Þjóðviljinn - 25.06.1983, Síða 4

Þjóðviljinn - 25.06.1983, Síða 4
4 sIða' — ÞJOÐVILJINN Helgín 25.-26. júfní 1V83 ' stjornmál á sunnudegi Ragnar Arnalds skrifar Magurt ár í ár eftir þrjú feit Mikill afgangur ríkissjóðs í þrjú ár léttir róðurinn á erfiðleikatímum Þeir sem lengi hafa fylgst meö stjórnmál- um kannast vel við þá áróðursplötu sem Morgunblaðið hefur sett á fóninn af og til í aldarfjórðung, að þegar vinstrimenn kom- ist til valda „tæmi þeir alla sjóði"! Og þó að sjóðirnir séu gjarnan galtómir, þegar vinstriöflin fá að taka með öðrum í stjórnar- taumana eiga sjóðirnir að heita ennþ'á „tómari" að dómi Morgunblaðsins þegar stjórnarþátttöku vinstrimanna linnir. Nokkru fyrir seinustu stjórnarskipti fórn að berast miklar tröllasögur í fjölmiðlum um „hrikalcga afkomu ríkissjóðs“.Uún átti að vera verri en nokkru sinni fvrr, og voru ýmsar tölur nefndar því til sönnuriar. Nú er það svo, að staða ríkissjóðs hefur alltaf verið verri á vormánuðum og fram yfir mitt ár, og er það ekkert nýtt, að um þetta leyti árs myndast verulegur halli mið- að við ársbyrjun. Aftur á móti er árið í fyrra sem mjög er haft til samanburðar, svo ein- stök undantekning frá reglunni, að líklega verður að fara marga áratugi aftur í tírnann til að finna jafn hagstætt ár fyrir ríkissjóð, því að í fyrra var rekstrarstaðan jákvæð í lok 10 mánaða ársins og aöeins í mínus í lok júní og júlí. Rckstrarstaða ríkissjóðs nú í maílok var ckki lakari cn oftast áður, eins og nánar verður gerð grcin fyrir hér á eftir. Og vcgna vcrulcgs tckjuafgangs ríkissjóðs þrjú ár í röð, árið 1980 til 1982, er ríkissjóður nú betur búinn undir samdrátt í tckjum og erf- iðlcikatíma cn vcrið hcfur um langt skcið. Um spámenn og tröllasögur Auövitað eru tröllasögurnar um afkomu ríkissjóös af ýmsum rótum runnar. Fyrst og fremst bera þær þess vott, að stjórnarskipti fara fram. Morgunblaðið telur sig þurfa að eyða rniklu púðri, jafnvel í leiðaraplássi, til að skjóta niðureinhvern leiðindadraug sem blaðið kallar „Goðsögnina um hæfni" undirritaðs „sem fjármálaráðherra" (úr leiðara Morgunblaðsins 16. júní sl.). Þetta er ósköp skiljanlegt og í alla staði réttlætan- legt. Sumpart sttifa tröllsögurnar af ókunnug- leika, þegar borið er saman viö síðastliðið ár, sem var einstakt í sinni röð eins og áður segir. Ogsumpart er nokkurt sannleikskorn í þessum fréttum, því að vissulega hefur afkonia ríkissjóðs versnaö mjög verulega á seinustu mánuðum vegna samdráttar í tekj- um og peningaveltu. þótt hvorki séu það óvænt né óvenjuleg tíðindi. Ég verð að játa, að ég hef hikað við að svara þessum fréttaflutningi, þar sem full- yrðingar um væntanlegan halla á ríkissjóði í árslok hafa sveiflast frá 600 millj. og upp í 1800 millj. kr. (sbr. Geir Hallgrímsson í sjónvarpsviðtali). í fyrsta lagi eru þetta spátölur sem ráðast ekki síst af því hver spámaðurinn er. í öðru lagi vill pex af þessu tagi um tölur sem fáir botna í, verða heldur þreytandi umræða fyrir fólk almennt. I þriðja lagi er mér heldur illa við að standa í opinberum deilum við eftirmann nrinn um rekstrarafkomu ríkissjóðs á þessu ári, þegar svo vill til, að útkoman er að nokkru byggð á ákvörðunum