Þjóðviljinn - 25.06.1983, Page 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 25.-26. júní 1983
Forsetaheimsóknin til Vestfjarða:
Vigdísi hvarvetna fagnaö
Hér skálar Vigdís í Flatey við Jón Daníelsson bónda á Hvallátrum á Breiðafirði. Til vinstri er Svanhildur
Jónsdóttir bóndi í Krákuvör í Flatey. Á milli þeirra sér í Guðmund Olafsson náttúrufræðing í F'latey og til
hægri er Stefán Skarphéðinsson sýslumaður. Ljósm.: EÞ.
Við Garðar BA frá 1912 í Skápadal við Patreksfjörð. Á myndinni sjást m.a. Árni Helgason, fyrrum bóndi í
Neðri-I’ungu í Örlygshöfn, Bjarni Sigurbjörnsson, fyrrum bóndi í Hænuvík, Jón Magnússon skipstjóri á
Patreksfirði, eigandi bátsins, og Þórður Jónsson hreppstjóri á Látrum í Rauðasandshreppi. Ljósm.: EÞ.
Á Þingeyri var Vigdísi gefin mynd af vestfirskri álfaborg eftir Gunnar Guðmundsson frá Hofi.
Á Bíldudal. Ólafur Hannibalsson bóndi í Selárdal, Halldór Reynisson forsetaritari, Magnús Björnsson
oddviti á Bíldudal og Vigdís.
Forsetaheimsókninni á
Vestfjörðum varfram haldið á
fimmtudag. Lauk þáferðinni
um Barðastrandarsýslu og
kvaddi Vigdís sýslumann og
konu hans sem fylgt hafa henni
um sýsluna á sýslumörkum.
Þartókámóti henni
sýslumaður ísafjarðarsýslu
ásamt konusinniog
sýslunefnden íhennieigasæti:
Hallgrímur Sveinsson,
Hrafnseyri, Gunnar
Jóhannesson, Þingeyri,
ValdimarGíslason, Mýrum,
Guðmundur Ingi Kristjánsson,
Kirkjubóli, Gunnar Filipusson,
Flateyri, og Óskar
Kristjánsson, Suðureyri.
Frá Patreksfirði var haldið kl. 9
og ekið til Tálknafjarðar. Nokkuð
mikið rigndi er þangað kom en það
kom ekki í veg fyrir að hópur
þorpsbúa fagnaði forseta er hún ók
inn íþorpið. Vigdís sté út úr bílnum
og sagði sama hvernig viðraði í
Tálknafirði, alltaf væri jafn fallegt
þar. Öll vinna var lögð niður á
staðnum á meðan á heimsókninni
stóð og fjölmennti fólk í félags-
heimilið Dunhaga. Þar var fram-
reitt heitt súkkulaði og snittur og
gengu konur í íslenskum búning
um beina. Átti það vel við, því
Dunhagi er einkar hlýlegt og gam-
alt timburhús. Sigurður Friðriks-
son oddviti og skólastjóri talaði
fyrir hönd heimamanna og færði
Vigdísi listaverk eftir Guðrúnu
Einarsdóttur á Sellátrum í Tálkna-
firði, unnið úrgróðri þar út fjör-
unni. í ræðu sinni sagði Vigdís
m.a. að erlendir blaðamenn spyrðu
sig oft um ástæðu þess hvers vegna
sjómenn studdu hana í kosningun-
um. „Það er augljóst mál,“ sagði
Vigdís, „sjómenn vita manna best
hve vel er hægt að treysta konu, því
konur þeirra sjá um öll mál heima
fyrir.“ Undir þessi orð tóku Tálkn-
firðingar með lófataki. Þá hvatti
Vigdís stúikurnar á staðnum til að
mennta sig eins vel og strákarnir.
Síðan gróðursetti hún tré við
barnaheimilið ásamt börnunum.
Á Bíldudal
Til Bíldudals var komið um há-
degið og snæddur hádegisverður
með hreppsnefnum Suðurfjarðar-
hrepps og Ketildalahrepps. Að því
loknu gróðursetti Vigdís tré í
Tungu, fallegum garði í miðju
þorpinu. í garði þessum er minnis-
merki um Pétur Thorsteinsson og
Ásthildi konu hans, son þeirra
Mugg listmálara og einnig stórt
mastur af skútunni „Gyðu“. Eftir
það var opið hús í félagsheimilinu
Baldurshaga og flutti Ólafur Hann-
ibalsson oddviti Ketildalahrepps
snjalla ræðu. Færði hann Vigdísi
gjöf frá hreppunum tveimur, búna
til úr munum úr þeim báðum. Það
er 20 miljón ára gamall steingerv-
ingur úr Þórishlíðafjalli í Selárdal,
festur á þversnið af tré úr Langa-
botni í Geirþjófsfirði. Sagði Ólafur
það afkomanda trjáa sem skýldu
ást þeirra Auðar og Gísla Súrs-
sonar og ef grannt væri skoðað
mætti telja í því hundrað árhringa.
