Þjóðviljinn - 29.06.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. júní 1983
DJOOVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf-
ingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Pjóöviljans.
Framkvæmdastióri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Bltstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson,
Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason,
Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlööversson.
íþróttafréttaritari: Viðir Sigurðsson.
Utlit og hönnun: Helga Garöarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Sfmavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bflstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson,
Ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Slðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Atvinnulýðrœði
í stað útsölu
• Töluverð umræða á sér nú stað um eignaform í
atvinnurekstri. Tengist hún m.a. yfirlýsingum fjár-
málaráðherra um að haldin skuli brunaútsala á
eignum ríkisins í atvinnurekstri og „allt látið fjúka“
sem hægt er að losna við.
• Eftir að þeir íhaldsmenn fundu að það er veruleg
andstaða ríkjandi við þessa brunaútsöluhugmynd,
hafa þeir reynt að mýkja hana með því að láta líta svo
út, að hér sé verið að færa yfirráðin yfir fyrirtækjun-
um til fólksins. Fjármálaráðherra hefur talað fjálg-
lega um að starfsmenn geti keypt fyrirtæki og rekið
þau sjálfir o.s.frv. Peir sem til þekkja vita þó að slíkt
er víðs fjarri þeirri upphaflegu hugmyndafræði, sem
að baki liggur. Auðvitað var hugmyndin, og er vænt-
anlega enn, að selja eignirnar í hendurnar á vinum úr
hópi stóratvinnurekenda, t.d. Ríkisskip í hendurnar
á Hafskip eða Eimskip.
• Sósíalistar hafa gagnrýnt þær tillögur sem fjármál-
aráðherra er að viðra. Ekki vegna þess að við teljum
að ríkisrekstur sé allra meina bót, heldur vegna þess
að með þeim tillögum sem fyrir liggja er farið úr
öskunni í eldinn. Parna á að stíga stór skref burt frá
þeirri félagshyggju, sem hefur haft töluverð áhrif á
uppbyggingu efnahagslífs í landinu, í átt til óheftrar
markaðshyggju. Og við furðum okkur á því að sjá
félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins, Alexand-
er Stefánsson, stilla sér upp við hlið íhaldsmannsins
Alberts Guðmundssonar í samstilltu góli um að þetta
megi allt fjúka.
• Grundvallarafstaða sósíalista er að stefna að vissri
fjölbreytni í eignaformum atvinnulífsins, frá ríkis-
rekstri til einkareksturs, með víðtækri aðild sveitarf-
élaga, verkalýðsfélaga og félaga starfsfólks.
• Við getum tekið undir þá skoðun að ríkisútnefndir
forstjórar sem oft hljóta embætti sín gegnum flokks-
gæðingakerfið, séu engan veginn nauðsynlega öðr-
um hæfari til að taka ákvarðanir um rekstur og fjár-
festingu. En við vísum því á bug sem hverri annarri
firru, að það sé allra meina bót að selja ríkisfyrirtæki
í hendur á gróðaöflum þjóðfélagsins. Og ríkið á að
eiga í ýmsum fyrirtækjum. Þar má t.d. nefna Flug-
leiðir, Sementsverksmiðjuna, Áburðarverk-
smiðjuna o.fl. En hinu efnahagslega valdi sem teng-
ist eignarhaldi á þessum fyrirtækjum má og á að
klippt
Óheillablikur
á lofti
„Aldrei verður það of brýnt
fyrir íslenskri þjóð að halda þjóð-
legri vöku sinni og standa vörð
um sjálfstæði sitt“, skrifar Guð-
mundur Jónas Kristjánsson frá
Flateyri íTímann á laugardaginn.
Segir hann að þótt efnahagsmál
séu mikilvæg, þá „mega menn
aldrei missa sjónar af sjálfri
undirstöðunni, ÞJÓÐFRELS-
INU og málefnum því tengdu. A
þetta hvað ekki síst við nú, þegar
ýmsar óheillablikur eru á lofti í
íslenskum utanríkis- og þjóðfrels-
ismálum.“
Skuggar fortíðar
Guðmundur Jónas vitnar í þá
Ingvar Gíslason og Andrés Krist-
jánsson máli sínu til stuðnings, en
þeir hafa varað við stóriðju sem á
allt sitt undir náð erlendra
auðhringa og markaðshyggju-
riddurum Sjálfstæðisflokksins.
Þá vitnar greinarhöfundur til sög-
unnar og segir að ekki sé nema
von að mörgum skuli hrjósa hug-
ur við ríkisstjórninni „því
skuggar fortíðar hvíla þar vissu-
lega yfir vötnum“.
