Þjóðviljinn - 25.06.1983, Síða 21
Helgin 25.-26. júní 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21
sHáH
Urslit Evrópumótsins
hefjast í lok mánaðarins
Um þessar mundir eru að heijast
í Búlgaríu úrslit Evrópukeppni
iandsliða í skák. íslendingar tóku
sem kunnugt er þátt í Evrópu-
keppninni í fyrsta sinn í fyrra og
stóðu sig vel, (við sigruðum Svía
9:7 og töpuðum naumlega fyrir
Englendingum 7'A:8'/2,) þegar þess
er gætt að þarna eru á ferðinni tvær
af toppþjóðunum frá síðasta Olym-
píumóti. í Búlgaríu má gera ráð
fyrir að Sovétmenn vinni enn einn
sigurinn. Á tveim síðustu mótum
hafa þeir verið algerlega einráðir
enda lið þeirra skipað öflugum
stórmeistara á hverju borði. Það
kann að setja strik í reikninginn að
Harry Kasparov verður ekki með
nú vcgna einvígisins við Kortsnoj.
Að öðru leyti munu tefla Karpov
heimsmcistari, Petrosjan, Poluga-
jevskí, Tukmakov, Geller, Balas-
hov, Beljavskí, Tal, Yusupov og
Vaganian. Sveit þessi er sannarlega
ekki árennileg og má telja víst að
hún beri sigur úr býtum. Ungverjar
hafa undanfarin ár veitt Sovét-
mönnum harða kcppni, en þeir
tella án Zoltan Ribli, sem hefur
öðrum hnöppum að hneppa, þar
sem er einvígi hans við Smyslov.
Ungverjar eiga mörgum góðum
skákmönnum á að skipa, cn gallinn
er sá að fyrir hvern einn stór-
meistara geta Sovétmenn stillt upp
þremur til mótvægis.
Aðrar hættulegar þjóðir eru
Englendingar og Júgóslavar sem
hafa innan sinna vébanda
harðskeytta sveit skákmanna.
Aðrar sveitir koma vart til greina
en það hlýtur að gleðja margan
aðdáanda Bents Larsens að sjá
hann að tafli í eitt af sárafáum
skiptum sem hann fæst til að tefla
fyrir þjóð sína. Hann átti ekki svo
lítinn þátt í því að koma Dönum
áfram á kostnað geysisterkrar
skákþjóðar - Tékka.
Mikhael Tal á fast sæti í sovéska
liðinu og þarf engan að undra. Það
kom þó sú tíð að Tal var ekki talinn
gjaldgengur í sovéska ólympíuliðið
en nú efast enginn um stöðu hans í
liðinu.
Tal hefur átt við heilsubrest að
stríða undanfarið og varð af þeim
sökum að hætta keppni á Sovéska
meistaramótinu í apríl síðast-
liðnum. Að meistaramótinu
slepptu hefur hann staðið sig ágæta
vel og sigrað á þrem alþjóðlegum
mótum með stuttu millibili. Þá stóð
hann vel fyrir sínu í Ólympíusveit
Sovétmenna. Eina afbragðsvel-
teflda skák af hans hálfu rakst sá
sem þessar línur ritar á fyrir nokkr-
um dögum. Tal á í höggi við einn
öflugasta stórmeistara Sovét-
manna, skákmann sem fyrir 5-6
árum var talinn hugsanlegur arf-
taki Karpovs heimsmeistara, en
síðan dró ský fyrir sólu:
Umsjón
Helgi
Olafsson
Teflt á alþjóðlega
skákmótinu
í Sochi 1982.
Hvítt: Mikhael Tal
Svart: Oleg Romanishin
Sikileyjarvörn
1. e4 c5
2. RO e6
3. Rc3 Rc6
4. d4 cxd4
5. Rxd4 aó
6. Be2 Rge7
(Mark Taimanov, sovéski stór-
meistarinn hvort sem er í skák eða
píanóleik, er upphafsmaðurinn að
þessari leikaðferð. Svartur undir-
býr uppskipti á d4 og síðan tekur
hinn riddarinn sér stöðu á c6. í
sumum tilvikum getur riddarinn
farið til g6).
