Þjóðviljinn - 24.06.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.06.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. júní 1983 DlOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Pjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Bltstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgrelðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Sfmavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson, Ólafur Björnsson. Pökkun; Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkgyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, slmi 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. Góðra vina fundur • Fyrir um það bil 20 árum flugu tveir forstjórar Alusuisse yfir ísland á leið sinni frá Ameríku til Evrópu. Öðrum þeirra varð litið niður þegar flogið var yfir þetta snæviþakta land. Hann hnippti í félaga sinn og opinberaði honum þá hugljómun, að úr öllum þessum mikla snjó hlyti að mega framleiða rafmagn í gróðaskyni fyrir auðhringinn þeirra Alusuisse. • Frá þessari sögulegu hugljómun var greint í viðtali Morgun- blaðsins nu í vor við dr. Nello Celio, einn helsta ráðamanna Alusuisse. • Frá þeirri stundu hefur hrammur Alusuisse hvílt yfir íslandi, og dr. Nello Celio tók það skýrt fram í þessu hreinskilna viðtali við Morgunblaðið, að verksmiðjan í Straumsvík hafi nú þegar borgað sig. • En þótt álver Alusuisse í Straumsvík hafi nú þegar borgað sig, eftir 14 ára rekstur, þá hefur auðhringurinn í höndunum samning, sem býður þeim upp á orkukaup hér í 31 ár enn. Og verðið á kílówattstundina, það er 6,5 Bandaríkjamill nú á sama tíma og verðið í hinum álverksmiðjunum 12, sem Alusuisse rekur hér og þar í heiminum, er að jafnaði þrisvar sinnum hærra, það er 20 Bandaríkjamill. • Þessarupplýsingarerm.a. aðfinnaíýtarlegriskýrslu,semunnin var sameiginlega af helstu sérfræðingum iðnaðarráðuneytisins, Landsvirkjunar, Orkustofnunar og Rafmagnsveitna ríkisins og skilað á síðasta ári. • Og það kemur einnig fram í þessari sömu skýrslu að eftir 7 ár, árið 1990, þá gera fjölþjóðiegar rannsóknarstofnanir ráð fyrir að meðalverð um allan heim í orkusölu til álvera verði komið í 24 BandaríkjamiII. - En samkvæmt samningum, sem þeir Steingrím- ur Hermannsson og Jóhannes Nordal gerðu, og skiluðu endur- skoðuðum árið 1975, þá á orkuverðið til álversins hér ekki að hækka á næstu 7 árum heldur lækka úr 6,5 og í 5 BandaríkjamiII!! • Þannig ætti orkuverðið hér ekki lengur að vera einn þriðji af því, sem almennt tíðkast í viðskiptum af þessu tagi milli óskyldra aðila, heldur fara niður í það að verða aðeins liðlega einn flmmti af heimsmarkaðsverðinu! • Nú ætla þeir Steingrímur og Jóhannes enn að fara að semja við Alusuisse. Fyrsti formlegi viðræðufundurinn er í dag. Og í gær flugu þeir aftur yfir landið, forstjórar Alusuisse, - en jöklar huldu sig að þessu sinni. • Sama dag og álfurstarnir stigu hér á land að þessu sinni, þá birtir Morgunblaðið enn hátíðlegt viðtal við einn þeirra, Dr. Dietrich Emst. Þar segir þessi forstjóri auðhringsins, að þeir Alusuisse- menn bindi „miklar vonir við samstarfið við hin nýju íslensku stjórnvöld“, og kveðst reyndar „sannfærður um, að samskiptin eigi eftir að verða auðveldari og betri í framtíðinni en þau hafa verið“! • Já, þeir þekkja sína á landi hér frá gamalli og nýrri tíð höfðingjar auðhringsins, og ganga því vonglaðir til fundar við vini sína. • Og nú er það ekki lítið, sem farið er fram á. - í þessu Morgun- blaðsviðtali upplýsir forstjóri Alusuisse að erindi þeirra á fund nýrra íslenskra stjórnvalda sé m.a. það, að fá heimild til að tvö- falda álverið í Straumsvík. • Auk þess vill Alusuisse fá heimild til að velja sér að eigin geðþótta samstarfsaðila, sem eigi allt að helming dótturfyrirtækis- ins hér, þegar verksmiðjan hefur verið tvöfölduð. • Þeir vilja sem sagt fá umboð til að annast útsölu á íslenskri orku á heimsmarkaðnum, - eins og