Þjóðviljinn - 29.06.1983, Side 3

Þjóðviljinn - 29.06.1983, Side 3
Miðvikudagur 29. júní 1983 ’ÞJÓÐVÍLJINN — SÍÐÁ 3 Stærsta og jafnframt fjölbrcyttasta blómasýn- ing, sem haldin hefur verið í Reykjavík til þessa, var opnuð í Menningarmiðstöðinni við Gerðuberg í Efra-Breiðholti sl. föstudag. Þarna eru til sýnis öll þau inniblóm, sem íslensk- ir blómabændur framleiða. Sýningin er í þeirri álmu hússins, sem Borgarbókasafnið fær til afnota síðar og er salurinn um 700 ferm. Blómamiðstöðin hf. heldur þessa sýningu, en hún er sölufyrirtæki 24 blómabænda í Hveragerði, Biskupstungum, Hrunamannahreppi og Mosfells- sveit. Þeir rækta nú blóm á rúmlega 40 þús. ferm. rými í gróðurhúsum eða um 80% allra inniblóma, sem hér eru á markaði. Sýningin er opin virka daga frá kl. 14 til 22 og kl. 10 og 22 á laugardögum og sunnudögum og stend- ur til 2. júlí. Engin blóm eru til sölu á sýningunni. Börn, yngri en 12 ára, fá ókeypis aðgang í fylgd með fullorðnum. Allir gestir fá með sér lítinn bæk- ling með heilræðum um umhirðu blóma, en um 400 tegundir blóma eru á sýningunni Ákærur ríkissaksóknara á hendur útgefanda Spegilsins birtar í gær Úlfar Þormóðsson útgefandi Spegilsins „Aðdáunarverð hreysti saksóknara” niður þá kæru, því skráningin er dagsett löngu áður en umrætt Spegilsblað kom út.“ Hvað segir þú um það kæruatr- iði að í blaðinu sé smánuð trúar- kenning og guðsdýrkun hinnar evangeiísku lútersku þjóðkirkju? „Það er td. hvorki meira né minna en grein sem ber heitið: „Þjóðhags- lega hagkvæmt að stórauka ferm- ingar“. Það er hún sem að kært er út af. Maður hefði haldið að þetta væri ábending til þess að efla allt kirkjustarf." En varðandi sora og klámfengið lesmál og myndir? „Það er merkilegt að saksóknari sér einungis ástæðu til að kæra prentun á myndum þar sem sést í kynfæri karlmanna en lætur alveg óátaldar þær myndir þar sem sést í kynfæri kvenna. Ég fæ ekki séð hvað saksóknari á við með þessari ákæru um sora og klám“, sagði Úlfar Þormóðsson. -«g- „Mér finnst aðdáunarverð hreysti saksóknara og röskleiki að hafa komið þessari kæru til fjölmiðla áður en hún er birt mér eða lög- fræðingi mínum. Ég vona þá að málið gangi rösklegar í framtíðinni en það hefur gert hingað til. Hins vegar mótmæli ég öllum þessum kæruatriðum. Hverju einasta. Það er ekkert af þessu brot á neinum lögum,“ sagði Úlfar Þormóðsson útgefandi Spegilsins þegar Þjóðvilj- inn kynnti honum ákæru ríkissak- sóknara á hendur honum í gær. „Það er dálítið undarlegt hvaða hluti saksóknari sér ástæðu til að kæra. Það vill svo vel til vegna þess- arar kæru um brot á prentrétti að þegar loksins það opinbera hálfum mánuði eftir að því bar skylda til, birti tilkynningu í Lögbirtinga- blaðinu um stöðvun og löghald á Spegilinn, þá er í sama tölublaði skráning á Speglinum og mér sem Úlfar Þormóðsson með Samvisku þjóðarinnar í höndunum. Ljósm. eik. útgefanda. Það hefði ekki þurft mikið meira en einfalda lestrar- kunnáttu fyrir manninn til að fella Vantar markað fyrlr gulllax segir Vilhelmina Vilhelmsdóttir fiskifræðingur „Ein aðalástæðan fyrir því að gulllax er ekki veiddur hér við land er sú að það er ekki hægt að selja hann“, sagði Vilhelmína Vil- helmsdóttir fískifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, en frænd- ur okkar Færcyingar hafa nýiega farið út í tilraunaveiðar á gulllaxi og vinna hann bæði í blokk og marning og gera sér vonir um að geta selt hann til manneldis á er- lendum miirkuðum. Vilhelmína kvað töluvert rnagn gulllax vera að finna hér við land en ekki hefði verið hægt að ákveða stofnstærð og tonnatölu sem hæfilegt væri að veiða árlega, þar sem engar tilraunaveiðar hefðu farið fram. Varðandi markaðsmöguleika sagði hún að þeir ættu að vera fyrir hendi og nefndi sem dæmi að Norðmenn veiddu töluvert magn af gulllaxi og seldu til Sovétríkjanna og Austur-Þýskalands, en þarlendis væri fiskurinn notaður til menn- eldis og þætti herramannsmatur. Aðspurð urn hvort hér væri um einhverja nýja fiskitegund að ræða sagði Vilhelmína að gulllax- inn yrði að teljast íslenskur fisk- ur, hann hrygndi