7. 0-0 Rxd4
8. Dxd4 Rc6
» 9. Dd3!?
(Áður hefur verið leikði 9. De3.
í aths. sínum tilfærir Tal dæmi úr
skák G^llers (hvítt) gegn þessum
sama Romanishin. Þar varð fram-
haldið. 9. - Be7 10. Dg3 0-0 11.
Bh6 Bf6 12. Hadl Db6 13. Bf4 g6
14. Bd6 He8 15. e5! og dagar svarts
eru brátt taldir. En möguleikar á
endurbótum eru alltaf fyrir hendi.
Þannig má í stað 9. - Be7 reyna 9. -
Dc7 eða 9. - Bd6.)
9. .. Dc7
10. Bg5 h6
11. Bh4
(Biskupinn virðist ekki útrétta
mikið á h4, en hann hefur þó allt-
ént framkallað veikingu í kóngs-
stöðu svarts. Að auki á hann sök á
vissum liðsskipunarvandamálum
sem svartur á við að stríða.)
íbúð óskast
Á ekki einhver 2ja-3ja herb. íbúö sem hann vill leigja
pari utan af landi. Erum meö eitt barn og annað okkar
er í námi. Helst þurfum viö íbúö til 2ja ára frá 1. sept.
Getum borgaö sanngjarna leigu. Velunnarar hringi í
síma 39342 og fái upplýsingar hjá Maríu.
PÓST- OG
SfMAMÁLASTOFNUNIN
Tilkynning til
símnotenda
Á blaðsíðu 458 í símaskrá 1983 hefur mis-
prentast svæðisnúmer símstöðvarinnar
Vogar Vatnsleysustrandarhreppi.
Svæðisnúmerið er92 ekki 99. Vinsamlegast
skrifið inná blaðsíðu 458 svæðisnúmer 92 í
stað 99.
Pöst- og símamálastofnunin.
11. .. Re5
(Eftir 11,- Bd6 á hvítur svarið
12. Dh3.)
12. Dd2 Dd6
13. Dcl!
(Tal gefur þessurn leik upphróp-
unarmerki enda á hann það fylíi-
lega skilið. Hvítur býr um sig að
baki víglínunnar og er þess albúinn
að láta til skarar skríða við hentugt
tækifæri) Við fyrstu sýn virðist
hann eiga hagstæða leið: 13. Dxd6
Bxd6 14. Hadl Bc7 15. f4 Rc6 16.
e5 o.s.frv. en þegar betur er að gáð
á svartur ýmislegt í fórum sínum
s.s. eins og leikinn 15. - g5!, í stað
15. Rc6, og ef 16. fxg5 þá 16. Rg6
með góðri stöðu.)
13. .. Dc5
(Hindrar 14. f4 en hvítur á sára-
einfalt svar.)
14. Khl
(Nú er hvítum ekkert að vanbún-
aði. Hinum hógværa fótgönguliða.
f2-peðinu skal hleypt af stað.)
14. - Rg6
' (Ekki 14. - g5 15. Bg3 d6 vegna
16. Bh5! ásamt - f4 við tækifæri.)
15. Bg3 Be7
16. f4 0-0
(16. - d6 kom til greina en hvítur
á framhaldið 17. e5 dxe5 18. Re4
o.s.frv.)
17. e5
(I góðu hófi geta menn stilít upp
stöðunni og spurt sig: Hversvegna
lék hvítur ekki 17. f5! Re5 18. f6!
Bxf6 19. Hxf6 gxfó 20. Bh4! De7
21. Dxh6 Rg6 22. e5! og vinnur.
Tal hefur áreiðanlega velt þessum
möguleika vel fyrir sér og hitt á
vörnina 17. - Bg5, í stað 17. - Re5.
