Þjóðviljinn - 25.06.1983, Síða 14

Þjóðviljinn - 25.06.1983, Síða 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 25.-26. júní 1983 2. Aryryrr WstuÖagur 0. Janúay 1042 2. tbl. Þetta blað er seh -jg prentað eingöngu al meistarra og nema, ng gefið út með sérstök'. samkomulagi við stjóm Hins islenzka prentaraféLags. c ■ i (fl •= M -85 «=; S »*».! o (s = í IL Q .2. I Rihissfiipnin setur allsíerjar IwilalDi BruiDaupsWoi og uerhtöll DDeneð. — Huað gera uerDlgðssamtDkln? Pjórir rádherrar, þeír ÓlafurThórs, Mcrmonn |ónossoa, Eysfeinn |óns- | son og Jolrob Möller, gáfu í goer út brádabírgdalög um stofnun gerdar- dóms, er ábveda á baupgjald og verdlag, þó meö þeím hseftí ad yrunn- - faaap hmbbi yfirleitf ebbi frá þvi sem var i árslob 194«, einnig^á þessi Skípun gerd- ardómsíns Gerðardóminn skipa þessj UMlHUII midi írllnll HYAÐ GERÐIST1942? „.. fara þarf aftur til ársins 1942 til að finna hliðstæðu í lögum er bannar samninga verkalýðsfélaga. Rétt er að minna á, að lögin 1942 gengu svo gegn réttlætisvitund launafólks, að nema varð þau úr gildi löngu áður en fyrirhugað var vegna viðbragða verkafólks.“ (Úr ályktun framkvæmdastjórnar Verkamannasambands íslands). „Fundurinn tninnir á, að árið 1942 voru sett lög er bönnuðu samninga verkalýðsfé- laga. Þá undi verkafólk ckki lögunum og andstaðan var slík, að afnema varð lögin áður en til stóð. Þetta er öllum hollt að muna.“ (Úr kjaramálaályktun félagsfundar Verkamannafélagsins Dagsbrúnar 14. júní 1983). „Hér mun um að ræða algjört einsdæmi í lýðfrjálsu landi, en hins vegar þekkt hjá einræðisríkjum og hernaðarstjórnum. Nú er gengið lengra en í nokkrum öðrum kjar- askerðingarlögum — þar með talin kaupbindingarlögin frá árinu 1942.“ (Úr Asgarði, málgagni BSRB, júníhefti 1983). Ályktanirnar hér að ofan - og ótal fleiri - snúast um bráðabirgðalög ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar frá 27. maí 1983. Það verkalýðsfélag mun vart til á landinu, sem ekki hefur á félagsfundi álykt- að í svipaða veru og greinir hér að ofan. Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, kallaði lögiti „þrælalög" á Sjómannadaginn síðasta og síðan eru þau ekki kölluð annað. Eins og ofangreindar tilvitnanir bera með sér, er mjög gjarnan vitnað til ársins 1942 til að finna hliðstæðu við það, sem nú er að gerast. Þessi samantekt er skrifuð fyrir það fólk, sem man ekki eftir atburðum árs- ins 1942 - og fyrir hina, sem gjarnan vilja velta fyrir sér margbrotnum athöfnum mtinnsins og stfelldri endurtekningu þeirra. Kreppa og atvinnuleysi Mannlegar athafnir eiga sér ætíð nokk- urn aðdraganda, og þannig er einnig um atburði ársins 1942. Þá atburði má rekja aftur til ársins 1939, en einnig verður að hafa í huga krepputímabilið þar á undan. Um kreppuna er óþarfi að fjalla í löngu máli. Atvinnuleysi, eymd óg óáran ein- kenndi nær allan fjórða áratuginn í Islands- sögunni með öllum þeim hörmungum, sem slíku fylgir. Þó mun hafa keyrt um þverbak þegar Spánarmarkaðurinn lokaðist árið 1937. Þegar stríðið braust út fór að rofa til á