landið væri allt þeirra eign með gögn- um þess og gæðum! Vilja geta boðið öðrum auðhringum íslensku orkuna á spottprís, og fengið þá annað hjá þeim á móti. • Á síðustu árum hefur Alusuisse fengið í sinn hlut milli 50 og 60% af allri orkusölu Landsvirkjunar, og það fyrir aðeins þriðjung af framleiðslukostnaðarverði. • Þessar stórgjaflr til Alusuisse hafa valdið því, að almenningsraf- veiturnar í landinu hafa nú að undanförnu orðið að greiða fyrir orkuna frá Landsvirkjun fimmfalt hærra verð heldur en auðhring- urinn Alusuisse er látinn borga. Verðmunurinn þarna á milli er um 400%, í stað þess að normalt ætti hann að vera um 50%. • Það er einfalt reikningsdæmi að sýna fram á, að fái Alusuisse að halda hér óbreyttum samningum út gildistíma þeirra, þá reyta þeir af okkur sem sVarar andvirði ekki minna en 8000 sæmilegra íbúða á þessum 30 árum. Bærilegur hagnaður það. • Þeir hafa fengið á gjafverði helming allrar orkuframleiðslu Landsvirkjunar. - Nú fara þeir fram á að fá hinn helminginn líka með tvöföldun verksmiðjunnar! - Svo eigum við að virkja í eigin þágu margfalt dýrari virkjanir! Og allt á þetta að fara fram í góðu á milli vina. • Það sem íslenskum stjórnvöldum ber að gera er, að tilkynna Alusuisse nú þegar, að meðan auðhringurinn neiti kröfunni um þreföldum orkuverðsins, þá sé tómt mál að tala um annað. Orku- verðið ber að þrefalda með lögum svo sefn Alþýðubandalagið lagði til, nema Alusuisse fallist á kröfuna þegar í stað. klippt Geir utanríkis ráðherra - Svíþjóðar? Ósvífin grein í Rauðu Stjörn- inni málagni sovéska hersins um að Nató hefði í auknum mæli gert Noreg, Danmörku og ísland að árásarvettvangi fyrir kjarnorku- árás á Sovétríkin og að Sovétríkin myndu svara með kjarnorkuárás á þessi lönd hefur að vonum vak- ið óskipta athygli. Þó bregður svo við að utanríkisráherra íslands svarar greininni útí hött: „Atlantshafsbandalagið hefur þvert á móti gert samþykkt um að það myndi aldrei hafa frumkvæði að vaidbeitingu í viðskiptum þjóða á milli, Atlantshafsbanda- lagið er varnarbandalag.“ Nú er ekki vitað hvort Geir Hallgrímsson er með bresku Nat- óhersveitirnar við Falklandseyjar í huga ellegar þá valdbeitingu breska Natóflotans á íslandsmið- um - en hitt er víst að hann þarf ekki að tala eins og sunnudags- skóladrengur þegar Nató ber á góma. Hann má ekki gleyma að hann er utanríkisráðherra sjálf- stæðrar þjóðar. En fyrst kastar tólfunum þegar íslenski utanríkisráðherrann gef- ur skýringu á þessari ruddalegu grein í Rauðu stjörnunni. Nefnir hann annars vegar sovéska kaf- báta í Eystrasalti og hins vegar hugleiðingar manna um það, „að Svíar þyrftu jafnvel að endur- skoða hlutleysisstefnu sína“ Hlutleysisstefn- an áréttuð Þessi yfirlýsing íslenska utan- ríkisráðherranns er fyrir margra hluta sakir undarleg. Hvaða Sví- ar vilja falla frá hlutleysi lands síns? Eru það kumpánar ráðherr- ans í Bilderberg? Víst er að réttkjörin stjórnvöld þar í landi hafa einmitt áréttað hlutleysisstefnu Svíþjóðar að undanförnu. Þannig lýsti Olof Palme þvi yfir í Helsinki fyrir skömmu, að kafbátamálin undir- strikuðu þörfina á kjarnorku- vopnalausu svæði á Norðurlönd- um og Svíar vildu hvergi hvika frá hlutleysisstefnu sinni. Sama sagði hann sem gestur á þingmanna- fundi Nató í Kaupmannahöfn á dögunum. Nú er það lenska í hægri press- unni að kalla allt sænskt vont og Svíar eru næst neðstir á vinsælda- lista hægri pressunnar um er- lendar þjóðir (Rússar eru enn verri). Þannig kalla skríbentar hægri blaðanna kvikmyndir, leik- rit og annað sem þeir ekki skilja gjarnan sænskt. Og sjálfsagt hef- ur sú svarthöfðalega lífsskoðun mótað pólitík Sjálfstæðismanna á liðnum árum, að vandamál eigi rætur sínar að rekja til Svfþjóðar. Hitt er svo annað mál hversu ó- smekklegt - og freklegt það er af utanríkisráðherra íslands, að láta annað eins frá sér fara í garð sjálf- stæðrar bræðraþjóðar, og víst er það tímabært að