Þjóðviljinn - 25.06.1983, Qupperneq 26

Þjóðviljinn - 25.06.1983, Qupperneq 26
26,8IÐA - ÞJÓfiVII^JIiVN ^'gin 25.-26. ,iúm l.983 Helguvík ALÞYÐUB ANDALAGIÐ Tilkynning frá skrifstofu Alþýðubandalagsins Frá og meö mánudeginum 13. júní til 1. september veröa skrifstofur okkar að Hverfisgötu 105 opnar frá kl. 8 árdegis til kl. 4 síödegis mánudag til föstudags. Fastur viðtals- og símatími framkvæmdastjóra flokksins er frá kl. 9-11 árdegis. Vopnafjörður - almennur fundur Alþýðubandalagiö á Vopnafirði boðar til almenns fundar með alþingismönnun- um Helga Seljan og Hjörleifi Guttormssyni, þriðjudagskvöldið 28. júní kl. 20.30. Allir velkomnir. Stjórnin. Bakkafjörður - almennur fundur Alþingismennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson verða á almennum fundi, miðvikudagskvöldið 29. júní kl. 20.30. Allir velkomnir. Stjórnin. Neskaupstaður Almennur stjórnmálafundur Almennur stjórnmálafundur verður haldinn með Svavari Gestssyni formanni Alþýðuþanda- lagsins í Egilsbúð þriðjudaginn 5. júlí kl. 20.30. Einnig verða á fundinum alþingismennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson. Fundur- inn er öllum opinn. Alþýðubandalasið. Svavar Egilstaðir Almennur stjórnmálafundur Almennur stjórnmálafundur með Svavari Gestssyni formanni Alþýðubanda- lagsins verður haldinn i Valaskjálf, mánudaginn 4. júlí kl. 21.00. Einnig veröa á fundinum alþingismennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Gutt- ormsson. Fundurinn er öllum opinn. Alþýðubandalagið. Sumarmót AB - Norðurlandskjördæmi eystra Sumarmót AB í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldiö í Hrísey dagana 8.-10. júlí. Gist verður í tjöldum. Fólk hafi meö sér grilltól. Fastar ferðir frá Árskógsströnd föstudag og laugardag. Dagskráin í stórum dráttum: Útsýnis- ferð um eyjuna, kvöldvaka á laugardag með tónlistaleikverki (musikteater) „Aðeins eitt skref“ með Kolbeini Bjarnasyni flautuleikara og Jóhönnu Þórhalls- dóttur söngkonu. Fleira verður sér til gamans gjört. Varöeldur og fjöldasöngur með mararorganundirspili. Upplýsingar gefa Steinar í 21740, Erlingur i 25520 og Hilmir i 22264. Stjórn Kjördæmisráðs AB. Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráð Mikilvæqur fundur verður haldinn í bæjarmálaráði mánudaginn 27. júní kl. 20.30 í Lárusarhúsi. Mætið vel og stundvíslega. Sumarfrí og samvera y a Laugar- vatni Enn pláss 4.-10. júlí Enn er hægt að fá pláss í sumarfrí og samveru Alþýðubanda- lagsins á Laugarvatni vikuna 4. til 10. júlí næstkomandi, en ekki er ráðlegt að draga pantanir lengur. Uppselt er síðustu tvær vikurnar í júlí. Þeir sem hug hafa á að panta dvöl á Laugarvatni vikuna 4. til 10. júli eru vinsamlega beðnir að snúa sér til flokksmiðstöðvar Alþýðubandalagsins að Hverfisgötu 105, Reykjavík, sími 17500, persónulega eða í síma, og festa sér pláss. Dvalarkostnaður fyrir fullorðna er kr. 2800, kr. 1600 fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára og kr. 300 fyrir börn að sex ára aldri. Innifalið í verðinu er fullt fæði, gisting í 2-3ja manna herbergjum (með rúmfötum), leiðsögn í ferðum, barnagæsla, miðar í sund og gufubað, og margskonar skemmtan og fræðsla. Laugarvatn og umhverfi þess er kjörið til sumarleyfisdvalar og útivistar. í sumarfríi og samveru Alþýðubandalagsins verður farið í sameiginlegar gönguferðir undir leiðsögn heimamanna, farið í skoðunarferð um uppsveitir Suðurlands, efnt til fræðslu- funda um staðinn og til spilakvölda og skemmtikvölda, þar sem þátttakendur og góðir gestir munu standa fyrir dagskránni. Á Laugarvatni er báta- og hestaleiga, og aðgangur að íþrótta- mannvirkjum. Síðast en ekki síst er það samveran með góðum félögum sem gerir Laugarvatnsdvöl ánægjulega og rómað at- læti hjá Rúnari Jökli Hjartarsyni bryta og starfsfólki hans í Héraðsskólanum. Fljótlega hafist handa „Mér finnst ekki óeðlilegt að varnarliðið semji fljótlega við Is- lenska aðalverktaka um byggingar- framkvæmdir í Helguvík þegar ráðuneytið hefur tekið afstöðu til þeirrar skýrslu sem Almenna verk- fræðistofan mun afhenda að lokn- um rannsóknum á svæðinu“, sagði Geir Hallgrímsson utanríkisráð- herra þegar Þjóðviljinn innti hann eftir því hvað tæki við af þeim rannsóknum sem fram hafa farið við Helguvík undanfarin misseri. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá er undirbúningsrannsóknum við Helguvík nú senn lokið og má bú- ast við að framkvæmdir geti hafist Sjóminja- og byggða- sýningin í Hafnarfirði Vegna mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að hafa sjóminja- og byggðasýninguna í Bryde- pakkhúsi í Hafnarfirði opna í júlí- mánuöi. Það er Sjóminjasafn ís- lands sem stendur fyrir sýningunni, sem opinuð var í tilefni 75 ára af- mælis Hafnarfjarðar. Opið verður á laugardögum og sunnudögum frá kl. 14.00-18.00. 0-0 fyrir norðan Þór og Víkingur léku í gær 1. deildarleik á Akureyrar- velli. Leiknuni lyktaði með markalausu jafntefli. Hvenær byrjaðir þú /jp l|XFERÐAn • þar innan tíðar. Geir Hallgrímsson með að fjárveiting frá Bandaríkja- utanríkisráðherra kvaðst reikna þingi lægi fyrir til verksins. -v. A sumardegi í Hornvík. Þórsmerkurferð 1.-3. júlí Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum 8.-10. júlí Farið verður á Hornstrandir Hin árlega sumarferð Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum verður að þessu sinni farin norður í Hornvík í Sléttuhreppi. Lagt verður af stað með Djúp- bátnum Fagranesinu frá ísafirði, fösludaginn 8. júli klukkan 2 eftir hádegi og komið til baka á sunnudagskvöld, 10. júlí. Farið verður á Hornbjarg og í gönguferðir um nágrennið undir leiðsögn kunnugra manna, Dvalið verður í tjöldum, og þurfa menn að leggja sér til allan viðleguútþúnað og nesti. t, Munið að vera vel klædd. Kvöldvaka og kynning á Hornströndum. Verð fyrir fullorðna kr. 980,- hálft gjald fyrir 12 til 15 ára unglinga og frítt fyrir börn innan 12 ára aldurs. I verðinu er innifalin ferð til ísafjarðar frá öllum þorþum á Vestfjörðum og heim aftur. Öllum heimil þátttaka. Þátttaka tilkynnist sem allra fyrst einhverjum eftirtalinna manna: ísafjörður: Þuríður Pétursdóttir, sími 4082, Hailur Páll sími 3920, Elín Magnfreðsdóttir, sími 3938. Bolungarvík: Kristinn H. Gunnarsson, sími 7437. Inndjúpshreppar: Elínborg Baldvinsdóttir, Múla Nauteyrarhreppi. Súðavík: Ingibjörg Björnsdóttir, sími 6957. Súgandafjörður: Þóra Þórðardóttir, si'mi 6167. Önundarfjörður: Jón Guðjónsson, frá Veðrará, sími 7764. Dýrafjörður: Davíð H. Kristjánsson, Þingeyri, sími 8117. Arnarfjörður: Halldór Jónsson, Bíldudal, sími 2212, Tálknafjörður: Steindór Halldórsson, sími 2586. Patreksfjörður: Bolli Ólafsson, simi 1433. Austur-Barðastrandarsýsla: Gisela Halldórsdóttir, Hríshóli, Reykhóla- sveit, sími 4745. Strandasýsla: Jóhanna Thorarensen, Gjögri, Árneshreppi, Pálmi Sig- urðsson, Klúku, Bjarnarfirði, SigmundurSigurðarson, Steinadal, Kollafirði, sími 3343, Hörður Ásgeirsson, Hólmavík, sími 3123. Reykjavík: Guðrún Guðvarðardóttir, símar 81333 og 20679. Buchtal úti sem inni Allar Buchtal-flísarnar eru bœöi eldfastar og frostheldar. Væri þaö ekki góö lausn aö flísaleggja t.d. svalagólfiö, veröndina eöa útidyratröppurnar. Buchtal er alls staöar rótta lausnin. Varanleg lausn. Ekkert viö- hald. Eigum nú fyrirliggjandi flestar geröir af hinum viöurkenndu v-þýsku vegg- og gólffiísum. Fyrsta flokks vara á viöráöan- legu veröi. Einnig fyrirliggjandi límin góöu frá PCI fyrir hvers konar notkun. Ótrúlega hagstæöir greiðsluskilmálar, allt niöur í 20% útborgun og eftirstöðvar til allt aö sex mánaöa.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.