Þjóðviljinn - 24.06.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 24.06.1983, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 23. junM983> PJOÐVILjINN - SÍÐA 15 frá I Tívolí — Miklatún: Fjárplógsstarfsemi af verstu tegund RUVQ 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.25 Leikfimi 7.30 Tónleikar. Þulurvelurog kynnir. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir. Morgunorð - Guörún S. Jónsdóttir talar. 8.30 Ungir pennar Stjórnandi: Dómhildur Sigurðardóttir (RÚVAK). 8.40 Tónbiliö a. „Stundadansinn” ettir Ponchielli. Hljómsveit Covent Garden óperunnar leikur; Sir Georg Solti stj. b. Forleikur aö óperunni „La Cenerentola", eftir Rossini. Hljómsveitin Filharmónía leikur; Tullio Serafin stj. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Stroku- drengurinn" eftir Astrid Lindgren Þýö- andi: Jónína Steinþórsdóttir. Gréta Ólafsdóttir les (10). 9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynningar. Tón- leikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustu- gr. dagbl. (útdr.). 10.35 „Það er svo margt að minnast á“Torfi Jónsson sér um þáttinn. 11.05 „Ég man þá tíð“ Lög frá liðnum árum. Umsjónarmaður: Hermann Ragn- ar Stefánsson. 11.35 Félög aldraðra Siguröur Magnússon flytur erindi. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurtregnir. Tilkynn- ingar. Tónieikar. 14.00 „Refurinn í hænsnakofanum" eftir Ephraim Kishon í þýðingu Ingibjargar Bergþórsdóttur. Róbert Arnfinnsson les (2). . 14.20 A frívaktinni Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar a. „Capriccio Italien" hljómsveitarverk eftir Pjotr Tsjai- kofski. Sinfóníuhljómsveit Lundúna leikur; Kenneth Alwin stj. b. Fiðlukonsert í d-moll, op. 47 eftir Jean Sibelius. Henryk Szeryng leikur með Sinfóniu- hljómsveit Lundúna; Gennady Rozh- destvesky stj. 17.05 Af stað í fylgd með Ragnheiði Da- viðsdóttur og Tryggva Jakobssyni. 17.15 Upptaktur - Guðmundur Benedikts- son. - Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50VÍÖ stokkinn Heiðdís Norðfjörð held- ur áfram að segja börnunum sögu fyrir svefninn (RÚVAK). 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thorddsen kynnir. 20.40 Sumarið mittÞorsteinnMatthiasson segir frá. 21.30 Vinartónlist og óperettulög a. Út- dráttur úr óperettunni „Brosandi land" eftir Franz Lehár. Herta Talmar, Renate Holm, Sándor Kónya og Peter Alexander syngja með undirleik hljómsveitar; Franz Marszalek stjórnar. b. „Nótt i Vín", úrval laga eftir Robert Stolz. Renate Holm syngur með Útvarpshljómsveitinni í Vin; höfundurinn stjórnar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Sögur frá Skaftáreldi“ eftir Jón Trausta Helgi Þorláksson fyrrv. skóla- stjóri les (9). 23.00 Náttfari Þáttur í umsjá Gests Einars Jónssonar (RÚVAK). 00.50 Fréttir. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Á næturvaktinni - Ásgeir Tómas- son. 03.00 Dagskrárlok. RUV © 19.45 Fréttaágrip á táknáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 A döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.50 Steini og Olli Skopmyndasyrpa með Stan Laurel og Oliver Hardy. 