Þjóðviljinn - 29.06.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.06.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN. Miðvikudagur 29. júní 1983 síðan Skák Karpov að tafli - 160 „Eitt hið merkilegasta varðandi tafl- mennsku Karpovs er hversu hratt hann leikur", skrifaði Tony Miles í „New States- man" um mótið í Bad Kissinger. „Gegn Ray Keene lék hann 57 leiki á 1 'k klst., en andstæðingur hans lenti tvisvar í timahraki í sömu setunni. I skákinni við Friðrik Ólafs- son var munurinn enn meiri. Þegar skákin fór í annað sinn í bið og þá hafði Karpov notað 2 klst og 15 mínútur en Friðrik 5 klst. og 15 mínútur,“ hélt enski stórmeistarinn áfram. Já, Friðrik lenti ekki aðeins í tíma- hr'aki, heldur einnig i miklum erfiðleikum, en tókst að ná jafntefli eftir 95 leiki: abcdefgh Friðrik - Karpov 87. Kg2 Kd3+ 88. Kf1 Kd2 89. Kg2! Ke2 90. Kg3 Hd2 91. Kg2 Hd1 92. Ha2+ Kd3 93. Ha3+ Ke4 94. Ha8 - Svartur kemst ekkert áleiðis svo hér sættist Karpov á jafntefli. Skákin var tefld í 11. umferð að lokinni þeirri umferö var Karpov efstur með 8'/2 vinning. Bridge Það getur verið fróölegt, þó aö það sé ekki alltaf að sama skapi ánægjulegt að elta spil milli borða í tvímenning. Frá í Domus: Norður S 75 H 9873 T K98752 L A Austur S D10863 H A65 T 643 L 87 Suður S KG9 H KDG2 T AG L 10963 Þegar ég mætti til leiks var verið að spila spilið í 2. skiptið. Suöur var sagnhafi i 4 hjörtum, eftir opnun á 1 -grandi og 2-L (Sta- yman) hjá norðri. A/V blönduðu sér í sagnir (3-L, yfir 2-H). Út kom laufkóngur og sagnhafi fór strax í trompið og kóngur átti slag. Meira tromp sem austur vann. Hann hélt áfram með lauf, sýnilega að reyna að stytta blindan, sem er innkomulítill. Sagnhafi fór nú í tígul- inn og fékk góðu fréttirnar, eftir tvo slagi þar. Hann bað því um tromp-9 og 650 var afraksturinn. Ekki slæmt? Sagnir þróuðust öðruvísi á næsta boröi, en lokasögn hin sama. Úrspilið gekk eins og eftir forskrift, NÁKVÆMLEGA EINS og fyrra sinnið. 650 í dálkinn og þar voru nú 3 slíkar tölur. 4. borðið: Flóknar sagnir en enn 4 hjörtu í suður. Sama útspil og byrjun, en eftir að hafó átt fyrsta trompslag, fór suður, vand- virkur, spilari, strax í tígulinn. Þar var enn um 650 að ræða, af skiljanlegum ástæð- um. Austur skipti vitaskuld í spaða, þegar suður fór aftur í trompið í 5. slag. Kannski er ekki nema réttlátt, að sagn- hafi nr. 1 og 2 fengu aðeins 11 slagi, því spilamennska þeirra var ekki sem best. Engu að síður er auðvelt að klóra heim 12. slagnum, eins og þú hefur sjálfsagt séð. Bæði „dúkk" austurs og tía vesturs í tromp- inu segja alla söguna. Þú tekur aö sjálf- sögðu EKKI síöasta trompið af austri, en spilar tíglum og kastar spöðum heima. Austur trompar eölilega við fyrsta tækifæri, en það breytir engu. Lauf-6 heima er kraftaspil og hafir þú fylgst, svona sæmi- lega, með igjöf er einfalt að trompsvína laufinu. Vestur er I báðum tilfcllum sannaður með lauflit, eftir sögnum. Því miður týndi óg spilinu og veit því ekk- ert um árangur á síðasta borðinu (10 para riðill). Sumarbridge Vestur S A42 H 104 T D10 L KDG542 Ef þessi klettamynd væri einhvers staðar fyrir norðan eða vestan, hefði maður áreiðanlega gert sér ferð til að skoða hann, sagði einhver sem sá þessamynd. HúnertekinviðbæjardyrnarhjáokkurReykvíkingum, við Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi, og klettarnir heita Fjósaklettar. í gegnum gatið sér í skipsskrokk sem Stálfélagið hefur fengið að