Gripur þessi var saman settur af
Birni Magnússyni á Bíldudal sem
lengi átti heima i Langabotni. í
ræðu sinni minntist Vigdís sérstak-
lega hins óeigingjarna starfs kven-
félaga á Islandi, og kvað kvenfé-
lagið á Bíldudal eiga sérstaka sögu,
en þær ráku t.d. hótel í 20 ár,
keyptu röntgentæki og stóðu fyrir
leikstarfsemi en pláss til þess fengu
þær með því að færa til stórar salt-
fiskstæður í skemmu Péturs Thor-
steinssonar. Á Bíldudal er unnið
mikið af hörpudiski og minntist
Vigdís þess er hún kom í skel-
vinnsluna á Bíldudal á kosninga-
ferðalagi sínu 1980. Hefði einn
starfsmaður þá sagt þennan fisk
óætan og hún lofað að senda hon-
um franska hörpudiskuppskrift, en
ekki staðið við það. Ætli hún nú að
hengja þessa uppskrift upp í
Kaupfélaginu og þar geti Bílddæl-
ingar nálgast hana á næstunni.
Hrafnseyri
Þessu næst var ekið að sýslu-
mörkum á Dynjandisheiði og
fylgdarlið úr Barðastrandarsýslu
kvatt, lögregluþjónar og
sýslumannshjón. Pétur Hafstein,
nýskipaður sýslumaður, og kona
hans Inga Ásta Hafstein í ísafj-
arðarsýslu tóku þá við fylgdinni
ásamt lögregluþjónum úr sýslunni.
Ekið var til Hrafnseyrar þar sem
íbúar Auðkúluhrepps tóku á móti
forseta og síðan var sest að kaffi-
drykkju. Hallgrímur Sveinsson,
oddviti, bauð forseta velkominn á
hinn helga stað og minntist með
ánægju síðustu heimsóknar hennar
þangað, sumarið 1980. Elís Kjart-
an Friðfinnsson frá Þingeyri flutti
Vigdísi frumort ljóð og kvaðst vilja
leggja sitt af mörkum til að sanna
að ekki væri öll menning í dreifbýl-
inu liðin undir lok. Síðan afhenti
Vigdís Hrafnseyri málverk sem
Hrafnseyringar gáfu Sveini Björns-
syni fyrsta forseta lýðveldisins,
málað af Jóni Hróbjartssyni á ísa-
firði. Málverkið hefur verið á Bess-
astöðum en er nú komið aftur til
baka. Á Hrafnseyri tilkynnti for-
seti um stofnun bókmenntaverð-
launa forseta Islands, sem sagt var
frá í blaðinu í gær. Að þeim merkis-
atburði liðnum spjallaði Vigdís við
heimafólk en síðan var haldið til
Þingeyrar.
Þingeyri
í félagsheimilinu á Þingeyri sátu
sýslumenn og hreppsnefndarmenn
Mýra- og Þingeyrarhreppa matar-
boð með forseta en um kl. 55 fögn-
uðu börnin á staðnum henni með
íslenskum fánum við skólann. Þar
var opið hús og fjölmenntu Þing-
eyringar, fólk úr Mýrahreppi og af
Ingjaldssandi. Guðmundur Ingv-
arsson, oddviti, flutti ræðu og Elías
Þórarinsson bóndi á Sveinseyri fór
með frumsamið kvæði er hann orti
til Vigdísar að hætti fornra hirð-
skálda. Vigdísi var gefið málverk af
vestfirskri álfaborg, eftir Gunnar
Guðmundsson frá Hofi í Kirkju-
bólsdal, en hann er 85 ára, elsti
núlifandi karl á Þingeyri. Gunnar
byrjaði ekki að mála fyrr en á efri
árum eins og fleiri alþýðulista-
menn, m.a. kona hans, Guðmunda
Jóna Jónsdóttir, 78 ára, sem einnig
er mikil listakona. Vinnur hún
myndir sínar úr muldum steinum.
Að lokum söng Karlakór Þing-
eyrar nokkur lög undir stjórn Tóm-
asar Jónssonar.
Konur á staðnum höfðu útbúið
myndarlegt hlaðborð og átti forseti
þar góða stund með heimafólki
sem sýndu henni virðingu á ýmsan
hátt t.d. gaf bóndakona úr Mýra-
hreppi henni prjónavettlinga sem
Vigdís kvaðst ætla að fara með til
Portúgal þegar hún tekur í höndina
á þjóðhöfðingjanum þar. Áður en
haldið var á svefnstað var ekið um
þorpið.
í gær, föstudag, var farið til Fiat-
eyrar, S.úgandafjarðar og Isa-
fjarðar og í dag er ætlunin að fara
til Súðavíkur, sigla þaðan með
varðskipi í Reykjanes, koma við í
Ögri og sigla síðan til Bolungarvík-
ur. Kl. 10 á sunnudagsmorgun
kveður bæjarstjórn Isafjarðar fors-
eta á ísafjarðarflugvelli, og lýkur
þar heimsókn Vigdísar til Vest-
fjarða.
-EÞ.