21.15 Með kveðju frá íslandi Kvikmynd sem Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna lét gera um fiskútflutning til Bandaríkjanna og starfsemi Coldwater Seafood Corpo- ration, fyrirtækis S.H. sem annast vinnslu, sölu og dreifingu íslenskra fisk- afurða vestanhafs. Framleiðandi: Lifandi myndir 1982. Handrit, stjórn og kvik- myndun: Sigurður Sverrir Pálsson. Þulur: Ólafur Ragnarsson. 21.35 Undralyfið kallókain Sænsk sjón- varpsmynd gerð eftir síðustu bók skáld- konunnar Karin Boye sem út kom árið 1940. Handrit og leikstjórn: Hans Abram- son. Aðalhlutverk: Swen Wollter, Helen Brodin, Ulf Qvarsebo og Áke Lagergren. Myndin gerist einhvern tíma i framtiðinni i einum þeirra drungalegu neðanjarðar- bæja sem jarðarbúar þá byggja sökum mengunar og styrjaldareyðingar ofan- jarðar. Rikið hefur öll ráð þegnanna í hendi sér. Til að bæta um betur finnur Leo Kall efnafræðingur upp nýft lyf sem fær fólk til að afhjúpa leyndustu hugsanir sínar. Óvinir rikisins eiga ekki að fá dulist framar en lyfið reynist einnig vekja mann- legri kenndir en til var ætlast. Þýðandi Þorsteinn Helgason. (Nordvision - Sænska sjónvarpið) 23.45 Dagskrárlok Birna Þórðardóttir hringdi: Vildi hún lýsa furðu sinni á verðlagningu á tveim „hátíðum" sem gengið hafa yfir höfuðborg- arbúa að undanförnu. Annars vegar væri um að ræða Tívolí - Miklatún og hinsvegar hátíðar- höldin á 17. júní. Birna sagði að engu væri líkara þegar komið væri í tívolíið á Miklatúni en að menn væru lentir í hreinu ræn- ingjabæli, slík væri verðlagning- iná skemmtitækjunum..Það allra ódýrasta kostaði 20 krónur og langflest atriðanna væru mun dýrari. Hún kvaðst hafa hitt fólk sem hefði hreinlega verið miður sín eftir ferð í tívolí þetta, fjár- plógsstarfssemin hefði verið slík. Þá væri allt á huldu með hvort þeir sem stæðu að tívolíinu væru undanþegnir söluskatti, kvittanir fengi fólk ekki nema þá í undan- tekningartilvikum. Kvaðst Birna vera mest hissa á því að engin athugasemd hefði komið fram um tívolí þetta áður í blöðum. Hitt atriðið sem væri um margt skylt varðaði hátíðarhöldin á 17. júní. Birna benti á að verð á ýmsum hlutum hefði verið hreint ótrúlegt og nefndi hún sem dæmi eina blöðru sem kostaði hvorki meira né minna en 100 krónur. Pað var einu sinni mús sem lœddist inn í hús. s Eg átti einu sinni stól sem var voðalega mjór. (Einar í 7 ára bekk Æfingaskólans). Reyndu aftur „Reyndu aftur“. Þetta er þörf regla fyrir unga og gamia, ríka og fátæka. Þeir sem vilja færa sér þessa regiu í nyt munu fá miklu áorkað. Ég gef ei mikið fyrir þann dreng, sem getur setið grátandi og skælandi, þó honum hafí ekki tekist að reikna dæmið sitt rétt í fyrsta sinni, eða þó hann í eitt skipti hafí þyngri lexíu að læra en vanalega; hann á að „reyna aftur“, og ekki gefast upp, fyrr en hann er búinn að reikna dæmið rétt og læra lexíuna reiprennandi. Þú hefur kannski lesið um Kólumbus, sem fann Vesturheim. Þegar hann fyrst vatt upp setl, hversu marga örðugleika átti hann þá fyrir höndum og hversu oft brugðust honum vonir hans! Hvern dag- inn eftir annan varð hann að „reyna aftur“; loks voru sjómenn hans orðnir svo þreyttir, að þeir hótuðu honum að fleygja honum fyrir borð, ef hann vildi ekki hætta við fyrirætlan sína. En hann Iét ekki hugfallast, heldur „reyndi aftur“, og það þangað til hann hafði fram fyrirætlan sína, og upgötvaði Vesturheim. Úr lestrarbók Þórarins Böðvarssonar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.