Þjóðviljinn - 24.06.1983, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 23. júní 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍSA 9
✓
Ibúum jarðar fjölgar um helming
Tíu miljarðar eftir eina öld
Dregur úr fólksfjölgun og minnkandi barnadauði
Ekki mega vera fleiri en tvö börn
í hverri fjölskyldu ef fólksfjöldi
jarðarinnar á að stöðvast við tíu
miljarða einsog áformað er eftir
eina öld.
Nú eru jarðarbúar um 4.5 milj-
arðar en sú tala á eftir að tvöfaldast
ef annað gengur eftir á næstu öld.
Stofnun á vegum Sameinuðu þjóð-
anna sem reiknar út fólksfjölda,
telur að jarðarbúar eigi að verða
10.2 miljarðar um árið 2095, og við
þá tölu eigi fjölgunin að stöðvast.
En sú stöðvun er undir því komin
að ekki fæðist fleiri börn en nauð-
synlegt er til að koma í stað þeirra
sem deyja. Það þýðir einnig að fólk
megi ekki eignast fleiri en tvö börn
að meðaltali í stað fimm barna eins
og víða þekkist.
Breytt viðhorf
til barna
Minni fjölskyldur þýðir einfald-
lega að viðhorf til barna og hlut-
verks þeirra verða að gjörbreytast.
Mikill munur er nú á viðhorfum til
barna í iðnríkjunum annars vegar
og í fátækari löndum heims hins
vegar. Rannsóknir sýna fram á að í
Hungur er vaxandi vandamál í
bandarískum borgum, segir í yfir-
lýsingu frá sambandi borgarst jóra í
Bandaríkjunum.
Segir þar, að hungrið sé alvar-
legasta vandmál og útbrciddasta
sem bandarískar borgir og bæir
þurfi að fást við.
í skýrslu til þingsins um þetta
mál segja borgarstjórarnir að
trúfélög og sveitar- og bæjarfélögin
hafi á undanförnum árurn lagt
rnikla áherslu á að veita neyðar-
hjálp sveltandi fólki síðan kreppan
fátækum löndum og sérstaklega í
landbúnaðarhéröðum er litið á
börn sem tekjulind. Frá fimm ára
aldri geta þau tekið þátt í heimili-
sverkum og t.d. hríssáningu. í
landi eins og Ghana svöruðu 64
aðspurðra kvenna, að þær vildu
eignast börn af efnahagsástæðum
og í Perú var hlutfallið enn hærra,
eða 80%.
En í Bandaríkjunum og öðrum
vesturlöndum gáfu ekki nema 5%
kvenna upp þessa ástæðu fyrir því
að eiga börn. Nær helmingur
kvenna þar sagðist vilja eignast
börn vegna félagsskaparins og
gleðinnar. Og fleiri nefndu sálræna
þörf og fullnægju.
Fjárfesting
Þegar um er að ræða kostnaðinn
við barneignir eru svipuð viðhorf
uppi meðal allra þjóða. í fátækari
löndum er þó reiknað með að barn-
ið afli meira en það eyðir. Þar við
bætist að foreldrar líta á barnið sem
tryggingu fyrir því að um þá verði
annast í eílinni. Mæður í þriðja
heiminum telja mestan ókost sam-
fara barneignum vera fólginn í
hélt innreið sína. En þörfin nú sé
svo brýn og mikil að þessar stofn-
anir hafi ekki afl til að fullnægja
þörfinni lengur.
Borgarstjórarnir segja að fjöldi
þeirra þar á meðal barna, sem ekki
hafa nóg að borða eða alls ekkert
hafi vaxið gífurlega að undan-
förnu. Víða hefur verið komið upp
fjöldaeldhúsum og matargjöfum
með öðrum hætti. Þaðan berast
hvaðanæva þær fregnir að sífellt
fleiri leiti til matargjafanna.
(Infó) - óg
kostnaði fram að þeim tíma að
börnin taki þátt í framleiðslunni.
Hins vegar líta bandarískar
mæður á það sem mestan ókost við
börn, að þau takmörkuðu frelsi
þeirra. Þetta var mat 46%
aðspurðra kvenna í Bandaríkjun-
um en 26% sögðu að
peningakostnað vera stærstan
galla. Að þeirra mati var sá kostur
helstur við að eiga börn, að vera
elskaður og elska auk þess sem fra-
mgjörn börn styrkja þjóðfélags-
stöðu foreldranna.
