Þjóðviljinn - 25.06.1983, Page 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 25.-26. júní 1983
Hornstrandir
fái að vera sem mest óbreyttar
„Ég var aö koma frá Látravík á
Hornströndum í gær og þar er
óvenjumikill snjór í fjöllum en
geysileg leysing. Ef ekki kemur
kuldakast veröur allt komiö í
eölilegthorf þegar
feröamannatíminn byrjar um
mánaöamótin þó aö gróöur
veröi eitthvað eftir á.“ Þetta
sagði Gísli Hjartarson í samtali
viö Þjóöviljann á mánudag.
Hann var einn af stofnendum
Feröafélags ísafjarðar og
formaöur þess fyrstu þrjú árin
og hefur undanfarin ár veriö
fararstjóri í
Hornstrandaferöum.
- Ertu búinn aö vera lengi farar-
stjóri þaö nyröra?
- Síðan 1979 hef ég fariö á
hverju ári allt að þrjár vikuferöir á
sumri.
- Ertu Hornstrendingur sjálfur?
- Nei, ég er ísfiröingur en bý
eins og er í Bolungarvík. Tengsl
mt'n viö Hornstrandir eru þau aö
frá því aö ég var unglingur fór ég á
hverju vori nieð eggjakörlunum á
Hælavíkur- og Hornbjarg og var
meö þeim í eggjatökunni. Svo hef
ég feröast mikiö á eigin vegum á
sumrin og veturna um þessár
slóðir.
- Er ekki sívaxandi ferðamann-
astraumur um Hornstrandir?
- Hann er eiginlega oröinn of
mikill. Stundum er örtröð á tjald-
stæðinu við Höfn í Hornvík. Auk
hinna skipulögöu hópa fara mjög
margir á eigin vegum.
- Hvaö er ferðamannatíminn
langur?
- Aðalferðamannatíminn er frá
byrjun júlí og fram yfir miðjan ág-
úst. Fyrsta ferö Ferðafélagsins
veröur í ár farin 2. júlí og þeirri
síðustu lýkur 14. ágúst.
- Hvernig er búið að ferða-
mönnum?
- Víöa eru góö tjaldstæði meö
kömrum og þægilegar gönguleiðir
fyrir alla. Eg tel aö ekki eigi aö búa
betur að feröamönnum því að þá er
komið út í „buisness“. Ég tel að
ekki eigi aö reisa hótel þarna eða
pulsusölu og sumarbústöðum má
ekki fjölga en töluverð ásókn er í
að reisa þá af eigendum jarðanna.
Allt slíkt tel ég vera lýti á Horn-
ströndum og þjóðgarðinum.
- Hvernig kemst fólk á Horn-
strandir?
- Fagranesið er með fastar áætl-
unarferðir frá ísafirði og eins taka
margir fiskiskip á leigu til að kom-
ast þangað.
- Er óhætt fyrir venjulegan inni-
setumann að fara í Hornstranda-
ferð?
- Ég tel ekki ráðlegt fyrir ókunn-
uga að fara þangað á eigin spýtur
því að þarna er allra veðra von. Þá
er betra að fara í vel skipulagða
hópferð með vönum fararstjóra.
Annars er öllum heimilt að fara í
skýli Slysavarnafélagsins út úr
neyð, en þau eru víða. Ferðafé-
lagið grípur til þess einstaka sinn-
um ef veðrið er mjög vont.
- Er verri veðra von á Horn-
ströndum en annars staðar?
- Þetta eru náttúrlega óbyggðir
og ekkert hægt að hlaupa ef
eitthvað er að veðri. Eftir að kem-
ur fram í ágúst er allra veðra von og
ég hef lent í töluverðu slarki með
hópa í þeirn mánuði þó að góðir
dagar hafi líka komið á milli. En
það hefur bara verið ævintýri fyrir
ferðalangana og óskaplega gaman.
- Hvað hrífur fólk mest á Horn-
ströndum?
