Þjóðviljinn - 27.05.1983, Side 8

Þjóðviljinn - 27.05.1983, Side 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 27. maí 1983 Erfiðleikar Verkamannaflokksins breska: Þj ó ðarkroppurinn gerist vambmeiri Eftir að kosningaslagurinn fór af stað í Bretlandi hefur ýmislegt bent til þess að Verkamannaflokkurinn sækti í sig veðrið. En það er lflka ljóst, að hann á í erfiðleikum og það er í sjálfu sér ósigur fyrir hann, að íhaldið skuli eiga drjúgar sigurvon- ir eftir að atvinnuleysið hefur aukist jafnt og þétt á allri stjórnar- tíð Margaret Thatcher. Einhvern- tíma hefði því verið spáð að við slíkt ástand flykktu menn sér undir merki þess flokks sem hugmynda- lega og skipulagslega er nátengdur ver kalýðsstéttinni. Þegar menn hafa fjölyrt um ýmislegt vandkvæði sem steðja að Verkamannaflokknum, hefur oft- ast verið talað um foringjakreppu og innri átök, brotthlaup hægri- krata úr flokknum, ótta ýmissa við róttæka stefnu flokksins í varnar- málum og að því er varðar aðild Bretlands að Efnahagsbanda- laginu. Því er fróðlegt að skoða ný- lega grein í Guardian eftir Peter Jenkins, þar sem rætt er um þær breytingar á bresku þjóðfélagi, sem eru mjög andstæðar Verka- mannaflokknum eins og hann hef- ur verið. Stéttvísi hnignar í fyrsta lagi, segir Jenkins, hefur stéttarvitundin blátt áfram dofnað, það er í minnkandi mæli hægt að gera ráð fyrir því að menn kjósi eftir stéttum. Menn eru þá mót- tækilegri t.d. fyrir fjölmiðlamynd leiðtoga, eða þá einstökum mál- um. Jenkins nefnir til dæmis, að í málum eins og harðari löggæslu, strangari takmörkunum á innflutn- ingi fólks, misnotkun á velferðark- erfinu geti íhaldsmenn náð fylgi margra sæmilega stæðra verka- manna, sem óttast ókyrrð og upp- lausn fremur en annað. Öðruvísi skipting Annað er það í þróun bresks þjóðfélags sem er mjög óhagstætt Verkamannaflokknum, en það er breyttsamsetningþjóðfélagsins. Á síðastliðnum áratug hefur mjög fækkað í stétt erfiðismanna, sem voru tryggustu stuðningsmenn flokksins. Aftur á móti hefur þeim launþegum stórlega fjölgað sem stundum eru kallaðir „flibbaör- eigar“, þ.e. stunda ekki líkamlega vinnu - og þeir hafa margir hverjir lífskjör og þá ekki síður viðhorf millistéttar. Á liðnum áratug fjölg- aði þeim úr 36,5% í 48,7% lands- manna og gætu verið orðnir enn fleiri núna tiltölulega. Auk þess ber þess að geta, að fólki með ýmis- konar sérmenntun og fólki í ýmis- konar stjórnunarstörfum fjölgaði á liðnum áratug úr 12% í 16,5% - en meðal þessa fólks hefur íhaldið jafnan átt yfirgnæfandi fylgi. Þessari þróun, sem þegar allt kemur til alls þýðir að miðjan á þjóðarbúknum er orðin miklu gild- ari en áður, fylgja einnig breyting- ar á búsetu. Það fækkar í miðborg- unum, en fjölgar í einbýlis- og rað- Margaret Thatcher hefur hengt upp skilti á forsætisráðherrabústaðnum: Farin út á land. Michael Foot hefur hengt á Englandskortið: Landið er farið í hundana.... húsahverfum útborganna. Og ein- mitt fyrir þessar kosningar hafa verið gerðar ýmsar breytingar á landafræði hinna bresku einmenn- ingskjördæma, sem auka vægi út- hverfaatkvæðanna og þar með íhaldsatkvæðanna. Ef að þessar breytingar hefðu verið gengnar í gildi árið 1979, þá hefði meirihluti íhaldsflokksins á þingi nú verið 27 sætum stærri en hann er. Eigið húsnœði Enn ein breyting: eigendum eigin húsnæðis hefur fjölgað í Bret- landi, og eru þeir nú um 57% „heimilisfeðra“. Margaret Thatc- her hefur unnið að því að fjölga þeim, m.a. með mjög umdeildri sölu á leiguhúsnæði bæjarfélaga - en um hálf miljón íbúða hafa verið seldar einstaklingum í stjómartíð hennar og er það vinsæl ráðstöfun meðal miðstéttarfólks. íhalds- menn vita hvað þeir eru að gera : þeir sem hafa komist yfir eignir eru að öðrum jafnaði íhaldsamari en þeir áður vom og íhaldsflokkurinn hafði í síðustu kosningum um 12% forskot fram yfir Verkamanna- flokkinn meðal húseigenda. Þegar allt þetta er lagt saman kemur það út, að 51% af meðlim- um verkalýðsfélaga (í Bretlandi er ekki skylduaðild að verkalýðs- félögum) kusu Verkamanna- flokkinn árið 1979, en nú munu 57% kjósa gegn honum. Þetta er mikið alvörumál Verkamanna- flokki í atvinnuleysi sem nær til 3,3 miljóna manna. AB tók saman. Nígería: Olíudraumur varð martröð í einu helsta viðskiptalandi íslendinga um árabil, Nígeríu, eiga að fara fram kosningar nú í ágúst. Og Shagari