Þróun mála viðvíkjandi fólks-
fjölgun er undir því komin hvernig
staða kvenna verður. Rannsóknir
(og þurfti þó ekki til) gefa ótvírætt
til kynna að samhengi er á milli
menntunar kvenna og möguleika
þeirra til að vinna utan heimilis
annars vegar og fjölda barna þeirra
hins vegar. í Mexíkó á kona með
skólamenntun að baki þremur
börnum færra en konan sem ekki
hefur notið skólagöngu.
Enn fremur kemur í ljós mikill
munur á þeirri fjölskyldustærð sem
fólk gjarnan vildi - og hinni raun-
verulegu. Þannig upplýsa mæður í
Columbíu að þær vildu eiga fjögur
börn, en þær eiga að meðaltali sjö.
Orsök þessa er vankunnátta og
skortur á getnaðarvörnum. Sam-
kvæmt könnun um þetta atriði
kemur í ljós að einungis helmingur
kvenna í 29 fátækum löndum not-
aði einhvers konar getnaðarvarnir.
Dregur úr
fólksfjölgun
Gleðilegustu tíðindin eru þau,
að dregið hefur úr fólksfjölgun í
þróunarlöndunum eða frá 2.4% á
ári 1965-70 í 2.0% á ári síðan þá.
Hins vegar er það eitt helsta við-
fangsefni nú meðal alþjóðastofn-
ana hvernig þessari þróun verður
haldið við. Um það verður m.a.
rætt á alþjóðlegri ráðstefnu um
fólksfjölgun í Mexíkó á næsta ári.
Ekki eru síður gleðileg tíðindi af
minnkandi barnadauða. Hann
minnkaði úr 164 í 100 pro mille (af
þúsundi) á árunum 1950 til 1980 og
er nú um 90 af þúsundi. En þetta
eru meðaltalstölur og víða hefur sú
viðleitni að draga úr barnadauða
orðið til lítils. Þannig eru enn til
lönd og landssvæði, þar sem barna-
dauði er 150 pro rnille. Og það þyk-
i' enn fremur vera hættumerki að
frá því á árinu 1970 hefur víða í
þróunarlöndum dregið hægar úr
barnadauða en á áratugunum þar á
undan.
(Byggt á skýrslu frá Sameinuðu
þjóðunum). -óg
Fátækt hefur aukist
í Bandaríkjunum
Kólgubakki á himni
Rólegur áratugur
á enda runnlnn?
Jórdanía 1 pólitískum erfiðleikum
Jórdanía hefur grætt óbeint á olí-
uvcrðhækkunum undanfarin ár.
En vaxandi velferð í landinu sýnist
nú búin hætta af ýmsum ástæðum:
Um þessar mundir eru taldir
vera um 140 þúsund gistiverka-
menn í landinu - og er það mikil
breyting frá þeim tíma að atvinnu-
leysi var einna mest í heiminum
einmitt í Jórdaníu. í þá daga voru
líka tugþúsundir Palestínuaraba
landflótta í Jórdaníu.
Og fyrir tíu árum sáu jórdanskir
menntamenn þann kost bestan í
atvinnumálum, að fá starf í olíu-
ríkjunum við Persaflóa. Um 300
þúsund Jórdanir vinna í þessum
íöndum núna og er Jórdanía því
bæði inn- og útflytjandi vinnuafls.
Þeir Jórdanir sem starfa erlendis
eru yfirleitt menntamenn; verk-
fræðingar, kennarar, tæknifr-
æðingar og því um líkt og fá sæmi-
leg laun. Þessir Jórdanir sem starfa
erlendis senda verulegar fjárupp-
hæðir til heimalandsins (300 milj-
ónir danskra króna á sl. ári) eða sjö
sinnum meira en gistiverkamenn
senda frá Jórdaníu. Þessi upphæð
nemur 22% af þjóðarframleiðsl-
unni. Það er því ekki nema von að
menn segi að Jórdanía hafi fengið
sinn hluta af olíuvelmeguninni.
