Þjóðviljinn - 24.06.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.06.1983, Blaðsíða 2
. 2 SÍÐA - ÞJÖÐVILJIIVN, Föfjtudagur 24. júní 1983 Bandalag kvenna í Reykjavík: Skoðunar- ferö um Öskjuhlíð Laugardaginn 25. júní efnir Bandalag kvenna í Reykjavík til skoðunarferðar á Öskjuhlíð. Öll- um er heimil þátttaka. Gróður, ræktunarframkvæmdir, jarð- fræði og dýralíf svæðisins skoð- að. Sögð kennileiti og sögulegur fróðleikur og minjar skoðaðar. Umhverfismál eru nú á verk- efnaskrá Bandalagsins, sem er samband 30 félaga á höfuðborg- arsvæðinu með um 13 þús. kon- um. Sérstök nefnd hefur þennan málaflokk með höndum og að til- stuðlan hennar er efnt til skoðun- arferðar og Öskjuhlíð. Fylgdarmenn eru Páll Líndal, lögmaður, sem segir sögu staðar- ins, Þorleifur Einarsson, jarðfræðingur, fjailar um dýralíf og jarðfræði og Vilhjálmur Sig- tryggsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, segir frá gróðri og sýnir árangur af ræktunarframkvæmdum. Ragnhildur Pálsdóttir skipu- leggur og stjórnar ferðinni. Öllum er heimil þátttaka, eldri sem yngri. Þátttakendur mæti kl. 11 fyrir hádegi við heitavatns- geymana á kolli hlíðarinnar og hafi með sér nesti, því áð verður í Öskjuhlíðarskógi eða við Bene- ventum ef veður leyfir. Áætlaður tími í allt um 3 klukkustundir. Skák Karpov að tafli - 158 íslendingar fylgdust grannt með stórmótinu I Bad Lauterberg sem fram fór í marsmánuði 1977. Um líkt leyti tefldu Spasskí og Hort einvígi sitt í Reykjvík. í Bad lauterberg, sem er lítið þorp í V-Þýskalandi sem m.a. getur státað af frægum heilsulindum var Karpov meðal 16 þátttakenda og einnig Friðrik Ólafsson. Með Karpov í förum var þjálfari hans Semion Furm- an en þetta var eitt síðasta mótið sem hann tefldi í áður en hann lést snemma árs 1978. Karpov mætti fyrr- um landa sínum Sosonko í 1. umferð mótsins og taflmennska hans bar það með sór að pilturinn var í góðu formi: abcdefgh Karpov - Sosonko 41. Dc3. (Hyggst ryðlast gegn eftir h - lín- unni. Svartur er varnarlaus gegn þessari áætlun.) 41. ..Dh8 42. Dh3 h5 45. Dxh5 Dxh5 44. Hxh5 Bd2 45. b4 - og Sosonko gafst upp. Fullfrískir og ósigrandi Blaðamönnum veitir ekki síður af útiveru og hollri hreyfingu ep öðrum skrifstofuþrælum, eftir langtíma setu fyrir framan rit- vélar. Þetta hefur blaðamönnum Þjóðviljans löngum verið kunn- ugt og þcir hafa því stundað í- þróttir af kappi, en illa hefur gengið að fá blaðakonur til að taka þátt C þeim leik. Eftir strang- ar æflngar í allan vetur, töldu blaðamenn sig loks hafa náð þeim árangri í íþrótt sinni, að boðlegt væri fyrir áhorfendur og óhætt að skora á starfsbræður sína í fjölm- iðlastétt. Vikapiltarnir hans TímaTóta urðu fyrsta bráðin og eftir langar samningaviðræður íþróttafrétta- ritara blaðanna náðist samkomu- lag um keppnisdag, tilhögun og verðlaun. Á tilsettum tíma mættu liðs- menn til leiks og þarf ekki að orð- lengja það frekar, en strangar æfingar Þjóðviljamanna skiluðu fullum árangri þegar á hólminn var komið. Eftir að hafa náð yfirburða- stöðu í upphafi leiks, drógu Þjóðviljamenn úr leikhraða sín- um og gáfu Tímapiltunum færi á að jafna aðeins leikinn svo menn gætu skilist sáttari í leikslok. Endanleg úrslit urðu þau að fulltrúar sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðs komu knettinum 11 sinnum í mark sveitapilta, sem svöruðu fyrir sig með 9 mörkum, mörgum ansi ódýrum að dómi áhorfenda sem fjölmenntu til leiksins. Það má segja sveitapiltunum til hróss að þeir léku í sönnum Ung- mennafélagsanda og tóku ósigr- inum sem sjálfsögðum hlut. Þegar síðast fréttist höfðu sveitamenn þó ekki staðið skil á umsömdum verðlaunum til sig- urvegaranna og er hér með aug- lýst eftir þeim, um leið og Þjóðviljamenn lýsa sig reiðubúna til að endurtaka gamanið við fyrsta tækifæri. „Við gerðum skyndikönnun á hlutfalli kynjanna í ýmsum störf- um