- Það er kyrrðin. Þar eru engir
bílvegir og engin vélknúin farar-
tæki á landi. Náttúrulíf, dýralíf og
auðvitað sagan hrífur fólk og svo
þessar gönguleiðir yfir fjöll og fjall-
askörð. Og ekki má gleyma fugla-
björgunum. Hornvík er t.d. á milli
tveggja stórra bjarga, Hælavíkur-
bjargs og Hornbjargs og þar er
náttúrufegurð einna mest og sér-
stæðust á Hornströndum.
- Er mikið um hópferðir?
- Starfsmannafélög gera mikið
af að ferðast um þesar slóðir og ég
get nefnt sem dæmi að Alþýðu-
bandalagið á Vestfjörðum fer í sína
árlegu hópferð í Hornvíkina í sum-
ar. Alþýðubandalagsferðirnar eru
fjölmennustu ferðir sem farnar
hafa verið um Vestfirði á undan-
förnum árum og mjög skemmti-
legar.
- Hverja telur þú vera framtíð
Viðtal við Gísla
Hjartarson
fararstjóra í
ferðum þangað
Hornstranda sem ferðamanna-
lands?
- Ég vona að þær fái að vera sem
mest óbreyttar og ferðafélögin
standi fyrir ferðum þangað af hug-
sjón til að kynna náttúruna og
landið frekar en í gróðaskyni.
- GFr
Alþýðu-
bandalags-
ferðin
Sumarferð Alþýðubandalags-
ins á Vestfjörðum á Horn-
strandir verður farin 8. júlí
n.k. Sjá nánar í flokksdálki.
ritstjjórnargrein
Kjartan Ólafsson
r r
A Island að vera
nýlenda A lusuisse ?
Sverrir Hermannsson, iðnað-
arráðherra segist vilja fá „stór-
hækkun" á því orkuverði, sem
Alusuisse greiðir Landsvirkjun.
Það er gott. lönaðarráðherrann
forðast hins vegar eins og heitan
eld að nefna nokkrar tölur í þess-
um efnum, og er það aftur á móti
mun verra.
Hver er
meiningin?
Söluverð á framleiðslu álvers-
ins í Straumsvík hefur nú hækkað
um 50% á nokkrum mánuðum,
og dr. Ernst, forstjóri Alusuisse
segir eðlilegt, að allir sem hlut
eiga að máli „njóti góðs“ af þess-
ari hækkun. Þetta er líka gott svo
langt sem það nær. En það er
með álforstjórann, eins og
iðnaðarráðherrann íslenska, -
þeir forðast báðir að nefna
nokkrar tölur um hugsanlega
hækkun orkuverðsins. Meðan
svo er vita menn lítið hvað til
Stendur í þessum efnum, og gam-
alkunnugt er, að það sem einn
nefnir „stórhækkun“ kallar annar
hungurlús. Þannig töldu Jjeir Jó-
hannes Nordal og Steingrímur
Hermannsson sig hafa samið um
„stórhækkað" orkuverð árið
1975, en veruleikinn var sá, eins
og nú hefur verið sýnt frain á með
óyggjandi rökum, að það var
Alusuisse sem hagnaðist á þeirri
endurskoöun. Við íslendingar
höfum fengið enn minna út úr
viðskiptunum við Alusuisse á
þeim árum, sem síðan eru liðin,
heldur en verið hefði að óbreyttu.
Við skulum því bíða eftir töl-
unum. - Hvað meinar Sverrir
Hermannsson með tali um „stór-
hækkað" orkuverð? - Hvað
meinar álforstjórinn, þegar hann
býður okkur að „njóta góðs“)? -
(A máli álforstjóranna þá höfum
við Islendingar reyndar notið al-
veg sérstaklega góðs af viðskipt-
unum við Alusuisse á undanförn-
um árum!)
En meðan við bíðum, þá
skulum við líta á nokkrar mikil-
vægar staðreyndir:
470 miljónir á ári
í skatt til Alusuisse
1. Hér á íslandi borgar Alu-
suisse nú liðlega 17 aura
fyrir hverja kílówattstund
af orku. Meðalverð á
heimsmarkaði í slíkum við-
skiptum er hins vegar yfir
50 aura, og í 12 öðrum ál-
verksmiðjum, sem reknar
eru af Alusuisse vítt um
heim, þá er orkuverðið
einnig yfir 50 aurum að
jafnaði.