Þeirri velmegun fylgir svo póli-
tískur stöðugleiki sem nágranna-
löndin hafa minna af að segja. Og
Jórdanir áttu öðru að venjast um
1970, þegar Hussein átti í blóðugu
stríði og rak hersveitir landflótta
Palestínuaraba úr landi.
Ný teikn á lofti
Þó nú um stundir hafi Jórdanir
notið pólitískrar kyrrðar þá er ým-
islegt sem bendir til þess að
breyting verði á. Jórdanía hefur
þótt Bandaríkjasinnað land, ekki
síst frá því 1970. Reagan-stjórnin
hugðist notfæra sér þá vináttu með
því að láta Jórdaníu leika lykilhlu-
tverkið í friðaráætlun Reagans
fyrir Mið-Austurlönd. Ný þykir
Jórdaníumönnum sem hinn stóri
vinur hafi brugðist.
Jórdaníustjórn tók að sér að
hefja viðræður við PLO um friðar-
áætlun sem ætla mætti að ísrael
vildi ræða um síðar. En eins og
kunnugt er fóru þessar viðræður út
um þúfur.
Mörg ríki og utanaðkomandi
aðilar hjálpuðu til við að hindra
þessar viðræður. Sagt er að Sovétr-
íkin hafi þrýst á Hussein um að
taka ekki þátt í þessum samninga-
viðræðum sem ættaðar voru frá
Bandaríkjunum. Og Sýrlendingar
fara ekki dult með andstöðu sína
við að Hussein fái einhvers konar
heimild til að semja fyrir hönd Pal-
estínuaraba. Og eins og áður hefur
verið sagt frá voru mjög skiptar
skoðanir innan PLO um réttmæti
þessara viðræðna.
En það er fyrst og fremst vegna
áhugaleysis Bandaríkjamanna sjál-
fra að samningaumleitanir fóru út
um húfur að mati nokkurra Jór-
daníumanna. Þeir gerðu ekkert til
þess að liðka til fyrir samningum að
þessu sinni. Og ekkert bendir til
þess að þeir hafi viljað setja þannig
þrýsting á ísrael að skipti sköpum í
samningamálunum.
Þá er á það bent að Jórdanir hafi'
samþykkt nær allar friðartillögur
undanfarinna ára: áætlun Sam-
einuðu þjóðanna 1967, Rogers-
tillögurnar 1970, tillögur Kissin-
gers 1974 og 1975 og loks Reagan-
tillögurnar nú. Það er ísrael sem
segir alltaf nei, en samt sem áður er
Hussein Jórdaníukonungur og Weinberger varnarmálaráðherra Banda-
ríkjanna. Kominn holur tónn í samskiptin.
því alltaf haldið á lofti á Vestur-
löndum, að Arabaríkin hafni öllum
friðartillögum.
Sovétríkin styðja Sýrlendinga
sem eiga í deilu við ísrael vegna
Líbanon um þessar mundir. Að
sögn ritstjóra „A1 Destour“ í Jór-
daníu getur deilan nú annaðhvort
leitt til nýrrar styrjaldar eða þá að
Bandaríkin taki pólitík sína til
endurskoðunar. Og að markmið
þeirra um að þurrka burt sovésk
áhrif í Miðausturlöndum sé fjarri
öllu lagi.
Þá er á það bent í Jórdaníu, að
eftir að samningarnir mistókust sé
viss upplausn innan PLO sem geti
orðið meiri. Bent er á að ef PLO
klofni í ótal smáhópa verði mörg-
um sinnum erfiðara fyrir alla að ná
til einhvers konar samninga. Og ef
allir samningar verði útilokaðir ótt-
ast margir að Palestínuarabar muni
grípa til örþrifaráða af stærðar-
gráðu sem ekki hefur verið inn í
myndinni fyrr. Haft er eftir menn-
tamanni jórdönskum: „Ég hef á til-
finningunni að ef deilurnar verði
ekki leystar á viðunandi hátt muni
palestínuarabarnir grípa til kjarn-
orkuvopna, í þá átt bendir þróunin
nú“. Og við þessa svartsýni bætist
svo óttinn við næstu tilraunir ísra-
ela við „að leysa vandamál“.
(Information)
-óg