forseti ferðast um landið og vígir hálfreist fyrir- tæki og reynir að breyða yfir þá gífurlegu spillingu og þá miklu efnakreppu sem hrjáir þetta olíuríka land. Ekki er langt síðan Nígeríumenn voru hinir bjartsýnustu. Olíupen- ingarnir streymdu um allt og efldu 'menn til allskonar glæfralegra fjár- festingarævintýra og til feiknarlegs innflutnings. En Nigería hefur fengið að reyna það rétt eins og Mexíkó, að það er valt að treysta einhliða jafnvel á svo útgengilega vöru og olían er. Verðfall á henni og sölutregða hafa skorið feiknar- lega niður útflutningstekjur Niger- íumanna og skuldir hlaðast upp. Þeir sölustjórar og bankamenn al- þjóðlegs kapítalisma sem áður stóðu í biðröðum eftir að bjóða vörur og fyrirgreiðslu Nígeríu- mönnum standa nú í vonlausum biðröðum eftir skuldaskilum. Níg- -ería borgar ekki reikninga sína, eða þá seint eða illa. Ósjálfbjarga þjóðfélag Illt er þróunarlandi að vera án eigin olíu - illt er líka að eiga mikið af henni. Olíugleðin hefur nefni- lega umturnað nígerísku þjóðfélagi svo mjög, að þegar að kreppir er það verr í stakk búið en áður að fæða sig og klæða. Mikill fjöldi fólks hefur þegar yfirgefið hefð- bundin landbúnaðarhéruð í von. um að krækja sér í einhverja mola af olíuríkidæminu í borgunum. Lagos er orðin óskapnaðarborg með sex miljónum íbúa, atvinnu- leysi er mikið og dýrtíð: útlending- ar kvarta yfir því, að mjólkurflaska kosti sem svarar níutíu íslenskum krónum. Eigin matvælaframleiðsla hefur skroppið saman: jarðhnetu- Shagari forseti: kosningarnar verða að líkindum mjög í skötulíki. Fátækarhverfi í Lagos: og allt gengur fyrir mútum. framleiðslan var 1,6 miljónir smá- lesta árið 1969 en er nú um 500 smálestir, baðmullarframleiðslan er líka fjórum sinnum minni en áður og mestallur fatnaður er flutt- ur inn. Mataræði hefur breyst, hafnað er sorghum og hirsi, í stað- inn koma innflutt hveiti og hrís- grjón og niðursuðuvörur. Útlendingahatur En forsetinn ætlar sér að vinna í kosningum og hann greip til gam- alkunnugs ráðs: að kenna útlend- ingunum um allt saman - það eru farandverkamenn frá Ghana, Togo og Begin sem éta frá okkur matinn og taka frá okkur vinnuna! Ekkert er aúðveldara en að æsa upp slíkar kenndir - og um tvær miljónir svartra manna voru rekn- ar á brott með mikilli hörku og eng- in grið gefin frá því ríki sem hafði átt sér drauma um að verða forystu- ríki í menningu og tækni í Afríku. Ekki batnaði efnahagur Nígeríu við þessa nauðungarþjóðflutninga. Farandverkamennirnir unnu oft betur og samviskusamlegar en Heimamenn, sem voru orðnir das- aðir nokkuð af peningaþefnum frá olíunni. Meðal útlendinganna var og mikið af sérhæfðu vinnuafli, og þegar þeir menn voru á brott rekn- ir, stöðvuðust margar framkvæmd- ir. Íkveikjupólitík Og við tók spilling enn verri en sú sem fyrir var. Smygl og mútu- starfsemi er gríðarmikill atvinnu- vegur, sem læðir fé í vasa hárra sem lágra. „Grát, ástkæra fósturmold", skrifar rithöfundurinn Charles An- yasi, „grát þú“, Sódóma Afríku, land spillingar og lasta.“ Nýjasti kaflinn í spillingarsögunni er skráður með gífurlegum í- kveikjum. Óþekktir menn hafa brennt menntamálaráðuneytið til að eyðileggja pappíra um spillingu við úthlutun námsstyrkja. I hitteð- fyrra brann utanríkisráðuneytið og þar með skjöl um hasssmygl sem rekið var með diplómatapóstum. í fyrra varð bruni hjá flugfélaginu Nigeria Airways - og í honum eyðilögðust allar heimildir um flug- ferðir áhrifamanna, sem notuðu flugleiðirnar mikið en borguðu aldrei. Og svo mætti lengi telja. Svo á að heita að í Nígeríu sé lýðræði og Shagari forseti, sem styðst einkum við Hausaþjóð, hef- ur með ýmsum hætti sýnt sáttfýsi í landi mikilla þverstæðna. Til dæm- is hefur hann leyft Ojukwu, sem reyndi að stofna sérstakt ríki í Bi- afra, að snúa heim og hefur tekið hann í flokk sinn. Varaforsetaefnin í kosningunum eru fjögur - en mjög vafasamt er samt talið, að kosningarnar muni framkvæmdar í anda þess lýðræðis sem formlega er flaggað með. Enda sýna spillingar- ævintýrin, að vart er við góðu að búast. Þegar berast fregnir af margskonar fölsunum og svindli við skrásetningu kjósenda. Og hvítu mennirnir, sem telja sig ekki geta grætt lengur í þessu áður kaupglaða olíulandi, þeir eru að pakka saman og yfirgefa svæðið. AB tók saman.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.