Þjóðviljinn - 24.06.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.06.1983, Blaðsíða 1
DJÚÐVIUINN Reiptog milli „menntamanna- klíkunnar'* og „verkalýðsarmsins“ er meðal annars á dagskrá í Viðeyjar- ferð Alþýðubanda- lagsins- Sjá 5 júní1983 Föstudagur 137. tölublað 48. árgangur Álviðræður í dag Þreföldun orkuverðsins er okkar lágmarkskrafa í dag fer fram í Reykjavík fyrsti formlegi viðræðufundurinn eftir ríkisstjórnarskiptin í maí þar sem fjallað verður um dei- lumál okkar íslendinga við auðhringinn Alusuisse. í gær komu hingað til lands tveir af forstjórum Alusuisse, þeir dr. Paul Miiller og dr. Dietrich Ernst og munu þeir ræða við samninganefnd, sem í eiga sæti þeir Jóhannes Nordal, bankastjóri, Guðmundur G. Þórarinsson og Gunnar G. Schram. Auk þess munu Alusuissemenn hitta ráðherra að máli. í tilefni fundarins vill Þjóðviljinn minn á: 1. Alusuisse greiðir nú liðlega 17 aura á kílówattstund fyrir þann helming allrar orkuframleiðslu Landsvirkjunar, sem seldur er dótturfyrirtæki þess í Straumsvík. 2. Fyrir liggur að meðalraforkuverð í heiminum til álvera er hins vegar milli 50 og 60 aurar, þegar um viðskipti óskyldra aðila er að ræða. 3. Fyrir liggur að meðalorkuverð í þeim 12 álverum, sem Alusuisse rekur vítt um heim utan Islands er einnig yfir 50 aurar að jafnaði - lægst tæplega 30 aurar og hæst 85 aurar. 4. Fyrir liggur, að framleiðslukostnaður á orku frá nýjum virkjunum er nú um þrisvar sinnum hærri en svarar því verði, sem Alusuisse greiðir hér. 5. Vegna stórkostlegra orkugjafa frá Landsvirkjun til Alu- suisse, þá verða almenningsrafveiturnar um allt land nú að greiða Landsvirkjun fimm sinnum hærra verð fyrir þá orku, sem þær kaupa þaðan heldur en auðhringnum er gert að greiða. 6. Að óbreyttum samningum, þá á orkuverðið til Alusuisse ekki að hækka á næstu 7 árum, heldur að lækka úr 17 aurum niður í tæpa 14 aura! - Síðan á samningurinn að standa lítt breyttur til ársins 2014, - í 31 ár enn! Með allt þetta í huga, þá er það ófrávíkjanleg krafa íslend- inga, að orkuverðið til Alusuisse verði hækkað í a.m.k. 50 aura þegar á þessu ári. Þetta þurfa þeir dr. Muller og félagar að vita, og breytir hér engu um, hvað einstakir samningamenn eða ráðherrar kunna að gefa í skyn. u Álforstjórarnir, Múller og Ernst ásamt ökumanni sínum, sem bendir þeim á inngöngudyrnar. Þeir mættu á sekúndunni. Það er ekki ég sem býð, sagði Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra þegar hann mætti til fundar á Ægissíðunni. Leynifiuidur á Ægisíðu Fjórirmættu á fundinn: Miiller, Ernst, Nordal og Sverrir „Ég er kominn hingað til að nema nefi í fulltrúa Swiss Alum- inium“, sagði Sverrir Her- mannsson iðnaðarráðherra er hann mætti til leynifundar með forstjórum Alusuisse, dr. Paul Miiller og Dietrich Érnst auk Jóhannesar Nordals seðla- bankastjóra og formanns ís- lensku samninganefndarinnar við Alusuisse. Fundur þessi var haldinn í gærkvöldi í húsi Seðla- bankans að Ægissíðu 54 í Reykjavík. Skömmu fyrir kl. 19.30 mætti Jó- hannes Nordal formaður samn- inganefndarinnar fyrstur til leyni- fundarins og gekk rösklega inn í íbúðarhús Seðlabankans við Æg- issíðu er hann varð blaðamanna Þjóðviljans var. Á mínútunni hálf- átta mættu forstjórar Alusuisse þeir Múller og Ernst á Ægissíðuna en þeir komu til landsins skömmu áður. Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra mætti síðastur til leyni- fundarins skömmu eftir hálf átta. Hann var greinilega ókunnur að- stæðum og þurftu blaðamenn Þjóðviljans að vísa honum réttu leiðina á fundarstað. Veit ekki um gestalistann „Ég bauð ekki og veit því ekki um gestalistann, það er formaður samninganefndarinnar sem heldur þetta boð“, sagði iðnaðarráðherra. Aðspurður hvort hann hyggðist fallast á ósk Alusuisse um tvöföld- un á Álverinu í Straumsvík sagði Sverrir: „Ég hef ekki tekið ákvörð- un um það“. Verður sú ákvörðun kannski tekin í kvöld á þessum fundi? „ Það verður ekki gert í kvöld“, sagði iðnaðarráðherra, og gekk inn til fundar við forstjóra Alusuisse og seðlabankastjóra. Það vekur athygli, að Jóhannes Nordal virðist telja eðlilegt að nota húsakynni Seðlabankans undir starfsemi og fundarhöld af þessu tagi, sem eru bankanum þó með öllu óviðkomandi. Hann pukrast með álfurstana í húsakynnum bankans að kvöld- lagi, og tekur þar iðnaðarráðherr- ann nýja í kennslustund, en boðar ekki einu sinni þá tvo menn til fundarins, sem þó eiga sæti með honum í samninganefndinni. En kannski er von að menn rugl- ist á hlutverkum, þegar þeir eiga að hafa svo mörg með höndum, eins og Jóhannesi er ætlað af núverandi ríkisstjórn. -Ig- Bókmenntaverðlaun forseta íslands í hófi sem haldið var til heiðurs forseta íslands að Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, i gær tilkynnti Vigdís Finnbogadótt- ir, forseti að hún hefði ákveðið að stofna til sér- stakra'bókmenntaverðlauna, er bæru nafnið Bók- menntaverðlaun forseta íslands í minningu Jóns Sigurðssonar. Verðlapnunum verður úthlutað ár hvert þann 17. júní. Verða þau um 300.000,- krónur, skatt- frjáls og því sambærileg við mestu bókmennta- verðlaun annars staðar á Norðurlöndum. Sjá frásögn af ferð Vigdtsar á síðu 7. Hús Seðlabankans, Ægissíða 54 - þar sem fjórmenningarnir hittust í boði Jóhannesar Nordal. Vilja nú tvöfalda álverk- smiðjuna hér I viðtali, sem Morgunblaðið birti í gær við Dietrich Ernst, einn for- stjóra Alusuisse, kemur fram að auðhringurinn mun nú bera fram kröfur um að fá heimild til að stækka verksmiðju sína hér úr 80. þúsund tonna framlciðslu á ári upp í 150-200. þús. tonn. Álverið fær nú í sinn hlut um helming allrar orkuframleiðslu Landsvirkjunar, og þarna er auðhringurinn því að fara fram á að fá hinn helminginn líka, - það er alla þá orku sem framleidd er hjá Landsvirkjun nú! Önnur krafa auðhringsins, sem forstjórinn kynnir í Morgunblað- inu í gær, er sú, að Alusuisse fái að velja sér sameignaraðila, er átt geti allt að 50% í verksmiðjunni, þegar stækkun hafi farið fram. Norðmenn hefja loðnu veiðar sínar um miðjan ágúst og hefur verið heimil- aðaðveiða 777.000 tonn á verðtíðinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.