Þjóðviljinn - 25.06.1983, Page 11

Þjóðviljinn - 25.06.1983, Page 11
Helgin 25.-26. júní 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Össur Skarphéðinsson skrifar frá Bretlandi: Herkúlesarverkefni Verkamannaflokksins Eftirafhroð Verkamannaflokksins í bresku þingkosningunum ríkir nú talsverð óvissa um afdrif flokksins. Hann hefur verið á stöðugri og viðstöðulítilli niðurleið siðan íkosningunum 1951 og sannast sagna virðast einungis gagnger stakkaskipti geta forðað honum frá ótímabæru stefnumóti við skapadægur sitt Einsog Þjóðviljinn hefur greint frá eru meginniðurstöður kosning- anna einkunt tvenns konar. Góður helmingur þeirra sem kusti (56.2 prósent) köstuðu atkvæði sínu gegn stjórnarstefnu íhaldsflokks- ins. En andstæðingar íhaldsins voru klofnir í tvær fylkingar með tilkomu Miðjubandalagsins (kosn- ingasamtök Frjálslynda flokksins og sósíaldemókrata sem klufu sig úr Verkamannaflokknum), með þeim afleiðingum að Ihaldið þre- faldaði þingmeirihluta sinn, þrátt fyrir að hafa fengið 1.5 prósent minna fylgi en í kosningunum 1979. íhaldsflokknum hafnad í fyrsta sinn var nú kosið eftir kjördæmabreytingar sem sjálf- krafa færðu Ihaldinu um 30 þing- sæti. Auk þessa vann flokkurinn 37 þingsæti af hinum flokkununt og hafði þegar upp var staðið 144 sæta meirihluta á þingi en þó ekki nema 42.4 prósent greiddra atkvæða (30.8 prósent þeirra sem eru á kjör- skrá). Sem fyrr segir er þetta 1.5 prósenti minna en Ihaldsflokkur- inn aflaði 1979. Það er til inarks um áhrif Miðju- bandalagsins á gengi Ihaldsins í þessum kosningum, að þrátt fyrir hinn mikla þingmeirihluta þá hlaut flokkurinn samt sem áður ntinna fylgi en í kosningunum 1964, þegar hann hlaut 43.4 prósent en tapaði þá eigi að síður fyrir Verkamann- aflokknum undir forystu Harold Wilson. Og árið 1970 hlaut íhaldið talsvert meira fylgi en nú, en þó miklu minni þingmeirihluta, enda gekk þá Verkamannaflokkurinn til kosninga í heilu lagi. Með hliðsjón af fylgi íhaldsflokksins nú, þá er það óhrekjanleg staðreynd að drjúgur helmingur breskra kjós- enda kastaði atkvæði sínu gegn stefnu hans. Undarlegt kosninga- kerfi færði honum eigi að síður tröllaukinn meirihluta á þingi. Þrátt fyrir minnkandi fylgi 1- haldsins er þó ekki hægt að segja annað en höfnun kjósenda á Verkantannaflokknum hafi verið enn gagngerri. Flokkurinn hlaut 27.6 prósent, tapaði 9.3 prósentum frá síðustu kosningum, mesta tap sem annar hinna stóru flokka hefur þolað eftir síðari heimsstyrjöldina og minnsta atkvæðamagn sem Verkamannaflokkurinn hefur fengið frá 1918. Horfur flokksins eru jafnvel enn ólánlegri þegar haft er í huga að hann hefur verið á sígandi niður- leið frá 1951. Fylgisbreytingar Á vegum BBC gerði Gallup merkilega könnun á sveiflum milli flokkanna. Sá hluti niðurstaðna sem snerti Verkamannaflokkinn sýndi aö orsakir ósigursins. voru fimmfaldar. Talsverður hluti fylg- isins fór yfir á Miöjubandalagit), og minni hópur, en þó marktækur, skipti beint yfir á íhaldsflokkinn. Þá kom í Ijós að talsvert af fólki sem ekki kaus 1979 kom nú fram í herbúðum íhaldsins. Frá fornu fari hafði Verkamannaflokkurinn enn- fremur fagnað góðu gengi á meðal þeirra sem kjósa í fyrsta sinn, þetta breyttist í kosningunum 1979 þegar íhaldið hafði viðlíka mikinn stuðning æskufólks og Verka- mannaflokkurinn, og í kosningun- um núna fékk Verkamannaflokk- urinn minnstan stuöning í þessum aldurshópi af öllum flokkunuin þremur. Ofaná þetta bættist svo að um helntingur af hinum mikla fjölda atvinnulauss æskufólks taldi ekki taka því að kjósa og sat heim á kjördag. Að öllu jöfnu hefur þó Verkamannaflokkurinn átt vísan stuðning þessa hóps. Bakhjarlar bresta Til dæmis um hvernig Verka- mannaflokknum hefur mistekist að halda stuðningi sínum meðal hefð- bundinna bakhjarla má nefna að árið 1959 kusu 62 prósent fólks úr verkalýðsstétt Verkamannaflokk- inn, en í nýafstöðnum kosningum ekki nema 38 prósent. Og það er til marks um þær viðhorfsbreytingar, sem orðið hafa, að árið 1959 voru 43 prósent