sunnan og suð- vestan við landið og næði kyn- þroskaaldri 10-12 ára gamall. Kom það fram hjá Vilhelmínu að Hafrannsóknastofnun hefur fylgst með og rannsakað gulllax- inn sl. 10 ár, en hann hefur veiðst mikið með karfa, enda heldur hann sig á lfkum slóðum og dýpi. Þegar möskvastærðin var stækk- uð á karfatrollum hvarf gulllax- inn mikið til úr aflanum en hefur náðst í rannsóknaleiðöngrum þar sem klædd varpa er notuð. Sagði Vilhelmína að lokum að ef fara ætti út í veiðar á gulllaxi hér við land, þyrfti sérstaka undanþágu frá möskvastærð trolla, en það gæti samtímis boðið heim aukinni hættu á ofveiði á karfa. -áþj Kristján Ragnarsson hjá LÍÚ: „Við liöfum aldrei séð neina veiðimöguleika miðað við það aflamagn sem þarf til þess að þessar veiðar svari kostnaði“, sagði Kristján Ragnarsson hjá LIÚ, er hann var spurður að því hvers vegna íslendingar gerðu ekki út á gulllax. Hann gat þess ennfrcmur að gulllaxinn væri ekki færður upp sem nytjafiskur í skýrslu Hafrannsóknastofnunar- innar. Þar væri hvergi minnst á þá veiðimöguleika sem gulllaxinn byði upp á né hversu rnikið magn mætti veiða. . Sagði Kristján það vera venju að Hafrannsóknastofnun hefði forgöngu unt tilraunaveiðar og nýtingu nýrra fiskitegunda. Hún hefði yfirráð yfir tilskildum tækj- abúnaði til þeirra rannsókna, og á meðan engar niðurstöður lægju fyrir gæti LÍÚ ekki gert neitt í málinu, því þeir hefðu engin gögn í höndunúm til að byggja aðgerðir sínar á. -áþj Guðlast, sori og brot á prentrétti Ríkissaksóknari hefur höfðað opinbert mál fyrir sakadómi Ryykjavíkur á hendur útgefanda tímaritsins „Spegilsins“ fyrir út- gáfu og dreifingu 2. tölublaðs 43. árgangs dagana 27. til 30. maí s.l. og blaðsins „Samviska þjóðarinn- ar“, 1. tbl. 1. árgangs, nokkrum dögum síðar. 1 kærunni sem send var dag- blöðum síðdegis í gær er ákærða gefið að sök í fyrsta lagi að hafa með fyrirsögn og grein ásamt tveimur myndum í fyrrgreindu töl- ublaði Spegilsins opinberlega dreg- ið dár að og smánað trúarkenning- ar og guðsdýrkun hinnar evangel- ísku lútersku þjóðkirkju. í öðru lagi að hafa í sama tölublaði birt á prenti, dreift og selt, sora- og klám- fengið lesmál og myndir. 1 þriðja lagi að hafa vanrækt að nafngreina sig sem útgefanda á öllu upplagi „Spegilsins" 6900 eintökum og í fjórða lagi að hafa eftir að sala á umræddu tölublaði Spegilsins var stöðvuð og hald lagt á upplagið, látið endurprenta í 2000 eintaka upplagi blað undir heitinu „Sam- viska þjóðarinnar" og dreift því og selt í Reykjavík 3. júní sl. og síðar. í því blaði var allt það lesmál og myndir, sem ákært er út af sam- kvæmt fyrrnefndu. Af ákæruvaldsins hálfu er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu sakarkostn- aðar og sæti einnig upptöku, aðal- lega á 4445 eintökum „Spegilsins", tveimur eintökum af blaðinu „Samviska þjóðarinnar" svo og myndmótum og offsettfilmum sem hald var lagt á að tilhlutan ákæru- valdsins og til vara á þeim blaðsíðum fyrrgreinds tímarits sem tilgreindar eru og hafa að geyma það efni sem ákært er út af, svo og tilsvarandi myndmótum og offsett- filmum beggja útgáfanna. - >g- Málarafélag Reykjavíkur: Mótmælir árásum á launafólk Fundur stjórnar og trúnaðar- ráðs Málarafélags Reykjavíkur samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum hinn 14. júní síðast- liðinn: Stjórn og trúnaðarráð Málarafé- lags Reykjavíkur mótmælir harð- lega þeim harkalegu árásum á kjör launafólks, sem felast í bráða- birgðalögum Steingríms Her- mannssonar, og tekur undir fram- komin mótmæli miðstjórnar Al- þýðusambands íslands. Með Flugleiðum á fíórðungs- motið á Melgerðis- mcliiin fyrir 2.405 krónur Flugleiðir bjóða sértilboð á fjórðungsmót norð- lenskra hestamanna á Melgerðismelum í Eyjafirði 30. júní til 3. júlí. Flugferð: Reykjavík - Akureyri - Reykjavík ásamt aðgöngumiða á mótið kostar aðeins kr. 2.405 krónur Brottför 30/6 eða 1/7, heimferð 2.3. eða 4. júlí. Lágmarksdvöl eru 2 nætur. Hafið samband við skrifstofur okkar í Reykjavík. FLUGLEIÐIR Gott fólk hjá traustu félagi

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.