draga upp á Eiðið til geymslu. Ljósm.: -ÁI. Eitt ógurlegt eldkast að ofan Pann 29., sem var annar sunnudagur eftir trinitatis, var þykkt veður og vindur á vestan. Nú kom þriðja sinni eitt ógnar- legt eldkast að ofan, svo að á milli Skaftártungunnar og Árfjalls varð enn að nýju eitt logandi bál. Þetta hlaup fór inn í hvern krók og kima út úr gljúfrinu fyrir austan og ofan Búland, skemmdi þar slægjur og haga, ásamt tók það af nokkrar slægjur, er Svarta- núp fylgdu (sem er hjáleiga frá Búlandi), en bæði slægjur og hag- ar voru að öðru óskaddaðir. Þá fél! og Litlanes, (önnur hjáleiga Búlands) í eld. Gekk þá og þetta eldhraun inn í húsadyr á Hvammi, kóngsjörð í Skaftár- tungunni, 12hdr. aðdýrleikajþar með fór það vatn yfir bæinn, að hann byggðist aldrei á sama stað. Að austanverðu tók það af þann góða og allt of sparhaldna kol- skóg í Skaftárdal, en uppskrældi þann sem var um hóla og gil þar vestur af bænum. Túnin skemmdi hann ei, svo þá fólk fjölgar í byggðinni aftur, byggist Skaftár- dalur að nýju. Allur kolaskógur á Hæl skrældist, en af brann þó ei. Úr „Eldriti“ séra Jóns Steingrímssonar fyrir 200 árum. Samvinnan Út er komið 2. hefti Samvinn- unnar í ár og hefst á forystu- greininni „Okkur skortir visku til að lifa“, eftir ritstjórann, Gylfa Gröndal. Þá eru birtir kaflar úr 25 ára sögu Osta- og smjörsölunnar og þáttur um neytendamál, eftir Sig- ríði Haraldsdóttur. Sagt er frá aðalfundi Samvinnubankans. Birtur er bráðskemmtilegur kafli um Þorstein Jónsson, þann Iands- kunna kaupfélagsstjóra á Reyðarfirði og er hann úr bók- inni „Dömur, draugar og dándis- menn“, æviminningar Sigfúsar Kristjánssonar á Austfjarðarrút- unni, skráðar af Vilhjálmi Ein- arssyni. Gunnar Karlsson ritar um Aldarsögu Kaupfélags Þing- eyinga eftir Andrés Kristjánsson og dr. Oddur Benediktsson skrif- ar um tölvur. Smásaga er í ritinu eftir Káre Holt og ljóð eftir þá Ólaf Jóhann Sigurðsson og Helga Sæmundsson. Auk þessa er þarna svo að finna innlendar og erlendar samvinnufréttir. m|,g. Toppmenn í toppformi Bóhem og skáld, anarkisti og ritstjóri, götusali og flokksstofnandi, kommisar í Rauða hernum og drykkju maður, Jaruslav Hasek. Hasek hefði orðið 100 ára... Jaruslev Hasek höfundur Góða dátans Sveijk hefði orðið hundrað ára 30. apríl sl., hefði hann o.s.frv.. Hins vegar lifði hann tæpast þannig lífi að dygði til langlífis. En verkin og sagan af honum lifa manninn. Sagt er að Hasek hafi notað amk 105 dulnefni til að forðast lánadrottna - og enginn veit hve mikið liggur eftir hann. Hasek lifði fjölbreyttu og fjörugu lífi - og dó 1923. Á aldarafmælinu var hans víða minnst í Tékkóslavakíu 30. apríl. Hins vegar mun verða minna um hátíðarbrigði í tilefni aldara- afmælis skáldbróður hans, sem talinn er hafa verið „úrkynj- aður“, en það er Kafka. Þann 3. júlíerliðinöldfráfæðinu Kafkas. -óg Enhvar eru Bringu- hárin? Bringuhárin hafa breyst í Toppmenn - eða þannig. Nýlega hefur nafni hljómsveitarinnar Bringuhárin verið breytt yfir í Topp- menn, vegna misskilnings sem gætti um tóniistarlega stefnu hljósveitarinnar. Toppmenn eru nú komnir út í sumarhit- ann til þess að halda uppi svakalegu stuði á dansleikjum sumarsins. Hljómsveitina skipa allt þaul- reyndir hljómlistarmenn: Hafþór Hafsteinsson trommur, Hannes Hilmarsson bassi, Jón Ól- afsson hljómborð og söngur, og Stefán Hjörleifsson gítar og söngur. Sími umboðsmanns er 79559.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.