mörkuðum, a.rn.k. hvað afurðaverð snerti. en siglingaleiðir voru ntjög erfiðar. Fé tók hins vegar að streyma inn í landið. Hermann Jónasson (faðir Steingríms Hermannssonar) var forsætisráðherra árin 1934-1941. Framsóknarflokkurog Alþýðu- flokkur voru saman í stjórn til 1939, að Sjálfstæðisflokkurinn tók ráðherrasæti. Sú stjórn var mynduð hin 18. apríl 1939 og nefndist Þjóðstjórnin. Rétt áður en stjórnin var mynduð var gengi íslensku krónunnar lækkað á einu bretti um 22 prósent og á- kveðið að lögbir.da kaupgjald um eins árs skeið. f september 1939 var gengi krónunnar enn lækkað um 11 prósent, en hinn 3. janú- ar 1940 voru kaupbindingarlögin framlengd um eitt ár, þ.e. til 1. janúar 1941. Uppgangstímar - hörö verkalýðsbarátta Síðari heímsstyrjöldin var hafin og hinn 10. maí 1940 hernámu Bretar ísland. Eigi var langt Iiðið á sumarið þegar vinna hófst hjá breska hernum. Um áramótin 1940-41 munu um 1.200 manns hafa unnið hjá breska hernum og þeim fór sífjölgandi. Atvinnuleysi í Reykjavík hvarf úr sögunni. Kjarasamningar verkalýðsfélaga voru bundnir til 1. janúar 1941 og Dagsbrún sagði upp samningum fyrir 1. nóvember 1940. Við allsherjaratkvæðagreiðslu í Dagsbrún 22. og 23. desember var sam- þykkt með miklum meirihluta atkvæða að boða verkfall 1. janúar, ef samningar ekki tækjust. Á nýjársdag dró svo til tíðinda: stjórn Dagsbrúnar lagði til, að gengið yrði að boði atvinnurekenda um að samningar skyldu óbreyttir en greidd skyldi full vísi- tala á kaup mánaðarlega. Fundurinn sam- þykkti hins vegar með miklum mei'.ihluta atkvæða tillögu Eðvarðs Sigurðssonar um íiö haldið skyldi fast við kröfurnar og taxt- arnir auglýstir ef aívinnurekendur gengju ekki að krcifunum. Verkfall Dagsbrúnar hóst 2. janúar og stóð í eina viku. Meðan á því stóð gerðist sá einstæði atburður, að breska herstjórnin fangelsaði 7 Dagsbrún- armenn fyrir „dreifibréfamálið" svokall- aða, en nokkrir menn úr Dagsbrún höfðu Gerðardóms- lögin og verkalýðs- baráttan árið 1942 santið flugmiða á ensku þar sem tilgangur verkfallsins var skýrður og bresku herm- önnunum tjáð, að íslenskir verkamenn væntu þess, að þeir geröust ekki verkfalls- hrjótar. Fjórir þessara manna hlutu fang- elsisdóm - tveir fimmtán mánaaða fangelsi og tveir fjögurra mánaða. Víst má telja, að atburður þessi hafi stappað stálinu í verkti- menn í Reykjavík og hert þá fyrir komandi atburði. Nokkur verkalýðsfélög sömdu um kauphækkanir á árinu 1941, þ.á m. Iðja, félag verksmiðjufólks. Stjórn Dagsbrúnar hafðist ekki að í kaupkröfum-og upplýstist síðar á árinu hvers vegna hún hélt að sér höndum. Þjóöstjórnin fer frá Þjóðstjórnin svokallaða fékk lausn 7. nó- vember 1941 og var það vegna ágreinings um lausn dýrtíðarmála. Framsóknarflokk- urinn lagði fram frumvarp á Alþingi um lögbindingu launa, afnám samningsréttar og verðbindingu að ákveðnu marki, en frumvarp þetta var féllt, þar sem Alþýðu- flokkur og Sjálfstæðisflokkur vildu leysa málið með samningum á vinnumarkaði. Stjórnin sat áfram til 18. nóvember er nýtt ráðuneyti Hermanns Jónassonar tók