Alvarlegir
hlutir
Guðmundur Jónas Kristjáns-
son segir enn fremur:
„Þannig hafa sumir af hinum
nýbökuðu ráðherrum Sjálfstæð-
isflokksins beinlínis kallað á
aukna tortryggni í þessum efnum,
og var hún þó næg fyrir. Fremst-
ur þar í flokki fer sjálfur utanrík-
isráðherrann, leiðandi iðnaðar-
ráðherra sér við hlið. Eru það
mjög alvarlegir hlutir, ekki síst
með tilliti til þeirra lykilhlut-
verka, sem ráðherrum þessuin er
ætlað í veigamiklum mála-
flokkum, en þar ber hæst sá á-
setningur okkar að vinna fullan
sigur á óbilgjörnu álfurstunum í
Sviss. Einnig er sjálfsagt að á-
kveða frestun í byggingu flug-
stöðvar m.a. vegna alvarlegs
efnahagsástands þjóðarinnar,
kraumandi skuldasúpu erlendis,
brýnni forgangsverkefna í sam-
göngumálum innanlands, og
óviðeigandi móttöku á erlendu
fjármagni í þessu skyni.“
Misskilningur
og vonbrigði
„Auðvitað hefur ábyrgur
flokkur skyldum að gegna við
þjóð sína á erfiðleikatimum. En
ábyrgur flokkur hefur ekki síður
skyldum að gegna gagnvart hug-
sjón sinni. A því vill stundum
verða misbrestur og þá með ófyr-
irsjáanlegum afleiðingum bæði
fyrir flokk og þjóð, einkum þegar
hugsjónin grundvallast á sjálfri
ÞJOÐVÖRNINNI, en það er ein-
mitt á slíkum hugsjónagrundvelli
sem undirritaður hefur álitið
framsóknarstefnuna m.a. byggj-
ast á. - Sé þar um misskilning að
ræða, verða mikil vonbrigði.
Tíminn mun fljótlega leiða það í
Ijós.“
Þjóðfrelsi
og þjóðremba
Guðmundur Jónas Kristjáns-
son hefur ekki eftir neinu að bíða
og það veit hann vel. Meðal þess
sem fram kemur í grein þessari
eru vangaveltur um Ólaf Ragnar
Grímsson, sem virðist deila með
honum skoðunum í veigamiklum
atriðum um Framsóknarflokk-
inn.
Að minnsta kosti gerir Guð-
mundur Jónas engar athuga-
semdir við efnisleg skrif Ólafs
Ragnars. Hins vegar sér hann á-
stæðu til að draga í efa ágæti þess
félagsskapar sem Ólafur Ragnar
er í. Til sannindamerkis um illsku
og óþjóðhollustu þeirra samtaka,
segir Guðmundur Jónas að sé
ferðalag Æskulýðsfylkingarinnar
til Breiðafjarðar. Þar hafi rauður
fáni verið með í för og ekki sé
hægt „að komast lengra í
þjóðernislegri hugsjónaút-
skúfun.“
Sjálfsagt veit Guðmundur Jón-
as ekki að rauði fáninn er alþjóð-
legt sameiningartákn verkalýðs-
hreyfingar allra landa - og sést
því á samkomum og manna-
mótum um allan heim, og því
ekki tiltökumál að hann blakti
eina sumarnótt yfir Stykkis-
hólmi. En þetta er enn eitt dæmið
hversu stutt getur á stundum ver-
ið á milli þjóðhollustu og
þjóðrembu, sem flestir eru á einu
máli um að sé háskaleg þjóðlífi
allra landa,
í þessu sambandi er vert að
minna á að samvinnuhreyfingin
er alþjóðleg. Hún er meir að
segja alþýðleg, þó flokksbræður
Guðmundar Jónasar í Framsókn-
arflokknum sé nú um stundir
meir um að gera samvinnu-
hreyfinguna að auðhring - og
sem slíkur vill hann gjarnan
tengjast fjölþjóðlegu auðvaldi.
Og máske læðist sá grunur að
Guðmundi Jónasi, að ríkisstjórn
Framsóknarflokksins og Sjálf-
stæðisflokksins sé m.a. til þess að
leiða til hásætis það fjölþjóðlega
auðvald, sem menn óttast mest.
Og varla trúir hann að bandarísk-
ir hernaðarhagsmunir gleymist
þegar þessi ríkisstjórn er annars
vegar.
-óg
dreifa mun meira en nú er gert.
