Þjóðviljinn - 27.05.1983, Side 9

Þjóðviljinn - 27.05.1983, Side 9
Föstudagur 27. mal 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 „Ég er með 48 manns í vinnu á vöktum allan sóiarhringinn nema á laugardögum og part úr sunnudegi. Bakaríið hefur stækkað gífurlega á undanförnum árum og til marks um það er, að við fluttum tiltölu- lega nýlega í þúsund fermetra hús- næði úr 300 fermetrum, og þetta húsnæði er þegar orðið of Iítið.“ Svo fórust orð Ragnari Eðvaldssyni bakarameistara og eiganda Ragn- arsbakarís sem á velgengi sína í mikilli samkeppni bakaríanna að miklu leyti því að þakka að árið 1975 kom hann fram með „nýja“ brauðtegund, og í þess orðs fyllstu merkingu má segja að neytendur hafí bitið á agnið. Síðan hefur fyrirtækið þanist út, veltan stór- aukist frá ári til árs. Meðan menn horfa til Suðurnesja og stærsta þéttbýliskjarnans þar, Keflavíkur, nokkuð vantrúaðir á svip ekki síst þegar litið er til þess að óáran í deild skomu brauðanna væri ekki svo mikil sem raun ber vitni, þá væri verðið á óskornum brauðum mun hærra.“ Hvernig er starfskiptingin hjá þér í bakaríinu? „Af 48 starfsmönnum auk mín eru hér 8 bakarar, 7 menn starfa eingöngu við hreinsun í fyrirtæk- inu, þá er ég með fólk í pökkun og í hefðbundnum störfum tengdum bakstrinum. Ég held að meira mannahald í hreinsuninni þekkist varla í bakaríum. Ástæðurnar fyrir því að ég legg svo mikla áherslu á þrifnaðinn má rekja til þess er ég sótti framhaldsnám í Sviss, en þrifnaður í bakaríum þar er áreiðanlega sá mesti sem þekkist.“ Hverjar telur þú meginástæð- urnar fyrir velgengni baka- rfsins? „1975 byrjaði ég að framleiða Nýja pökkunarvélin í Ragnarsbakaríi. Hún hefur stóraukið afköstin. Ragnar Eövaldsson bakarameistari í Keflavík Notum 100 tonn af hráefni á mánuði Heilsubrauðin gerðu Ragnarsbakarí að einu hinu stœrsta sinnar tegundar á landinu útgerð er orðin hrikalegt vandamál þar og hefur svo verið um alllangt skeið, þá má finna bjartari hliðar á hverju máli. Og Ragnarsbakarí er eitt blómlegasta fyrirtæki sem risið hefur upp á undanförnum árum. Nú tala menn mikið um óhóflega álagningu á brauð og kökur, t.d. niðurskornu brauðin. Hver er þín skoðun á því? „Staðreyndin er sú að ef ekki kæmi til verðmunurinn margum- talaði á niðurskornu brauðunum og hinum, þá hreinlega væri maður löngu rúllaður yfir um, svo mikið er víst. Ég sel að langmestu leyti niðurskornu brauðin og tiltölulega lítið af óskornum brauðum. Ég vil líka benda á að ef markaðshlut- Heilsubrauðin svokölluðu. Þá komst ég inn á Reykjavíkurmark- aðinn, en síðan þegar ég fjárfesti í nýju pökkunarvélinni má segja að öll framleiðslan hafi tekið risa- stökk fram á við. Ég framleiði nú um 60 tegundir af brauðum og kök- um og allt rúllar þetta í gegnum pökkunarvélina sem auk mikillar afkastagetu skilar afurðunum í loftþéttum plastumbúðum níð- sterkum. Nú sel ég brauð út um allt land, til Reykjavíkur fer gífurlegt magn auk þess á Austfirði, Vest- firði og á Akureyri. Þá má segja að ég sé allsráðandi á markaðnum hér á Suðurnesjum. Ég hygg að 55% framléiðslu minnar fari út af Suð- urnesjum en 45% á Suðurnesin.“ Er samkeppnin hörð? „Já, samkeppnin er geysihörð, en hún er heiðarleg að mínu mati. I mörgum tilvikum er því þó þannig farið að mjög erfitt getur rey.nst að koma framleiðslu sinni í verslanir þar sem önnur bakarí hafa haslað sér völl. Ég tel mig þó ekki hafa ástæðu til að kvarta. Viðskiptavinir mínir eru nú um 300 talsins og á hverjum degi streyma héðan bflar hlaðnir brauði og kökum.“ Mikil veltuaukning? Veltuaukninguna milli ára 1981 og 1982 taldi Ragnar vera um 80% og einnig gat hann þess að á mán- uði seldi hann framleiðslu fyrir sem svarar 1,6 miljón og hráefni sem hann notaði væri í kringum 100 Ragnar Eðvaldsson bakarameistari. tonn á mánuði. 40% fram- leiðslunnar eru kökur, 60% brauð. Ragnar kvaðst í lok samtalsins við blaða- og fréttamenn hafa lagt mikla áherslu á vandaðar umbúðir, „því vissulega selja umbúðirnar framleiðsluna. Ég varð mikið var við þegar umgjörðin tók að breytast hjá mér, þá tók fólk fram- leiðsluna fyrir erlendan varning. Þetta hefur krafist mikillar skipu- lagningar. Við erum með ná- kvæmar upplýsingar á hverri brauð- og kökutegund og tveir starfsmenn eru í því að taka við pöntunum og vinna við vörukynn- ingu. Að auki hef ég verið með umboðsmenn um land allt, sagði Ragnar að lokum. - hól. Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum orðin fimm ára: Fiskeldi og orkunýting eru helstu framtíðarverkefni samtakanna Samtök sveitarfélaga á Suður- nesjum boðuðu í siðustu viku blaðamenn á sinn fund þar sem samtökin voru kynnt. Fór kynning- in fram í Keflavík og þar voru mættir allir framámenn í sveitarfé- lögunum, þeir Leifur ísaksson sveitarstjóri i Vogum og núverandi formaður SSS, Eiríkur Alexand- ersson framkvæmdastjóri SSS, Jón Gunnar Stefánsson bæjarstjóri í Grindavík, Aki Gránz forseti bæjarstjórnar í Njarðvík, Steinþór Júlíusson, bæjarstjóri í Keflavík, Ellert Eiríksson sveitarstjóri Gerðahrepps, Jón K. Ólafsson sveitarstjóri Miðneshrepps, Þórar- inn St. Sigurðsson sveitarstjóri Hafnarhrepps og Jón Unndórsson iðnráðgjafi Sambands sveitarfé- laga á Suðurnesjum. Á fundinum voru rædd tildrög stofnunar SSS, markmið með stofnunni, framtíðarverkefni og helstu ávinningar. Samtökin fimm ára Samband sveitarfélaga á Suður- nesjum var stofnað sem formleg landshlutasamtök 16. nóvember 1978. Þá þegar og samtökin voru stofnuð var verkaskipting ákveðin og er hún með þeim hætti að sveitarstjórar í hverju sveitarfélaga á Suðurnesjum gegna formennsku eitt ár í senn. Enn sem komið er hefur ekki náðst samkomulag um að Vatnsleysustrandarhreppur og Grindavík gangi í samtökin en róið er að því öllum árum. Þó Samband sveitarfélaga hafi formlega verið stofnað 1978 þá spannar samstarf þessara aðila allt til ársins 1946 en þá sameinuðust sveitarfélögin um byggingu sjúkrahúss Keflavíkurl- æknishéraðs sem tekið var í notkun 1953. Síðan hafa fjölmörg sam- eiginleg verkefni náðst í gegn. Má þar nefna Stofnun Hitaveitu Suðurnesja sem var undirbúin á ár- unum 1972- 74. Aðild sveitarfélag- anna er 60% en ríkisins 40%. Brunavarnir Suðumesja voru stofnaðar 1972, Iðnskóli Suðurn- esja var stofnaður 1972 og upp úr honum Fjölbrautaskóli Suður- nesja, semvar setturá stofn árið 1975. Byggðasafn Suðurnesja var sett á laggirnar 1975, Sorpeyðing- arstöð Suðurnesja var tekin í notk- un 1979, Öldrunarheimilið Garðvangur í Garði og Hlévangur í Keflavík, og þannig mætti lengi telja. Það kom fram í máli þeirra sem stóðu fyrir fundinum í Keflavík að nú er mjög lítið til fiskeldis í sjó og eru uppi ráðagerðir í þeim efnum. Miklar líkur eru taldar á að komið verði á fót 10 miljón seiða stöð f Vogum í samvinnu við bandaríska aðila. Það er laxfiskur sem þarna á í hlut og er meining að koma upp í framhaldi af stofnun fiskeldis- stöðvarinnar að koma flutningum á ferskfiski á hagstæða markaði í Bandaríkjunum. Skilyrði til haf- beitar í sjó er mjög góð á Suður- nesjum, Golfstraumurinn kemur þar fyrst að landi, 4 metra munur eru á flóði og fjöru og til staðar er hreint loft og hreint vatn. í Noregi þar sem menn hafa komist hvað lengst í laxarækt er málum þannig komið að firðir eru víða að fyllast af skít. Nýting gufunnar í Svartsengi Taldir eru miklir möguleikar á því að 10 megawött getir fengist úr Svartsengi án borana. Jón Unn- dórsson var árið 1979 ráðinn iðnráðgjafi hjá Sambandi sveitar- félaga á Suðumesjum og hefur hann það verkefni með höndum að kanna hugsanleg orkusvæði á Suð- umesjum. Hann hefur m.a. unnið að hönnun sýningarsvæðis fyrir sýningu sem Félag íslenskra iðnfyr- irtækja stendur fyrir í lok ágúst og byrjun september. Grunntóninn í þeim áætlunum sem uppi em og bollaleggingum varðandi framtíðina er sá að nýjar brautir séu farnar; Iðnfyrirtæicin vaxi og ekki verði lögð jafn þung áhersla á sjávarútveginn sem verið hefur. Suðurnesjabúar sækja mik- ið í vinnu upp á Keflavíkurvöll og er talið að 75% af ölum vinnu- færum mönnum í Keflavík svo dæmi sé tekið vinni á Vellinum. Að loknum kynningarfundinum á þeim verkefnum sem bíða SSS var haldið í tvö fyrirtæki í Keflavík sem bæði hafa stefnt hátt og skilað góðum árangri. Þessi fyrirtæki em Ragnarsbakarí og Trésmíðastofa Þorvaldar Ólafssonar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.