við, en í því áttu einnig sæti ráðherrar frá Alþýðu- flokki og Sjálfstæðisflokki. Stefán Jóhann Stefánsson varð utanríkis- og félagsmála- ráðherra og Ólafur Thors atvinnumálaráð- herra. í stað þess að standa að lagasetningu um kaupgjalds- og dýrtíðarmál með Fram- sóknarflokknum, bræddu Alþýðuflokks- rnenn og Sjálfstæðisflokksmenn sig saman um aðrar leiðir: „frjálsu leiðina“, eins og Ólafur Thors kallaði hana á þingi. Stjórnarflokkarnir tryggja „friö“ Hinn 11. mars 1942 segir Ólafur Thors í umræðum á Alþingi um gerðardómslögin, að haustið 1941 hafi Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur tekið að sér að rannsaka hvað verkalýðsfélögin hefðu í hyggju í kaupgjaldsmálum. Síðan segir Ólafur: Að lokinni þeirri rannsókn tók Sjálfstæð- isflokkurinn ábyrgð á því, að tvö stærstu verkalýðsfélög landsins (þ.e. Dagsbrún og Hlíf) mundu una óbreyttu grunnkaupi, en Alþýðuflokkurinn, eða ráðh. hans, fullyrti, að flest félög innan Alþýðusambandsins mundu gera hið sama, og aðeins fá félög fara fram á smávægilegar lagfæringar, sem engu gætu orkað á dýrtíðina... Var þá talið óhætt að treysta því, að grunnkaup héldist óbreytt... Svo mörg voru þau orð. Héðinn Valdi- marsson var þá formaður Dagsbrúnar og hafði stjórn hans tekið við félaginu í árs- byrjun 1941, en hana mynduðu Álþýðuflokks- og Sjálfstæðismenn. Svip- aða sögu var að segja af Hlíf. Stjórnir félag- anna höfðu semsé gefið ráðherrum loforð um, að verkalýðshreyfingin myndi ekki krefjast kauphækkana. En hinir óbreyttu í félögunum höfðu annað í hyggju, enda hafði kaupgjald staðið í stað frá árinu 1939 víðast hvarog vísitalan skert á árinu 1940en óðaverðbólga geisaði. Árið 1941 varðverð- bólgan 45 prósent og 83 prósentum náði hún í ársbyrjun 1942 - svipað og nú! Hinn 2. janúar 1942 hófst verkfall ýmissa iðnaðarmanna í Reykjavík: prentara, bók- bindara, járnsmiða, rafvirkja og skipa- smiða. Helstu kröfur verkfallsmanna voru um 20 prósent grunnkaupshækkun. Stjórnvöld brugðust hart við: hinn 8. jan- úar gáfu ráðherrarnir Hermann Jónasson, Eysteinn Jónsson, Jakob Möller og Ólafur Thors út bráðabirgðalög um stofnun gerðardóms, er ákveða á kaupgjald og verðlag, þó með þeim hætti, að grunnkaup hækki ekki frá því sem var í árslok 1941. Stefán Jóhann Stefánsson mótmælti setn- ingu laganna og fékk lausn frá embætti 17. janúar. Vorþing kom ekki saman fyrr en 11. mars og prentaraverkfall stóð til 12. febrúar. Heimildir um hug ráðamanna eru því af skornum skammti. Réttlætingarnar fyrir lagasetningunni komu ekki fyrr en eftir á. 11. mars segir Ólafur Thors í umræðum á Alþingi um gerðardómslögin: Lægst launuðu stéttirnar sýndu þegn- skap... en betur launuðu stéttirnar... brugðust. Nokkrar þeirra heimtuðu hækk- un grunnkaups frá 20-30 prósent, og er þeim kröfum fékkst ekki fúllnægt, fylgdu þær stéttir er hlut átti að máli, þeim eftir með verkföllum. Þannig var málum komið um áramótin. Um tvennt var að velja. Annað hvort að ný dýrtíðaralda riði óbrotin yfir eða að bregða skjótt við og stöðva flóðið viðstöðulaust með nýrri