• Þarna erum við komin að spurningunni um
atvinnulýðræði, sem vinstri menn hafa haldið uppi
töluverðum áróðri fyrir. Á þeim vettvangi hefur rík-
ið alla möguleika til að hafa forgöngu. Fað getur
tryggt starfsmönnum fyrirtækjanna aðild að stjórn,
og það gæti fyllilega komið til greina að starfsmann-
afélög eða þau verkalýðsfélög, sem tengjast viðkom-
andi vinnustað fengju eignaraðild á móti hinu opin-
bera. Ef slíkar hugmyndir væru uppi hjá fjármála-
ráðherra vorum, þá myndu sósíalístar ekki beina að
honum spjótum sínum.
• Þegar talað er um atvinnulýðræði er ástæða til að
skýra við hvað er átt og hvað ekki. Með atvinnul-
ýðræði er átt við að starfsmenn fyrirtækis eða verka-
lýðssamtök þeirra hafa möguleika til að hafa áhrif á
ákvarðanir um rekstur og fjármál fyrirtækjanna. Að
hinu efnahagslega valdi sé dreift til allra þeirra sem
verðmætin skapa. En það er sérstök ástæða til að
benda á, að þótt t.d. einstakir starfsmenn Flugleiða
kaupi hlutabréf í fyrirtækinu, svo nærtækt dæmi sé
tekið, á slíkt ekkert skylt við atvinnulýðræði, heldur
er þar verið að fara leið íhaldsins og Alberts
Guðmundssonar. eng.
Á Varðbergi
Að undanförnu hefur lifnað
mikið yfir starfsemi Varðbergs,
samtaka um vestræna samvinnu
sem eru áróðurssamtök fyrir
Nató. Þingmannasamtök Nató
samþykktu í nóvember sl. „að
brýna nauðsyn beri til að endur-
lífga áætlun NATO frá 1955 um
menningarmál“ í samræmi við
þetta voru fjölmargar samþykktir
gerðar.
Tillaga númer 78 „um stuðning
við áætlun Norður-Atlantshafs-
bandalagsins um eflingu vísinda,
menningar- og félagsmála“. Og
tillaga númer 79 „um að NATO
taki upp þróttmikla stefnu í upp-
Iýsingamálum“.
Einsog
Reagan sagði
Og hafi einhver efast um að
Nató hefði mikið með efnahags-
mál bandalagsríkjanna að gera,
þá þarf hann ekki að velkjast í
vafa um það eftir lestur sam-
þykkta þingmannanefndar Nató.
Það fer heldur ekki á milli mála á
orðalagi þessara samþykkta hver
hefur valdið í Nató: „Þingmanna-
samtökin leggja áherslu á að af-
nám refsiaðgerða, sem Reagan
forseti kunngerði 13. nóvember,
sé meiriháttar framlag til lausnar
deilumála innan bandalagsins um
samband austurs og vesturs á
sviði efnahagsmála“.
Þingmannasamtökin hvetja
ríkisstjórnir Nató-ríkjanna „til að
bindast samtökum um að hvetja
til fjölþjóðlegra viðskipta“, og
þau hvetja ríkisstjórnirnar „til að
halda áfram efnahagssamvinn-
unni þótt á krepputímum sé, og til
að auka aðstoð við þau aðildar-
lönd sem verr eru á vegi stödd“.
Það er ekki nema von að bænda-
höfðinginn á Bergþórshvoli líti
hýrt til slíkra tilboða!
Ennfremur eru ríkisstjórnirnar
hvattar til þess í ályktun númer
123 „um efnahagsmál sem snerta
efnahagsmál bandalagsríkj-
anna“, að „koma sér saman um
efnahagsaðgerðir áður en þeim er
hrundið í framkvæmd svo að
samheldni bandalagsins og ár-
eiðanleiki fái staðist“.
Reagan gegnfáfræði!
Ályktun númer 125 „um'
stuðning við frumkvæði Banda-
ríkjaforseta um að efla samskipti
ungmenna í Ameríku og Evrópu:
„ Þingmannasamtökin hafa á-
hyggjur af vaxandi fáfræði yngri
kynslóða Norður-Ameríku og
Evrópu og skorti á skilningi
beggja vegna Atlantshafsins á á,-
stæðunni fyrir tilveru Atlants-
hafsbandalagsins“.
Síðan segir í ályktuninni að
frumkvæði Reagans sé fagnað og
hvatt er til „marghliða áætlunar
um samskipti ungmenna“ og að
fjármagn verði útvegað í þessu
skyni. Af sjálfu leiðir.
- óg