Þjóðviljinn - 24.06.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.06.1983, Blaðsíða 7
Föstudagur 24. júní 1983 ÞJÓÐVILJINN,- SÍÐA 7 Konan næst Vigdísi á myndinni er Ólafía Egilsdóttir á Hnjóti sem gaf forseta roðskóna Margra roðskóa ferð Elísabet Þorgeirsdóttir segir frá för Vigdísar Finnbogadóttur um Vest- firði. Öðrum degi forsetaheim- sóknar á Vestfjörðum var varið að mestu í Rauðasandshreppi. Segist Vigdís hafa heyrt mik- ið sagt frá þessum slóðum og að ætíð hafi verið talað um þær og Vestfirði alla af kærleik á sínu æskuheimili. Flís úr steini fauk uppá bjarg. Kl. 8 á miðvikudagsmorgun var lagt af stað frá Flókalundi í Vatns- firði og ekið að Hvallátrum. Þar tók hreppstjóri Rauðasandshrepps Þórður Jónsson á móti fólki og bauð til stofu. Ásgeir Erlendsson, vitavörður sem alla sína tíð hefur búið á Hvallátrum, sýndi Vigdísi vitana á Bjargtöngum, en ekki viðraði nógu vel til að skoða Látra- bjargið sjálft. Vigdísi var færður að gjöf hvítur refur, sem Ásgeir vitavörður skaut og bréfhnífur búinn til úr flís úr steini þeim, sem fauk upp á Látra- bjarg í veðrinu er geysaði er Porqui pas? fórst. Um kl. 12.30 söfnuðust ungir og aldnir úr Rauðasandshreppi saman í félagsheimilinu Fagrahvammi í Örlygshöfn og snæddu málsverð, m.a. svartfuglsegg og reyktan rauðmaga, sem hvorttveggja er einkennandi fyrir hreppinn. Elsta fólkið, sem man Þorvald afa Vigdísar best, sat með henni til borðs, svo og riddararnir tveir, eins og Vigdís kallaði Þórð á Látrum og Asgeir vitavörð, en þeir hafa báðir verið sæmdir stórriddarakrossi. Össur Guðbjartsson, oddviti á Láganúpi í Kollsvík bauð Vigdísi velkomna og hún lýsti ánægju sinni með að vera stödd á þessum stað. Og meðan á borðhaldiinu stóð skein sólin um stund og jók á stemninguna í þessu litla félagsheimili. Safnið að Hnjóti Kl. 3 var komið að hápunkti dagsins. Þá varopnað minjasafn að Hnjóti í Örlygshöfn, þar sem Egill Ólafsson hefur unnið einstakt starf við söfnun og varðveislu muna úr sýslunni, og var safnið upphaflega heimili hans á Hnjóti. Árið 1976 ákvað sýslunefnd Vestur-Barðastrandarsýslu að byggja hús yfir safnið og kaus til þess framkvæmdanefnd það ár. Efnt var til verðlaunasamkeppni um útlit hússins og hlaut fyrstu verðlaun Magnús Gestsson, Orms- stöðum í Dalasýslu. Bygging hússins hófst 1977 og sá byggingafélagið Höfn um verkið undir stjórn Gunnars Össurar- sonar, byggingarmeistara. Við þetta tækifæri í gær afhenti Egill sýslunni safnið til eignar, og Vigdís opnaði það formlega um leið og hún afhenti því ýmsa muni úr búi afa síns og ömmu, aðallega hannyrðir eftir frú Magdalenu Jónasdóttur. Síðan var fólki boðið að skoða safnið. Þetta safn er einstakt í sinni röð vegna skipulags og uppsetning- ar og skipti þar miklu skýringar- teikningar eftir Bjarna Jónsson, þar sem sýnt er hvernig hlutirnir voru notaðir. Lét fólk óspart í ljós ánægju sína með safnið, en nánar verður sagt frá því síðar í blaðinu. Þessu næst var ekið í Sauðlauksdal þar sem Vigdísi var fært að gjöf málverk af Sauðlauksdal eftir Þórdísi Tryggv- adóttur frá Patreksfirði, frá Vestur-Barðstrendingum. Áður hafði Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður gefið henni haglega saumaða roðskó eftir Ólafíu Egils- dóttur. Á Vestfjörðum var vani að mæla leiðir í roðskóm og kvað sýslu- maður leiðina sem þegar væri farin margra roðskóa leið og eiga eftir að verða einn lengri. Á Vestfjörðum til að hitta fólk í fjörunni í Skápadal var stansað við fiskiskipið Garðar BA 64, sem komið hefur verið fyrir þar. Garðar var upphaflega sel- og hvalveiðiskip, byggt í Noregi 1912. Hingað til lands kom hann í kring- um 1940 og fór síðast á veiðar frá Patrekskfirði árið 1981. Eigandi skipsins er Jón Magnússon, skip- stjóri. Kl. 7.30 fögnuðu börn á Patreks- firði Vigdísi er hún gekk til kvöld- verðar í boði hreppsnefndar Patr- ekshrepps í félagsheimilinu. Þar flutti ræðu meðal annarra Þórarinn Þór, sóknarprestur, sem kunnur er fyrir gamansemi og fór vel á með þeim Vigdísi. Kl. 10 var opið hús fyrir íbúa kauptúnsins og voru þar saman komin um 400 manns. Við há- borðið hjá Vigdísi sátu 10 ungir drengir, enda hefur hún mikinn áhuga á þeirri kynslóð, sem er að vaxa úr grasi. Vigdís talaði um hug- takið gildi og tengdi það því hve oft við tölum um að gildi peninga sé að minnka, en sjaldnar um manngild- ið, sem við eigum að leggja mesta áherslu á. Sagðst hún fyrst og fremst komin til Vestfjarða til að hitta fólk, því vænst þætti sér um sína þjóð. Henni vill hún kynnast og leyfa henni að kynnast sér og hefur það tekist virkilega vel í þess- ari ferð. E.Þ. Vigdís á Barðaströnd. Ljóshærði maðurinn sem gnæfir yflr hópinn er Einar Guðmundsson, á Seftjörn, oddviti Barðstrendinga. efcflSI BPáváaI <• • í félagsheimilinu Fagrahvammi, Örlygshöfn í Rauðasandshreppi. Þarna má m.a. sjá Þórð Jónsson og Ásgeir Ellertsson, bændur á Hvallátrum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.