lagasetningu, er setti skorður við nýju kapphlaupi kaupgjalds og verðlags. Réttlætingin er gamalkunn: dýrtíðin óð áfram, og kaupinu einu var kennt um! Á það var ekki minnst, að kaupgjald hafði verið bundið frá árinu 1939 og vísitala að auki skert árið 1940. Dagsbrúnarkosning og skæruhernaöur Stjórnarkosning átti að fara fram í Verkamannafélaginu Dagsbrún þann 18. janúar, en stjórnin skaut kosningunni á frest um óákveðinn tíma. Kosningin fór loks fram hinn 29. janúar og sama dag var kosið í Hlíf. I Dagsbrún unnu sósíalistar glæstan sigur, fengu 1073 atkvæði gegn 719, og tók Sigurður Guðnason við formennsku í félaginu af Héðni Valdimarssyni. Þar var einhugur verkamanna í Reykjavík staðfest- ur. Stjórnarskipti urðu einnig í Hlíf. Af gangi verkfallsmála fyrstu mánuði ársins er það að segja, að daginn eftir setn- ingu gerðardómslaganna komu félagsmenn þeirra verkalýðsfélaga, er í verkföllum stóðu, saman til fundar og aflýstu verkfalli. Nýtt Dagblað birti ályktun fundarins þann 17. janúar og segir m.a. í henni að þótt verkföllum hafi verið aflýst „... þá hati ein- stakir meðiimir félaganna hvorki rétt né skyldu skv. lögum að taka aftur til vinnu fyrr en samningar hafa verið undirskrifaðir og kröfum féiaganna fullnægt.“ Félagsmennirnir stóðu við þessa ályktun, a.m.k. til að byrja með, og mættu ekki til vinnu. f byrjun febrúarsömdu bókbindarar og klæðskerar um 6 prósent kauphækkun, en dómnefndin úrskurðaði þær hækkanir ólöglegar. Skömmu síðar sömdu járnsmiðir um svipaða hækkun með þeim fyrirvara, að dómnefndin samþykkti, sem hún hafnaði. Hinn 10. febrúar dæmdi Félagsdómur Raf- virkjafélagið vegna ólöglegs verkfalls og var því gert að greiða Vinnuveitendafélagi fslands talsverða upphæð fyrir tjón. Prent- arar héldu lengstir úti, en hinn 12. febrúar sneru þeir aftur til vinnu. Þeir gerðu enga samninga, þar sem þeir vildu ekki leggja sín mál undir dómnefndina. Samningar þeirra voru framlengdir til 1. október en ekki 1. janúar eins og átti að vera samkvæmt lögum. Strax í byrjun febrúar fór að fréttast af kauphækkunum hjá einstaka atvinnurek- endum í bænum. Atvinna var næg og atvinnurekendur í bænum áttu sterkan keppinaut þar sem bretavinnan var. Skæru- hernaðurinn, sem iðkaður var, fólst í því að fólk tók sig saman um að segja upp störfum ef ekki yrði gengið að kröfum þess um bætt kjör, og víðast hvar bar slíkt árangur. Þegar vorþingið tók til starfa í mars einkenndust allar umræður alþingismanna um gerðar- dómslögin af því, að lögin væru pappírs- gagnið eitt. Umræður um lögin stóðu í fulla tvo mánuði, en þau voru loks afgreidd sem lög frá Alþingi hinn 20. maí. Ríkisstjórn Hermanns Jónassonar fékk lausn frá embætti hinn 16. maí og sama dag tók við ráðuneyti Ólafs Thors, sem var minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins. Þessi stjórn setti sér það eitt markmið að koma kjördæmamálinu í höfn og gegndi hún störfum til 16. desember að utanþings- stjórn Björns Þórðarsonar tók við („Kóka- kóla stjórnin"). Dauður lagabókstafur Dómnefndin reyndist ekki hafa bolmagn