Þjóðviljinn - 29.06.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.06.1983, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 29. júní 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Hondúras hlekkur í keðjunni I kjölfar peninganna kemur herstöð Reagan-stjórnin hefur notfært sér efna- hagsaðstoð við Honduras til að þvinga landið til að leyfa bandaríska herstöð, sagði Montoya varaforseti þingsins í Honduras og meðlimur í stjórnarflokknum. Þingið í Honduras samþykkti fyrir skömmu að leyfa Bandaríkjastjórn að koma upp herstöð til að þjálfa hermenn frá E1 Salvador og aðrar hersveitir í Suður- Ameríku. Stjórnarandstaðan og fjölmargir meðlimir stjórnarflokksins höfðu þó áður lýst andúð sinni á þessum fyrirætlunum. Þarna á að þjálfa hermenn frá E1 Salvador til átaka við vinstri sinnaða skæruliða í þeirra eigin landi. Margir óttast að svona herstöð muni draga Honduras enn lengra inn í borgarstríðið í E1 Salvador og kalla á hefndaraðgerðir inní landið. En aðrir eru andvígir herstöðinni vegna þess að þeir eru á móti staðsetningu salvadorskra hersveita í Honduras eftir landamæraátök ríkjanna 1969. Benda menn á að Honduras sé eitt fátækasta land á vesturhveli jarðar - og Bandaríkjamenn ráðskist með stjórnvöld eftir geðþótta vegna þess hversu háð stjórn- in er Bandaríkjunum efnahagslega. Stjórnarandstaðan og talsmenn stjórn- arflokksins sem hafa lýst efasemdum um þessa herstöð, segja að tilvera hennar ógni veikburða lýðræði í Honduras. Tilvist her- stöðvarinnar kalli á skæruliða og athafnir þeirra kalli á harkaleg viðbrögð stjórn- valda. Gordova forseti Honduras var kos- inn 1981 eftir 17 ára samfellda herforingja- stjórn í landinu; og er í meira lagi hallur undir Bandaríkin. Áður en þingið hafði gefið heimild til herstöðvarinnar komu sveitir grænhúfa („úrvalssveitirnar" frá Vietnam) til að gæta hundrað yfirmenn úr bandaríska hernum þjálfunarbúða við Puerto Castilla 240 km norðvestur af höfuðborginni. Um eitt eru væntanlegir í þessum mánuði til að þjálfa 2400 hermenn frá E1 Salvador. Síðar er ætlunin að hersveitir frá Honduras verði þjálfaðar þarna - og í framtíðinni eigi her- stöðin að verða opin fyrir hersveitum vin- veittum Bandaríkjunum víðsvegar af svæð- inu. Bandaríkjaþing hefur enn ekki upphafið bann sitt við því að fleiri en 55 hernaðar- ráðgjafar fari til E1 Salvador. Og Schultz utanríkisráðherra hefur sagt að þjálfun hinna salvadorsku hermanna í Honduras sé valkostur við því að flytja þá til þjálfunar- búða í Bandaríkjunum sjálfum. Bandaríkin hafa aukið afskipti sín og at- hafnir á svæðinu verulega síðustu misseri. Þannig hafa þau aukið athafnir sínar í Honduras til að vega á móti eins og banda- rískir embættismenn segja það - hernaðar- “PPbyggingu vinstri sinnaðra Sandinista í Nicaragua. Þeir flytji vopn og vistir til skær- uliðanna í E1 Salvador. Og síðan kemur þulan um sovésk áhrif og kúbönsk vopn oe allt það. 6 Komið hefur verið upp fjarskiptastöð (radarstöð) fyrir bandaríska flugflotann á fjalli í námunda við landamæri Nicaragua. Þarna eru 60 manns en stöðin kostaði 20 miljónir bandaríkjadala. Stöðinni er ætlað að fylgjast með flugvélum sem fljúga með vopn frá Nicaragua til skæruliðanna í E1 Salvador. (Byggt á Information) -óg Frjálslynt fylki í Bandaríkjunum Burlington í Vermont-fylki Borgar- stjórinn er sósíalisti í borginni Burlington, 40.000 manna borg í Vermont ríki í Bandaríkjunum var sósíalisti val- in borgarstjóri fyrir tveimur árum. Sá heitir Bernie Sanders og er trúlega sá eini af sínu sauða- húsi frá því kona sem gegndi sams konar starfl í Santa Monica í Kal- iforníu tapaði kosningu fyrir skömmu. Burlington er friðsamlegur bær með háskóla og tiltölulega nátt- úrlegu umhverfi. Vermont-fylki þykir vera dálítið sérstakt í pólit- íkinni og ekki síst Burlington, þarsem andrúmsloftið er vinstri sinnað, fordómalaust og af- slappað. Stærsta útvarpstöðin í borginni hefur t.d. á sínum snærum tvo fastráðna anarkista við pólitískar fréttaskýringar og á miðvikudög- um má heyra í fastráðinni harð- línukonu úr kvennahreyfingu út- skýra sín viðhorf til hlutanna. Kosningabandalag sósíalista í félagslífi staðarins eru kven- réttindakonur, anarkistar, um- hverfisverndarmenn og friðar- hreyfingarfólk mjög áberandi. Frá því Sanders tók við embætti varð ráðhúsið í auknum mæli opnað hvers konar friðarfund- um, umræðufundum um afskipti Bandaríkjanna í E1 Salvador, fundum um jafnréttismál og því um líku. Leiðtogar kosningabandalags- ins sem stóð að baki kosningu Sanders sem borgarstjóra