Eftir 18. Ddl Re5 19. Rd5! exd5
20. Bxe5 virðist svartur eiga við
mikla erfiðleika að stríða, en hann
heldur þó teflanlegri stöðu með 20.
- dxe4! 21. Bd6 Dc6, því eftir 22.
Bxf8 Kxf8 má svartur allvel við
una. En hvítur þarf ekki að taka
skiptamuninn; hann getur leikið
22. f6! Bxf6 23. Hxf6 gxf6 24. Dd4
með myljandi sókn. Fyrir aldar-
fjórðungi hefði Tal ekki látið segja
sér tvisvar og vaðið út í flækjurnar.
En með aldrinum gerast menn
íhaldssamir og þeim svíður undan
tapi, þeir svo mikið sem peði. Leið
Talseröruggog.tryggir honum
áframhaldandi yfirburðastöðu.)
17. - b5
18. Rc4 Db6
19. Bd3
(Hvítum hefur á augabragði tek-
ist að skipa liði sínu í áhrifastöður.)
19. .. Bb7
20. Ddl Hac8
21. De2
(Hvassara var 21. Dh5 strax.)
21. .. Bd5
22. b3 Dc6
23. Hael Bb4
24. Hdl Be7
25. Rd2 Dc3
26. Bel Db2
27. Re4
(Með drottninguna á herkví á b2
heldur riddarinn sigri hrósandi til
baka. Svartur getur ekki leikið 27.
- Dxa2 vegna 28. Rc3 og vinnur.)
27. .. Da3
28. Dh5 Hc6
29. Rf6+!
(Þetta sjá nú allir, gæti einhver
sagt. En kúnstin liggur í því að fá
svona stöður upp.)
Efstuborðsmenn sigurstranglegustu sveitanna í úrslitum Evrópumótsins
sem hefst innan skamms í Búlgaríu. Karpov, Ljubojevic, Portisch og
Miles.
29. .. Bxf6
(Eða 29. - gxf6 30. Bxg6 Kg7
(30. - fxg6 31. Dxg6+ Kh8 32.
Dxh6+ Kg8 33. Dg6+ Kh8 34.
Hd3 og mátar) 31. f5 Hxc2 32.
Hxd5! edx5 33. Bxt7 Hxf7 34. e6!
dxe6 35. Dg6+ Kf8 36. fxe6 og
vinnur. Takið eftir að með 36. fxe6
opnaðist leið hvítur drottningar-
innar að hróknum á c2.)
30. exf6 Db2
31. 15! exf5
32. Bxf5 Hxf6?
(Hroðalegur leikur í tapaðri
stöðu. Svartur gat barist eitthvað
áfram með 32. - Be6 og hafi hann á
annað borð ætlaö að gefa manninn
var ntun betra aö leika fyrst 32. -
Bxg2- 33. Kxg2 Hxf6 o.s.frv.)
33. Hxd5 Re7"
34. Hc5 Rxf5
35. Hcxf5 g6
36. Dg4 Hxf5
37. Hxf5 Hc8
38. Hfl Dcl
39. Dg3 Dxc2
40. DD!
- Svartur gafst upp.
Tjaldbúöir
Geithálsi v/Suðurlandsveg,
simi 44392.
TRÍÓ-tjald
er trygging fyrir góðum fjölskylduferðum um
mörg ókomin ár.
TRÍO-tjalddúkurinn
er umfram allt vatnsheldur, litsterkur og þéttur.
TRÍÓ-tjaldstengurnar
eru úr léttu stáli og þola sitt af hverju. Það sýnir
átta ára reynsla á Islandi.
5 stærðir TRÍÓ-hústjalda. Verð frá kr. 10.500,-
5 manna tjald með himni kr. 5.700.-
Tjaldstólar frá kr. 205.-
Tjaldbekkir kr. 640.-
Svalastólar úr áli og stáli kr. 280.-
SENDUM UM LAND ALLT
Auglýsið í Þjóðviljanum