Þjóðviljinn - 27.05.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 27.05.1983, Blaðsíða 16
wðmhnn Föstudagur 27. maí 1983 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag tll föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaöamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 816&3. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Beðið á Bessa- stöðum Það eru fleiri en ráðherrar og al- þingismenn sem standa í ströngu þessa dagana. Ekki kæmust þeir þó langt í viðræðum um stjórnarm- yndanir ef ekki væru bílstjórarnir til að aka þeim á milli staða. Þessa mynd tók eik fyrir utan Bessastaði af ráðherrabílstjórunum sem þar biðu þess að aka húsbændum sín- um á næsta viðkomustað. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ: lágtekjufólki er engan veg- inn bættur sá skaði sem það augljóslega á að verða fyrir. Kristján Thorlacius formaður BSRB Reiðarslag fyrir almenning Þessar aðgerðir eru slíkt reiðarslag fyrir almenning í landinu að fólk kemst í algera nauðvörn - og væntanleg við- brögð samtaka launafólks hljóta að miðast við það, sagði Kristján Thorlacius formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja í viðtali við Þjóðvilj- ann í gær. - Mér líst í einu orði sagt mjög illa á þessar fyrirhuguðu aðgerðir. Ég vil minna á það, að ASÍ og BSRB sendu frá sér sam- hljóða ályktun 10. maí sl., þar- Launafólk kemst í algjöra nauðvörn! sem varað var við þungu höggi 1. júní gagnvart kjörum almenn- ings. Það högg er nú komið í ljós. - Við lítum á það sem mjög alvarlegan hlut að 1. júní og áfram skuli verðbætur á laun vera skertar á meðan lánskjaravísital- an verður óskert. 14% eru tekin af launafólki 1. j úní og verðbætur eru auk þess felldar niður 1. sept- ember. Jafnframt þessum árásum á samninga og kjör launafólks, er boðuð gengislækkun. Sú gengisl- ækkun mun Ieiða af sér verð- hækkanir m.a. á opinberri þjón- ustu. Þetta verður að engu bætt í launum ef gengur eftir. Auk skertra verðbóta og brots á samn- ingum, kemur svo bann við kjarasamningum. - Ég vil minna á að ályktun samtaka launafólks í landinu var sérstaklega varað við hinu þunga höggi 1. júní og að brugðið yrði á það ráð að skerða kjörin með til- heyrandi .samdrætti og jafnvel atvinnuleysi. Því miður tel ég að ástæða sé til að óttast atvinnu- leysi í kjölfar þessara aðgerða. -Okkar samtök hafa boðað til fundar um þessi mál með stjórn og samninganefnd í byrjun júní. Þetta er um 70 manna samkoma - og ég geri ráð fyrir að þar verði viðbrögð og hugsanlegar aðgerðir ákveðnar, sagði Krist- ján Thorlacius formaður BSRB að lokum. -ög Kristján Thorlacius. Mér Hst í stuttu máli mjög illa á þessar aðgerðir. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir Launafólk snúi bökum saman - Þessar voðalegu aðgerðir' verða máske til þess að launafólk snýr bökum saman í stað þess að etja kappi innbyrðis, sagði Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir formað- ur Sóknar við blm. í gær er hún var á leið á miðstjórnarfundinn hjá ASÍ. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir: etj- um ekki kappi innbyrðis. Bénedikt Davíðsson formaður Sambands byggingarmanna Atti von á því versta En varla svona skelfingu Vissulega átti maður von á hinu versta ef þessi tveir afturhalds- flokkar mynduðu saman ríkis- stjórn, sagði Benedikt Davíðsson formaður Sambands byggingar- manna í viðtali við Þjóðviljann í gær, - en samt átti maður varla von á svona skelfilegum hug- myndum. - Mér lýst mjög þunglega á það ef þessum málefnasamningi sem ég hef séð. Þetta hlýtur að kalla á viðbrögð af hálfu samtaka launa- fólks. Eg geri ráð fyrir að stjórnir sérsambandanna komi fljótlega saman til að taka afstöðu um gagnaðgerðir og mér finnst ekki ólíklegt að meðal samtaka launa- Benedikt Davíðsson formaður Sambands byggingar manna fólks verði sameiginleg funda- höld fljótlega, sagði Benedikt Davíðsson á leið á miðstjórnar- fund hjá ASÍ í gær. -óg Forseti ASÍ um efnahagsáform ríkisstjórnarinnar Harkaleg kjaraskerðing „Það er ljóst að í þessum aðgerðum felst mjög harkaleg kjaraskerðing fyrir launafólk og enda þótt við höfum ekki séð nákvæmt yfirlit yfir þær aðgerðir sem á að grípa til virðist langt í frá að lágtekjuf- ólki sé bættur sá skaði sem það augljóslega verður fyrir“, sagði Asmundur Stefánsson forseti Alþýðusambands ís- lands I samtali við Þjóðviljann í gær. „Miðað við þær upplýsingar sem við höfum fengið virðist hin nýja ríkisstjórn ætla að afnema samningsréttinn fram í febrúar á næsta ári. Eftir þann tíma hyggj- ast stjórnvöld setja verka- lýðssamtökunum afar þröngan ramma við gerð samninga. Það er greinilega stefnt á fjórðungi lak- ari kaupmátt við næstu áramót en hann var á sl. ári. Alþýðusam- band íslands mótmælir þessum aðgerðum harðlega á þessu stigi en viðbrögðin í framhaldi af því hljóta að fara eftir heildarmati á stöðunni. Þau mál munum við m.a. ræða á formannaráðstefnu okkar, sem ákveðið var að boða til 6. júní“, sagði Ásmundur Stef- ánsson að lokum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.