til að halda kaupgjaldi og verðlagi í föstum skorðum. Hún heimilaði verðhækkanir á vörum, sem vísitalan mældi ekki, og eitt sinn kom hún því í verk að lækka vísitöluna um eitt stig. Það var, að sögn, vegna verðlækkunar á eggjum - sem að vísu höfðu ekki sést í Reykjavík í heilan mánuð! í kaupgjaldsmálum var svipaða sögu að segja. Dómnefndin hafði vitaskuld engin afskipti af kauphækkunum, sem ekki voru lagðar fyrir hana. í maí er lagabókstafurinn orðinn jrað dauður, að bæjarráð Reykjavík- ur mælti með því við bæjarstjórn, að lög- regluþjónar fengju um 25 prósent kauphækkun og aðrir starfsmenn fengju laun fyrir yfirvinnu og voru þær hækkanir látnar verka aftur fyrir sig til áramóta. Nýtt dagblaðsagði 16. maí um samninginn: „eru þær (kauphækkanirnar) gerðar vegna þess að við liggur að starfsfólk bæjarins fari úr hans þjónustu og leiti sér betri atvinnu." Bifvélavirkjar sömdu einnig um miðjan maí um stórfelldar kjarabætur, 20 prósent grunnkaupshækkun og fleira. Dómnefndin lét þetta afskiptalaust Endanlegur dauðadómur yfir gerðar- dómslögunum var kveðinn dagana 11 .-25. júní af Dagsbrúnarmönnum í Reykjavík. Stjórn félagsins hafði samþykkt bann við næturvinnu við höfnina vegna gegndarlauss vinnuálags. 10. júní fór stjórn Eimskipafél- agsins fram á undanþágu fyrir 1 skip, en stjórn Dagsbrúnar krafðist á móti, að þeir verkamenn, sem ynnu um nóttina fengju greidd laun daginn eftir frá kl. 7-12. Þessu vildi Eimskipafélagsstjórnin ekki una. Breskir hermenn unnu við að affernra um- rætt skip. Daginn eftir lögðu Dagsbrúnar- menn við höfnina niður vinnu. Stjórn Dags- brúnar lýsti því yfir, að verkfallið væri sér óviðkomandi. Vinnuveitendafélagið sendi Dagsbrún harðort bréf, þar sem þess var m.a. krafist, að Dagsbrún ræki verkfalls- menn úr félaginu. Stjórnin svaraði áfram, að verkfallið væri ekki skipulagt af fé- laginu. Hinn 23. júní mættu verkamenn hjá Ríkisskip ekki heldur til vinnu. Nú var sýni- legt, að hinn almenni reykvíski verkamaður myndi standa fast á sínu og greip ríkis- stjórnin til þess að eiga fund með for- stjórum Eimskips og Ríkisskips hinn 24. júní. En 25. júní gerðist sá fáheyrði atburð- ur, að Vinnuveitendafélag íslands sendi öll- um meðlimum sínum bréf með nöfnum 300 hafnarverkamanna með beiðni um verk- bann á þessa menn. Stjórn Dagsbrúnar brá- hart við og sendi Vinnuveitendafélaginu verkbannshótun á móti og varð Vinnu- veitendafélagið að draga bréf sitt til baka. Hinn 25. júní gekk stjórn Eimskipafé- lagsins að samningaborðinu við hafnarv- erkamenn og sarnið var um greiðslur fyrir eftirvinnu og næturvinnu. í rauninni var hér um að ræða einstakt brot á gerðardómslög- unum, en aðgerðarleysi dómnefndar og stjórnvalda sýndi, að þau voru pappírs- plaggið eitt. Á næstu vikum fengu niörg félög kauphækkanir með samningaleiðinni og má þar nefna hafnfirska verkamenn, járn- smiði, verkamenn á Akranesi og á Siglu- firði og prentara. Iðja, félag verksmiðju- fólks, samdi við iðnrekendur 19. ágúst um 36 prósent grunnkaupshækkun verka- kvenna og 26 prósent hækkun til iönverk- akarla. 