Geir Hallgríms- son endurskoði stefnu sína í utan- ríkismálum - jafnvel á undan Svíum. Efasemdir um gjörvallan Nató- heiminn Nú er það svo að um alla Vestur-Evrópu er mikið rætt um vígbúnað og málefni Nató. Nató- fylgjendur sjálfir eru með efa- semdir um réttmæti þess að koma fyrir öllum þeim kjarnorkuvopn- um sem Bandaríkjamenn vilja koma fyrir í löndum þeirra. Þannig hefur komið fram að menn eins og Helmuth Schmidt fyrrverandi kanslari Vestur- Þýskalands sem átti ekki alllítinn þátt í að Nató samþykkti að taka við 574 kjarnorkuflaugum 1978, hefur snúist hugur. Slíkir menn telja nú að fjöldi þessara vopna sé orðinn ógnun í sjálfu sér. Og það eru ekki einungis stjórnmála- menn í Natóríkjunum sem óttst óbilgirni Bandaríkjastjómar í vígbúnaðarmálum. Mjög margir fylgismenn Nató telja að Banda- ríkin hafi ekki og vilji ekki semja við Sovétríkin um takmörkun vígbunaðar - fyrir nú utan annað fólk. í þennan hóp efasemdar- manna bætast svo óbreyttir her- menn - og herforingjar Nató- heraflans. Síðast í gær var frá því skýrt í Þjóðviljanum að formaður hernefndar Nató teldi að Vestur- lönd gætu vel minnkað kjarnork- uvopnabirgðir sínar án þess að varnir landanna veiktust. En í einu Natólandanna er einn flokkur, eitt blað og einn formað- ur sem engar efasemdir hafa um kjarnorkuvígbúnað og banda- ríska kjarnorkupólitík í Evrópu. Slíkir einhyrningar kalla náttur- lega á pólitíska andstöðu, - en það er líka freistandi að kalla sænska vandamálafræðinga til aðstoðar. -óg Leggja Matthías niður? Matthías Á. Mathiesen á ekki upp á pallborðið hjá flokksbræðrum sínum um þessar mundir. í leiðara Moggans í fyrradag er sagt frá því eins og einhverjum nýjum tíðindum að Matthías sé viðskiptaráðherra í ríkisstjórninni. Síðan er stefna Morgunblaðsins áréttuð með þessum hætti: „Á það hefur verið bent hér á þessum stað, að við- skiptaráðuneytið sé að ýmsu leyti óþarft,“ - og þýðir að sjálfsögðu að Matthías sé óþarfur á sínum stað, að mati Morgunblaðsins. Síðdegisblaðið birti síðan í vönduðustu dálkum sínum frá- sögn af fundi Sverris Hermanns- sonar iðnaðarráðherra í Kópa- vogi: „Hann kvartaði líka undan því að ráðherrar húktu í stólum sínum löngu eftir að þeir ættu að vera staðnir upp. Þannig hefur það t.d. verið með Matthías Á. Mathiesen sem hefur setið í heilt ár eftir að lög ríkisstjórnarinnar voru þurrkuð út af Gvendi jaka með einni handarsveiflu“. Hins vegar segir frá því í frétt í Mogganum í fyrradag að Matthí- as ásamt Albert hafi látið vilja sinn um sumarþing í ljós á ríkis- stjórnarfundi þegar samþykkt var að hundsa meirihlutavilja þingmanna um sumarþing. Var það ekki Steingrímur sem sagði að það væri einhugur um málið í ríkisstjórninni? „Berufsverbot“ Formaður Dómararfélags Reykjavíkur skrifar gagnmerka grein í Morgunblaðið á dögunum um veitingu dómaraembætta. Þar gerir hann m. a. grein fyrir því hversu pólitískar embætta- veitingar eru í landinu. Bendir hann m.a. á að þeir sem eru vinstra megin í politíkinni eða ópólitískir eigi ekki margra kosta völ þegar sýslumannsstörf og önnur dómaraembætti séu ann- ars vegar. Segir hann að flokk- sleysingjar gætu sér að skaðlausu sparað sér fyrirhöfnina við að leggja inn umsókn ef hilli undir pólitískan umsækjanda, - „og á þeim sem grunaðir eru um skoð- anir vinstra megin við stefnuskrá Alþýðuflokksins hvílir eins konar „Berufsverbot“, enda má heita fáheyrt að menn af því sauðahúsi gefi kost á sér. Hins vegar virðast engin samsvarandi takmörk gilda á hægri vængnum“. Steingrímur Gautur leggur til að frumvarp frá dómsmálaráðu- neytinu sem lagt var fyrir alþingi 1976 um umsagnarnefnd þriggja sérfróðra manna við stöðuveit- ingar, verði samþykkt. En „Berufsverbotið" á við fleiri ráðuneyti en dómsmálaráð- uneytið og er illt til þess að vita, að menningarstofnanir eins og útvarpsráð skuli klappa sama steininn. -óg k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.