í leikhúsi og það kom í ljós að á síðasta leikári eru konur í meirihluta í sumum störfum, m.a. sem leikstjórar og höfundar og vakti það mikla athygli. Við fjölluðum einnig um íslenskt leikhús almennt og sögu þess, þar sem vanþekking nágranna okkar á íslensku leikhúsi er oft alveg ótrúleg. Auk þess flutti Þórunn erindi um verk sitt „Guðrúnu" og túlkun hennar á „Laxdælu" og vakti það mikla athygli. Ég held að okkur hafi tekist nokkuð vel að sýna að konur á íslandi eru síst eftirbátar kynsystra sinna á Norðurlöndum og að íslenskt leikhús hefur þar nokkra sér- stöðu eins og á mörgum fleiri sviðum," sagði Hlín að lokum. -v. Verk kvenna hafa ýmsa sérstöðu Spjalla.ð við Hlín Agnarsdóttur, leikhúsfræðing sem er nýkomin af rannsóknarráðstefnu í Finnlandi um „konur og leikhús á Norðurlöndum” „íslenskt leikhús virðist koma vel út hvað snertir vinnuframlag kvenna,“ segir Hlín. (Ljósm. Leifur). „Ráðstefnur af þessu tagi eru haldnar víðs vegar á Norðurlönd- um undir samheitinu „Nordiska forskarkursar“ og eru á vegum háskólanna. Þarna er fjallað vís- indalega um ýmsar greinar á sviði raunvísinda og húmaniskra fræða. M.a. var önnur ráðstefna samtímis okkar þarna í Ábo, sem nefndist „Male reproductive bio- logy“ (Frjósemi karla) og voru þar nær eingöngu karlmenn, á meðan nær eingöngu konur voru á okkar ráðstefnu,“ sagði Hlín Agnarsdóttir, leikhúsfræðingur, en hún og Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri og höfundur eru ný- komnar af rannsóknarráðstefnu í Ábo í Finnlandi (Turku) um kon- ur og leikhús á Norðurlöndum. Hlín sagði að þarna hafi verið samankomnar um 35 konur frá öllum Norðurlöndunum og auk þess bandarískur doktor í leikhúsfræðum, Carla Wahl. Þarna voru prófessorar og lektor- ar í leikhúsfræðum og leikbók- menntum frá öllum helstu há- skólum Norðurlandanna og einn- ig ýmsar konur sem starfa innan leikhúsanna t.d. sem leikhús- stjórar (t.d. Viveca Bandler), leikstjórar (t.d. Gunnel Lind- blom), höfundar (t.d. Ulla Ry- um), leikkonur (t.d. Vigga Bro), leikmyndateiknarar (t.d. Kirsten Justesen) og fleiri. Finnar voru gestgjafar og Irmeli Niemi pró- fessor við Áboháskóla skipulagði ráðstefnuna. „Og um hvað var rætt?“ „Það var fjallað um stöðu og verk kvenna innan leikhúsa á Norðurlöndum, bæði sögulega séð og með tilliti til einstaka verka. Reynt var að skilgreina verk kvenna og hvort þau hafi einhver sameiginleg einkenni. Sýndar voru myndir og upptökur af sýningum og fjallað um konur sem leikkonur, höfunda, leik- stjóra, leikmyndateiknara o.s.frv." „Hafa verk kvenna einhver sameiginleg einkenni?" „Vissulega kom í ljós að þau skilja sig oftast að einhverju leyti frá verkum karla, þótt erfitt sé að greina hvað er persónubundið og hvað kynbundið í því efni, enda voru mjög skiptar skoðanir á þessu og sumar kvennanna voru alls ekki „feministar" í þeim skilningi, þótt þær sæju ýmislegt sameiginlegt í verkum kvenna. Hvað sjálfar rannsóknirnar varðar má fullyrða að margt merkilegt kom út úr þeim, m.a. að konur sem leikstjórar og höf- undar t.d. hafa oftast aðra tíma- skynjun en karlar, tilfinning þeirra fyrir spennu er önnur, auk þess sem þær leggja nær undan- tekningarlaust meiri alúð við kvenhlutverkin en karlar, sem alltof oft hefur hætt við að sýna full einhliða mynd af konum. Gunnel Lindblom (sem hér er þekktust sem leikkona úr mynd- um Bergmans, m.a. Þögninni) sýndi kafla úr sýningu sinni „Mávurinn“ eftir Tsjekov, sem nú er sýnd á Dramaten, en hún hefur einmitt endurskoðað kven- hlutverkin í þessu fræga verki mjög rækilega." „Hvernig kemur íslenskt leikhús út hvað stöðu kvenna varðar?“ Þjóðviljamenn sækja hart að marki Tímapilta. Að sjálfsögðu mættu fulltrúar sósíalismans til leiks í sínum rauðu treyjum. Þrotlausar æfingar Þjóöviljaliðsins bera góðan árangur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.