22. ágúst voru nýir samningar undirskrifaðir af stjórn Dagsbrúnar og Vinnuveitendafélagsins og kváðu þeir á um stórfellda grunnkaupshækkun, eða 38 pró- sent auk styttingu dagvinnutímans í 8 stundir og 12 daga orlof á ári. „Þrælalögin" fyrri, gerðardómslögin frá 8. janúar 1942, voru formlega numin úr gildi 1. septemher 1942. ... ast tok sainan. Helstu heimildir: Alþingistíðindi 1942. Nýtt Dagblað, 1942. Verkamannafélagið Dagsbrún 50 ára. Útg. Vmf. Dagsbrún, 26. janúar 1956. Helgin 25.-26. júní 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Gerðardómslögin gátu ekki orðið langlíf Velflestir íslendingar þekkja Eövarð Sigurösson, fyrrverandi formann Dagsbrúnar og aiþingismann, svo framarlega sem hann hefur staöið í eldlínunni í baráttu íslensks verkafólks síðustu áratugi. Eövarö kom mjög viö sögu í atburðum áranna 1939-42, bar m.a. fram tillöguna á Dagsbrúnarfundi um að ganga ekki aö tilboði atvinnurekenda á nýjársdag 1941, hlautfangelsisdóm vegna „dreifibréfamálsins" og stóö aö framboðinu gegn þáverandi stjórn Dagsbrúnar í janúar 1942 og var þá kjörinn fjármálaritari félagsins. „Einingarstjórn verkamanna" eins og stjórn félagsins var gjarnan kölluö, reif Dagsbrún upp úr miklu niöurlægingartímabili og Dagsbrúnarmenn mynduðu sterka brjóstvörngegn atvinnurekendavaldinu í átökum ársins 1942. Þaö var því ekki aö ástæðulausu aö ég leitaði á fund Eðvarðs þegar atburðir ársins 1942 skyldu rifjaöir upp. Eðvarð tók fúslega á móti mér, eins oq hans er vandi. „Atburði ársins 1942 og viðbrögðin gegn gerðardómslögunum verður að skoða í Ijósi þess, sem gerðist árin 1939, 1940 og raunar 1941 líka“, sagði Eðvarð, þegar ég spuröi hann um stjórnarkjörið í Dagsbrún 1942. „Þegar kom að stjórnarkjörinu voru menn orðnir afskaplega óánægðir með kjör sín, ■en gengisfellingarnar 1939 og kaupbinding- in 1940 og 1941 ásamt vísitöluskerðingunni 1940 komu illa við menn. Uppgangstímar voru þó hafnir og væntingar manna því meiri en áður. Atvinna var orðin næg og fé farið að streyma inn í landið. Verkamenn vonuðust auðvitað eftir kauphækkunum, en sú varð ekki raunin. Stjórn Dagsbrúnar sagði ekki upp samningum um áramótin, þrátt fyrir sára óánægju með þá. Það var þó ljóst, að fjöldi félaga myndu ekki una óbreyttu ástandi og nokkur höfðu boðað verkfall frá áramótum. Þessu gátum við ómögulega unað. Ég held, að Héðinn hafi ekki þekkt gras- rótina í félaginu nægilega vel - ekki vitað Gerðardómslögin 1942 og bráðabirgða- lögin 1983: Hvað er líkt með skyldum? Helstu ákvæði gerðardómslaganna 1942 voru þessik • Ríkisstjórnin skipaði 5 manna dómnefnd í kaupgjalds- og verðlagsmálum. Rætt við Eðvarð Sigurðsson, fyrrum formann Dagsbrúnar hvað kraumaði undir. Við vorum hins veg- ar ekki í neinum vafa um. hvernig stjórnar- kjörið færi.