur en einmitt þetta sama þeg- ar hann hefur verið spurður um efnahagsmál síðustu árin? Ekki þar fyrir, að þessu sinni hefur hann alltof rétt fyrir sér: við blasir skelfilegt ástand með þessa Iíka ríkisstjórn hinna stóru peninga- hagsmuna. Það er greinilegt að vinstri öfl- in í Framsókn hafa ekki komið upp neinni fyrirstöðu í þessari ríkisstjórn. Mennta-, utanríkis- og iðnaðarmálin eru afhent sjálfu erkiíhaldinu á silfurfati. Hins vegar er nýi sjávarútvegsráðherr- ann, Halldór Ásgrímson endur- skoðandi SÍS, formaður Seðla- bankaráðsins, tillögumaður með álflókkabandalaginu um eftirgjöf við Alusuisse með meiru. Og fyrst farið er að minnast á ætt- fræði SÍS, sakar ekki að geta þess að Jón Helgason er mágur Er- lendar SÍS-forstjóra. Erlent fjármagn - opnar gáttir Það er ljóst bæði af stjórnar- sáttmála og ekki síður af manna- vali að með þessari ríkisstjórn er erlendu fjármagni bpnaðar leiðir inn í íslenskt atvinnu- og efna- hagslíf. Ekki nóg með það, held- ur er undirlægjan gagnvart Nató og Bandaríkjamönnum aðall þess fólks sem sest í marga ráð- herrastóla. Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra mun láta það verða sitt fyrsta verk að gefa grænt ljós á flugstöðvarbyggingu og Helguvíkurframkvæmdir. Annað verður á sömu bók. Sverrir Hermannsson mun semja við Alusuisse mjög fljót- lega og koma öðrum auðhringum til áhrifa í hinum fabríkkunum. Það er nauðsynlegt fyrir fólk sem sinnir mikið menningarmál- um, menntamálum og listum að kynna sér ræður og tillögur Ragn- hildar Helgadóttur menntamála- ráðherra um þau mál, - svona til þess að draga úr áfallinu þegar þar að kemur. Nýju ráðherrar Sjálfstæðis- flokícsins eru allir „báknsins menn“ - og kommisar Her- mannsson úr Framkvæmdastofn- un slíkra táknrænastur. Og ríkis- stjórn peningamanna mun standa vörð um það bákn og kerfi sem kemur hinum ríku til góða og ger- ir hina fátæku fátækari. Er þetta hœgt? Framsóknarflokkurinn tekur ekki mið af kosningaúrslitum. Hann lagði upp með „miðjumið- ið“ og hægri slagsíðu inní kosn- ingabaráttu og fékk rassskell fyrir vikið frá kjósendum. Og þótt Þórarinn Þórarinsson reyni að réttlæta þessa stjórnarmyndun gegn betri vitund, breytir það engu um að samvinnumenn og vinstra fólk hlýtur að snúa baki við flokknum sem steypir þjóðinni útí leiftursókn einmitt nú þegar hún þarf á samvinnu- stefnu, sósíalisma og raunhæfri kjarajöfnun að halda. Fjármálaráðherrann nýi er máske stóra sprengingin inní Sjálfstæðisflokknum. Bílasalar og brennivínsumboðsmenn hafa nú fengið uppreisn æru í Sjálf- stæðisflokknum og þótti mörgum tími kominn til. En þegar búið var að draga í happdrættinu í þingflokki Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðuneytið hafði lent í fanginu á Albert Guðmunds- syní, er sagt (þjóðsagan enn) að þeir nafnar Matthías Bjarnason og Á. Mathiesen hafi litið hvor framan í annan og sagt einum rómi: Er þetta hægt Matthías? og skoriö Veisluhöld Það eru. víðar haldnar miklar veislur hjá íhaldinu. Og ekki er að efa að álherrarnir hjá Alu- suisse hafa klingt skálum. Það hafa þeir líka gert sem vilja vald Bandaríkjahers og Reagan- stjórnarinnar sem mestan hér á landi. Og það verða víðar veislur. Allir hinir ríku í landinu, sem skráðir eru fyrir fyrirtækjum hrósa miklum sigri. Þeir finna ekki fyrir kjaraskerðingunni miklu sem þegar hefur verið boðuð. Og allir þeir afturhaldsseggir sem bíða eftir stjórnunarstöðum í ráðuneytunum hlakka mjög yfir nýjum ráðherrum. Það er einmitt í ráðuneytum Sjáifstæðisflokks- ins sem meira er um mannaráðn- ingar heldur en hjá Framsókn. Og sagt er að það séu fleiri en Sigurjón Fjeldsted og Bessí Jó- hannsdóttir sem hungrar og þyr- stir í nýjar stöður. Því er það íhaldinu sérstakt fagnaðarefni að eftir áratugi fái Sjálfstæðisflokk- urinn menntamálaráðuneytið þarsem „Little Thatcher“ ræður ríkjum. k.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.