2. Fyrir þær 1300 gígawatt-
stundir á ári, sem Alusuisse
fær afhentar hér borgar
auðhringurinn nálægt 235
miljónum króna á núver-
andi gengi. Rétt verð væri
hins vegar yfir 700 miljónir
króna, svo hér vantar
a.m.k. 470 miljónir króna
upp á árlega.
3. Þessar 470 miljónir eru
skattur, sem íslenskur al-
menningur greiðir Alu-
suisse ár hvert. Þetta sam-
svarar nær 300 sæmilegum
íbúðum á ári, eða a.m.k.
8000 íbúðum á þeim liðlega
30 árum, sem enn eru eftir
af samningstímanum.
4. Það er vegna þessarar
harðsvíruðu nýlendu-
stefnu, sem okkar almenn-
ingsrafveitur eru látnar
greiða 5 sinnum hærra verð
fyrir orkuna frá Landsvirkj-
un heldur en verksmiðja
Alusuisse í Straumsvík
borgar fyrir þann helming
allrar orkuframleiðslu
Landsvirkjunar, sem þang-
að rennur. Með hverjum
x orkureikningi borga íslensk
heimili, íslensk fyrirtæki og
íslenskar stofnanir sinn
þunga orkuskatt til Alu-
suisse.
Vilja nú tvöfalda
umsvifín
Og nú vill Alusuisse . fá að
byggja hér aðra jafn stóra álverk-
smiðju í Straumsvík, og fá af-
henta helmingi meiri orku en
hingaðtil! Þeir viljasemsagtckki
láta sér duga að fá helminginn af
núverandi orkuframleiðslu
Landsvirkjunar, hcldur vilja þeir
fá í sinn hlut alla þá vatnsorku,
sem hér hefur verið virkjuð!
Þeir ætla að krækja sér í and-
virði nokkur þúsund íbúða í við-
bót af arði ísienskra auðlinda, -
og þegar það er tryggt en fyrr
skrifar:
ekki telja þeir sig e.t.v. geta slett
einhverju í okkur til baka í formi
hækkunar á orkuverði, sem þó er
enn með öllu óljóst hver verða
kynni. Þetta er hernaðaráætlun
auðhringsins. Frammi fyrir henni
stöndum við.
Við þessar aðstæður er það
auðvitað alveg afleitt, að íslensk
stjórnvöld skuli í reynd útiloka
þann möguleika að við beitum
okkar fullveldisrétti og hækkum
orkuverðið einhliða með lögum
fyrst rökstuddum sanngirniskröf-
um okkar hefur verið staðfast-
lega neitað aftur og aftur. Slíkan
kost hafa þó margar þjóðir valið
við hliðstæðar aðstæður. Og ekki
bætir það úr skák, að hinn nýi
iðnaðarráðherra lýsir hvað eftir
annað yfir þeirri skoðun sinni að
fásinna sé, að við Islendingar
eigum sjálfir einhver meiriháttar
iðnfyrirtæki, - allt slíkt verði að
vera í höndum útlendinga. Allt
þetta þekkja álfurstarnir og nota
sér að sjálfsögu óspart.
Áætlun „Integral“
Fyrir allmörgum árum kynntu
fulltrúar Alusuisse íslenskum
stjórnvöldum sína framtíðaráætl-
un varðandi Island. Þar var gert
ráð fyrir margra miljarða dollara
fjárfestingu auðhringsins hér, og
ekki aðeins að auðhringurinn ætti
hér risastór iðjuver, heldur einnig
orkuverin að hálfu á móti ís-
lenska ríkinu. Þetta var áætlun
„Integral“, sem komin í fram-
kvæmd hefði gert Alusuisse alls-
ráðandi á landi hér, og sjálfa okk-
ur bónbjargamenn auðhringsins í
eigin landi. - Fyrsti þátturinn í
áætlun „Integral“ var einmitt
tvöföldun álvcrsins í Straumsvík,
senPlRí er aftur komin á dagskrá.
Við skulum vera vel á verði.
k.