sem ég hef beitt mér fy rir, og að nokkru á ákvörðunum, sem hann hefur tekið eða á jafnvel eftir að taka. Hver á hvað og hver á ekki hvað, verður alltaf spurt. Eftirmaður minn, Albert Guðmundsson er dugnaðarforkur eins og allir vita, og hann á vafaiaust eftir að sýna ágæti sitt á ýmsan hátt. Mér finnst heppilegra að rök- ræða við hann um ríkisfjármálin, þegar hann hefur fengið tækifæri til að sýna stefnu sína í verki. fíeynslan er ólygnust Þegar ég lagði fram fjárlagafrumvörp fyrir árin 1980, 1981 og 1982 urðu í öll skiptin miklar umræður um þau í fjöl- miðlurn og fullyrtu stjórnarandstæðingar.að í þeim væru svo mörg göt, svo margar glopp- ur og smugur, að þau myndu aldrei stand- ast. Að sjálfsögðu andmælti ég þessu, en umræða um óorðna hluti er oft marklítill; reynslan er ólygnust. Nú liggur fyrir hver fór með rétt mál og hverjir fóru með rangt mál þessi þrjú ár. Öll árin náðu endar saman og meira en það: Þessi ár varð verulegur afgangur hjá ríkissjóði, umeðayfir3% árin 1980 og 1981 og augljóst er, þótt ríkisreikningur fyrir ár- ið 1982 liggi ekki fyrir, að það árið hefur afgangurinn orðið langmestur. En þessum . staðreyndum er lítt haldið á lofti í moldviðri minni tíðinda og verður þá fráfarandi fjár-. málaráðherra að leyfast að koma þeim á framfæri, þótt honum sé málið skylt. Hitt er aftur á móti blásið út með stórum fyrirsögnum, að halli sé á ríkissjóði fyrstu mánuði þessa árs, eins og það séu einhver ný tíðindi. “Þannig cr viðskilnaðurinn!“ hrópar stjórnarandstaðan, þegar 11,4% halli er á ríkissjóði í maílok miðað við ársbyrjun. Ríkissjóður reyndist „gatasigti" í höndum Ragnars Arnalds, segir leiðarahöfundur Morgunblaðsins lb.júní sl. Mér er sannarlega sómi sýndur með því að vera skammaður í Morgunblaðinu. En kannski get ég upplýst um nokkrar athyglis- verðar staðreyndir, þótt segja megi, að margt sc mcira áhyggjucfni um þessar mundir en afkoma ríkissjóðs, til dæmis af- koma heimilanna. Nokkrar staðreyndir Samkvæmt upplýsingum ríkisbókhalds- ins var rekstrarafkoma ríkissjóðs neikvæð um 11,4% miðað við útgjöld í lok seinasta mánaðar, eins og áður segir. Hvernig voru sambærileg hlutföll í maílok á árunum 1975-1979? Arið 1975:.............-í-11,7% Árið 1976:..............h-10,4% Árið 1977:...............-H2,l% Árið 1978:...............+10,5% Árið 1979:...............+13,3% Meðaltal 1975-1979......+11,6% Rekstrarstaðan í maílok þessi fimm ár var sem sagt mjög hliðstæð því sem nú er og að meðaltali næstum alveg sú sama. Aftur á móti eru hliðstæðar hlutfallstölur í maílok seinustu þrjú árin verulega hagstæðari og þó sker sl. ár sig úr: Árið 1980.................+3,1% Árið 1981.................+2,7% Árið 1982.................