dró ekki dul á þá ósk sína, að innleiða sósíalisma í borgina. Sanders fékk 52% atkvæðanna og þykir vera mjög vinsæll. Kosninga- bandalagið samanstendur af full- trúum frá umhverfisverndarsinn- um (Citizen’s Party), frjáls- lyndum og vinstri sinnuðum. Margir úr vinstra armi Demókr- ataflokksins studdu hann í kosn- ingunum, sem og tekjulágt fólk og stúdentar. Meiraðsegja verka- lýðsfélag lögreglunnar í bænum studdi hann sérstaklega. Þó Bernie Sanders drægi enga dul á sósíalísk lífsviðhorf sín í kosningabaráttunni, þá er talið að öðru fremur hafi bunandi mælska orðið honum til fram- dráttar. í viðtali við greinarhöfund segir Sanders, að það sé í fyrsta skipti á seinni tímum sem venju- legir verkamenn hafi stutt vinstri sinnaðar hugmyndir - í Burling- ton. Hann segir að kosninga- bandalagið geri sér engar grillur um stórfenglegar breytingar í einni borg. Hvernig sé t.d. hægt að koma á öruggu eftirliti með einkafjármagninu fyrr en vinstri sinnar hafa unnið völdin í öllum Bandaríkjunum? Tuskubrúða í mynd hins sósíalíska borgarstjóra Bernie Sanders. „Republikanaflokkurinn og Demókrataflokkurinn eru alveg eins, og við breytum engu til lengdar í þessu landi, fyrr en við breytum þessu spillta tveggja- flokka kerfi. í Burlington höfum við byrjað það verk og bærinn er einn þeirra staða í Bandaríkjun- um þarsem fólk er almennt á kafi í pólitík. Takmarkið er að virkja fólkið og þróa nýja innri gerð samfélags þannig að stjórn bæjar- ins verði lýðræðisleg í raun og sann“, segir Bernie Sanders borgarstjóri. í Vermont fylki er viss hefð fyrir sjálfsákvörðunum sem og samhjálp, sem er nauðsynleg því veturinn er oft harður. Og viðmælendur greinarhöfundar benda á þetta atriði sem eina skýringuna á góðu gengi sósíal- ista í Burlington. Önnur mikilvæg ástæða eru svokallaðir borgarafundir („town meetings") í Vermont-ríki. Þetta eru opnir fundir sem haldnir eru einu sinni á ári í öllum bæjum og smærri borgum ríkisins. .Á þess- um fundum getur almenningur borið upp tillögur og ef þær eru samþykktar eru þær bindandi fyrir viðkomandi bæjarstjórn. Það var slíkum fundum að þakka að krafan um frystingu kjarnork- uvopna varð mikilvægt mál um öll Bandaríkin. Friðarhreyfingin í Vermont- fylki ákvað að bera upp slíka til- lögu á borgarfundum fylkisins fyrir tveimur árum. 140 bæir og borgir samþykktu ályktun um frystingu kjarnorkuvopna. Reag- an Bandaríkjaforseti kom fram á sjónvarpsskerminn og fordæmdi „ábyrgðarleysi“ íbúa Vermont- fylkis - en slíkar fordæmingar juku áhuga fjölmiðla á málinu. Einmitt þetta kerfi með borg- arafundum „town meetings“, varð til þess að höfða til grasrót- armanna í Burlington fylki. Þeir eru nú að reyna lýðræðislegri leiðir til ákvaranatöku um ýmis mál. Þar á meðal eru t.d. hverfa- fundir, þarsem viðkomandi íbúar geta tekið ákvarðanir utan bæjar- stjórnarinnar. Þetta er lýðræðis- legt ferli sem borgarstjórinn styð- ur og vonast er til að geti prðið öðrum fordæmi í Bandaríkjun- um. (Stytt og endursagt Information Michael Helm)- óg Dauðarefsing í Bretlandi Líklegt er talið að áður en árið er liðið hafi farið fram atkvæða- greiðsla í breska þinginu um dauðarefsingu. Allar líkureru tald- ar vera á því að dauðarefsing verði samþykkt. Hinn nýi meirihluti íhaldsflokksins þykir taka af allan vafa um þetta þó ekki sé litið á mál- ið sem „flokkspólitískt“. Meirihluti íhaldsþingmanna með Margréti Thatcher í broddi fylkingar hefur greitt dauðarefs- ingu atkvæði þegar gengið hefur verið til atkvæða á undanförnum árum um tillögu þessa efnis. -óg Austur- og Vestur- Evrópa Friður og mannréttindi „Friður og mannréttindi“ heyra hvort öðru til“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá nokkrum friðarhóp- um á Vesturlöndum og Charta 77 (Mannréttindaskrá 77) í Tékkósló- vakíu. Um 20 manns undirrituðu þessa yfirlýsingu í garði í útjaðri Prag umkringdir öryggislögreglu sem kvikmyndaði athöfnina og lagði hald á filmur vestrænna kvik- myndatökumanna. Margir hinna 1100 manna í Charta 77 hafa verið handteknir eða eru undir sérstöku eftirliti. Og sumir hafa verið reknir í útlegð. Um þessar mundir eru 20 manns í fangelsi vegna starfs á veg- um Charta 77, sagði rithöfundur- inn Havel á fundinum. Meðal þeirra sem skrifuðu undir yfirlýs- inguna fyrir hönd Charta 77 var Hajek fyrrverandi utanríkisráð- herra Tékkóslóvíkíu. í yfirlýsing- unni segir að frjáls skoðanaskipti milli allra stétta og laga þjóðfélag- anna sé besta trygging fyrir friði á milli stétta og ríkja.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.