þeirra sem svöruðu spurningum Gallups á þeirri skoð- un að verkalýðsfélögin í Bretlandi væru „of valdamikil". Á síðasta ári voru hins vegar 63 prósent sömu skoðunar. Og hið pólitíska landslag er sí- felldum breytingum undirorpið. fyrrnefnd Gallup-BBS-könnun sýndi til að mynda að meðal félaga verkalýðsfélaga kusu 39 prósent Verkamannaflokkinn, 32 prósent íhaldið og 28 prósent Miðjubanda- lagið. Fvlgi Verkamannaflokksins í þessum hópi er meö öðrum orðunt lítið meira en hinna flokkanna. Dökkt útlit Tölfræöilegar vangaveltur uni afdrif Verkamannaflokksins i næstu þingkosningum bjóöa ekki heldur upp á mikla bjartsýni fyrir lians hönd. þó mikið velti að sjálf- sögðu á því hversu vej Miöjuband- alaginu tekst að halda í fvlgi sitt á næstu árum. Sé dæmiö sett upp þannig að Miöjubandalagið haldi núverandi fylgi þá getur Verka- mannaflokkurinn einungis unnið meirihluta með því að íhaldið glati til hans 12.8 prósentum af þeim 42.6 prósentum atkvæða sem það aflaði íþessum kosningum. Líkind- in á svo stórri sveiflu má e.t.v. ráða af því. að í síöustu ellefu þingkosn- ingum hafa fylgisbreytingar milli flokkanna tveggja verið 2.8 pró- sent að meðaltali. Á þetta Herkúlesarverkefni bæt- ist svo. að í þeim kjördæmum sem Ihaldið vann að þessu sinni fékk Miðjubandalagið næstflest atkvæði í 265 kjördæmum en Verkamann- aflokkurinn ekki nema í 125 kjör- dæmum, þó hann yfirleitt stæði betur í vafakjördæmunum svoköll- uöu þar sem meirihluti íhaldsþing- manna er naumastur. íhaldið fast í sessi Til aö ná meirihluta í næstu kosningum þarf Verkamanna- flokkurinn ekki bara að sannfæra kjósendur um að tími sé kominn til að setja frú Thateher og hennar dót á eftirhiun, hann þarf líka að sann- færa kjósendur i þeim kjördæm- um. þar sem Miðjubandahigið fékk næstflest atkvæði, um að banda- lagið sé ekki raunverulegur val- kostur við íhaldiö; einungis meö þvíað veita Verkamannaflokknum brautargengi megi koma íhaldinu frá. Þetta er mikið vérkefni. en þö ekki óhugsandi. Á því ber líka, að mjög víöa í kjördæmum sem íhald- ið lieldur, kusu stuðningsmenn Verkamannaflokksins Miðjuband- alagiö af taktiskum ástæðum, þ.e. í þeirri von að nógu margir íhalds- kjósendur gerðu slíkt hið sama til að íhaldsþingmaður félli. Slík taktísk atkvæðagreiðsla átti sér stað svo að segja í hverju ein- asta kjördæmi i suðurhluta Eng- lands. svo atkvæðamagn Miðju- bandalagsins endurspeglar ekki hið raunverulega fylgi þess. Þessu stuðningsfólki ætti flokkurinn lík- lega auövelt með aö ná aftur, og meö nýrri forystu og betri skipu- lagningu tekst honum e.t.v. að jarða Miðjubandalagið sem kepp- inaut um kjósendur. Ef ekki, þá er afskaplega líklegt aö sania gerist í kosningunum 1987 og núna, íhald- ið haldi meirihluta sökum klofn- ings í fylkingum andskota sinna. Það er því fráleitt I jarlægur mögu- leiki að Margrét Thatcher eigi langa setu fyrir höndum og kunni að velgja lengur forsætisráöherra- sessinn en nokkur forsætisráðherra frá því Rohert Bank Jenkinson, jarl af Liverpool, var forsætisráö- herra milli 1812 og 1827. ■ rnM Hollensk hágæðavara IE IC#% á sérstaklega hagstæðu verði Sértilboð: ACF 357 — Eldavél meö grilli. Verð kr. 9.970,- RO 3837 — Kaffivél. Sjálfvirkir meö glærum vatnstanki innbyggö i hitaplötu. lagar 12 bolla i einu. Verð 2.230,- Sértilboð: RO 3848 — Rafmagnsgrill meö stálplötu. Hitastlllir ákveöur nákvæmlega réttan hita. Verð kr. 1.450,- RO 3642 — Ryksuga. Kröftug en hljóölát. Auöveld i meðförum. Verð kr. 5.795.- ARC — Lúxus barskápur með teakáferö. 90 lítra. Sérstakt frysti- hólf fyrir ísmolagerö. Verð kr. 8.710.- ARC Sértilboð: ARC 268 — (sskápur 340 litra meö 33 litra frystihólfi. Verð kr. 14.460,- H. 144 cm B. 60 cm D. 64 cm HLJOMBÆR Sértilboð: ARF 805 — Rúmgóöur 310 lítra ísskápur, 2ja dyra meö 65 lítra frystihólfi. Auöveldur að þrífa. Sjálfvirk afþýöing. Verð kr. 16.520.- H. 139 cm B. 55 cm D. 58 cm AKC 310 — Eldhúsvifta með sogstilli. Verð kr. 8.400.- HUÐM'HEIMILIS'SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.