+2,8% Skuldastaða ríkissjóðs samkvæmt ríkisreikningi á föstu verðlagi m.v. byggingarvísitölu í árslok 1982 ,1331 stig.d) M.kr. , 3276 2822 2702 2667J 2585_ 1406 1148 990 703 366 201 1977 1978 Skuld við Seðlabanka 1979 1980 1981 1982 0 Skuld við aöra en Seðlabanka (DEkki er unnt aðsýna skuld ríkissjóðs við aðra en Seðlabankann árið 1982 þar sem endurmat á þeim liggur ekki fyrir ennþá. Skuld ríkissjóðs A-hluta, 1977-1982, framreiknað til verðlags í árslok 1982. Ég tel, að vilji ný ríkisstjórn ná jafnvægi í ríkisfjármálum á þessu ári eins og tekist hefur undanfarin þrjú ár, þá sé enn tími til stefnu. Við verðum að hafa í huga, að hin góða staða í maímánuði undanfarin þrjú ár leiddi til mjög verulegs tekjuafgangs öll ár- in, eins óg áður er rakið, og mætti láta sér nægja þetta árið að standa á sléttu. Beinlínis stefnt á halla Mér virðist hins vegar, að ríkisstjórnin hafi þegar ákveðið að ríkissjóður verði rek- inn með verulegum halla á þessu ári, og er það auðvitað markmið út af fyrir sig. Þessa fullyrðingu styð ég eftirfarandi rökum: í nýrri áætlun fjármálaráðuneytis virðist gert ráð fyrir 200 millj. kr. meiri útgjöldum til niðurgreiðslna en fjárlög gerðu ráð fyrir án þess að nokkrar nýjar tekjur komi þar á móti eða sparnaður. Gíldandi vegaáætlun er byggð á þeirri forsendu að aflað sé á annað hundrað millj. kr. í auknum tekjum, en samkvæmt þeim yfirlýsingum sem gefnar hafa verið er ekki áformað að afla þessara tekna. Rétt er að minna á, að lán til vegagerðar leysir kann- ski einhvern greiðsluvanda en skapar rekstrarhalla eftir sem áður. I stefnuyfirlýsingu hinnar nýju stjórnar er gert ráð fyrir verulegum nýjum útgjöld- um ríkissjóðs, bæði í formi beinna framlaga og tekjumissis vegna skattalækkana. Enn hefur ekki verið útskýrt, hvernig þessa fjár verður aflað. Ekki auðvelt en unnt Þótt ég hafi fullyrt hér að ofan, að unnt sé að tryggja áframhaldandi jafnvægi í ríkis- fjármálum á þessu ári, þá hef ég ekki sagt að það sé auðvelt. Við gerð fjárlaga var reiknað með verulegum samdrætti í peninga- veltu og hlutfallslega minnkandi tekjum ríkissjóðs miðað við útgjöld. En samdrátt- urinn verður meiri er reiknað var með. Enginn mun ásaka núverandi fjármála- ráðherra.þótt einhver halli verði af þessari ástæðu, ef ríkisbúskapurinn kemst aftur í jafnvægi á næsta ári. Hitt er miklu hæpnara ef ákvarðanir eru teknar um niður- greiðslur, útgjöld til vegamála eða skatta- lækkanir án þess að tekjuöflun eða sparn- aður á fjárlögum komi þar á móti. Með því er verið að dæla út fjármagni sem ekki er til nema sem aukin prentun seðla og hlýtur að kynda undir verðbólgubálið. Þegar rætt er urn viðskilnað fráfarandi stjórnar í ríkisfjármálum er að sjálfsögðu fráleitt að láta þess ekki getið, að skuld ríkissjóðs við Seðlabankann hefur skroppið verulega saman seinustu árin og vaxta- greiðslur til bankans hafa því orðið miklu minni en áður var. Mjög verulegur af- gangur hjá ríkissjóði í tíð fráfarandi stjórn- ar hefur sem sagt gengið til að gera upp skuldirnar rniklu sem mynduðust í ríkis- stjórnartíð Geirs Hallgrímssonar. Þess vegna er ríkissjóður nú inargfalt betur í stakk búinn eftir þrjú feit ár til að mæta mögrum árum á ný, ef þau skyldu vera framundan. Spyrja má, hvort nauðsynlegt hafi verið að skila svo verulegum rekstrarafgangi í ríkissjóð sem raun ber vitni í tíð fráfarandi stjórnar. Ég tel að svo hafi verið og gæti fært fyrir því ýmis rök, að með 2-3% af- gangi á hverju ári er rekstur ríkissjóðs í eðlilegu og nauðsynlegu jafnvægi. En sú hlið málsins bíður betri tíma. Ragnar Arnalds

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.