Þjóðviljinn - 29.06.1983, Síða 1
DJOÐVILMN
í Burlington, 40
þúsund manna bæ í
Bandaríkjunum er Ær -. ”
sósíalisti
borgarstjóri.
sjá 7
,júní 1983
miðvikudagur
142. tölublað
48. árgangur
Hjörleifur Guttormsson um skattadeilur við Alusuisse:
Gulrætur rúlluðu í þúsundatali niður Fellsmúlann í gærdag, þegar svo óheppilega vildi til að vörulyftari með
stóran farm af gulrótum missti bretti af göfflunum fyrir framan bækistöðvar Grænmetisverslunarinnar.
Þessar gulrætur hafa það fram yfir aðrar að það er búið að tvítaka þær upp með skömmu millibili. Mynd -
eik.
Ríkissaksóknari kærir
útgefanda Spegilsins
Kröflusvæðið:
Jarðskjálítar
siðustu daga
„Það er ekki allt með kyrrum
kjörum við Kröflu þó við eigum í
vandræðum með að staðsetja upp-
tökin sem eru einhversstaðar við
Leirhjúk. Jarðskjálftar eru mun
tíðari en verið hefur um margra
mánaða skeið og hallamælar hafa
sýnt nokkurð sig siðustu daga,“
sagði Eysteinn Tryggvason
jarðfræðingur er Þjóðviljinn hafði
samband við hann í gær. Um helg-
ina síðustu voru allmargir snarpir
kippir á Kröflusvæðinu.
Alllangt er um liðið síðan
skjálftavaktin í Reynihlíð var lögð
niður en starfsmenn Kröfluvir-
kjunar fylgjast stöðugt með öllum
breytingum sem verða á svæðinu. í
virkjuninni eru allir nauðsynlegir
mælar og jarðfræðingar fá upplýs-
ingar um gang mála óðar og dregur
til tíðinda.
Eysteinn kvaðst ekki geta borið
undanfara gosa á Kröflusvæðinu
saman við hræringarnar nú, „en ég
lýsi bjartsýni og vona að eitthvað
skemmtilegt fari að gerast," sagði
hann. - hól.
Iniiheimta ber þessar
275 mUjónir króna
Menntaskólinn á
Egilsstöðum var
sóttur heim af
fréttariturum
Þjóðviljans á
Austurlandi.
Engin lög
voru brotin
✓
segir Ulfar Þormóðsson
í gær gaf ríkissaksóknari út
ákæru á hendur útgefanda tíma-
ritsins Spegilsins vegna útgáfu á 2.
tbl. þessa árgangs og síðar útgáfu á
blaðinu „Samviska þjóðarinnar*4
fyrr í mánuðinum.
Ákærða er gefið að sök að hafa
opinberlega dregið dár að og smán-
að trúarkenningar og guðsdýrkun
hinnar evangelísku lútersku
þjóðkirkju, birt á prenti, dreift og
selt, sora- og klámfengið lesmál og
myndir og brotið prentrétt.
Saksóknari krefst að ákærði
verði dæmdur til refsingar og sæti
upptöku á blöðum, myndmótum
og offsettfilmum áðurnefndra
blaða.
Úlfar Þormóðsson útgefandi
Spegilsins sagði í samtali við Þjóð-
viljann í gær að hann mótmælti öll-
um þessum ákærum. Engin lög
hefðu verið brotin.
Hvorki útgefanda Spegilsins né
lögmanni hans var birt ákæra ríkis-
saksóknara áður en henni var
dreift til fjölmiðla síðdegis í gær.
_____________________________^jg-
sjá 3
verði ákveðið að falla
frá gerðardóminum
„Ætlar ríkisstjórnin og iðnaðarr-
áðherra að sætta sig við citthvað
minna en að fá a.m.k. framleiðslu-
kostnaðarverð fyrir raforkuna,
sem þýðir þreföldun frá núverandi
verði eða 20 mill (55 aura) fyrir
kílówattstundina? - Því verður
ekki trúað að óreyndu, því að þá
væri verið að dæma íslenska raf-
orkunotendur, bæði heimilin og
innlendan atvinnurekstur til að
greiða áframhaldandi styrk til ál -
versins með hærra raforkuverði.44
Þannig kemst Hjörleifur Gutt-
ormsson, fyrrverandi iðnaðarráð-
herra meðal annars að orði í viðtali
sem Þjóðviljinn tók við hann í ti-
lefni fyrsta formlega viðræðufund-
arins, sem fulltrúar núverandi
ríkisstjórnar áttu með forstjórum
Alusuissc á föstudaginn var.
Hjörleifur minnir á, að þeir við-
bótarskattar, sem lagðir voru á
dótturfyrirtæki Alusuisse hér
vegna dulins hagnaðar á liðnum
árum nemi með vöxtum um 275
miljónum króna, og er það talsvert
hærri upphæð en Alusuisse greiðir
Landsvirkjun árlega fyrir kaup á
raforku.
í viðtalinu við Hjörleif kemur
fram, að hann telur síður en svo
ástæðu til þess að óttast niðurstöð-
ur gerðardóms fyrir okkur fslend-
inga varðandi gömlu skattadei-
luna. Hjörleifur kveðst hins vegar
líta svo á, að ef Alusuisse hætti ein-
hliða við gerðardóminn, þá sé
auðhringurinn þar með að viður-
kenna þennan viðbótarskatt, og þá
sé sjálfsagt að fjármálaráðuneytið
innheimti hann hið fyrsta sam-
kvæmt lögum.
sjá 6