“ - Þegar gerðardómslögin voru sett í byrj- un janúar aflýstu verkalýðsfélögin verkföll- um og vcrkafólk tók upp skæruhcrnað á vinnustöðum með góðum árangri. Hverju þakkar þú það, að þctta tókst svona vcl? „Það hafði verið hér langvarandi kreppa og atvinnuleysi, en kreppuárin voru jress eðlis, að félagsþroski manna varð ntjög mikill. Svo kom „blessað stríðið" og fólk fór smám saman að rétta úr kútnum. Það tók að vísu nokkurn tíma, en félagsþrosk- inn ásamt vinnuástandi þar sem barist var um hverja vinnandi hönd, gerði það að verkum. að fólk fann afl hjá sjálfu sér í hópnum. Menn gátu borið höfuðið hátt gagnvart atvinnurekendum, því næg var vinnan. Það var í raun séð fyrir. að gerðar- dómslögin gátu aldrei orðið langvinn." - Dagsbrúnarmcnn stóðu mjög saman þctta ár og í ágúst gerðu þeir eina glæsileg- ustu samninga sem félagið hefur undirritað og glæsilegri en nokkurt annað félag gerði á árinu. Ilvað olli þessum mikla samhug í félaginu? „Það geröi gæfumuninn, að eining var kominn á í félaginu ogstjórn tekin við, sem sinnti kröfum félagsmanna og leiddi barátt- una inn á sigursæla braut. Verkamenn báru traust til þessarar forystu og það hafði margoft komið fram, að mikill meirihluti félagsmanna var reiðubúinn að láta hart mæta hörðu. Stjórnin þekkti grasrótina, og við stóðum allir saman." - Að lokum, Eðvarð. Sagnfræðingar-og við hin - hafa lengi velt því fyrir sér, hvorl stjórn Dagsbrúnar hafi skipulagt skæru- hernaðinn? Gerðuð þið það? Eðvarö Sigurðsson hlær innilega, en verður síðan alvarlegur á svip. „Eggert Claessen, framkvæmdastjóri Vinnu- veitendafélagsins, og fleiri atvinnurekend- ur reyndu allt hvað þeir gátu til að sanna slíkt skipulag á okkur - kölluðu okkur „vinnustöðvasamtökin" og fleira í þeim dúr. En það tókst ekki hjá þeim að bendla stjórnina viö þetta - ekki í einu einasta tilfelli. Það ætti að nægja fyrir söguna. Menn tóku þetta svona upp hjá sjálfum sér - fóru í frí eða sögðu upp og komu aftur fyrir hærra kaup. Stjórnum verkalýðsfélag- anna kom það ekki við." ast • Allar breytingar á kaupi, kjöruni, hluta- skiptum og þóknunum, sem greidd voru eða gilti á árinu 1941, skyldi leggja undir úrskurð dómnefndar. • Dómnel'nd skyldi bélta þeirri mogin- reglu, að eigi skyldi greiða hærra grunn- kaup fyrir sants konar vcrk en greitt var á árinu 1941. Dómnefndin hafði þó heimild til að úrskorða breytingar til santræm- ingar og lagfæringar, ef sérstaklega stæði á. • Verkföll eða verkbönn scm gerð yrðu í því skyni að fá breytingar á kaupi og kjörum voru óhcimil. • Dómnefnd skyldi hafa éftirlit með öllu verðlagi og hafa vald til að ákveða liá- marksverð á hvers kunar vörunt, há- mark álagningar, umboðslauna og hvers konar þóknuna, sem áhrif hefðu á vcrð- lag í lándinu. • Lögin skyldu gilda til ársloka 1942. Faðirinn Sonurinn Vísitalan hvorki afnumin né Verðbótavísitala EKKI „ skert. reiknuðfrá l.júni 1983 til 31. maí 1985 - eða í tvö ár. Heimilt var að úrskurða Launahækkanir eru breytingar ágrunnkaupi. BANNAÐAR frá l.júní 1983 til 31.janúar 1984. Beruin þetta saman við bráðabirgðalög strangt aðhald skvldi háft ríkisstjórnar undir forsæti sonar Her- meðverðlagi. manns Jónassonar. Þaðjiarf víst ekki að segja neinum frá verðhækkununum nú - og í framtíðinni.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.